Morgunblaðið - 21.03.1956, Síða 16
j9ggntiMðfri&
68. tbl. — Miðvikudagur 21. marz 1956
HLJÓMLE3KUM í D9MKIRKJUNNI
ÆSKULÝÐSNEFND Reykjavíkurbæjar efnir næstkomandi föstu-
dagskvöld kl. 8,30 til geskulýðstónleika í Dómkirkjunni í
i Reykjavík, og er það fyrsta æskulýðsskemmtunin, sem nefndin
efnir til í bænum.
þessi er af fulltrúum þeim, er setið hafa aðalfund Mjóikursamsölunnar, sem lauk í gærkvöldi.
Ai-tnar jerður sagt frá störfum fundarins siðar. Fulltrúarnir eru, talið frá vinstri, fremri röð: Þor-
fiteinn Sí§jJrðsson, Sigurgrimur Jónsson. Sverrir Gíslason, Egill Thorarensen, Stefán Björnsson,
ftv -inbjörn JUignason, Ólafur Bjarnason, Einar Ólafsson og Gísli Jónsson. Aftari röð: Bjarni Bjarna-
■'■O i, Jónas Magnjisson, Dagur Brynjólfsson, Sveinn Einarsson, Hafliði Guðmundsson, Guðjón Jónsson
Eíiikur Jónsson, Daníel Kristjánsson, Guðmundur fónsson og Sigurður Guðbrandsson.
(Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)
! Á hljómleikunum spilar á orgel
kirkjunnar þýzki orgelsnillingur-
inn Martin Gunther Förstemann,
verk eftir Bach, Hándel og ef til
vill fleiri klassíska meistara, og
auk þess ýmis orgelverk sérstak-
lega valin fyrir ungt fólk. Jón
Auðuns, dómprófastur, en hann
er meðlimur æskulýðsnefndar-
innar, kynnir lisíamanninn á
undan tónleikunum. — Prófessor
Förstemann mun sjálfur skýra
hvert einstakt verk fyrir áheyr-
endum, og mun dr. Heinz Edel-
steih þýða.
Prófessor Förstemann er eins
og kunnugt er einn víðkunnasti
orgelleikari í Evrópu, nemandi
Ramíns, og hefur hann leikið hér
fyrir meðlimi Tónlistarfélagsins
og var aðsóknin svo mikil, að
fólkið stöð alla leið ofan í stiga.-
Þóttu tónleikar Förstemanns stór
fenglegir. Prófessor Förstemann
er fyrsti prófessor við tónlistar-
háskólann í Hamborg í orgel-
leik. Listamaðurinn hefur verið
blindur frá fæðingu og er kona
hans með honum hér. Förste-
mann mun leika í Hafnarfjarðar-
kirkju á fimmtudagskvöld og
verða þessir æskulýðstónleikar
síðustu tónleikar hans hér, enda
fer hann héðan á iaugardags-
morgun.
í gærkvöldi var Dómkirkjan
þéttskipuð hrifnum áheyrendum
á kirkjutónleikum á vegum Tón-
listarfélagsins. Munu áheyrendur
hafa verið á milli 800—900.
Sfukku í fallhlífum í 16000 fefa hæð
H ernaðarleyndarmál
kommúnista upplýsf
Hægar að komast / r'ikisstjórn
að kosningum loknum. Frá íur.di
fulltrúaráðs verkalýðsfélag-
anna i Reykjavík
FULLTRÚARÁÐ verkalýðsfélaganna í Reykjavík hélt fund í
fyrrakvöld og lögðu kommúnistar þar fram tillögu þess efnis
að fulltrúaráðið lýsti stuðningi sínum við það gerræði meirihluta
stjórnar A.S.I. að stofna til pólitískra samtaka í þágu kommúnista-
flokksins, og þar með að draga heildarsamtök verkalýðsins inn í
flokkspólitíska baráttu eins ákveðins stjórnmálaflokks án heimild-
a:r samtakanna og gegn lögum þeirra.
Bentu andstæðingar kommún-^__________________________________
ista á, að með þessu væru komm-
únistar og meðreiðarsveinn
þeirra, Hannibal Valdemarsson,
vásvitandi að stefna að því að
kljúfa samtökin, og væru þessi
verk þeirra lítið í samræmi við
það „einingartal", sem komm-
únistar hefðu haldið uppi í
verkalýðsfélögunum. „Eining“
kommúnista þýddi einfaldlega *í
framkvæmd flokkseinræði þeirra.
Kommúnistar fóru undan í
flæmingi, en að lokum lýsti svo
einn fulltrúi kommúnista þvi yf-
■ir, að það sem kommúnistar raun
verulega meintu með þessu
bandalagi væri að skapa komm-
únisiaflokknum betri aðstöðu til
að komast í ríkisstjórn að kosn-
ingum loknum, ef þeir kæmu
þannig dulbúnir fram í kosning-
iuii. Nafn flokks þeirra hræddi
suma líklega bandamenn frá sam
vinnu við kommúnista, en öðru
máli gegndi, ef hinum sömu
væntanlegu samsíarfsmönnum
yrði boðið upp á að semja við
kommúnistaflokk undir öðru
tiafni.
Var ekki laust við að mörgum
fulltrúarma þætti þetta kátbros-
leg skýring, en kommúnistarnir
á fundinum settu upp fýlusvip
©g mátti á þeim sjá, að þeim þótti
óvarlega farið með hernaðar-
Jfeyndarmál flokksins.
Þrátt fyrir allmikinn meiri-
Muta kommúnista í fulltrúaráð-
inu, voru þeir hræddir um að
tíllaga þeirra yrði ekkí samþykkt
©g sendu því menn út af fund-
inum til að smala liði sinu. And-
ítæiðingar kommúnista höfðu
borið fram frávásunartillögu við
tillögu kommúnista og var hún
felld með 62 atkv. gegn 44 atkv.
Einnig felldu kommúnistar til-
lögu þess efnis, að kaliað yrði
«aman aukaþing A.S.Í. tij að
ræða þessi mál. Töldu þeir
ástæðulaust að bera slíkt smá-
inál undir verkalýðssamtökin í
heild.
Jón Þórarinssan
framkvcemdasfjóri
Sinfónísveitarinnar
HIN nýskipaða stjórn Sinfóníu-
hljómsveitarinnar hefur nú ráðið
framkvæmdastjóra, Jón Þórarins
son, fulltrúa í Tónlistardeild út-
varpsins.
Jón var áður en Sinfóníuhljóm-
sveitin var lögð undir útvarpið,
formaður stjórnar hennar. Sýndi
hann þá góða hæfileika til þess
að fjalla um slík mál og víst er
að fáir menn hér á landi munu
vera betur menntaðir í tónlist en
einmitt Jón, sem að auki er tón-
skáld. Er óhætt að fullyrða að
hæfari mann til þess vandasama
starfs, að veita jafn miklu menn-
ingarfyrirtæki forstöðu sem Sin-
fóníuhljómsveitinni, var ekki
hægt að fá.
lugvél hrapar vll íteffavík
il
ir
Tve
v<
elli, urðu að stökkva út úr þrýstiloftsofrustuflugvél í 16000
feta hæð, út af Keflavík í gærdag. Um það bil klukkustund síðar
fann danskur katalínaflugbátur mennina og vélbáturinn Tjaldur
frá Keflavík bjargaði síðan mönnunum. Voru þeir báðir meðvit-
undarlausir og virtist mönnum, sem á bryggjunni stóðu, lítið sem
ekkert lífsmark með þeim.
Orrustuflugvél þessi var af
svonefndri Scorpion-gerð og var
hún á æfingaflugi er henni
hlekktist á uppi í háloftunum. —
Flugvélar þessar eru þannig út-
búnar, að með því að þrýsta á
hnapp, opnast þakið yfir stjórn-
klefanum, sem flugmennirnir
sitja í, og um leið er þeim „skot-
ið“ út úr klefanum í sæti sínu og
fallhlífin opnast.
Þetta slys var um fimm mílur
út af Keflavík. inugvélar og bát-
ar fóru strax á vettvang og fregn-
in barst út um hina týndu flug-
vél. —
Um klukkan 5 var danskur
katalínaflugbátur frá danska
. flughernum á leið til Reykjavík-
! ur frá Narsasuak-flugvelli á
Grænlandi. Flugstjórinn á flug-
bátnum, Keid Bendix höfuðsmað-
ur, fór þegar á vettvang, en flug-
; báturinn átti skammt eftir ófarið
hingað til Reykjavíkur.
í samtali við tíðindamann Mbl.
í gærkvöldi, á Hótel Skjaldbreið,
! sagðist flugstjórinn, Bendix höf-
uðsmaður, aðeins hafa verið ný-
kominn á þær slóðir er orrustu-
flugvélin týndist, er flugbáts-
menn hans komu auga á gúmmí-
fleka á floti á sjórium. Lækkaði
hann flugið að bátnum, en þá sáu
þeir að enginn maður var á hon-
um. Um líkt leyti sáu þeir menn-
ina tvo fljóta í sjónum, um það
bil 100 metra frá bátnum.
Flugstjórinn hafði samband við
flugturninn í Reykjavík og síðan
var nærstaddur bátur beðinn að
fara á vettvang, mb. Tjaldur. Úr
flugbátnum var skotið svifblys-
um á stað þann er mennirnir
voru á floti. i
Sem fyrr segir voru mennirnir ■
meðvitundarlausir er Tjaldur j
kom með þá að bryggju í Kefla- j
vík. —- Þeir voru færðir þaðan
beint í sjúkrahúsið. Mun annar
hafa verið látinn, en hinn rétt
með lífsmarki. Mun hann hafa
látizt skömmu eftir að komið var
með hann í sjúkrahúsið. Höfðu
mennirnir verið á floti í sjónum
í rúma klukkustund áður en
þeim var bjargað. Á þessu svæði
höfðu bæði flugvélar og bátar
leitað áður.
Það er af orrustuflugvélinni að
segja að hún féll í sjóinn.
Frímerkin eru smekklega sett upp á spjaldið. Þeir standa við það,
Jónas Hallgrímsson t. v. og Karl Hjálmarsson. — Ljósm. Ól. K. M.
Islenzk írímerki send á
i
mikla sýniiigi? i Ameríku
ÞÁ er lokið við að undirbúa þátttöku íslands í hinni stórfenglegu
alþjóðlegu frímerkjasýningu, sem haldin verður í New York
í vor. — Hefur frímerkjunum verið komið fyrir á stóru spjaldi,
sem síðan verður innrammað í sérstakan ramma í sýningarhöll-
inni. Þar sem hér er um mjög mikil verðmæti að ræða ,hefur
spjaldið með frímerkjunum verið vátryggt fyrir nokkra tugi þús-
unda króna.
Þeir Jónas Hallgrimsson, sem
er fulltrúi sýningarinnar hér á
landi og Karl Hjálmarsson póst-
fulltrúi, hafa undanfarið unnið
að því að ganga frá sýningar-
spjöldunum frá íslandi og er
myndin hér að ofan tekin af
þeim í gær, þar sem þeir standa
hjá spjaldinu. Fyrir ofan frí-
merkin er mynd af forseta ís-
lands, ásamt ávarpi og árnaðar-
óskum póst- og símamálaráð-
herra Ingólfs Jónssonar, til sýn-
ingarinnar og þá er mynd af
póst- og símamálastjóra, Guð-
mundi Hlíðdal og efst fyrir miðju
er skjaldarmerki íslands.
Á spjaldinu eru flestar útgáf-
ur íslenzkra frímerkja allt frá
því árið 1873, er fyrst voru gefin
út íslenzk frímerki, en það eru
skildingamerkin, sem nú orðið
eru talin mjög verðmæt og illfá-
anleg og sjást nú ekki víða í frí-
merkjasöfnum. En það vakti at-
hygli blaðamannsins, að Alþing-
ishátíðarfrímerkin eru ekki sýnd.
Vörðust þeir Jónas og Karl
frétta, er þeir voru inntir um
þetta. En eins og marga rekur
minni til, varð útgáfa þessara
hátíðarmerkja með allsögulegum
hætti. — Þessi frímerki eru að
allra dómi athyglisverð vegna
þeirra merku tímamóta í sögu
landsins, sem þau eiga að
minna á.
Frímerkjasýning þessi mun áiu
efa verða góð landkynning fyrir
ísland, því vitað er að tugþús-
undir manna sækja sýningu
þessa.
Frímerkjasýningin verður
væntanlega send héðan flugleiðis
til Bandaríkjanna einhvem
næstu daga.
ORGELTQNLEIKKR Á ÆSKULÝÐS-
VeSurúllif í dag:
A-kaldi. Skýjað.
Ræða
Bjarna Beneðiktssonar.
Sjá blaðsiðu 9.