Morgunblaðið - 15.03.1956, Page 16
Veðurútlif i dag:
Sunnan kaldi, skúrir eða éi.
jropmlilðfrUi
63. tbl. — Fimmtudagur 15. marz 1956
SíSa S. U. S.
er á bls. 7.
St]orn ASI biður Fram- UWafjíSumræður
' * . | | frá álþingi í kvöid
sokn ao taka komm-
Peysufalaáaginr
iinista með í stjórn!
STJÓRN Alþýðusambands íslands gaf í gaer út fréttatilkvnningu
um bað, að hún hefði siðastl. sunnudag ritað flokksþingi
Framsóknarflokksins bréf, þar sem skorað var á Framsóknar-
flokkinn ,að taka ákvörðun um myndun ríkisstjómar nú þegar,
sem styðjist við þann þingmeirihluta, sem fyrir hendi er, og sé
þannig skipuð að verkalýðssamtökin í heild sinni geti veitt henni
stuðning og traust.“
Þá er í þessu bréfi ASÍ mælt mjög gegn alþingiskosningum í
sumar, ,,því að fullkomíega sé óvíst, hvað við kann að taka upp
úr kosningunum.“
SVAR FRAMSOKNAR
Framsóknarflokkurinn svaraði
bréfi þessu á þriðjudaginn og
lýsti því yfir, að hann teidi óhjá-
kvæmilegt, „að kosningar fari
frain á næsta vori.“ Segist flokk-
urinn munu fela fulltrúum sín-
um á Alþingi að athuga, ,Jivern-
ig farsællegast verði fyrir kom
ið myndun ríkisstjórnar, er starfi
þar tii nýjar kosningar hafi farið j
fram,“ Loks er frá því skýrt að j
Framsóknarflokkurinn muni fela j
formanni sínum og ritara að j
ræða nánar um þessi mál við
fulltrúa frá ASÍ.
Sýrópsbrauð handa bæjar-
búum s rúgbrauffsfeysinu
1RtJGMJÖLSLEYSINU hefur Rugbrauðsgerðin gripið til þess
að framleiða brauð, sem kölluð eru Sýrópsbrauð. — Óvíst er
nær rúgmjölsfarmur sá, sem frá Rússlandi kemur, nær höfn hér
í Reykjavík, þar eð skipið sem flytur það, bíður afgreiðslu í
Hangö í Finniandi, en þar er nú verkfali.
EFTIR SÆNSKRl
FYRIRMYND
Kari Kristinsson forstjóri,
ekýrði Mbl. frá þessu í gær. —
Hann kvað Sýrópsbrauðin vera
Isökuð eftir sænskri fyrirmynd.
Blandað væri saman sigtuðu rúg- j
rnjöli og heiihv'eiti. Ekki kvaðst
ÍCaii vilja um-það segja á þessu
stigi hvernig húsmæðurnar
•ftyndu taka sýrópsbrauðunum.
Harn skýrði frá þvi, að undan-
farin ár hefði neyzla rúgbrauðs
rmmkað hér í bænum, en á sama
tíma hefur franskbrauðsneyzlan
aukizt. Myndu um 5000 rúgbrauð,
1500 grömm að þyngd, nægja
Reykjavíkurmarkaði í dag.
Rúgmjölið, sem keypt er með
verzlunarsamningi við Sovét-
Rússland, átti að koma hingað
í byrjun janúarmánaðar síðastl.
Nú er það á leiðinni. Tók Goða-
foss mikla hleðslu í Póllandi fyr-
ir nokkru.
GOÖAFOSS TEFST
En Goðafoss þurfti að koma við
í Hangö. Þangað kom hann fyrir
rúmri viku. Allsherjarverkfallið
í Finnlandi var þá skollið á og
hefur Goðafoss ekki fengið af-
greiðslu. Hann liggur þar enn og
mun enn verða látinn bíða, en
hve lengi mun ekki ákveðið.
í KVÖLD verSur útvarpað
umræðu í Neðri deild Alþing-
is um frumvarp til laga um
kaup og utgetð togara og
stuðning við sveitarfélög til at-
vinnuframkvæmda. Er það
flutt af Hannibal Valdemars-
syni, Karli Guðjónssyni, Eiríki
j Þorsteinssyni og Gils Guð-
mundssyni.
Útvarpsumræðan fer fram
samkvæmt kröfu frá komm-
únistum.
Tvær ræðuumferðir verða í
þessum umræðum. Af hálfu
Sjáifstæðisílokksins taka þátt
í þeim þeir Sigurður Bjarna-
son, iörseti Neðri deildar, sem
talar í fyrri umferð og Bjarni
Benediktsson dómsmálaráð-
herra, sem talar í hinni síðari
Dregið hefur verið um röð
flokkanna og tala fulitrúar
Sjálfstæðismanna síðastir.
Fóiitimii sóitur
HINN stórglæsilegi útvarps-
grammófónn í Happdrætti heim-
ilanna ,er nú kominn í hendur
eiganda síns. Hinn heppni er
Stefán Sigurðsson, Hjallavegi 31.
Hafði hann ekki gefið sér tóm
til þess fyrr en í fyrrakvöld, að
athuga miða sína í happdrættinu
og bera þá saman við númer þau,
sem vinningarnir komu á. Var þá
vinningsnúmer útvarpsgrammó-
fónsins meðal þeirra.
Nú hafa allir vinningarnir í
Happdrætti heimilanna verið
sóttir.
HAFNARFIRÐI. — Afli hefur
verið mjög tregur hjá línubátun-
um núna síðustu daga þegar gef-
ið hefur á sjó. Hafa flestir þeirra
verið með vart meira en frá einu
og upp í 10 skippund. Vegna
þessarar miklu aflatregðu, munu
nokkrir bátanna skipta um og
fara á net, en netabátarnir hafa
aflað allsæmilega.
Togarinn Surprise kom af veið-
um í gærmorgun með um 180
tonn af þorski, ufsa og karfa. —
Afli hefur verið frekar tregur hjá
togurunum að undanförnu. G.E.
Fyrir mörgum árum tóku kvennaskólameyjar hér í Reykjavík
þann sið upp að hafa Peysufatadag einu sinni á skólaárinu. Þanis
dag eru námsmeyjarnar allar í peysufötum. Er þá stundum mikill
pilsaþytur suður með Tjörn. f gær mætti ljósmyndari Mbl. þess-
um ungu námsmeyjum á Austurvelli og voru þær í sólskinsskapi,
Erlendur sérfræðlngnr í
ill
!
Yarðarslysið
raniisakað
f GÆRDAG spurðist Mbl. fyrir
um þa9 hjá borgardómara hvort
rannsokn yrði látin fram fara á
Varðarslysinu, sem varð á dög-
unuffl austur við Selvogsvita, er
fimra menn á bezta aldri drukkn-
uðu.
Guðmundur Jónsson fulitrúi
varð fyrir svörum. Kvað hann
ákveðið, að rannsókn yrði látin
frarn fara. Mun þá verða rann-
sakað svo sem föng eru á að-
dragandi siyssins, björgunartil-
raunir og annað, sem máli skiptir
við rannsókn slíkra slysa.
Kíettur h.L kaupir
togaraim 4sk
KVELDÚLFUR h.f. hefur nýlega
selt annan togara sinna, Ask, og
er kaupándi hlutafélagiö Klett-
ur hér í bæ. hið sama og á tog-
arana Geir og Hvalfell.
Askur fer á veiðar í dag. Er
það fyrsta veiðíförin eftir að hin-
ir nýju eigendur tóku við skip-
inu Áhöfnin er hin sama og er
Helgi Ársælsson skipstjóri á tog-
aranum.
Setja þarf gagnger ákvæði er banni
óþarfa flug yfir borg og þéttbýli
Eitt af mörgum atriðum, sem íhuga þarf við
setningu nýrra loftferðalaga.
BRÖGÐ eru að því að kennslu- og æfingaflug fari fram yfir
Reykjavík. Þetía var eitt dæmi, sem Gunnar Thoroddsen nefndi
þvi til sönnunar hve núgildandi lög um loftferðir eru orðin úrelt,
að þau hafa engin ákvæði, sem takmarka flug yfir þéttbýlum svæð-
um. Hefur harrn borið fram þingsályktunartillögu um endurskoð-
un á loftferðalöggjöfinni.
Umferðarljósum á að fjölga næsta sumar;
VONIR standa til að næsta sumar verði umferðaljósunum á göt-
um Reykjavíkur fjölgað allverulega, að því er Sigurjón Sig-
urðsson lögreglustjóri skýrði tíðindamanni Mbl. frá í gær.
____________________ ! Umferðarnefnd hafði sam-
þykkt að fá erlendan sérfræðing
til þess að gera athuganir á
nokkrum helztu gatnamótunum í
bænum og leiðbeina um val hent-
ugra umferðarljósa á þessum
slóðum.
Umferðarljósin í Miðbænum
hafa reynzt vel, en á síðustu ár-
um hafa enn verið gerðar endur-
bætur erlendis á gerð umferðar-
ljósa.
GOMUL OG OFULLNÆGJANDI
LÖG
Núverandi lög um loftferðir
eru frá árinu 1929. Á þeim hálf-
um þriðja áratug, sem síðan er
liðinn hefur orðið ákaflega mik-
il og ör þróun i fluginu, bæði í
smíði flugvéla og fjölgun þeirra
ásamt örari flugsamgöngum. Ber
nú orðin brýna nauðsyn að hefja
endurskoðun og eru mörg ákvæði
sem ástæða væri til að ræða um.
FLUG YFIR BORGUM
OG ÞÉTTBÝLI
Gunnar Thoroddsen kvaðst þó
að sinni ekki nefna nema eitt
atriði í loftferðalöggjöfinni, sem
þörf væri að endurskoða, en
það er að setja almenn ákvæði,
sem banna óþarfa flug yfir borg-
um og þéttbýli.
Það eru t.d. brögð að því hér
yfir Reykjavík, að kennslu- og
æfingaflugvélar fljúgi yfir
borginni. Af þessu stafar viss
slysahætta. Ekki eru að vísu
dæmi margra slysa af því, en
þau eru til. Virðist óþarfi að
nota flugvöllinn í Reykjavík
til æfingaflugs, þegar til eru
ágæt skilyrði annars staðar t.
d. á Sandskeiðinu.
ÓÞARFA FÆUG
VARNARLIÐSINS
Þá minntist Gunnar á það, að
það hefði einnig vakið óánægju
að flugvélar varnarliðsins hefðu
verið að fljúga yfir borginni með
dunum og dynkjum, jafnvel
þrýstiloftsflugvélar. Væri slíkt
flug yfir þéttbýlli borg að sjálf-
sögðu algerlega að óþörfu.
ÁKVÆÐI SKORTIR
Hér á landi eru engar reglur
til um flug yfir þéttbýli, sagði
Gunnar Thoroddsen. Að vísu eru
l íslendingar aðiljar að a'Jþjóð-
legu flugmálastofnuninni ICAO,
sem samþykkt hefur ýtarlegar
reglur um loftferðir, en þær regl-
ur hafa ekki verið lögleiddar hér
á landi né birtar.
! Til er að vísu í reglugerð um
Reykjavíkurflugvöll, að reynslu-
I flug af vellinum yfir bæinn, skuli
| eftir því sem við verður komið
forðast. En þetta er svo óákveð-
íð orðalag og ákvæði að ekkert
er á því að græða.
AÐEINS EITT AF MÖRGU
SEM ÍHUGA ÞARF
í borgum annarra þjóða,
sagði Gunnar að lokum, eru
ákveðnar og mjög strangar
regiur um þetta. Þar sem þess
er m.a. krafizt að ef flugvélar
þurfa að fljúga yfir borgum,
þá fijúgi þær svo hátt, að ör-
uggt sé að þeir geti örugglega
svifið út fyrir þéttbýlið, ef
vélarbilun ber að höndum.
Hér kvaðst ræðumaður hafa
bent á aðeins einn þátt loft-
ferða, sem þyrfti endurskoðun
ar við, flug yfir þéttbýli. En
að sjálfsögðu væru fjölda
mörg atriði önnur, sem þyrfti
að hyggja að.
10 LJÓS
I Umferðarnefnd hefur fyrir
nokkru gert tillögur um upp-
j setningu umferðarljósa á 10 stöð-
! um í bænum. Er það hugmyndin
að sérfræðingurinn kynni sér til-
lögur nefndarinnar og geri sjálf-
ur gagntillögur.
I Bæjarráð hefur samþykkt
þá tillögu umferðarnefndarinnar,
að fá hingað sérfræðing erlend-
is frá í vor og að hann skili svo
fljótt sem verða má áliti, sem
unnið verði eftir í sumar, fáist
leyfi gjaldeyrisyfirvaldanna til
kaupa á umferðarljósaumbúnað-
inum.
Þörfin á fjölgun umferðarljós-
anna er mjög knýjandi og raun-
ar aldrei eins mikil og nú þegar
bílarnir í bænum eru nær 8000
talsins.
ÓLAFSFIRÐI, 13. marz. — Veðr-
átta hefur verið með eindæmum
góð hér síðan í endaðan janúar.
Veður hefur verið stillt og frost-
laust að heita má. Muna elztu
menn, jafnvel ekki éftir annarri
eins veðráttu á þessum tíma árs,
— J. Ág.