Morgunblaðið - 29.02.1956, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 29. febr. 1956
MORGVTSBLAÐIÐ
9
Helztii breytingar irumvarpsins skerða rétt gamla
fólksins og afnema heilsugæzlukailann
1>EGAR frumvarp félagsmála-
ráffherra, Steingríms Stein-
þórssonar, um breytingar á al-
mannatryggingunum kom til
Efri deildar Alþingis í fyrra-
dag, flutti Gísli Jónsson þing-
maður Barðstrendinga eftir-
farandi ræffu, þar sem hann
gagnrýndi frumvarpið harff-
lega.
Herra forseti,
VART mun nokkurt þingmál
snerta jafnmarga aðila og mál
það, sem hér er til 1 umræðu.
Hinn smæsti og veikasti þjóð-
félagsþegn á ef til vili alla lífs-
afkomu sína undir því, hversu
þessu máli er skipað. Og hinum,
sem sterkari eru og bera eiga
byrðarnar af framkvæmdinni, er
ekki alvcg sama um, hversu með
það mál er farið.
Það er því engin furða, þótt
að einmitt um þetta mál verði
all miklar umræður hér á Alþingi
Og að sitt sýnist hverjum. Er það
og vel, að málið rætt frá öll-
um hliðum, og að sem allra flest
sjónarmið komi fram undir um-
ræðunum, ef vera mætti, að það
gæti leitt til sem allra réttlát-
astrar niðurstöðu, þar sem sam-
an gæti farið „möguleikinn til aff
mæta sanngjörnum og réttlátum
kröfum hinna tryggffu, án þess
þó að íþyngja um of gjaldþoli
þeirra affila, sem bera eiga uppi
kostnaffinn". Því að án þess að
þetta tvennt fari saman, ná lögin
ekki tilgangi sinum.
KJARNI ALMANNATRYGG-
INGANNA
Áður en ég sný mér að hin-
um einstöku greinum frumvarps-
ins vildi ég mega fara nokkrum
orðum almennt um tryggingar-
málin og þróun þeirra á undan-
förnum árum.
Sú skoðun, „að aliir menn séu
toomir til jafnréttis til þess að
lifa mannsæmandi. lífi“, er að
festa dýpri og dýpri rætur meðal
allra menningarþjóða. En frum-
skilyrði til þess að tryggja þenn-
an rétt einstaklingamia, er „al-
mannatryggingar". Og því er það
að þess öruggari, traustari og
mannúðlegri, sem lagafyrirmæli
og framkvæmdir almannatrygg-
inganna eru, því betur er þessi
réttur tryggður einstaklingunum,
hversu svo sem heilsu þeirra,
andlega og líkamlega er farið,
eða hversu svo sem efnahagur
þeirra kann að vera á hverjum
tíma. Þetta er kjami almanna-
trygginganna, sem vér megum
aldrei missa sjónir af, þegar lög-
unum um þær skal breyta til
hins betra. Hinu má og heldur
ekki gleyma, að með þvi að upp- j
fylla þessar skyldur við þegna
þjóðfélagsins, er það sjálft oft-j
ast, að bjarga verðmætum, sem
annars færu forgörðum, því að í
langflestum tilfellum er þjóð- i
félagið með þessu að hjálpa hin-
um veika til sjálfbjargar. Er að
gera þegnana að betri og traust-
ari en ella til þess að vera með
í því að halda uppi og auka fram. i
leiðslu landsins á ýmsum svið-!
um og bæta þar með þjóðarhag-,
inn. i
Þessi þáttur tryggingarmál- i
anna er engu minna virði en i
hinn. En enn sem komið er hef- j
ur honum ekki verið sinnt semj
skyldi, og frv. það, sem hér er
rætt, gerir ekki ráð fyrir, að á
því verði mikil breyting. Er þess
þó full þörf, að hér verði gerð
miklu stærri átök í framtíðinni
en gert hefur verið.
SÖGULEG ÞRÓUN
íslenzka þjóð n hefur frá önd-
verðu gert sé • Ijósar þessár
skyldur við þegrana, pví allt frá
fornöld var það logum sam-
kværnt skylda ætfanna, að sjá
fyrir fjórrnenningura enda komj
á móti rétkur til að taka arf eft-
M Jónsson gagnrýnir harðlep meSferð Framsóknar
ir þá. Hér var því komið á frá
upphafi vissu formi almanna-
trygginga í samræmi við aldar-
andann og efnahag þjóðarinnar
á hverjum tíma.
Þetta form trygginganna hefur
að líkindum aðallega breyzt og
brugðizt vegna þess, að fjárhags-
grundvöllurinn hefur ekki verið
nógu öruggur. Arfalóðið jafnan
verið léttara en byrðin af fram-
færzlunni, einkum þó á þreng-
ingartímum, sem gengu á viss-
um tímabilum yfir þjóðina. Taka
því tryggingarnar smátt og smátt
á sig annað form. Er þá fram-
færsluskyldan færð meira og
meira yfir á sveitafélögin, án
þess þó að erfðarétturinn sé lát-
inn fylgja með, enda oftast lítið
á þeim að græða, sem þannig
voru framfærðir.
Reynzlan af þessu formi trygg-
inganna var jafnan hin ömur-
legasta. Og því er það, að jafn-
skjótt og þjóðinni vex fiskur um
hrygg og saman fer að fara meira
frelsi í athöfnum og betri efna-
hagur, hefst baráttan fyrir nýrra
og betra formi trygginga, með
þeim árangri, að sett er hér á
Alþingi heilsteypt og að mörgu
leyti mjög fullkomin tryggingar-
löggjöf, sem þjóðin hefur síðan
búið við, og nú hefur verið end-
urskoðuð, með hliðsjón af þeirri
reynzlu, sem fengizt hefur.
LÍFEYRISSJÓÐIR
Löngu áður hafði þó starfs-
mönnum ríkisins og ríkisstofn-
anna svo og starfsmenn ein-
stakra annarra atvinnuveit-
enda, fengið með lögum eða með
samningum, annað og heppilegra
tryggingarform, sumpart í formi
lögboðinna eftirlauna og sumpart
í formi lífeyrissjóða, sem hvort
tveggja tryggði sæmileg lífskjör,
þegar kraftarnir voru þrotnir, og
stundum jafnvel betri lífskjör,
en á meðan viðkomandi var í
starfi fyrir full laun. En þó að
þær umbætur snertu jafnan þá,
sem bezta höfðu aðstöðu í þjóð-
félaginu, verður því ekki neitað,
að þær voru undanfaxi almennra
umbóta á tryggingarmálunum og
þvinguðu beinlínis fram heildar-
löggjöfina um almanr.atrygging-
ar, eins og þær munu framvegis
knýja fram umbætur á lögunum
um almannatryggingar, unz
ósamræmið á milli þessara trygg-
ingaforma er að fullu afmáð, og
að því ber að stefna, að það
verði sem fyrst. Til þess að svo
ia(sgi verða, verður frumvarp
það, sem hér er til umræðu, að
breytast mjög verulega, og þess
varla að vænta, að slíkt náist í
eínu átaki.
Þær umbætur, sem gerðar hafa
verið á tryggingarlöggjöfinni á
hverjum tíma, hafa að sjálfsögðu
mætt margvíslegri andstöðu. En
þessi andstaða hefur ávallt mark-
ast af einni og sömu ástæðu, þ. e.
aff samfara umbótunum sé ekki
séff nægilega fyrir fjárhagsleg-
sim þörfum trygginganna, og að
án þess, aff saman fari umbætur
á löggjöfinni, sem haía í för meff
sér meira effa minni ný útgjöld,
og öflun nýrra tekna til þess aff
mæta þeirn útgjöldum, verffi hin
nýju ákvæffi tryggingarlaganna
dauffur bókstafur, loforff til fólks
ins sem ekki verffa uppfyllt.
Slík afstaða hefur jafnan verið
túlkuð af Alþýðuflokknum og
einnig af Sameiningarflokki al-
þýðu Socialistaflokknum, sem
hrein andúð gegn umbótum á
tryggingarlöggjöfinm. En þetta
er mjög rángur dómur.
FRAMSÓKN VILDI VÍSA
MÁI.ÍN1I FRÁ 1946
Lög nr. 50, 1946 um almanna-
tryggingar, sem enn eru í gildi,
á tryggingamálunum.
Gísli Jónsson
og sem ekki hafa tekið veruleg-
um breytingum á þessu tímabili,
voru samin og undirbúin af milli-
þinganefnd og frumvarpið síðan
flutt af heilbrigðis- og félags-
málanefnd þessarar aeildar á
þinginu 1945, samkvæmt ósk þá-
verandi félagsmálaráðherra. Sam
komulag var um það á milli þá-
verandi stjórnarflokka, að frum-
varpið skyldi verða að lögum á
því þingi, og þingnefndir beggja
deilda höfðu samvirmu um að
athuga það og gera á því nauð-
synlegar breytingar. Heilbrigðis-
og félagsmálanefnd þessarar
deildar varð þó ekki sammála um
afgreiðslu málsins. Lagði meiri
hluti nefndarinnar til, að frum-
varpið yrði samþykkt með all-
miklum breytingum, en minni-
hluti nefndarinnar, háttvirtur
þingmaður Strandamanna (H.J.),
sem þá var í stjórnarandstöðu,
lagði til að frv. yrði vísað frá
með svohljóðandi rökstuddri
dagskrá.
„Deildin telur að mál þetta
þurfi nánari athugunar við og
nauðsynlegt sé, að þjóðin kynn-
ist því og ræði það, áður en því
er ráðið til lykta. Síðan verði
það tekið til úrlausnar í sam-
bandi við þær ráðstafanir, er
gera þarf til stefnubreytingar í
fjárhags og atvinnumálum til
þess að skapa tryggingunum
traustan fjárhagsgrundvöll.
Væntir deildin þess, að full-
komin tryggingarlöggjöf byggð á
öruggum fjárhagsgi'undvelli,
verði nárxar undirbúin, svo fljótt
sem verða má, og tekur fyrir
næsta mál á dagskrá."
Rökstudda dagskrám var felld,
gegn atkvæðum Framsóknar-
manna, þar sem stjórnarflokk-
arnir gátu ekki fallist á að málið
þyrfti fuekari undirhúning en
það hafði þá þegar fengið. Og
þar sem sú ríkisstjórn, sem stóð
að samþykkt frumvarpsins skuld
batt sig til þess að tryggja nauð-
synleg fjárframlög til greiðslu á
ollum skuldbindingum trygging-
anna og taka upphæðirnar inn á
fjárlög, var ekkert því til fyrir-
stöðu að samþykkja frumvarpið.
Síðan þetta skeði er liðinn
næri'i áratugur. Ég hygg að það
sé ekki ofmælt, að allan þennan
tíma hafi efnahagskerfi þjóðar-
innar verið sjúkt, að áliti hæstv.
þingmanns Strandamanna, og að
sá sjúkdómur hafi heldur farið
vaxandi en hitt með ári hverju.
Ef Alþingi hefffi því íallizt
á þaff fyrir tíii árum, aff vísa
þessu merka máli frá, byggt
á þcim forsendum, aff tryggja
bæri fyrst heiibrigt efnahags-
kerfi þjóðarinnar, eftir for-
skrift formanns Framsóknar-
flokksins, og þingið svo síðan
haldið sér viff þá ákvörffun í
málinu, er hætt viff því, aff
hér hefffi engri almannatrygg-
ingarlöggjöf veriff komið á
ennþá. Þetta raskar þó á eng-
an hátt þeirri höfuffnauffsyn,
aff tryggja verffur fjárhags-
grundvöll trygginganna. ef
lögin eiga aff vera nokkuff
annað en pappírsgagn, loforð,
sem ekki verffur uppfyllt. Og
frá mínu sjónarmiði, er engan
veginn gengiff svo örugglega
enn frá því atriði, sem skyldi,
enda engin tilraun til þess
gerð í frumv. aff bæta þar
nokkuð um frá því, sem er í
gildandi lögum.
SKAPA ÞARF TRYGGIGAR
SJÓÐUM TEKJUR
Samkvæmt frv. skal skipta út-
gjöldunum hlutfallslega milli
þeirra aðila, sem gjöldin eiga að
greiða, og er nokkurn veginn
haldið sömu hlutföllum og verið
hefur, svo að segja má, að hér
verði lítil breyting á. Enn frem-
ur er haldið því ákvæði, að ríkis-
sjóður skuli bera ábyrgð á fram-
lagi sveitarfélaganna, svo sem nú
er.
En hins vegar er fellt niður það
ákvæði, að ríkissjóður skuli bera
ábyrgð á greiðsluhalla trygging-
anna, þegar tryggingarsjóðirnir
hrökkva ekki lengur til að mæta
töpum. Þegar svo er komið er
auðsætt, að áætla vei'ður iðgjöld-
in jafnan svo há, að öruggt sé,
að ekki geti verið um töp að ræða
og að mögulegt sé að auka veru-
lega tryggingarsjóðina.
Svo lengi, sem iðgjaldagreið-
endur hafa fullar hendur fjár, er
þetta auðvelt. En jafnskjótt og
efnahagsástæður breytast kann
þetta að verða allt erfiðara. Og
vel gæti það efnahagsástand
skapast, ef illa árar, að skera yrði
niður, bæði hjá sveitasjóðum og
hjá ríkissjóði margvísleg gjöld,
sem almenningur þó teldi nauð-
synlegt að inna af höndum. Og
hvaða trygging er þá fyrir því,
að framlög til trygginganna yrðu
þar undanskilin.
Það er því höfuðnauðsyn, að
skapa tryggingarsjóðunum tekj-
ur, sem ekki eru háðar efnahag
iðg j aldagreiðenda á hverjum
tíma, og að auka svo tryggingar-
sjóðina, að í þeim sé jafnan ekki
minni upphæð til vafa, en eins
árs útgjaldaupphæð trygging-
anna.
Fyrir þessu var því miSur ekki
séð í upphafi, og engin tilraun er
heldur gerð til þess að gera hér
á nokkrar umbætur með frum-
varpi þessu. Sú stefna, sem tekin
var hér upp, að sjá ofsjónum yfir
rekstrarafgangi trygginganna, og
ganga á sjóðina, svo sem gert
hefur verið hin síðari ár, er röng
og leiðir ekki til neins góðs. —
Enda er sú s-tefna eklxi í neinu
samræmi við þá yfirlýsingu, að
það sé höfuðnauðsyn, að tt-yggja
fjárhagsgrundvöll stofnunarinn-
ar. —
Ef horfiff yrffi nú aff því
ráffi, að auka verulega trygg-
ingarsjóffina, svo sem ég hef
hér minnzt á, og helzt meff
nýjum tekjustofni, er væri ó-
háður efnahag iffgjaldagreiff-
er>\, myndu tryggingarnar
ckki einasta vcra öruggar um
aff geta jafnan staffiff við lof-
orð sín til bótaþega, hcidur og
myridu þær verffa efnahags-
kjölfésta þjóffarinnar, scm
megnuðu-hvört tveggia í senn,
aff leysa efnahagsvandræffi
einstaklinganna og þó eink-
um hinna fátækustu, og aff-
Ktnffii ríkissióffinn oe sveita-
félögin undir fjölmörgum
kringumstæffum, til þess a8
koma áfram nauðsynlegum
framkvæmdum, sem annars
vrðu að bíffa vegna fjárskorts
og með því torvelda efflilega
þróun atvinnumálanna.
Milliþinganefndin sýnist alveg
hafa gengið fram hjá þessu mikil
væga atriði í uppbyggingu trygg-
ingarkerfis, sem framtíðinni er
ætlað að búa við. Og formaður
nefndarinnar, sem fór þar með
umboð þess flokks, sem 1946
vildi vísa málinu frá, á þeim for-
sendum, að fjárhagsgrundvöllux'
trygginganna væri svo ótraustur
samkvæmt ákvæðum frumvarps-
þess, sem þá var til umræðu, að
ekki væri formandi að iögfesta
það, gerir hér engan ágreining,
Og setur þá heldur engar tillögur
fram í þá átt, að skapa traustari
efnahagsgrundvöll fyrir trygg-
ingarnar.
HIÐ MIKLA ÁFALL
ALMANNATRYGGINGANNA
Eins og kunnugt er, stóðu hér
á landi mjög harðar vinnudeilur
í árslok 1951, milli launþega og
atvinnurekenda. Slíkt fyrirbrigði
var engin nýlunda með þjóð
vorri, því að allt síðan árið 1916
hefur þjóðin átt slíku að venjast
í minni eða stærri mæli. Þetta
hefur jafnan verið einn megin
þáttur í hinni pólitísku baráttu
vinstri flokkanna í landinu, til
þess að tryggja sér fylgi alþýð
unnar, þótt árangurinn hafi ekkí
ávallt verið svo sem til var ætl-
ast. Og jafnan höfðu. þó þessar
deilur verið leystar að lokum
með mismunandi ágóða eða tapi
fyrir deiluaðila, eins og gengui-
og gerist, þegar um vinnudeilur
hefur verið að ræða.
En i þetta skipti er tekinft
upp alveg nýr og áffur óþekkt
ur háttur til þess að jafna deil
una. Ráffherra sá, sem fór með
félagsmálin og fer meff þau
enn, og hafði þaff hlutverk, aff
beita-sér fyrir því, að koma á
sáttum, ef leitaff var til ríkis-
stjórnarinnar í deilunni, gerir
sér lítiff fyrir og semur ör-
þreyttur og uppgefinn á einni
nóttu viff Aiþýffusambandiff,
um aff verja nærri tveimur
tugum milljóna króna á ári úr
tryggingarsjóð'unum, sem einn
ig heyrffu undir ráffuneytf
hans, til þess aff koma á sam-
komulagi og mæta kröfum
launþega.
Og þetta var gert án þess aff
leita til þingsins, sem þó sat
aff störfum, effa til þeirra
manna, sem mest höfffu barizi
fyrir því, aff koma trygging-
armálunum í viffnnandi horf.
Og allt þetta gerræffi er fram-
iff skömmu eftir aff sami ráð-
herra hefur fengið Alþingi til
aff fallast á, að fresta löglegum
bótum til gamalmenna, á þeim
rökum, aff stofnunin hafi ekkl
holmagn fjárhagslega til þess
aff inna þær skyldur af hendi,
sem kostuðu þó ekki nema
sem svaraffi helminginn al
þeirri upphæff, sem hér var
ausiff út.
Aldrei höfðu almannatryggihg-
arnar fengið slíkt áfall. Aldrei
höfðu nokkrir menn brugðist
þeirri hugsjón, sem á bak við
þær stendur, svo hrapalega, eins
og þeir ráðherra og Hannibal
Valdimarsson gerðu þá nótt. Þá
nótt varð það lóðið þyngra á
vðgarskálinni, að tryggja þeim
mönnunum í fyikingunni, sem
sóttu fram, og hæst voru laun-
aðii', viðbætur, sem aðeins urðu
kjarabætur á yfirborðinu,, en
ekki raunverulegar, en hitt, að
standa við gefin loforð til gamla
fólksins. Þá nótt var larixbið
sannarlega tekið frá þeim’ fá-
tæka til þess að færá það á borð
hins ríkari. Þá nótt var farið inn
Frh. t bls. ÍO.