Alþýðublaðið - 28.06.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.06.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Xoli konangnr. Eftir Upton Sinclair. Þriðja bók: Pjónar Kola konungs. (Frh.). Því næst fóru þeir Hallur og Keating til Minetti. Vegna Percys endurtók Hallur að eins það, sem hann hafði sagt, að ætlun Cart- wrights hefði þegar frá upphafi verið sú, að opna námuna. Það var skrítið, að sjá áhrifin af þess- ari staðhæfingu — svipinn á Mi- netti, þegar hann leit á Halli En þeir eyddu tímanum ekki f óþarfa mas. Jerry klæddi sig í snatri og flýtti sér til uppgöngunnar með þeim. Jú, menn voru f raun og veru byrjaðir á þvf að taka seglið burtu. Hallur hafði aldrei séð menn vinna með slíkum ákafa í Norður- dalnum. Loftdælan fór á hreyf- ingu. Það söng og hvein f henni. Umhverfis stóðu hundrað menn, sem tóku undir við hana. Ekki var nú hægt að gera meira, fyr en eftir tyær stundir, og tók Hallur þá eftir þvf, að hann var dauðuppgefinn. Billy og hann fóru því aftur heim til Mi- nettis, breiddu ábreiðu ofan á sig á gólfinu og lögðust fyrir. Brátt hraut Billy, en Hallur gat ekki sofnað, Ofþreytan varnaði honum værðar. Ótal hugsanir gripu hann. Hann hafði lagt út f æfintýr þetta, full- komlega undir það búinn, að rek- ast á skelfilega atburði, og hann hafði verið ákveðinn í því, að segja kunningjum sfnum frá því, er fyrir hann bæri. En honum hafði aldrei komið tii hugar, að hann flæktist inn í nokkuð það, sem hann yrði að standa á önd- verðum meiði við þessa vini sfna í. Hann hafði gert sér í hugar- lund, að hann myndi lenda í erj- um um fyrirkomulagið, en honum hafði ekki dottið í hug, að hann myndi komast inn í stéttabarátt- una og verða að beita skeytum sínum gegn skotgröfum sinna eigin vina. Og hann vissi, að þetta var ekki síðasta orustan; þetta stríð var ekki á enda kljáð með töku einnar skotgrafar. í myrkrinu og þögninni skildist honum alt í einu, hvað hann hefði tekist á hendur. Honum var — svo talað sé í lík- ingu — farið eins og manni, sem Ráöning’arstofuna vantar matsvein fyrir 1. júlí. — Góð kjör. Terzl. Hjálmar® Þorsteinss., Skólavörðustíg 4, Sími 840, hefir miklar birgðir með lágu verði: Gler í kistum og niðurskorið, flestar stærðir af saum og skrúfum. Hurðarskrár, handföng og lamir. Einnig gluggalamir, með öllu tilheyr- andi, Nýkomnar miklar birgðir af allskonar smámyndarömmum o. m. fl. Frá Álþýðubrauðgerðinni. Forstjórinn hittist daglega kl. 10—11 árdegis á virkum dögum (nema miðvikudögum). Á sama tíma eru greiddir reikningar. Rádniragrarstofaxi. hffittir störfum 1. júlí. gefur stúlku undir fótinn á göt- unni og vaknar næsta morgunn við það, að hann er giftur henni. En hann iðraðist ekki þess, er hann hafði aðhafst hjá Percy. Þetta var eina ráðið — það varð að opna námunal En Hallur hafði þekt þessa verkamenn í Norður- dalnum að eins í tíu vikur, en hann hafði þekt fólkið í 'vagnin- um árum saman. Og nú sá hann þetta fólk ljóslifandi í huga sér. í myrkrinu velti hann því fyrir sér, hvaða álit það hefði nú á honum. Einkum hvarflaði hugur hans til ungu stúlkunnar. AUa nóttina störðu galopin, spyrjandi augu hennar á hann, full undrunar. Hún hafði brugðist honum, þegar mest reið á, og það hafði haft á hann djúp áhrif. En þegar hann nú hugsaði rólega um þetta, fann hann ýmislegt, sem mælti henni bót. Leikurinn hafði ekki verið fullkomlega heiðarlegur. Hún hafði ekki haft tækifæri til þess, að kynnast kringumstæðunum nánar. Hún grét, þegar þeir, sem hún þekti, áttu bágt, en hún þekti ekki verkamennina f Norðurdaln- um. Saltkjöt ódýrast í Kaupfélagi Reykjavíkur, (Gamla bankanum). Nokkrar álnir af góðn lérefti fæst ódýrt á Vesturg. 29. Stúlka getur fengið gott pláss nálægt Rvík, núna strax. Afgr. vísar á. Góðan bakara vantar strax. Afgr. vísar á. Gammófón- plötur með ísleuzkum lögum, og margar aðrar, fást í Hljóðfærahúsi Reykjavíkur. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.