Morgunblaðið - 29.02.1956, Blaðsíða 14
14
MORGU'NBLAÐIÐ
Miðvikudagur 29. febr. 1956
SYSTURNAR ÞR-TAR
EfTIR IRA LEVIN - Annar hluii: ELLEN
u
Framh’aldssagan 32
alveg blettlausir og sem Marion
hafði gefið henni á jólunum í
fyrra. Hvers vegna hafði hún
ekki notað þá?
2. Dorothy bjó sig ávallt
smekklega og með vandvirkni.
Hún var í grænu dragtinni sinni.
daginn sem hún dó. Kn auk þess
var hún í ódýrri, hvítri silki-
blússu með sniðlausxi, skúfóttri
slaufu, sem var alveg öfug við
línur dragtarinnar sjáifrar. Samt
hékk í klæðaskápnum hennar
hvít silkiblússa, sem einnig var
blettlaus með öllu og sem hafði
verið saumuð með sérstöku ííl-
liti til dragtarinnar. Hvers vegna
hafði hún ekki heldur verið í
þeirri blússu?
3. Dragtin, sem Dorothy var í,
var dökkgræn á litin og allt ann-
að í brúnum og hvítum lit, nema
vasaklúturmn, sem lá í veskinu
hennar, hann var ljósblár og í
eins miklu ósamræmi við klæðn-
að hennar og hugsast gat.
Á borðinu í herberginu hennar
lágu margir vasaklútar, sem
hefðu farið mjög vel við búning
hennar. Hvers vegna hafði hún
ekki heldur tekið einn þeirra?
Þegar eftir dauða hennar minnt
ist ég á þessi atriði við lögregl-
una, en hún afgreiddi þau jafn
fljótt og allt annað, sem ég hafði
borið upp, til þessa. Hún var ekki
með réttu ráði, sögðu lögreglu-
mennirnir. Það væri hlægilegt að
vænta þess, að hún hefði klætt
sig með jafn mikilli vandvírkni
og endranær.
Ég benti þeim á, að atvikið
með hanzkana gæfi hreint ekki
til kynna skort á vandvirkni, þar
sem hún hefði haft talsvert fyrir
því að útvega þá. Þar sem nú var
í einu tilfellinu vitaður undirbún-
ingur að baki, þá var það engin
fjarstæða að álíta, að þau hefðu
ÖIl þrjú haft eitthvert augna-
mið. Svar þeirra var: „Maður
getur aldrei reinkað þessa sjálfs-
morðingja út“.
Annabelle Kock sagði frá
fjórða atvikmu í bréfi sínu, at-
viki, sem í engu var frábrugðið
hinum þremur. Beltið hennar var
gallalaust með öllu, en samt
vildi hún heldur ganga með belti
Annabelle. í. öllum tilfellunum
hafnaði hnú hentugum og hæfum
fötum, en valdi í staðinn önnur,
sem ekki voru eins vel til fallin.
Hvers vegna?
Ég velti þessari spurningu fyr-
ir mér, aftur og fram allan laug-
ardaginn og allt laugardagskvöld
ið, en spurðu mig ekki að því,
hvað ég hafi búizt við að geta
sannað.
Ég fann að einhver tilgangur
hlaut að leynast á bak við allt
þetta og ég vildi komast að sem
mestu og vita sem gerst um hug-
arástand Dorothy á þeirri stundu.
Ég þyrfti að skrifa margar
bækur, heilan hlaða af bókum, ef
ég ætti að segja frá öllum mínum
yfirvegunum og athugunum, á
meðan ég leitaði að sámbandi á
milli þessarra fjögurra hluta,
sem Dorothy hafði hafnað. —
Verð þeirra og hvar þeir höfðu
verið fengnir og búsund önnur
atriði, en ekkert slíkt leiddi mig
á rétta braut, eða gaf mér nokkra
bendingu.
Jafn árangurslaus urðu heila-
brot mín, er ég reyndi að upp-
götva eitthvað samhengi á milli
hlutanna, sem hún hafði notað í
staðinn.
Ég fékk mér jafnvel nokkrar
pappírsarkir og skrifaði efst á
þær: Hanzkar, vasaklútur,
blússa, belti og í leit minni hrip-
aði ég allt niður, sem ég vissi um
hvern einstakan hlut. Stærð,
aldur, eigandi, verð, litur, teg-
und, verzlunin, þar sem þeir
höfðu verið keyptir — en ekkert
slíkt kom mér að haldi, svo að ég
reif loks blöðin í smáagnir og
gekk vonsvikin til hvílu.
En allt í einu sló húgsuninni
niður í kollinn á mér með svo
snögglegum og óvæntum hætti,
að ég tók viðbragð, settist upp í
rúminu og skalf eins og af köldu-
flogi. Blússan, sem ekki átti við
hin fötin og hanzkarnir, sem hún
hafði keypt samji daginn, belti
Annabelle Kock og blái vasaklút-
urinn .... Þetta kom nefnilega
alveg heim við gamla heilræðið,
eða heilræðaþuluna, sem var þess
efnis, að á brúðkaupsdaginn
skyldi maður ganga í bæði göml-
um flíkum og nýjum, einni lán-
aðri og einni blárri.
Auðvitað gat þetta verið hend-
ing, sagði ég við sjálfa mig, aftur
og aftur. En innst inni vissi ég,
að svo var ekki.
Dorothy fór ekki til skrifstofu-
byggingarinnar vegna þess, að
hún væri hæðsta húsið í Blue
River, heldur vegna þess, að
þangað fer fólk til að láta gefa
sig saman. Hún var bæði klædd
gömlum flíkum og nýjum, einni
sem hún hafði fengið að láni og
einni, sem var blá á litinn. —
Veslings, rómantíska Dorothy —
og hún hafði tekið fæðingarvott-
orðið sitt með sér, til þess að
sýna, að hún væri orðin fullra
átján ára. Og í slíka ferð fer
maður ekki einn. Dorothy getur
aðeins hafa veríð í fylgd með
einni manneskju — manninum,
sem gerði hana þungaða, mann-
inum, sem hún hafði verið búin
að hafa samband lengi við, mann-
inum, sem hún elskaði — lag-
lega, Ijóshærða, bláeygða mann-
inum, sem hún kynntist í ensku-
flokk sínum um haustið. Með
einu eða öðru bragði fékk hann
hana með sér upp á þakið. Ég er
næstum alveg sannfærð um, að
þannig hefur það farið fram.
Bréfið? Allt, sem í Því stóð
var þetta: „Ég vona að þú fyrir-
gefir mér þá sorg, sem ég hlýt
óhjákvæmilega að valda þér. En
þetta er það eina sem ég get tek-
ið til bragðs“. Hvar er minnzt á
sjálfsmorð? Auðvitað á hún
) þarna við hið fyrirhugaða brúð-
kaup. Hún vissi, að pabbi myndi
vera mótfallinn svo vanhugsuðu
flani, en um annað var ekki að
tala fyrir hana, þar sem hún var
með bami.
t Lögreglan hafði á réttu að
standa, þegar hún sagði, að bréf-
ið bæri vott um hugaræsing, en
það var bara hugaræsingur brúð-
ar, sem var að strjúka í burtu,
en ekki manneskju, sem undir-
býr sjálfsmorð.
Hins vegar vissi ég fullkom-
lega, að þessar „sannanir“ mfn-
ar, myndu ekki nægja til þess
! að lögreglan flytti sjálfsmorð yf-
ir á spjaldskrá óupplýstra morða,
einkum og sér í lagi vegna þess,
að þeir myndu verða fyrir fram
j ákveðnir á móti mér — þessarri
vandræðamanneskju, sem gerði
þeim svo mikið ónæði síðastliðið
ár. —
j Þetta veizt þú, eins vel og ég,
að er satt.
Þess vegna ætla ég að feta í
fótspor Sherlock Holmes og hafa
sjálf upp á þessum manni.
Janfskjótt og ég uppgötva eitt-
hvað, sem staðfestir grunsemdir
mínar, eitthvað, sem er nógu á-
reiðanlegt, til þess að vekja á-
huga lögreglunnar, lofa ég því
að fara strax á fund hennar. Ég
hef oft séð kvikmyndir, þar sem
kvennhetjan gengur upp á efstu
hæð skýjakljúfs, fer inn í þak-
kompu morðingjans, ber á hann
sökina og hann segir: „Já, ég
gerði það, en þér munið ekkí
sleppa héðan út aftur lifandi, til
þess að koma upp um mig“.
| Þess vegna skaltu ekki vera
neitt áhyggjufullur út af mér og
mundu að nefna ekkert slíkt við
pabba, því að þá myndi hann
sennilega alveg tapa sér.
| Kannske er það bandvitlaust
! og óforhugsað að æða svona út í
þetta, en hvernig get ég sitið að-
gerðalaus og beðið, þegar ég veit
Þrjár bergnumdar kóngsdæfur
19
Sá sem sat á baki hans átti fullt í fangi með að halda sér
og hafa kjötflykki tilbúin til að kasta í gin hans í hvert
sinn og hann opnaði það. Loks tók að blána af degi uppi
yfir þeim, þá tók örninn að síga og baða ótt vængjunum,
en hermaðurinn var viðbúinn og kastaði seinasta flykkinu
í gin hans. Þá jókst máttur hans svo, að hann komst upp
með hann. Þá hvíldi hann sig stundarkorn í stóru grenitré.
Svo lagði örninn af stað aftur og fór svo geyst að það
leiftraði af ílugi hans hvar sem hann fór yfir lönd eða höf.
Hann flutti hermanninn alveg heim að kóngsgarði. Þar
sagði örninn við hermanninn: „Blástu í hljóðpípuna ef þú
verður í vanda staddur þá kem ég strax.“ Svo flaug hann
heim aftur.
Á meðan þessu fór fram, hafði verið mikið að starfa í
kóngsgarði, því að nú leið óðum að þeim tíma, er höfuðs-
maðurinn og flokksforinginn skyldu giftast báðum eldri
kóngsdætrunum. En þær voru ekki mikið ánægðari heldur
en yngsta systirin. Það leið ekki sá dagur að þær væru
ekki hryggar og útgrátnar, og því hryggari urðu þær sem
nær leið brúðkaupsdeginum. Loks spurði konungur hvað að
þeim væri. Honum þótti það undarlegt að þær skyldu ekki
vera glaðar og kátar fyrst þær væru leystar úr trölla-
höndum og ættu að giítast svona myndarlegum mönnum,
Við þessu urðu þær að segja eitthvað, svo að sú elzta sagði,
að þær mundu aldrei taka gleði sína aftur fyr en þær
fengju tafl, eins og þær höfðu í „Berginu Blá“.
Konungur hélt að það væri nú hægur vandi fyrir sig að
útvega þeim það. Svo sendi hann til allra hinna beztu og
högustu gullsmiða í landinu og fól þeim að smíða þess
háttar gulltafl handa dætrum sínum. En þegar á átti að
Unglinga
wantar til að bera blaðið til kaupenda f
Drápuhlíð
Ægissíðu
Miklubraut
Blönduhlíð
Laufásveg
Tjullkjólar
ný sending
GULLFOSS
AÐALSTRÆTI
Systurmerkið:
T udor
Heimsþekkt nöfn á forláta úrum
Viðgerðarstofa fyrir úr
Jön ðlpunibon
Skúrtpripaverzlun
Hiísbypgjendwr — Byggingsrmenn
Hafið þér athugað, að með því að láta pússa gólfin
um leið og þau eru steypt, sparið þér allt það efni,
sem annars mundi fara í það, að leggja og pússa
slitlag. — Auk þess sem það er bæði vinnu- og
tímasparnaður. — Auk þess fyrirbyggir þessi að-
ferð algjörlega los á slitlaginu eða tvískeljung. —
Sérstaklega hentar þessi vinnuaðferð við öll þau
gólf, sem mikil áníðsla er á, eða vatnsrennsli t. d.
vörugeymslur, verksmiðjur, fiskvinnsluhús, alls
konar útiplön og stéttar. — Einnig þar sem um er
að ræða steypt þök o. s. frv
Athugið því, látið okkur pússa gólfin
um leið og þau eru steypt.
Gólfslípunin
Barmahlíð 33 — Sími 3657
Ensku
pilsin
komin aftur
í fjölbreyttu úrvali
Verzl. Kristín Signrðardóttir
Laugavegi 20