Morgunblaðið - 21.03.1956, Qupperneq 14
14
MORGVNBLAÐIÐ
Miðvlkudagur 21. marz 195S
SYSTURNAR ÞRJÁR
EPTIR IRA LEVIN - Annar hluti: ELLEN
Framhaldssagan 49
Örfá'r gulir Ijósgeiisar úr upp
lýsturr. ?>luggum, lágu eins og ljós
strik þvert yfir hina ferhyrntu
tregt portsins og eitt einstakt
Ijós, allra lengst niðri, lýsti upp
botn.hins gráa, steypta ferhyrn-
ings, þar sem steinveggirnir komu
saman í einum miðpunkti.
„Ég hélt að þig sundlaði við að
horfa niður' úr svona mikilli
Ha3ð“. I
Hann snerist hvatlega á hæl.
■Stórir svitadropar voru á enninu
og eftir vörinní og fátkennt bros
flökti um varir hans: ,,Já, það
er líka alveg rétt hjá þér“, sagði
feann — ,en ég get bara ekki stillt
mig um að gera það. Sjálfspynt-
ing . . Brosið hvari . „Ég er
eérfræð'ngur í því“.
Hann dró djúpt að sér andann:
„Ertu nú tilbúin að koma niður“?
spurði hann.
„Nei, við erum bara alveg ný-
komin hingað upp“, maldaði Ell-
en í móinn.
Hún sneri sér við og gekk á
milli kantaðra loftræstingarrör-
anna yfir austurhlið oaksins.
Poweil gekk með tregðu á eftir
henni.
Þegar Ellen kom út á brúnina,
sneri hún bakinu í múrvegginn
og horfði upp á útvarpsstöngina,
sem gnæfði upp í lofcið, skammt
frá þeim, sveipuð rauðum bjarma
toppljóssins. „Það er eitthvað svo
viðkunnanlegt hérna uppi“, sagði
hún.
Powell, sem stóð með hendurn-
ar spenntar á brjóstvörninni og
horfði út yfir borgina, sagði ekki
neitt.
„Hefurðu nokkurn tima kom-
ið hingað áður, að kvöldi dags?",
spurði Ellen.
„Nei“ sagði hann. — „Ég hefi
meira' að segja aldrei Komið hing-
að áður, hvorki að degi til né um
kvöld“.
Hún sneri sér að brjóstvörinni,
laut fram yfir brúnina og horfi
niður á stallinn, tveimur hæðum
neðar
Hún hnykklaði hugsandi brún-
irnar: „Mig minnir að ég læsi ein-
hvern tíma um það í blöðunum,
að ung stúlka hefði orðið fyrir
því slysi, að hrapa hér niður . . .“
sagði hún hægt og hugsandi.
„Já“, sagði hann og röddin var
alvöruþrungin ... „En það var
ekki slys. Það var sjálfsmorð‘“. \
Skammt frá þeim marrari lágt
og ömurlega í loftloku. I
„En“. — Ellen hélt áfram að
horfa niður á hinn breiða stall.
„Ég get bara ekki skilið það,
að stúlka skyldi bíða bana. ■—
Þetta er þó ekki svo hátt fall,
aðeins tvær hæðir".
Hann lyfti hendinni og benti
með þumalfingrinum yfir öxlina
á sér. „Þarna yfir frá . . . Port-
opið“.
„Æ, ja Það var satt'. Hún rétti
sig upp. „Nú man ég það. Blöðin
í Des Moines gerðu sér mikinn
mat úr þessum atburði". Hún
lagði veskið frá sér, upp á múr-
brúnina og greip um hana með
báðum höndum, eins og til þess
að reyna styrkleika nennar. —
„Þetta var stúlka úr Stoddard-
háskólarum, var þaó ekki?“
„Jú“, sagði hann. Hann benti
með annarri hendinni: „Sérðu
hringmvnduðu bygginguna
þarna, með Ijósunum. Það er
rannsóknarstofa og stjörnuturn
Stoddardháskólans. Einu sinni
kem é« baneað, til nokkurra eðl- ;
isfræðitilrauna. Það er .. “
„Þekktirðu hana?“
Rauða ljósið brá glampa á and-
lit hans. — „Hvers vegna spyrðu ,
að því?“ sagði hann
„Mér datt það bara svona í hug,
að þú hefðir e. t. v. þekkt hana.
Það er heldur ekki svo ósenni-
legt, þar sem þið stunduðuð nám
við sama skólann....“
,,Já“, sagði hann hastur. —
„Ég þekkti hana vel og hún var
bæði falleg og góð stúlka.“
„Eina ástæðan fyrir því, að
sagan festist í minni mér, var
þetta með hattinn“, sagði hún.
Powell andvarpaði gremjulega.
— „Hvaða hatt?“ sagði hann svo
þreytulega.
„Hún hafði rauðan hatt með
slaufu og ég var einmitt nýbú-
inn að kaupa mér rauðan hatt,
daginn sem þetta skeði.“
„Hver sagði, að hún hefði haft
rauðan hatt?“ spurði Powell.
„Hafði hún það kannske ekki?
Dagblöðin í Des Moines sögðu ..
Segðu að þau hafi haft rangt
fyrir sér“, bað hún. — „Segðu að
hann hafi verið grænn.“
Það varð stundarþögn. —
„Clarion minntist aldrei á rauð-
an hatt“ sagði Powell. — „Ég las
allt, sem um þetta var skrifað,
mjög nákvæmlega, af því að ég
þekkti hana..“
„Hún getur nú vel hafa haft
hattinn, þó að blaðið í Blue River
nefndi það ekki“, sagði Ellen.
Fowell leit á armbandsúrið
sitt: — „Heyrðu nú“, sagði hann
önugur. — „Klukkuna vantar nú
tuttugu og fimm mínútur í níu
og ég er búinn að skemmta mér
nógu lengi við þetta dásamlega
útsýni."
Hann snéri sér við og gekk í
áttina til stigagangsins. Ellen
flýtti sér á eftir honum: — „Við
getum ekki farið alveg strax“,
sagði hún óánægð og greip í hand
legginn á honum.
„Hvers vegna ekki?“
Hún leitaði í huganum eftir
einhverri frambærilegri ástæðu.
„Ég vildi .... Ég vildi gjarnan
fá mér einn vindling hérna fyrst.“
Hann færði hendina til vasans,
en kippti henni svo að sér á
miðri leið: — „Ég á enga vindl-
inga til. Komdu nú. Við getum
bætt úr þeirri vöntun, þegar nið-
ur kemur.“
J
„Ég held að ég eigi sjálf ein-
hverja í töskunni minni“, flýtti
hún sér að segja um leið og hún
gekk aftur á bak í áttina til
portopsins, sem hún sá greini-
lega fyrir sér í huganum Hún
beygði örlítið til hliðar, leit bros-
andi til Powells og mælti til þess
að segja eitthvað: — „Það væri
gaman að reykja einn vindling
i ró og næði hérna uppi á þak-
inu.“
Hún rótaði til í veskinu sínu:
„Viltu ekki einn líka?“ Hann kom
gangandi hægum skrefum á eftir
henni, með samanbitnar varirnar
af reiði. Hún rétti fram velktan
pakkann um leið og hún hugsaði
með sér: — Það verður að ske
í kvöld, því að hann býður tæp-
lega Evelyn Kittredge oftar út
með sér.
„Gerðu svo vel“, sagði hún.
Hann hrifsaði einn vindlinginn
reiðilega.
Hún fálmaði með fingrunum
eftir öðrum og á meðan hún gerði
það, leit hún í kringum sig og
virtist nú fyrst koma auga á
portopið og snéri sér að því:
„Er það hérna..?“ Hún snéri
sér aftur að honum.
Hann kipraði saman augun og
varirnar herptust saman: —
„Heyrðu nú Evelyn. Ég bað þig
um að tala ekki meira um þetta“,
sagði hann. — „Viltu nú vera svo
góð og gera þá einu bón mína?
Heyrirðu það“.
Hún hafði ekki augun af hon-
um, stakk vindling á milli vara
sinna og lét pakkann niður í
veskið aftur.
„Fyrirgefðu", sagði hún kulda-
lega. — „En ég skil ekki hvers
vegna þú ert svona viðkvæmur
fyrir þessu.“
„Geturðu ekki skilið það. Ég
þekkti stúlkuna“.
Hún kveikti á einni eldspýt-
unni og hélt henni að vindlingn-
um hans. Rauðleitur bjarminn
lýsti upp andlit hans og birti
henni tvö, blá augu, sem skutu
neistum af æsingu, sem var á
takmörkunum að brjótast fram
'JV
ELDFÆRIIM
Danskt ævintýri
4.
En þegar hann hafði virt hann fyrir sér, þá hugsaði hann
að nóg væri komið af svo góðu, setti hann niður af kist-
unni á gólíið og lauk upp kistunni.
Drottinn minn dýri! Hvílík ósköp voru í henni af gullinu!
Fyrir það hefði hann getað keypt alla höfuðborgina, alla
þá sykurgrísi, sem kryddbrauðssölukonurnar höfðu á boð-
stólum, alla þá tindáta, keyri og rugghesta, sem til voru í
heiminum. Já, þetta voru peningar.
Og nú fleygði dátinn öllum þeim silfurpeningum, sem
hann hafði íyllt með vasa sína og hertöskuna, og tók nú
í þeirra stað gullið og troðfyllti með því alla vasa sína,
hertöskuna, húfuna og stígvélin, svo að hann gat varla
gengið.
Nú hafði hann nóga peninga. Hundinn setti hann upp á
kistuna, skellti á eftir sér hurðinni og hrópaði upp í gegn-
um tréð:
„Dragðu mig upp, gamla kerlingarnorn!“
„Ertu með eldfærin?“ sagði kerling.
„Æ, það er satt,“ sagði dátinn. „Því var ég alveg búinn
að gleyma.“ Fór hann þá aftur og náði þeim. Kerlingin
dró hann upp og nú stóð hann áftur þarna á þjóðveginum
með vasana, stígvélin, hertöskuna og húfuna, allt troðfullt
af peningum.
„Hvað ætlarðu að gera við þessi eldfæri?“ mælti dátinn.
„Það varðar þig ekkert um,“ anzaði kerling. „Þú ert búinn
að fá peningana. Fáðu mér nú eldfærin orðalaust.“
„Slúður!“ sagði dátinn. „Segðu rnér undir eins, til hvers
þú ætlar að hafa eldfærin, eða ég dreg út korðann og hegg
af þér höfuðið.
1' Kæliskápar 8 cbf.
FALLEGIR
RÚMGÓÐIR
Gjörið svo vel að líta inn
HEKLÁ
Austurstræti
SÍMI 1687
Mý sendlng
Jersey kjólar
GULLFOSS
AÐALSTRÆTI
Eldhúsfafnaður
M orgunkjólar
mjög fallegt úrval
Svuntur
nýjasta tízka
MARKAÐURINN
Hafnarstræti 5
Skrifstofustúlka
Ábyggileg og reglusöm stúlka óskast nú þegar til skrif-
stofustarfa.
Vxðkomandi þarf að vera góð í íslenzku og geta vélritað.
Upplýsingar á skrifstofunni, Laugavegi 15.
(ekki 1 síma).
LUDVIG STORR & CO.
Unglingur óskast
til að bera Morgunblaðið til kaupenda
víðsvegar um bæinn í veikindaforföll-
um. — Talið við afgreiðsluna sem fyrst.