Morgunblaðið - 21.03.1956, Síða 7

Morgunblaðið - 21.03.1956, Síða 7
Miðvikudagur 21. marz 1956 MORCUNBLAÐIÐ 7 Kristján Þorleiísson áttræður H 'ANN er fæddur á Bjarnarhöfn Snæfellsnesi 21. marz 1876. Foreldrar hans voru Þor- leifur hreppstjóri Þorleifsson á Bjamarhöfn og kona hans, Amalía Pálsdóttir, Hjaltalíns, sem voru mikilsmetnin heiðurs- hjón, og hjá þeim ólst Kristján wpp, við góð efni og mikla rausn — Þorelifur faðir Kristjáns vai mikill framfara- og framkvæmda maður, en dó miðaldra. Hann sýndi m. a. þann manndóm að bregða sér á lítilli seglskútu ti) Noregs og sækja þangað vaminp handa bygðalaginu, eitt harð indaárið um 1880. Föðurafi Kristjáns var Þorleifur, læknir- inn mikli, í Bjarnarhöfn, sem var svo skyggn að hann sá í gegnum fjöllin og út yfir hafið og svo forspár að hann gat sagi fyrir óorðna atburði, en kona Þorleifs læknis var Kristín Sig- urðardóttir, annáluð ljósmóðir og gæðakona, sem tók börnin heim með sér og fóstraði fyrsta mán- uðinn, sem þau lifðu, heima í Bjarnarhöfn. — Amalia móðir Kristjáns var dóttir hins víð- fræga heiðursmanns, Páls Hjalta- líns, sem var verzlunarstjóri Clausensverzlunar í Stykkis- hólmi í 40 ár, og Matthías Joch- umsson kvað eftir hin fögru eft- irmæli, en þar segir skáldið um Pál: Svikalaus og sálarhreinn gekkstu fram að bana, beinn. Það er engum blöðum um það að fletta, að Kristján hefur tekið mikið af „hinum fornu dyggðum“ að erfðum eftir göfuga forfeður sína, en hitt er líka jafnvíst að honum hefur tekizt að ávaxta þann arf svo vel, að okkur sam- ferðamönnum hans er það til fyr- irmyndar. — ★ — Kristján giftist ungur góðri konu, Ragnheiði Benediktsdóttur, ættaðri af Skógarströnd. Var hjónaband þeirra hið ástríkasta og voru þau hjónin samrýmd og samhent um greiðvikni og góð- vild, en Ragnheiði missti Kristj- án fyrir rúmum 20 árum. Þau eignuðust 4 syni, sem allir kom- ust upp, og eru nú búsettir hér í bæ — allt hinir nýtustu þjóð- félagsþegnar. Oddur, starfsinað- ur hjá SÍS er þeirra elztur, næst- ur er Benedikt húsgagnameistari, þá Karl starfsmaður hjá Reykja- víkurbæ. og yngstur Gunnar hljómleikamaður. Skömmu eftir að Kristján gift- ist fór hann að búa á Hjarðar- bóli við Kolgrafafjörð, en síðar fluttist hann að Grund í Grund- arfirði og bjó þar all lengi, en hætti búskap þegar hann missti konu sína. Brátt hlóðust á Kristján fjöldi opinberra starfa. Hann var hreppstjóri, en sagði þeirri hefði af sér 1934. Sýslu- nefndarmaður hefur hann nú verið óslitið í hálfa öld og er það enn. Þar hefur hann ávallt reynzt hinn friðsami, tillögugóði sáttasemjari, sem öll mál vill leysa sýslubúum til farsældar. Hann hefur verið endurskoðandi sýslu- og hreppareikninga um áratugi. Einnig hefur hann verið í jarðamati sýslunnar, um all- mörg ár. Af framanritaðri upptalningu opinberra starfa Kristjáns má j ráða hversu mikils trausts hann j hefur notið hjá samsýslungum sínum, enda hafa stjórnarvöld landsins veitt honum verðuga | viðurkenningu fyrir þau. Honum var veittur fálkakross fyrir nokkrum árum. — ★ — Eg, ættmenn mínir og forfeður í báðar ættir hafa nú í rúma öld notið vináttu hinna góðu og göf- ugu feðra Kristjáns og hans sjálfs, svo að þar hefur aldrei borið skugga á. Eg ætti því að geta lýst þessum manni svo að ókunnugir mættu trúa. Eg segi það óhikað, að Kristján er einn gáfaðasti og göfugasti maðurinn, sem eg hefi kynnzt á lífsleið- inni, og gæti eg sagt margar sögur um góðvild hans til náung- ans og mannkosti hans, ef eg mætti skrifa langt mál. — Þor- leifur gamli afi Kristjáns var skyggn eins og fyrr getur, en Kristján hefur ekki erft þann hæfileika föður síns, en samt er hann skyggn, en það er á öðru sviði. Hann er ótrúlega skyggn og næmur fyrir þvi, að sjá og skilja erfiðleika annara manna og það sem amar að þeim, og þá vantar hann heldur ekki viljann til þess að bæta úr á einhvem hátt. Hann hefur líka ávallt verið nærfærinn um sjúk- dóma dýranna, og oft farið mjúkum læknishöndum um þau. — ★ — Einu sinni var eg um hávetur staddur í Grundarfirði og hafði hlaðið niður snjó í nokkra daga, svo að engum var fært lim sveit- ina, ekki einu sinni gangandi manni, nema með sjónum fyrir neðan háa bakkana. Þá bjó Kristján á Grund. Hann frétti að fátæk hjón höfðu misst barn frammi í Eyrarplássi. Þá var Kristján nærfærinn um að þama væri sorgin og erfiðleik- arnir á ferðinni. Þegar veðrinu slotaði, birti og tunglið, sem var cullt, naut sín. Þá lagði Kristjáft á stað í rökkrinu, gangandi frara i Eyrarpláss, og varð að fara eftir klambraðri fjörunni þar aem skuggann bar á undir bökk- unum háu. Honum gekk ferðir vel, en hann var lika í góðum erindum. Hann bar smyrsl 1 sorgarsárin hjá fátæka fólkinu og komst svo heilu og höldnu heim um lágnættið. — Kristján Þorleifsson er glæsi- menni og höfðinglegur ásýndum, beinn í baki þótt áttræður sé. í framkomu er hann eins og fágaður hirðmaður og myndi sóma sér i hverjum veizlufagn- aði hvar sem væri í heiminum. Kátur er hann og hrókur alls fagnaðar í vinahópi, en innst inni leynist draumlyndm- alvörumað- ur. Á þessum heiðursdegi verður Kristján staddur á heimili Odda sonar síns í Eskihlíð 8. ! Við þökkum guði fyrir það, að i hann gaf okkur þennan góða mann og biðjum hann að lofa okkur að njóta hans lengi enn, við góða heilsu. I Oscar flausin. Vélskofla leigð til vinnu Sérstaklega útbúin til að moka grjóíi og brotajárni. Skóflustærð vélarinnar %—Vb cubikyard. Uppl. í síma 3450. JÓN HJÁLMARSSON UciUvenlui — Iðnfyrirtæki Heildverzlun eða iðnfyrirtæki óskast til kaups. — Tilboð sendist blaðinu fyrir 30. apríi merkt: „Heild- verzlim—Iðnaður—1140“. ATVIIMISIA 2—3 piltar, 16 ára og eldri, geta komizt að sem lær- lingar við prentnám nú þegar. Uppl. gefur Ráðningarstofa Reykjavíkurbæjar. Laugarás-bíó vantar vanan sýningarmann, afgrciðslustúlkur, Dyravörð og ræstingarkonn Umsóknir sendist blaðinu merkt: „Lipurð —1126“ Gerið páskainnkaupin snemma SÍS AUSTURSTRÆTl — Morgunblaðib með morgunkaffinu — Viðskiptafrœðingur óskar eftir atvinnu nú þegar eða í vor. -— Þeir, sem vildii sinna þessu leggi nöfn sín inn á afgr. Mbl. fynr sunnu- dagskvöld, merkt: „Reynsla — 1142“. Hefi til sölu fokheldar 3 herbergja íbúðir í fjölbýlishúsi i Vesturbænum. — Einnig eins herbergis íbúð. — Uppl. í síma 3680 eftir kl. 7. DIESEL-RAFSTOD1250 wöít 230 volt, 1-fasa fyrir riðstraum með mælaborði og öllu tilheyrandi, til sölu nú þegar. Raffækjasalan hf. Vesturgötu 17 — sími 4526. RAFGEYMAR 6 volta Háspennukefli — Flautur — Afturljós — Brettaljós — Kveikjur — Dynamóar — Startarar — Þurrkumótorar — Speglar —Rofar — Straumlokur, 6 volta — Platínur Kveikjulok •— Lugtarhringir fyrir samlokur og margt fleira i rafkerfið. Bitreiðavöruverzlun Friðriks Bertelsen Hafnarhvoli — Sírni 2872 SHELL -----------M E Ð----------- * ’ti. \ if* 3* KRAFTMESTA BEN2ÍN SEM VÖL ER A o > to CJl , 05

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.