Morgunblaðið - 15.03.1956, Side 7

Morgunblaðið - 15.03.1956, Side 7
Piimntudagur 15. marz 1956 MORGVWBLADIÐ 7 í FRÁ SAMBANDI UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA RITSTJÓRI ÞÖR VILHJÁLMSSON Sigurhur Líndal stud. jur.: Gajus Julius Caesar 2000 ára árfíð FLESTIR munu um þaff sammála, að Júlíus Caesar hafi veriö eínn mesti al'burðamaður, er sögur greina. Hann var allt í senn: frábær hershöfðingi, mikill stjórnmálamaður og ágætur rithöf- undur. Voru þeir hæfileikar í svo ríkum mæli, að hver þeirra um sig hefði enzt til varanlegrar frægðar. Slíkir menn skilja að jafn- aði eftir sig djúp spor, og varð svo hér. Það þykir því hlýða að rifja upp æviferil Caesars og ævistarf nú í dag, er 2000 ár eru liðin frá dauða hans. ÆTT OG UPPVÖXTUR Julius Caesar fæddist í Róma- 'borg árið 100 eða 102 f. Kr. b., eða 654 (652) árum eftir stofnun borgarinnar skv. þágildandi tíma- tali. Hann var af tiinni tignu Julisku ætt, sem kennd var við Julus, son Aeneasar ættföður Rómveria Ungur að aldri missti hann föð- ur sinn, en hlaut þó hið ágæt- asta uppeldi, enda var móðir hans Aurelia, mikilhæf kona. Um nám hans og menntun er lítið kunnugt, en hann var þó án efa snemma í skóla settur. Rómversk undirbúnmgsmennt- un miðaði einkum að því að kenna unglingum þrjár höfuð- dyggðir: lítillæti, hógværð og #jálfsaga Var skólanámi því hag- að í samræmi við þetta og auk kennslu í venjulegum undirstöðu greinum var mönnum innrætt hollusta við ríkið og virðing fyr- ir sið og lögum forfeðranna. Auk þess sk’paði líkamsþjálfun veg- legan sess, enda var liún undir- Staða allrar hernaðarþjálfunar. Æðri menntun var einaum fólgin í legtri sígildra bókmennta, grískra og latneskra, heimspeki og mælskulist. Er ekki að efa, að mennt- un sem þessa hefur Caesar hlot- ið. Má sjá það á ritum hans, að hann hefur verið maður há- menntaður, og um líkamsatgervi allt var hann hinn vaskasti. UPPHAF STJÓRNMALA- AFSKIPTA Uppvaxtarár Caesars voru róstusöm. Sífelld innanlandsátök miUi lýðsinna og höfðmgjasinna urðu stöðug uppspretla ófriðar. Enda þótt Caesar væri af höfð- ingjum kominn, studdi hann lýð- sinna, og er sennilegt, að þar hafi mastu um valdið náin tengsl við helztu leiðtoga þein-a. Er hér var komið höfðu höfð- ingjar borið hærri hlut, og var Súlla, leiðtogi þeirra, allsráðandi. Leit ha.nn hinn unga mann horn- auga og vildi rjúfa tengsl hans við lýðsinna. Hann skipaði því Caesari að skilja við konu sína, en hún var dóttir eins helzta leiðtoga lýðsinna. Caesar neitaði því og átti fótum fjör að launa, er hann flýði frá Róm skömmu tóðar. Var hann nú um nokkurra ára skeið fjarverandi frá Róm. Eftir dauða Súllu árið 78 kom hann þó til Romar og ákærði tvo skatt- landsstjóra, illræmda mjög. Hafði það að vísu engin áhrif til sak- íellingar þeirra, en vax-ð til þess, að alþýða manna þóttist þar eygja vænlegt foringj-efni. Varð þess og eigi langt að bíða, að hann væri hafinn til virðingar af voldugum frændum sínum með atbeina alþýðu. Árið 73 var hann kjörinn prestur og hershöfð- ingi. EMBÆTT8SFERILL 73—59. Embættisbraut hans var nú hafin, og gegndi hanrx embætt- um, hverju af Öðru í þeirri röð, er tíðkaðist með Rómverjum. Hann lét ekki mikið að sér kveða framan af, en allar að- gerðir hans miðuðu að því að koma sér í mjúkinn hjá alþýð- unni. Hann úthlutaði fátækum í Róm korni, sem ósparlegast og hélt leika og skemmr.anir betur en áður tíðkaðist. Var slíkt leikjahald einn verulegur þáttur stjórnmálabaráttunnar og alþýða manna fús að veita þeim braut- argengi, er vel gex-ði í þeim efn- um — rétt eins og gerist enn í dag. Þegar Caesar gegnir dómstjóra embætti árið 63, kemar fram á sjónarsviðið glæframaðurinn Lucius Catilina. Hafði hann safn. að um sig hópi misyndismanna og hugðust þeir ná völdum með morðum og brennum. Ræðismað ur var pað ár mælskusnillingur- inn Cicero. Fletti hann ofan af samsærinu og kom því til leiðar, að þeir, sem þar stóðu að, voru teknir af lífi. Komst snemma sá kvittur upp, að Caesar hefði ver- ið við rsiðabmggið riðinn, og telja raunar sumir íullvíst, að svo hafi verið. Samsæri þetta lýsir hrnni dýpstu spillingu, og eru afskipti Caesars einna Ijót- astur blettur á öllum íerli hans. Eftir þetta átti Caesar mjög í vök að verjast og tók nú það ráð að stvðja Pompejus, sem þó var í hópi höfðingjasinna. Hann Hann var nýkominn úr austur- vegi og hafði sigrað Míþradates konung í Pontos ,einn hinn mikil- hæfasta andstæðing Rómverja. Öldungaráðið var honum aod- snúíð og tók hann því fegins hendi, er honum bauðst þjónusta Caesars. Stofnuðu þeir ásamt Crassusi hinum auðga bandalag með sér — þrístjóraveldið hið . fyrra — og skyldu peir styðja l hver annan. Caesar varð þá | ræðismaður, svo sem honum hafði leikið hugur á. Gerðist hann umsvifamikill i því að út- vega hei-mönnum Pompejuss jarðnæði og bæta hag skattlands- búa. En hóta varð hann öldunga- ráði öllu illu til að fá málum þessum framgengt. Að ræðismennskuárinu loknu fékk hann til umráða Norður- Ítalíu, skattlandið Gallíu innri, og Suður-Frakkland, Gallíu ytri. Þótti honum nokkur kostur að vera svo nærri Róm, en öldunga- ráðið varð allshugar fegið brott- för hans. GALLASTRÍH 58—51 Sennilegt má telja, að Caesar hafi þegar á unga aldri fengið áhuga á málefnum Gallíu, með því að einn aðalkennari hans var þaðan upprunninn. Skömmu eft- ir að hann hafði tekið við skatt- landsstjórn fékk hann ágætt tækifæri til að skipta sér af málefnum þjóða þeirra, er þar bjuggu. Þær bárust á banaspjót, og fór svo, að ein þeirra æskti liðveizlu Caesars. Á næstu árum braut hann allt Norður-Frakkland og Suð-vestur Þýzkalandi undir Rómaiveldi og ' komst alla leið til Bretlands. Veittist þetta því hægara, þar i eð þjóðirnar voru sundurþykkar og notfærði Caesar sér það. Þó 1 leit svo út, að þær ætluðu um síðir að sameinast undir forystu höfðingja eins Vercingetorix. Var úrslitaþáttur frelsisstríðs þeirra árið 51, og beið Vercinge- torix lægri hlut. Ekki urðu allir lanávinningar Caesars til frambúðar, en höí'ðu þó mikil áhrif. Hvort tveggja var, að þungamiðja ríkisins færðist nú norður á bóginn og landa- mæri þess eru friðuð fyrir Atque ita tribus et viginti plagis coníossus est, uno modo ad pri- mum ietum gemitu sine voce edito, etsi tradiderunt quidam Mareo Bruto irruenti dixisse „Kai sy teknon". Svetonius: Divus Julius. -□ móts við hann, og varð fundur þeirra við Pharsalosborg i Grikk- landi árið 48. Enda þótí Pompejus hefði á að skipa mexra liði en Caesar, var hann nú heillum horfiim. Brast flótti í lið hans, og sjálfur flýði hann til Egypta- lands, en var þar af lífi tekinn. Þangað hélt Caesar einnig, en átök voru þá þar í landi mikil um ríkiserfðir. Vildi Caesar setja niður deilur. í ófriði þessum brann bókhlaðan mikla í Alexand ríu með um 700 þúsundum hand- rita. Væringunum latik svo, að Kleopatra drottning hafði sigur, og gerðist. skjótlega furðuvingott neð henni og Caesari. Ekki naut hann þó unaðssemda lengi í Alexandríu, því að sú fregn barst að sormr Míþradatess konungs í Pontos réði lönd undan Róm- verjum. Brá því Caesar skjótt við og sigraði konungsson við borgina Zela í Litlu-Asíu árið 47. Er för þessi einkum fræg takir hinnar gagnorðu skýrslu, er Caesar sendi um hana til Róm- ar og hljóðar svo: Veni, vidi, vici. (Ég kom. sá og sigraði). Hélt svo Caesar til Rómar. — Herinn, sem þar hafði verið, var orðinn agalaus með öllu, en á 'kömmum tíma sveigði Caesar hann til hlýðni, og sýndi hann með þessu mikla forystuhæfi- leika. Enn voru andstæðingar Caes- ai's skipuiagðir í Afríku og á Spáni. Var honum nauðsynlegt áð xáða niðurlögum þeirra, og hélt hann því til móís við þá og hafði hvaivetna sigur. Úrslita- hríðin stóð við Munda-kastala á Spáni árið 45, og var Caesar mjög hætt kominn. Með þeim atburðum, sem nú hefur greint verið, hofst einveldi Caesars. ásókn norrænna þjóða. Sambúðin við þjóðir þessar setti mjög mark sitt á alla sögu Rómverja síðar og varð að tyktum næsta örlaga- xík. Með þessum aðgexðum hafði Caesar friðað Gallíu og aukið víð- áttu heimveldisins um 500 þúsund ferkílómetra, en íbúar vox'u þar um 5 milljónir. STEFNT AÐ EINVELDI 50—45 Sambxiðin við Pompejus hafði gengið mxsjafnlega. Þótti honum afrek Caesars í Gallíu varpa á sig æmum skugga. í öldungaráð- inu máttu sín og mikils andstæð- ingar Caesars, enda stóð þeim ógn af uppgangi hans. Ákvað það að lyktum, að báðir skyldu þeir Pompejus og Caesar íeggja nið- ur hex’vald, en breytti síðan af- stöðunni gagnvart Pompejusi, þar sem honum var veitt heimild til að halda nokkrum rier. Segja má, að þetta hafi jafngilt stríðs- yfirlýsingu á hendur Caesari, er þá var með her sinn við Rubicon- fljót á Norður-Ítalíu. Þegar Caesar sá, að öll von var úti um samkomulag, er sagt, að' hann hafi mælt þessi kunnu oi’ð — Iacta esto alea (veri þá tenirxgn- um kastað). Skipti nú engum togum. Hann fer með allt sitt lið yfir fljótið, og áður en varir er öll Ítalía á valdi hans, en Pompejus flýði til Austurianda. Áður en Caesar veitti honum eftirför, brá bann sér til Spánar og í'éði þar nið- urlögum fylgismanna Pompejuss. Að því loknu fór hann til EINVELDI 45—44 Með einveldi Caesars má telja lýðveldið hi’unið, enda þótt ekki væri endanlega gengið frá því, fyrr en þremur árum síðar. Öllum helztu embættum hélt hann, en önnur voru látin hald- ast að nafni tii. Stjórn hans ein- kenndist aí mildi, og ekki greip hann tii neinna hrannviga, svo sem áður höfðu gert Súlla og Marius. í þess stað reyndi hann að vinna hyili fyrri and- stæðinga og fékk mörgum þeirra ýmis störf. Gerðist hann 4 öllu ærið athafnasamur á hinum stutta stjórnarferli sínum. Éinna fyrst lá fyrir að úthluta hermönnum jarðnæði og grynna eitthvað á korngjafalýðnum í Róm. Var þetta framkvæmt Skörulega einkum með því að stofixa nýlendur í skattlöndum og gefa fólki kost á áð flytjast þang- að. Þessum aðgerðum fylgdu einnig mikiar verkiegar fram- kvæmdir heima fyrir. Embættis- mönnum var fjöigað og þeir margir teknir úr skattlöndunum. Má segja, að öll skipti hans við þau hafi miðað að því að bæta hag íbúa þar og jafna aðstöðuna milli þeirra og ibúa Ítalíu. Af þessu hlaut þó að leiða, að for- réttindastaða ítaliu skertist og þungamiðjan fæx'ðist austur á bóginn. En Caesar 'vildi líta á ríkið sem eina heild og var i engu fráhverfur austrænum lifn- aðarháttum. Kom því snemma upp sá kvittur, að batm hefði i hyggju að flytja höfuðstaðinn austur á bóginn — til Alexandríu eða jafnvel endurreisa hina fornu Ilions-borg. Ýmis atriði önnur lét hann til sín taka. Hann lét t.d. endurbæta timatalið. og búa menn að þeirri. endurbót að verulegu leyti enn 1 dag. Þá bætti hann réttarfar og stjórnsýslu og hafði í huga að láta semja rómverska lögbók. í stuttu máli má segja, að hið helleniska heimsveidi Alexanders mikla hafi verið fyrirmynd Caes- ars og endurreisn þess hafi verið takmark hans. Hér var þó skjót- lega endir á gerður. Caesar van- mat styrk andstæðinga sinna, og varð sij yfirsjón dýrkeypt. 15. MARZ — FRÁSÖGN SVKTONTUSS Lýðveldissinnar undu hag sín- um mjög illa. Kemur þetta m.a glögglega fram í bréfum Ciceros frá þessum tíma. í ársbyrjun 44 höfðu nokkrir lýðveldissinnai bundizt samtökum um að ráða harðstjórann af dögum. Voru þeii Junius Brutus og Caius Cassius aðalleiðtogax-nir. — Er sagt að Brútusi hafi í sífellu borizt nafn- laus bréf með lögeggjan um að hefjast handa. — „Sefur þú Brútus, er Róm er í hlekkjum?" Aðfiirin er ráðin 15. marz. Engin samtimaheimild er til um þann atburð, er þá varð. — Helzta heimildin er frásögn Svetoniuss sagnaritara, sem í.ædxf ist rúmri öld síðar. Rekur hann fyrst ýmsa fyrirburði, sem urðu Caesari til varnaðar, og greinir síðan frá hinztu för hans til öld- ungaráðs, því næst hljóðar frá- sögn hans svo: „Þegar hann settist, söfnuðust samsærismenn kring um hann svo sem þeir vildu veita honum þjónustu sína. Tilius Cimber, sem tekið hafði að sér áð byrja, gekk nær Caesari eins og hann vild* biðja um eitthvað. Caesar hristi höfuðið og gaf til kynna með bendingu, að það yrði að bíða þar til síðar. Greip þá Tilius í skikkju hans við báðar axlir, en Caesar sagði: „Skulu hér nú of- beldisverk framin", en um lei<5 særði annar Casca-bræðranna hann með lagi, er kom aftan frá rétt við hálsinn. Caesar greip þá til Casca og rak hann í gegn með ritstíl sin- um. Reyndi hann síðan að kom- ast brott, en var þá særður öðru sári. Hann sá þá rýtingum bi'ugð- ið hvai’vetna kring um sig. Þá dr6 hann skikkju sína yfir höfuð sér og sveipaði hana um líkama sinn. Var hann svo deyddur með 23 rýtingsstungum. Það var aðeina við hina fvrstu stungu, að stuna heyrðist frá honum, en ekki mælti hann orð. Þó segja aðrir, að Caesar hafi sagt, ér Marcus Brútus réðist á hann: „Einnig þú sonur mjnn". Allir flýðu þeir brott, og lá hann þarna um stund látinn, unz þrír þrælar lögðu hann á börur og báru hann heim. Létu þeir arxnan handlegginn lafa hiður af börunum á leiðinni. ' Af öllum þeim sárum, er hann fékk, var aðeins eitt, sem talizt gat banvænt að áliti Antisiuss læknis. Var það á brjósti og hi3 annað í ríiðinni, er haxxn fékk“. EFTIRLKIKUR Fregnin um morð Caesars si mikhxm óhug á borgai'búa, c Framh, á bls. 11

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.