Morgunblaðið - 25.01.1956, Síða 9

Morgunblaðið - 25.01.1956, Síða 9
Miðvikudagur 25. ian. 1956 MORGVNBLAÐIÐ 9 ísafjarðarbréf: IMikil atvinna árið sem leið — Varnarliðsframkvæmdum i Aðalvík hraðað um of — Allur togaraaflinn verkaður heima — Bátasala og skipabyggingar — Skarkolaaflimn GAMLA árið kvaddi fsfírðinga með stormi og snjókomu. Má með sanni segja, að mikil jóla- ákreyting og fannkyngi hafi helzt sett svip sinn á þá jólahátíð, sem nú er nýlega um garð gengin. Á Þorláksdag var kominn hér norð- an rosi með snjókomu. Hefir tíð- arfar verið mjög óstöðugt síðan. Hafa stöðugir stormar og snjó- koma sett svip sinn á veðurfarið hér vestra síðan fyrir jól. Hefir þetta valdið margvíslegum erfið- leikum í samgöngum, þar sem vegir-hafa teppst jafnharðan, þótt jarðýtur vegagerðarinnar haf i unnið stanzlaust að snjómokstri, til þess að halda vegunum um- hverfis fjörðinn opnum. Ákveð- inn hópur bæjarbúa hefir þó ekki amazt við snjókomunni. Það eru yngstu borgararnir, sem hafa notað sér jólaleyfið í skólunum dyggilega til skíðaferða. Mikill snjór er nú kominn í Stórurðina hér fyrir ofan bæinn. Geta hinir ísfirzku skíðamenn því æft sig rétt við túngarðinn, en slíku hefir ekki verið að heilsa undanfarna vetur. MIKIL ATVINNA OG ANNRÍKI Mikil atvinna og annriki setti svip sinn á ísfirzkt atvinnulíf s.l. ár. Atvinna mátti heita stöðug allt árið og hið árstíðabundna at- vinnuleysi virðist nú ekki gera lengur vart við sig. Veldur þar mestu um aukinn og fjölþættari fiskiðnaður, sem risið hefir upp í bænum á síðari árum. samfara stórauknum handiðnaði, svo sem skipasmíði, sem nú er unnið að allt árið. Á undanförnum árum hefir verið unnið markvisst að uppbyggingu fjölþættari og af- kastameiri fiskiðnaðar. Hefir ver ið unnið að endurbótum og aukn- ingu á þeini fiskvinnslustöðvum, sem fyrir voru. Hafa öll frystihús in aukið verulega afköst sín, togarafélagið ísfirðingur h.f. hef- ir komið sér upp stórri fiskverk- unarstöð fyrir saltfiskverkun fé- lagsins og í sumar bóf félagið byggingu hraðfrystihúss við hafn arbakkann i Neðstakaupstað. Nið ursuðuverksmiðjan hX, sem er nýtt félag, lét reisa stóra og myndarlega rækjuverksmiðju á Torfnesi. Eru þá starfandi hér á ísafirði tvær rækjuverksmiðjur, sem veita um 100 manns stöðuga atvinnu allt árið. Skapar rækju- iðnaðurinn athyghsverða fjöl- breytni í útflutningsframleiðslu okkar. Er vert að veita því at- hygli, að við flytjum nú árlega út niðursoðna og frysta rækju fyrir 4—6 millj, króna. Allar þessar framkvæmdir hafa miðað að auknu atvinnuöryggi bæjarbúa. VARN ARLIÐ SFRAM- KVÆMDUM HRAÐAÐ UM OF Hins ber að minnast, að varnar- liðsframkvæmdirnar í Aðalvík hafa veitt mörgum ísfirðingum mikla atvinnu, m. a. sækir mikill fjöldi skólamanna atvinnu sína þangað yfir sumarið. Þó að þessi vinna hafi þannig skapað fjöl- mörgum mönnum stöðuga vinnu og uppgripatekjur á okkar mæli- kvarða, verður ekki gengið á snið við þá staðreynd, að þessar fram- kvæmdir hafa verkað mjög trufl- andi á íslenzka atvinnuhætti með óeðlilegri samkeppni við útflutn- ingsframleiðsluna um vinnuaflið. Verður það að teljast mjög óeðli- legt og óheppilegt, að fram- kvæmdir scm , esscr stöðvi eða skerði að verulegu leytí útflutn- ingsframleiðslu þjóðarinnar. En slíkt ofurkapp hefir verið lagt á að hraða þessum ti amkvæmdum, að verkamenn hafa verið látnir vinna 14-—16 klst. daglega og aðra hvora helgi. Er það meira heldur en útflutningsframlesðslan, eins og högum hennar er komið í dag, getur boðið þeim upp á, sem að henni vilja vinna. Með skynsam legri tilhögun geta vamarliðs- - Akvegasamhand við ísafjörð nálgast — Staforkuframkvæmdir — Vaxandi íbúðabyggingar framkvæmdirnar orðið atvinnu- lífi hér til hagsbóta og skapað aukið jafnvægi og atvinnuör- yggi. En framkvæmdir sem þess- ar verður að miða við atvinnu- ástandið, eins og það er á hverj- um tíma og gæta þess vandlega, að þær verki til hagsbóta fyrir ísl. atvinnulíf, en ekki til trafala. Atvinnulíf fámennra byggðar- laga þolir heldur ekki, að of stór. um hóp manna sé kippt út úr framleiðslunni í einu til annarra starfa, sem ekki virðast jafn að- kallandi fyrir þjóðina. AFKOMA ÚTGERÐARINNAR Aflabrögð vélbátanna s.l. vetur voru í heild sinni mjög svipuð og árið áður. Á vetrarvertíðinni voru gerðir út frá ísafirði 6 vél- bátar, en 5 árið áður. Hófu þeir róðra strax um áramót og stund- uðu dagróðra út aprílmánuð. Einn báturinn, Ásbjörn, byrjaði þá á útilegu, en minni bátamir hófu róðra með flatbytnum (doríu- fiskirí). Heildarafli vélbátanna á vertíðinni var 1353 lestir, en var 1175 lestir árið áður. Strax og kom fram á vorið hófu margar trillur handfæraveiðar, en vegna stöðugra ógæfta, þegar kom fram á sumarið, gckk sú útgerð miklu lakar, heklur en undanfarin sumur. í haust gekk nckkur síld í Djúpið og stunduðu nokkrir bátar reknetaveiðar. Var saltað nokkuð af reknetasíld bæði hér á ísafirði og i Bolungar- vík. Einnig var fryst nokkuð af reknetasíldinni til beitu. í októ- ber var ágæt smokkveiði í Amar- firði, og var talsvert fryst af l honum til beitu. Eru vélbátar hér , vestra því mun betur búnir með j beitu undir vertíð en oft áður. I Þegar kom fram í nóvember byrj- uðu 5 bátar róðra, og var afli þeirra með bezt móti, sem verið hefir hér á haustin undanfarin ár. AFLI TOGARANNA Togararnir stunduðu báðir veið ar allt árið. Voru þeir báðir á saltfiskveiðum yfir vertíðina, og var allur saltfiskurinn lagður á land hér á ísafirði til verkunar. Náðist mjög góður árangur í verkun aflans um borð í skipun- um fyrir samstilltan áhuga skips- hafnanna. Fékk útgerðin með því verðmætari vöru, en skipsböfnin auknar tekjur. Að öðru leyti stunduðu togararnir ísfiskveiðar, og var allur aflinn lagður upp til vinnslu hér á ísafirði, bæði til frystingar og herzlu. Einnig lagði fjöldi aðkomutogara upp afla sinn hér á ísafirði allt árið, sérstak- lega þann tíma, sem karfaveiðin stóð yfir. Skapaði þetta mjög mikla atvinnu, og var á tímabili í sumar erfitt að fá nægilegt vinnuafl í frystihúsin. Bar sér- Eftir Jón Pól Halldórsson fréttaritara Mbl. á Isafirbi Bátar í smíðum í Skipasmíðastöð Marzelíusar Bernhardssonar (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) stakiega á því meðan vinnan var mest í Aðalvík. Rækjuveiðin var stunduð allt árið með ágætum árangri, nema á tímabilinu í júní—júlí meðan rækjan er að fara úr skelinni, en þá er hún ónothæf og féllu rækju- veiðarnar þá niður. BÁTAR SELDIR — SKIPABYGGINGAR Stór skörð voru höggvin í ís- firzka vélbátaútgerð á s.l. ári. Á nýsköpunarárunum komu hing að til ísafjarðar 5 stórir vélbátar. Voru tveir þessara báta, Frey- dís og Hafdís, seldir burt úr bæn um í haust, en áður höfðu tveir bátar Samvinnufélags ísfirðinga, Finnbjörn og ísbjörn, verið seld- ir til Vestmannaeyja. í haust seldi Samvinnufélag ísfirðinga einnig tvo af minni bátum félags- ins, Gunnbjörn og Vébjörn, burt úr bænum. Hafa þannig verið seldir úr bænum 4 vélbátar á einu ári, og tveir árið áður. Hins vegar hafa nýlega verið stofnuð tvö ný útgerðarfélög hér í bænum. Er Skipasmíðastöð M. Bernharðssonar h.f. nú að ljúka við smíði tveggja 50 tonna vél- báta, sinn fyrir hyort félag. Standa vonir til að fyrri bátur- inn geti byrjað róðra þegar kem- ur fram á vertíðina, en hinn verð ur væntanlega búinn í vor. Bæt- ast vélbátaútgerðinni þannig tvö ný og glæsileg skip í stað þeirra, sem seld hafa verið burt úr bæn- um. Á þessu ári voru smíðaðir 4 vélbátar í skipasmiðastöð M. Bérnharðsþonar h.f. Voru það tveir 17 lesta bátar, einn 5 lestir og einn 4 lestir, og eins og áður segir er nú langt komið smíði tveggja 50 lesta báta. Er nýsmíði vélbáta þannig orðinn snar þátt- ur í atvinnulífi ísfirðinga. SKARKOLAAFLINN Það er mjög athyglisvert, að síðan friðunarráðstafanir íslend- inga komu til framkvæmda hefir skarkolaafli Englendinga á ís- landsmiðum farið stöðugt vax- andi. í lok októbermánaðar skýrði brezka blaðið Fishing New frá því, að á tímabilinu 3. september til 15. október hefðu 30 brezkir togarar landað í, Grimsby sam- tals 603 tonnum af kola af fs- landsmiðum eða sém svarar 20 tonnum að meðaltali í veiðiferð. í áður nefndu fiskmagni er að- eins talið fiskmagn þeirra skipa, sem stunduðu aðallega kolaveið- ar við fsland. Á sama tíma í fyrra var heild- armagn 26 aflahæstu skipanna 399 tonn, eða rúml. 15 tonn að meðaltali í veiðiferð. Það er at- hyglisvert, að á umræddu tíma- bili hafa nokkur skip komið með yfir 60 tonn (1000 kits) af kola frá íslandi og á 39 dögum voru 27 sinnum yfir 1000 kits af kola á markaðnum í Grimsby, og hefir sá afli að mestu leyti verið veidd- ur á fslandsmiðum, aðallega úti fyrir Vestfjörðum. Fishing News skýrir einnig frá því, að meira en helmingur af þeim kolaafla, sem á land berst í Grimsby, sé af skipum eins og Fiskihjuver togarafélagsins i byggingu. sama félags, Consulidated Fish- eries Ltd., sem undanfarið hafi gert út nokkur skip sérstaklega til kolaveiða við ísland. Sé þesst glæsilegi árangur í kolaveiðun- um m. a. því að þakka, að þetia félag hafi skipstjóra, sem séu sérstaklegá þjálfaðir í þessum veiðum, og einstaklega hagstæðri veðráttu við vesturströnd fslanda á umræddu tímabili. Þar af leið- andi sé þessi mikla kolaveiði á engan hátt afleiðing af friðunar ráðstöfunum íslendinga. FJÖLSKRÚÐUGT FISKILÍF í sambandi við þessar upplýs- ingar er vert að veita því at- hygli, að kolaafli okkar íslend inga hefir á sama tíma farið stöð Ugt minnkandi. Árið 1952 var skarkölaafli íslendinga 840 tonn, árið 1953 var aflinn 247 tonn, ár- ið 1954 var hann 191 tonn og fyrstu 10 mánuði ársins 1955 var aflinn 230 tonn, og virðist þvi heldur vera um aukningu að ræða. íslendingar fiska þannig yfir allt árið aðeins óverulegan hluta þess magns, sem brezkir* togarar moka upp við landhelgis- línuna á nokkrum dögum. Skarkolinn er grunnsævis- og botnfiskur, sem heldur sig mikið á grunnum fjörðum, vogum og víkum, einkum á sand- og leir- botni. Á veturna dregur skarkol- inn sig yfirleitt í djúpið. Fer- hann yfirleitt af fjörðum og aí grunnmiðum síðla hausts oig út á djúpmiðin, og gengur svo aftuv um sumarmál (að lokinni hrygrr ingu) á grunn. Fiskilíf mun óvíða jafn fjöl skrúðugt hér við land og á vík- unum hér fyrir norðan, einkan- lega Aðalvík. Þar heldur kolinn sig yfir sumarið, en skríður svo út af víkunum í vetrarbyrjun og fram undir jól, ef tíð er góð, eina og í haust, enda mun hinn mikli kolaafli brezku togafanna að lang mestu leyti tekinn hér úti af ísa- fjarðardjúpi. Hefir kolaveiði ver- ið stunduð hér um árabil. Voru Danir t. d. farnir að stunda kola veiðar hér við Vestfirði um síð- ustu aldamót. Síðasta árið, sem dragnótaveiðin var leyfð, var mjög mikilí kolaafli hér út með Stigahlíðinni og á Aðalvík þar til í lok nóvember, en þá var þesa um veiðisvæðum lokað. Með frið unarráðstöfunum okkar Islend- inga lögðust dragnótaveiðarnar niður og síðan hafa Bretar verið einir um kolaveiðina hér við Vestfirði. ÆTTI AÐ LEYFA DRAGNÓT? Nú vita brezkir útgerðarmenn, að kolinn fær að vera óáreittur á hinum vestfirzku víkum yfir sum- armánuðina, en strax og hausta tekur er kominn „veggur" af brezkum togurum, sem draga héi eftir Djúpálnum og „köntunum" við Álinn alla haustmánuðina og hirða kolann um leið og hann leitar út af víkunum. Nú munu margir spyrja, hvort aðgerðir sem þessar séu skynsam- legar af hendi okkar íslendinga. Með núvérandi fyrirkomulagi er- um við raunverulega að ala upp skarkola fyrir brezka togaraút- gerð og bjóða þeim heim að tún- garðinum hjá okkur, en meina islenzkum fiskimönnum að hag- nýta sér þá möguleika, sem írið- unin hefir fært okkur. Ég held, að það væri skvnsam legt ,af okkur íslendingum að leyfa dragnótaveiðar á ákveðn- um svæðum yfir haustmánuðina, t. d. frá 1. september til áramóta. Þá er handfæraveiðr aum oftast lokið, og ættu þessar veiða þvi ekki að geta spillt axræ.rri veiðí. Þætti mér ekki ósei.nilegt, að Bretar hættu að stxmda grunn- miðin hér úti af DjúpinU: 'afn jafn miklu kappi, ef skarkotóVeiðm drægist skyndilega s‘a■■.Jtnel! Við Framhrái úiuj'ia.1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.