Morgunblaðið - 20.03.1956, Qupperneq 1
16 síður
43. árgangur
67. tbl. — Þriðjudagur 20. marz 1956
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Dandahkin:
Aukin allsto
við erl. ríki
KISENHOWER forseti hefur
beðið Bandaríkjaþing um
4859 milljón dollara fjárveit-
ingu til hernaðar- og efnahags
aðstoðar við erlend ríki. Er
það meira en nokkru sinni
fyrr í sögu Bandaríkjanna. —
Forsetinn sagði, að Bandaríkja
menn mættu nú ekki slaka á
tiiraunum sínum til að við-
halda friði og þetta væri lítið
gjald, ef það yrði til þess að
tryggja friðinn.
Forsetinn sagði, að áhrif að-
stoðar Bandaríkjanna við er-
lend ríki mætti sjá í hinni
breyttu stjórnarstefnu Rússa.
Þeir virtust nú, að minnsta
kosti úm sinn, hafa sett til
hliðar áætlanir sínar um að ná
heimsyfirráðum með vald-
beitingu. En takmark þeirra
er ehn hið sama — það að
ræna þjóðirnar frelsi sínu. Það
er aðeins breytt um aðferð.
Nú væri söðlað um og þeir
byggjust nú til átaka á öðrum
vettvángi en fyrr.
Forsetinn gaf síðan þinginu
skýringar á einstökum út-
gjaldaliðum í áætlun sinni um
aðstoðina við erl. ríki.
Feluleikurinn með
„kviksög?urnar ‘
,ií
Óeirðir \ Ceorgíu bœldar niður með valdi
,,/Eska kommúnistaríkja
hefur verið alin upp í
villutrú" — segja þeir nú
Lundúnum 19. marz.
ERLENDIR fréttamenn í Moskvu, fá nú sendar fréttir af atburð’-
unum í Rússlandi vegna þeirra ummæla Krúsjeffs, að Stalin
hefði verið ótíndur glæpamaður. Ströng ritskoðun er þó á skeyt-
um þeirra, en með því að „hleypa þessum fréttum í gegn“, þá
staðfesta rússnesk yfirvöld, hvað skeði á 20. flokksþinginu í Moskvu
og afleiðingum þeirra atburða.
Hinn 7. marz — tveim dögum eftir að 3 ár voru liðin frá dauða
Stalins — hafi stúdentar gengið fylktu liði um göturnar í Tiflis
og borið myndir af Stalin. Daginn eftir tóku þúsundir manna,
stúdentar sem aðrir, þátt' í mótmælaaðgerðum. Fjölmennt herlið
var kvatt til að „koma á ró“. Rússneskir valdamenn segja, að
1 ástandið í Tiflis sé nú rólegt, en ennþá er erlendum sendimönnum
1 í Rússlandi bannað að fara til borgarinnar.
SAMA daginn og hin stranga skeytaskoðun Rússa á frétta-
skeytum erl. fréttamanna í Moskvu, „hleypir í gegn“
skeytum varðandi ræðu Krúsjeffs á flokksþinginu, þar sem
hann lýsti Stalin sem „vitskertum fjöldamorðingja, sem
allir óttuðust", voru ritsmiðir Þjóðviijans að hnoða saman
eftirfarandi frétt um ræðu Krusjeffs:
„ „Kviksögur" nefnir brezka utanríkisráðuneytið „Stalin-
fréttirnar". Utanríkisráðuneytinu hefur í nokkra daga verið
kunnugt um kviksögur er gengið hafa í Moskva um ræðu,
sem Krústjoff er talinn hafa flutt á lokuðum fundi á 20.
flokksþinginu, sagði talsmaður brezka utanríkisráðuneytis-
ins í gær.
„Kviksögur" þær er brezka utanríkisráðuneytið nefnir
svo eru ummæli um Stalin sem Krústjoff á að hafa haft,
og hafa verið blaðamatur á Vesturlöndum síðustu daga,
hafðar eftir bandarískum blaðamanni sem aftur hafi „frétt“
þær frá vestrænum diplómötum í Moskva.
Einu rússnesku heimildirnar sem vitað er til í sambandi
við „fregnir" þessar, eru þau ummæli rússneskra blaða að
um allt land -sé nú unnið að því að skýra flokksdeildum
frá umræðum og ákvörðunum flokksþingsins, m. a. varðandi
það að virina beri gegn persónudýrkun í flokknum."
Á þessari frétt, sem tók 28 línur, var fyrirsögnin „Kvik-
sögur“. Fyrir þessa 28 línu frétt hafði ritstjórnin ekki rúm
á forsíðu blaðsins. Hún byrjaði þar að vísu, en svo var fram-
hald og það átti að fela. Sagt var að það væri á bls. 5, en
eftir langa leit tókst mönnum að finna það á þriðju síðu
blaðsins. Þau voru ekki falin Moskvutíðindin í Þjóðviljan-
um 1938, þegar verið var að fremja hryllingsverk þau, sem
Krúsjeff sakar Stalin nú um að vera valdan að!! Þjóðvilja-
menn virðast vera seinni að skilja hina nýju línu en Austur-
Þjóðverjar.
Hví veitist ykkur svo „tregt tungu að hræra“, Einar
Olgeirsson, Brynjólfur Bjarnason og Kristinn Andrés-
son. — Eða er Lúðvík Jósefsson að semja aðra lang-
loku um það, að á Stalin hafi ekki verið deilt á 20.
flokksþinginu nýafstaðna?
Heimsékn dönsku konungshjónanna:
Konuncfur og drotlning aka
Irá Hugvellinum um Miðbæinn
Sagt trá dagskrá konungskomunnar
FLUGVÉL sú, er flytur dönsku konungshjónin hingað í heimsókn
þeirra til íslands, er væntanlega til Reykjavíkur laust eftir
hádegi á þriðjudaginn 10. apríl næstkomandi. — Nefnd sú, er haft
hefur með höndum að undirbúa og skipuleggja móttöku konungs-
hjónanna, skýrði blöðunum frá því, hvernig hún hefði skipulagt
hina konunglegu heimsókn, en nefndin boðaði blaðamenn á fund
sinn síðdegis í gær.
f FÖRUNEYTI
Það hefur verið skýrt frá því
að norræna flugsamsteypan SAS
rpuni leggja konungshjónunum
og föruneyti þeirra til sérstaka
flugvél. Mun aðalflugstjóri SAS,
Dam, verða hinn konunglegi flug
stjóri í þessari ferð, sem verður
hin fyrsta opinbera heimsókn er
Friðrik og Ingrid fara í flug-
leiðis. Sem fyrr segir verður H.C.
Hansen, forsætis- og utanríkis-
ráðherra Dana, x fylgd með kon-
ungshjónunum, en einnig verður
í föruneyti þeirra Johan Vest,
• kammerherra, stallari konungs,
Karjn Birgitte Schack, komtessa
og S. Gladborg, höfuðsmaður.
FYRSTI DAGURINN
I REYKJAVÍK
Konungsflugvélin mun lenda
á Reykjavíkurflugvelli ura kl.
1.30 á þriðjudaginn 10. apríl. —
Þar munu konungshjónin og
fylgdarlið enga viðdvöl hafa. —
Munu þau aka suður í Ráðherra-
b'ústað, þar sem konungshjónin
| munu búa meðan þau gista
Reykjavík. Mun bíll þeirra aka
um Miklatorg, Hringbrautina,
! Sóleyjargötu, Fríkirkjuveginn,.
' Lækjargötu, Austurstræti, Póst-
hússtræti, Kirkjustræti, Templ-
arasund og Vonarstræti, síðan
suður Tjarnargötu að Ráðherra-
bústaðnum.
Konungshjónin munu fara til
tedrykkju til forsetahjónanna að
1 Bessastöðum kl. 4 þennan dag.
Um kvöldið kl. 7.10 hefst svo
móttaka í Ráðherrabústaðnum er
sendimenn erlendra ríkja hér í
Reykjavík ganga fyrir konungs-
hjónin. — Um kvöldið verða
konungshjónin og fylgdarlið
þeirra gestir forsetahjónanna í
150 manna kvöldverðarboði að
Hótel Bo?g. Þar flytja konungur
og forseti ræður.
ANNAR DAGUR
Næsta dag kl. 10.20 árdegis
heimsækja konungshjónin lista-
safn. Einars Jónssonar I Hnit-
. björgum. Þaðan fara þau til
guðsþjónustu í Dómkirkjunni og
mun biskup landsins, dr. Ás-
mundur Guðmundsson, prédika.
Hádegisverður verður snæddur
að Bessastöðum. Kl. 3 e.h. munu
konungshjónin taka á móti gest-
um í danska sendiráðinu, en um
kvöldið fer fram hátíðasýning í
Þjóðleikhúsinu. Þar mun Sin-
fóníuhljómsveit Reykjavíkur,
undir stjórn dr. Páls ísólfssonar,
flytja íslenzk tónverk, m.a. nýtt
. tónverk eftir hið unga tónskáld
Jón Nordal, Síðan flytur hljóm-
sveitin og islenzkir söngvarar
óperuna Cavalería Rustikana.
HÁSKÓLINN — REYKJA-
LUNDUR OG GESTIR
REYKJAVÍKUR
Fimmtudagurinn 12. apríl, sem
verður hinn síðasti, sem dönsku
konungshjónin dveljast hér á
landi, munu þau heimsækja Há-
skólann og vinnuheimilið að
Reykjalundi, árdegis, en há-
degisverðarboð ríkisstjórnarinn-
ar verður haldið í Sjálfstæðishús-
inu. Um nónbil skoða konungs-
hjónin dönsku myndlistarsýning-
una, sem efnt verður til í sam-
bandi við heimsókn hinna tignu
gesta. Kl. 4 síðdegis mun borgar-
stjóri Reykjavíkur, Gunnar Thor-
oddsen, í nafni Reykjavíkurbæj-
ar hafa móttöku fyrir konungs-
hjónin og fylgdarlið þeirra í
Melaskólanum.
Framh. á bls. 12
Blöð kommúnista í Vesturlönd-
um (að Þjóðviljanum undan-
skildum) eru nú tekin að segja
frá baráttunni gegn Stalin, sem
Krúsjeff hóf á 20. flokksþinginu
í Moskvu á dögunum. Brezka
kommúnistablaðið „Daily Work-
er“ segir að yfir 30 milljónir
Lenín hninoði
Stnlin
Ekkja Lenins
Svo sem skýrt hefur verið
frá í blaðinu, sagði Krúsjeff
í ræðu sinni á kommúnista-
þinginu, að Stalin hefði hót-
að Krupskayu, ekkju Lenins,
að lýsa því yfir, að hún hefði
aldrei verið kona Lenins held-
iu* hjákona hans, ef hún hætti
ekki andróðri gegn sér. Sam-
kvæmt nánari fregnum, sem
blaðið hefur haft af ræðu
Krúsjeffs, mun hann hafa
sagt, að innan skamms yrði
erfðaskrá Lenins birt almenn-
ingi. Er sagt eftir Krúsjeff, að
í henni hefði Lenin varað
Rússa við því að gera Stalin
að eftirmanni sínum.
I ræðu sinni veittist Krú-
sjeff aðallega að síðari hluta
stjórnartíðar Stalins, en auð-
séð er nú, að Krúsjeff heldur
því fram, að það hafi aldrei
verið ósk Lenins, að Stalin
tæki við ríkjum. Þess skal
getið, að birting erfðaskrár-
innar hefur aldrei verið leyfð.
manna í Rússlandi verði nú
kvaddar á fundi, þar sem „hin
nýja Iína“ verður skýrð.
Stjórnin hefur sent tugþúsund-
ir af „tryggum" mönnum sínum
út um landið til að skýra „lín-
una“ sem mörkuð var í ræðu
Krúsjeffs.
* ULBRICHT
Á laugardagskvöldið flutti Ul-
brigcht, leiðtogi a-þýzkra komm-
únista, ræðu — þar sem hann
vítti harðlega Stalin og starfs-
aðferðir hans. Voru ummæli hans
um hinn látna foringja mjög
keimlík þeim, sem Krúsjeff er
sagður hafa haft um Stalin á
kommúnistaþinginu í Moskvu.
Kvað hann Stalin hafa verið of-
stækisfullan einræðissegg, sem
hafi nær tortímt hinu kommún-
iska skipulagi.
Ulbricht áminnti a-þýzka
kommúnista að taka þessum tíð-
indum með skynsemi — og læra,
„því að a-þýzkur æskulýður hefði
verið alinn upp í villutrú.“ —
Fylgdi þessum orðum hans runa
af „játningum“ um ástandið í
Rússlandi — og dýrslega stjórn
Stalins. Fylgdi það fréttunum, að
mikil ólga væri í A-Þýzkalandi
vegna orða Ulbrichts — og al-
mennt er hún álitin hrein stað-
festing á þeim glæpum, sem Krú-
sjeff er sagður hafa borið upp á
Stalin — á kommúnistaþinginu.
flllar myndii
ni Stalín
eru horfnar
FIMMTA marz siðastl. voru þrjú
ár liðin frá því að tveir nafn- \
kunnir Rússar létust, tónskáldið
Prokofieff og maður að nafni
Stalin. Grafhvelfingin, þar sem
lík Stalíns er geymt var lokuð
þenna dag, eins og alltaf á mánu-
dögum, og enginn minntist þessa
látna einvaldsherra þenna dag.
En grein birtist í listtímariti um
Prokofieff og er greinin skrifuð
af nafnkunnustu ballettdansmær
Rússa.
Niu prestar frá Bandaríkjunum
eru á ferð í Rússlandi um þessar
mundir. Á þriðjudaginn skoðuðu
þeir eitt frægasta' málverkasafn
Rússa, Tretyakov-safnið í
Moskvu, og veittu því athygli að
þar var enga mynd af Stalin að
sjá. Gamall leiðsögumaður prest-
anna skýrði frá því að nokkrar
myndir af Stalin hefðu verið
þarna áður, „en það er búið að
taka þær í burtu“ bætti hann við.
25 málverk af Stalín voru í
sölum safnsins áður, segir UP.