Morgunblaðið - 15.03.1956, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 15.03.1956, Qupperneq 1
16 sáður 43. árgangur 63. tbl. — Fimmtudagur 15. marz 1956 Prentsmiðja Morgunblaðsins Ráðhermr Framsóknarflokksins hafa neiiar tillögur um stefnubreytingu i aldrei Eagt fram efnflhagsmálom Vilja nú hlaupast frá þeim fyrir- heitum, sem þjóðinni voru gefin með málefnasamningi ríkisstjórnarinnar Ólafur Thors forsætisráðherra SamsSðr! NATO á sviði cfnahagsmála Washington. ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ ráðgerir að auka starfssvið sitt á næstunni. í opinberri tilkynningu sem gefin var út í Washington eftir langt samtal er þeir áttu, Eisenhower forseti Bandaríkj- anna og Gronchi forseti Ítalíu, segir að „þeir hafi orðið sam- mála um nauðsyn þess að auka og efla samstöðu þátttakenda í Norður-Atlantshafsbandalaginu með því að auka samvinnu á meðal þeirra á öilum sviðum.“ Gronchi forseti hefur verið á ferðalagi í Bandaríkjunum und- anfarið og í samtölum sínum lagði hann á það áherzlu við Eis- enhower forseta að herveldi eitt myndi ekki halda aftur af komm únistum; bæta þyrfti efnahag fólksins. Atlantshafsbandalagið á að færa út kvíarnar, sagði hann og taka upp samvinnu á sviði efnahagsmála. Sjö farast í Svíþjóð STOKKHÓLMUR, 14. marz. — Sjö verkamenn fórust og þrír særðust, er dynamitsprenging varð í hinu væntanlega Grund- fors orkuveri í Norður-Svíþjóð. Verkamennirnir voru að koma dynamitinu fyrir í skurði, er sprengingin varð. — Reuter. Tólf ára móðir COLUMBIA, Suður Karolinu, Bandar. 14. marz. — Tólf ára gömul eiginkona ól í gær son og báðum líður vel. Móðirin giftist fyrir um það bil ári bygginga- verkamanni, sem ekki hefur r.áð tvítugsaldri. — Reuter. Samtal við ÖSaf Thors forsætisráð- % lierra, formann Sjálfstæðisflokksins FRAMSÓKNARFLOKKURINN hefur nú tekið sínar ákvarðanir og mun sjálfsagt reyna að fegra þær eftir föngum í augum þjóðarinnar. Við Sjálfstæðismenn tökum þessu öllu rólega og munum bregðast við þessum nýju viðhorfum eftir því sem okk- ur þykir rétt að athuguðu máli. Þannig komst Ólafur Thors forsætisráðherra, formaður Sjálf- stæðisflokksins, m. a. að orði í gærkvöldi er Morgunbiaðið leitaði álits hans á þeim atburðum, sem gerzt hafa í ísl. stjórnmálum síðustu daga. RÉTT AÐ BÍÐA Atekta — Hvað viljið þér segja af til- efni þeirra viðhorfa, sem skap- azt hafa eftir flokksþing Fram- sóknarflokksins? spurði blaðið forsætisráðherrann. — Ég vil á þessu stigi sem minnst um þau segja, segir Ólaf- ur Thors, enda hefi ég tæplega haft tíma til þess að kynna mér ræður og ályktanir frá þinginu. í því, sem ég hefi séð finnst mér ekker.t nýtt annað en það, að Framsóknarflokkurinn virðist hafa ákveðið að slíta núverandi stjórnarsamstarfi og óska eftir kosningum um leið og hann lýsir því yfir, að ekki sé auðið að leysa efnahagsvandamálin með Sjálfstæðisflokknum. I Ég þarf náttúrlega ekki að taka það fram, að út af fyrir sig mætti margt og mikið um þetta segja, þótt ég telji réttara að i bíða átekta í svipinn, enda gefst nægur tími til þess að þraut- : ræða þetta mál áður en þjóðin kveður upp sinn dóm. STÓR OG HEILLARÍK SPOR STIGIN — En er samt ekki eitthvað, sem þér telduð öðru fremur á- stæðu til að taka fram nú þegar? — Jú, ef til vill er rétt að leiða athygli að því, að þegar núver- andi ríkisstjórn var mynduð í sept. 1953, gerðu stjórnarflokk- arnir sem kunnugt er með sér víðtækan og merkilegan málefna samning, sem þjóðin byggði þá þegar miklar vonir á. Af fyrir- heitum hans nefni ég fyrst til rafvæðingu landsins, stórfelld- ar umbætur í húsnæðismálum al- mennings og aukið athafnafrelsi. Ætlunin var að reyna að efna þessi fyrirheit eftir megni á kjörtímabilinu. Eins og allir vita hafa þegar verið stígin stór og heillarík spor í þessum málum, enda þótt hvergi nærri sé komið að leið- arlokum. þeim fyrirheitum, sem þjóðinni voru gefin. En þó þarf þetta ekki að koma þeim á óvart, sem rekur minni til þess að alveg það sama gerðu Framsóknarmenn árið 1949 og 1953. Okkur Sjálfstæðismönnum hef- ur sjálfsagt ekki fallið neitt betur samvinnan við Framsóknarmenn en þeim við okkur. En við hefð- um að sjálfsögðu talið okkur skylt að leggja þau óþægindi á okkur til þess að geta staðið við gefin loforð gagnvart þjóðinni. Framsóknarflokkurinn hef- ur nú tekið sínar ákvarðanir og mun sjálfsagt reyna að fegra þær eftir föngum í aug- um almennings. Við Sjálfstæð- ismenn tökum þessu öllu ró- lega og munum bregðast við hinum nýju viðhorfum eftir því sem okkur þykir rétt að athuguðu máli. ENGINN ÁGREININGUR UM EFNAHAGSMÁLIN — í hverju liggur sá mikli ágreiningur um efnahagsmálin, sem veldur því að Framsókn seg- ist ekki geta leyst þau með Sjálf- stæðisflokknum? — Um það verð ég að ráð- leggja Morgunblaðinu að spyrja forustumenn Framsókn arflokksins, því ég man engan slíkan ágreining. Og ég þori að staðhæfa, að Framsóknar-ráð- herrarnir hafa aldrei lagt fram á stjórnarfundi neinar tillögur um stefnubreytingu í Framhald á bls. ? Morð á Kýmir NICOSIA, 14. marz. — Grískur skólapiltur var skotinn til bana í dag. Hann var í drengjahóp, sem grýtti brezkan herbíl. Brezkur hermaður var skotinn í bakið til bana í dag á götu í Nicosíu. FRAMSÓKN hleypur FRÁ GEFNUM LOFORÐUM Þegar þessi málefnasamningur var gerður, varð ég ekki ann- ars var en að Framsóknarflokk- urinn hefði áhuga fyrir þess- um málum og öðrum, sem í samningnum greindi, alveg eins og Sjálfstæðisflokkurinn. Frá því sjónarmiði séð er þess vegna undarlegt, að Framsóknarflokk- urinn skuli nú vilja hlaupa frá 10 metra há flóðalda VÍNARBORG 14. marz. (Reuter). — Samkvæmt fregn frá Belgrad er 10 metra há flóðbylgja í Dóná á leiðinni frá Ungverjalandi til landamæra Júgóslafíu. Þrjátíu þúsund manns, Ung- verjar og Júgóslafar, vinna að því að ryðja jakastíflum úr ánni á landamærunum. „Kling — kBing — kió66 LONDON, KAIRÓ og AMMAN, 14. marz. IAUSTURLÖNDUM virðast stjórnmálaviðræður vera á suðu- punkti. Konungarnir í Jórdaníu og írak, frændurnir Faisal (írak) og Hussein (Jórdanía) mættust í dag á landamærum ríkja sinna til þess, m. a. að samræma aðgerðir sínar, ef svo skyldi fara að til styrjaldar drægi í ísrael. .... Utanríkisráðherra Frakka, Pineau, kom í dag til Kairó og ræddi lengi við Nasser og auk þess við Saud konung og Sýrlandsfoi'seta. Pineau er fyrsti utan- rikisráðherra Frakka, sem komið hefir til Kairó. Þess er minnst að Nasser, Saud og Sýrlandsforseti réðust harkalega að Frökkum í „Kairó-yfirlýsingunni“, sem þeir birtu nýlega......Utanríkis- ráðherra Breta, Selwyn Lloyd, kom í dag til Lábýu og kom þang- að í kjölfar nýskipaðs rússnesks sendiherra. Áhrif Egypta í Líbýu virðast nú fara mjög vaxandi....... í ÍSRAEL hefir verið birt skýrsla, sem send hefir verið til eftirlitsmanna Sameinuðu þjóðanna, þar sem segir að ágengni Egypta á landamærum ísrael fari stöðugt vaxandi og að á undan- íörnum þrem mánuðum hafi orðið 180 skærur þar. í yfirlýsing- unni segir að landvörnum ísraelsmanna sé hætta búin af liðssam- drætti Egypta á Gazasvæðinu. Sættir — eftir mikið þóf LONDON OG WASHINGTON, í KVÖLD var látið i veðri vaka að misklíðinni milli Breta og Bandarikjamanna út af ummæl- um bandarískra sendiherrans í Aþenu væri lokið. Sendiherrann hafði í gær látið í ljós opinber- lega samúð með málstað Grikkja í Kýpurmálinu. Út af þessum ummælum hóf- ust hinar margvíslegustu pólit- ísku aðgerðir. Eisenhower lýsti yfir því á blaðamannafundi að Kýpurmálið varðaði Breta eina, enda þótt Bandaríkjamenn vildu leggja fram lið sitt til þess að sættir rnættu takast. Sendiherra Breta í Washington baðst skýr- inga á afstöðu Bandaríkjamanna í utanríkisráðuneytinu þar, og sendiherra Bandaríkjanna í Lon- don var kvaddur á fund Nuttings aðstoðar utanríkisráðherra. Og sendiherrar Breta og Bandaríkja manna í Aþenu ræddust við tví- vegis. „Einkalíf Álphonss Daudef" PARÍS, 14 marz: — Erfingjar Alphonse Daudets, hins kunna franska nítjándu aldar skálds, töpuðu í dag þriggja ára mála- ferlum, sem miðuðu að því, að hindra birtingu á leyndardómum einkalífs skáldsins. . Leyndardómarnir eru skráðir í dagbók bræðranna Edmonds og Jules Goncourt, sem stofnuðu fyrir hálfri öld bókmenntaaka- demíu, sem ber nafn þeirra og sem veitir verðlaun árlega íil franskra skálda. Bræðurnir arf- leiddu akademíuna að dagbók- inni og akademíunni ei nú frjálst að birta hana. Lögfræðingur Daudetserfingj- anna sagði við réttarhöldin, að dagbókin hefði inni að halda heila „skrá yfir svalllifnað". — Hann sagði að Goncourtsbræð- urnir skýrðu frá því, að Gustave Flaubert, höfundur bókarinnar „Madame Bovary", hefði verið tíður gestum í húsum vændis- kvenna og að hann hefði jafnan valið sér þar ljótustu stúlkuna. Þarf maður að vita um hina mjög svo sérkennilegu hugmynd- ir Honores de Balsacs um ástir eða um það, að Turgenev hafi lifað íegurstu ástarnótt sína í kirkjugarði?, spurði lögfræðing- urinn. Bókmenntasagan mun ekk ert græða á slíkum upplýsingum, bætti hann við. (Reuter)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.