Morgunblaðið - 25.01.1956, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.01.1956, Blaðsíða 16
Veðurúliii í d&g: HtagmiMafrifc 20. tbl. — Miðvikudagur 25. janúar 1956 ísafjarSarbréf á blaSsíðu 9. Reynt að brjótast í fjárhirzlur ríkisins Eftirlíking gerð af lykli, er gengur að eldtraustri og bíófheldri geymslu Froslhörkur um land a 'CIIjRADN hefir verið gerð ura siðustu helgi til þess að brjótast inn í eldtrausta og þjófhelda geymslu í skrifstofu ríkisféhirðis. íjpp um þetta komst á mánu- dagsmorguninn, er nkisféhirðir hugðist opna geymsluna, en gat ekki hvernig sem reynt var. SKEGG AF KOPARLYKLI FANNSX Var nú leitað til sérfróðs tnanns og hann beðinn um að reyna að opna hurðina. Komst hann þá að því við athugun, að lykilskegg úr kopar var brotið fnni í skránni. Var þá ljóst, að reynt hafði verið að opna geymsl- una með eftirlíkingu af raun- verulegum lykli. AÐEINS TVEIR LYKLAR TIL Aðeins tveir lyklar eru til að geymsluhurðinni og skilja þeir, fiem þá hafa, þá aldrei við sig. Annar lykillinn stendur þó ætíð f skránni á daginn meðan skrif- Btofan er opin. RANNSÓKN HAFIN Rannsóknarlögreglan hefir fengið málið til meðferðar. Hafa íingraför verið tekin og yfir- heyrslur verið hafnar. Sýnt þykir að mót hafi verið íekið af öðrum hvorum lyklanna, «n erfitt er að átta sig á, hvernig ulíkt hefir getað orðið. í»á er ckki að sjá að innbrot hafi verið iiivinnyleyfi þarf, þótf framið í húsið, en hafi það verið gert hafa hurðir verið dyrkaðar upp. Moiart-tónlei TÓNLISTARFÉLAGIÐ hélt fyrstu tónleika sína á þessu ári í fyrrakvöld í Austurbæjarbíói og voru þeir helgaðir 200 ára af- mæli Mozarts og eingöngu flutt verk eftir hann. Tónleikunum var mjög vel tekið og verða þeir endurteknir í kvöld. En á föstudag, sem er afmælisdagur tónskáldsins minn- ast Tónlistarfélagið og Tón- listarskólinn 25 ára afmælis síns í Sjálfstæðishúsinu. Þar verða einnig haldnir Mozart-tónleikar. Brezitu konungs- hjénin !i! Danmerkur LONDON, 24. jan. — Tilkynnt var frá höll Elísabetar Breta- drottniugar í kvöld, að brezku konungshjónin hefðu þegið ,.með mikilli ánægju", boð frá dönsku konungshjónunum um að koma. í opinbera heimsókn til Dan- merkur einhverntíma vors 1957. Fulllrúar í NorHur- jandaréði farnir ulan í GÆRMORGUN fóru íslenzku fulltrúamir í Norðurlandaráðinú utan, en fundir þess hefjast á föstudag. Islenzku fulltrúarnir eru: Sig- urður Bjarnason, formaður sendl nefndarinnar og einn af forset* um ráðsins; Lárus Jóhannesson, Ásgeir Bjarnascn, Bcrnhard Stef» ánsson og Emil Jónsscm. Dómsmálaráðherra, " Bj trní Benediktsson, mun einnig sitja fundi Norðurlandaráðsins, og fes hann utan á fimmtudag. Um þessar mundir er frostið og kuldarnir eitt helzta umræðu- efnið manna á meðal. Þeir, sem á hitaveitu- svæðinu búa, kvarta undan vatnsleysi og kulda. Það munu nú vera liðin 13 ár síðan mannheldur ís var síðast á Skerjafirði og enn spáir Veður- stofan áframhaldandi frosti, svo að vart hverfur ísinn í dag eða á morgun. I dag er gert ráð fyrir hægviðri og dá- lítilli snjókomu fram eftir degi hér sunnan og vestanlands, en lítið mun draga úr frosti, siðan mun létta til með vaxandi norðanátt og frosti, en snjókomu fyrir norðan. í gær var víða tals- vert mikið frost um allt land og mest í innsveitum. í Möðru- dal var frostið 22 stig, á Akureyri 15 stig, en hér í Reykja- vík 9 stig. Myndin hér að of- an sýnir einn af starfsmönnum Shell- stöðvarinnar þar sem hann stendur á ísn- um í Skerjafirði við bryggjuhaus olíu- bryggjunnar. Vetrar- sólin endurspeglast á ísilögðum firðinum. Þótt telja megi að ís- inn sé mannheldur orðinn skulu menn áminntir um að fara um hann með allri varúð, einkum að gæta þess að böm fari ekki langt frá landl. Ljósm. Ól. K. M. ;é afnumin frá Húsavlk SVO sem áður hefir verið aug- lýst var hinn 1. desember s. 1. falld niður skýlda íslenzkra borgara til að hafa í höndum vegabréf í ferðum til annarra Norðurlanda. Rétt þvkir að vekja athygli á því, að íslenzkir j borgarar þurfa eftir sem áður at- vinnuleyfi í þessum lóndum, svo ( æm þeirra borgarar hér á landi. j Má búast við að þeir, sem fara kynnu til þessara landa í atvinnu . ieitar skyni, yrðu krafðir um j vegabréf í því sambandi. | (Frá Dómsmálaráðuneytinu) HÚSAVÍK, 23. jan. — Fimm bát- ar frá Húsavík verða gerðir út á vetrarvertíð sunnan lands í vet- ur. Eru þrír þeirra þegar famir suður, þeir Stefán Þór, (áður Pét- ur Jónsson), sem verður gerður út frá Sandgerði, Helgi Flovents- son, sem gerður verður út frá Keflavík og Smári, sem gerður verður út frá Keflavík. Smári hefur undanfarið verið í Hafn- arfirði, en þar hefur verið skipt um vél í bátnum. Fjórði bátur- inn er væntanlegur frá Dan- mörku innan skamms og verður hann gerður út frá Sandgerði. Síðasti báturinn, Hagbarður, heldur héðan í kvöld áleiðis til Sandgerðis. Hefur Hagbarður verið stækkaður, lengdur um 10 fet, og var þeitri viðgerð lokið um áramót. —Fréttaritari. Heita má óíært um vegi Eyjafjarðar HjóSkln verður flult á sleðum, sem jarðýlur draga Akureyri 23. jan. HÉR í Eyjafirði og á Akureyri hefur nú kynngt niður feikna miklum snjó og bætist stöðugt við hann, því snjókoma er nær- fellt hvern dag. Sem stendur er ekki fært í norður frá Akureyri r.etna vestur undir Laugalandi eða um 12—14 km, og er þó talið illfært. Mefri innfluinmp? á hraSfrysfum fiski FULLTRÚI brezka innflutn- ingsfinnans Alexander an<S Waad sem flutti inn í England skömnm fyrir jól, hraðfryst- an íslenzkan fisk, skýrði tíð- indamanni Fishing News frá því að ekkert væri því til fyr- irstöðu að flytja inn meira af hraðfrystum fisk. Værn ís- lenzku útflytjendurnir að gera nokkraT breytingar á pökkun fisksins og gætu viðskiptln eftir það haldið áfram. ftrekaS bann við næfurnofkun heifa vafnsins MJÖG reynir á Hitaveituna í hin- um miklu og stöðugu frostum undanfarið og eru geymarrir á Öskjuhlið venjulega orðnir tóm- ir um hádegi. Bæjarráð samþykkti á fundl sínum í gær að ítreka bann við næturnotkun heita vatnsins, og skoraði á eigendur stórhýsa á hitaveitusvæðinu að taka upp kola- eða oliukyndingu á m eðan frostið er. ísland tekur þátt í al- þjóða fiskiSnaðarsýningu DAGANA 18—27. maí í vor verður haldin alþjóða fiskiðnað- arsýning x Kaupmannahöfn (International Fiskeri-Messe). Sýning þessi verður haldin í Éorum, sem nýlega hefur verið endurbyggt, og í stórum skálum, nem reistir verða á athafnasvæði hafnarinnar (Sydhavn). Verður wamanlagt flatarmál sýningar- uvæðisins um 28,000 fermetrar, cvo sýningin verður sú stærsta, «em haldin hefur verið í Dan- rnörku eftir stríðið. Sýningin verður skipulögð og auglýst sem sölusýning og sýn- ngarstjórnin leggur megin- úherzlu á að fá kaupendur sem víðast að á sýninguna. Á sýn- ir.gunni verða sýndar alls konar framleiðsluvörur úr fiskif nýjum, frosnum, hertum. söltuðum og nið ursoðnum, en auk þess fisk- vinnsluvélar og tæki. Mun sýn- ingargestum gefast tækifæri til þess að sjá sumar þessara véla og tækja í gangj við framleiðslu- .■ störfin. I Vörusýningarnefndin, sem skip- í uð var af viðskiptama)aráðherra' til þess að gera tilraunir til að, koma á skipulögðu samstarfi milli framleiðenda um sýningar- þátttöku erlendis, hefur ákveðið að beita sér fyrir þátttöku ís- ( lenzkra framleiðenda í sýning- unni, bar sem telja má, að sýning þessi muni ná til mikils fjölda kaupenda frá mörgum löndum. Þeir sem hafa áhuga á þátt- töku í sýningunni eru beðnir að snúa sér sem fyrst til Gunnars J. Friðrikssonar forstjóra, síma 1315, Pósthólf 417. JARÐÝTA FÓR FYRIR BÍLUNUM í gær komu 5 mjólkurbílar innan úr Eyjafirði að vestan- verðu og fór jarðýta fyrir þeim. Bílunum gekk sæmilega til baka aftur í dag eftir sömu slóð og komust þá hjálparlaust. í gærdag var mokað að austanverðu í firð- inum frá Kaupangi og nokkuð fram í sveitina, og komust bíl- ar leiðar sinnar þaðan í dag með mjólk. EKKI FÆRT AÐ HALDA MOKSTRI ÁFRAM Aðrir hreppar hér í nágrenn- inu hafa ekki séð sér fært að hefja snjómokstur á vegum, en þeim er gert að greiða nokkurn hluta moksturskostnaðarins og ákveða því hreppsbúar sjálfir hvenær mokað er. Annars er snjómagnið minna er framar dregur í Eyjafjörðinn, en aftur á móti mjög mikið hér norðan Akureyrar. Úr Arnameshreppi kom mjólk í dag, enda hafa hreppsbúar mjög sterkan bíl til flutninganna, en Afli Akranesbáfa 3—14 Isslir AFLI 15 báta, sem héðan voru á sjó í dag var frá 3 til 14 smálest- ir. Meirihluti aflans var þorskur, hitt ýsa. Flestir bátanna höfðu frá 5—8 smálestir. Sigrún var með 14 lest- ir. — Oddur. þó varð jarðýta að hjálpa honum yfir verstu kaflana. Mjólk hefur verið flutt sjóleiðis frá Dalvík og Svalbarðseyri. ALMENNIR MJÓLKURFLUTN. Á SLEÐUM Um ástandið í samgöngumálum héraðsins nú er það að segja, að flestir hreppar eru að gefast upp á því að halda vegum opnum, því að stöðugt bætist við snjó- inn og allir troðningar fyllast jafnóðum og mun nú í ráði að taka upp almenna mjólkurflutn- inga á stórum sleðum, sem jarð- ýtum er beitt fyrir. — Jónas. Pennaleikningar frá íslandi effir danskan listamann NÝLEGA er komin út bók með pennateikningum frá íslandi eftir danska listamanninn Kai Rich, og stendur Flugfélag íslands að útgáfu þessari. Kom Kai Rich hingað til lands sumarið 1954 á vegum Flugfélags íslands og ferðaðist þá víða um land. í bókina hafa verið valdar 28 myndir, og eru þær frá ýms-j um stöðum, svo sem Vestmanna- eyjum, Öræfum, Norðurlandi og Reykjavík. Auk mynda þeirra, er prýða bókina, þá hefur listamaðurinn ritað ferðaþanka um dvöl sína hér á landi, og eru þeir á ensku. Bókin var prentuð i Kaupmanna höfn. * MaimaskfpH í „Kjarnotku og kvenhvfli" LEIKFÉLAG Reykjavíkur ,:ýni? enn gamanleikinn Kjarnorl a og kvenhylli eftir Agnar Þórðar- son. Einar Þ. Einarsson hefir láti® af hlutverki sínu vegna anna og Gísli Halldórsson tekið við. Þ4 er Steindór Hjörleifsson farinn utan og hefir Karl Guðmundsson tekið við hlutverki hans. Frumsýningu á Galdra Loftí hefir seinkað nokkuð hjá Leik- félaginu af óviðráðanlegum or-< sökum. Tregur a!!i HAFNARFIRÐI. — Afli var treg- ur hjá fyrstu bátunum, sem rem héðan á vertíðinni, en þeir fóra fjórir út í fyrrakvöld. Afli þeirra var upp f 10 skippund. í gær- kvöldi reru 6 bátar. Nú eru togararnir að búast £ veiðar. Ágúst fór í gærkvöldi, en Júní og Júlí munu halda til Fær- eyja, þar sem þeir taka Færey- inga, sem verða á þeim. Röðull er einnig að búast á veiðar. - G.E. Nýr þfngmaður ' í GÆR tók varamaður Bernharðj Stefánssonar sæti á Alþingi. Ei’ það Tómas Árnason, stjómarráðs- fulltrúi. Mun hann sitja sem vara maður f hálfan mánuð meðau Bernharð er utanlands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.