Morgunblaðið - 13.05.1956, Síða 6

Morgunblaðið - 13.05.1956, Síða 6
6 *t O H ii Vm BL4BI& Sunnudagur 13. maí 1956 Heintsókn íslenzku ráðlierranna til Þýzkolands einkenndist af alúð og vindttn LO KI Ð er þriggja daga opinberri heimsókn Ólafs Thors forsætisráðherra og dr. Kristins Guðmundssonar utan- ríkisráðherra til vestur-þýzka Sambandslýðveldisins. Þetta var fyrsta opinbera heimsókn íslenzks forsætisráðherra til Evrópu éftir að ísland öðlað- ist fullt sjálfstæði. Ekki er nóg að segja að yfir heimsókninni allri hafi hvílt blær sóma og virðuleika, heldur einkenndist hún ekki síður af alúð og vin- áttu. Það er óhætt að fullyrða að samkomur hinna íslenzku gesta og gestgjafa þeirra urðu hvarvetna góðra vina fundir. -£• Hvarvetna þar sem ís- lenzku gestirnir fóru, safnað- ist mannfjöldi saman til þess að fagna og hylla þessa ágætu fulltrúa frá hinni norrænu Sögu- og Edí iieyju. Það kom einnig oftsinais glöggt fram að Þjóðverjar meta íslendinga mikils sem samstarfsþjóð í að vemda sameiginleg menning- arverðmæti. -£• Heimsókn íslenzku ráð- ' herranna varð íslandi til sóma. Og hún hefur vissulega haft mikil og góð áhrif tíl að% kynna nútima ísland hinni þýzku þjóð. Þetta sést glöggt af þeim mörgu umsögnum úr þýzkum blöðum, sem þegar, eru farnar að berast, er lýsa j heimsókninni til Þýzkalands sem íslenzkri sigurför. -u Segja má, að heimsóknin hafi þó náð hámarki á s'ðasta degi, þ. e. á miðvikue >«, þe?ar íslend- ingarnir ferðuðust um fegurstu héruð Þýzkalands og sigldu með lystisnekkjunni „Stadt Köln“ niður frjósaman og sögufrægan Rínardalinn. Og um kvöldið stóð hinn bezti fagnaður, kveðjuhófið í Petersberg gistihúsinu, sem mun verða öllum er það sátu ógleymanleg stund. VEIZLAN Á PETERSBERG Það var forsætisráðherra Ólaf- ur Thors og frú hans, er héldu kveðjuveizluna á gistihúsinu, er þau höfðu dvalizt á. Var mjög vel til veizlunnar vandað og fjöldi gesta þar saman kominn. Þar var Adenauer íorsætisráð- herra Vestur-Þýzkalands, aðrir ráðherrar, ráðuneytisstjórar, stjórnmálaleiðtogar, þar á með- al leiðtogar stjcrnarandstöðunn- ar, svo sem Okenhauer foringi Jafnaðarmannaflokksins. Ríkti glaðværð yfir samkomunni og voru þar haldnsr í'æður. Kveðjiræða Ókls Thors Þar tók til mals Olafur Thors forsætisráðherra og mælti á þessa leið: Herra kanzlari og aðrir göfugu gestir! ÞAf) var söguleg stund í lífi þjóðar minnar þegar þýzkur þjóðarleiðtogi kom í fyrsta sinn í opinbera heimsókn til íslands. Sú heimsókn vai’ þjóð minni því fremur merkur og kærkominn viðburður, að bað voruð þér, herra kanzlari, sem komuð. Yðar nafn mun æfinlega verða tengt við endurreisn Þýzkalands eftir hina mestu eyðiieggingarstyrjöld sem yfir land yðar hefur gengið. Þjóð mín geymir í hjartfólginni minning myndina af yður á hinu forna Lögbergi íslendinga á Þing- völlum, sem e- henni helgur stað- ur. Koma yðar þangað varð í okkar augum meira en aðeins augnablik í opinberri heimsókn. Við fundum að með komu yðar á Lögberg heiðraði hin mikla þýzka þjóð sögu okkar og menn- ingu, ein þeirra þjóða, sem jafnan hafa viljað gera sóma íslenzkrar menningar og sögu sem mestan. Forsætisráðherrar íslands og Vestur-Þýzkalands ganga út úr stjórnarráðinu í Bonn. þjóðar. Við þökkum innilega fyr- ir alla þá miklu alúð og vinsemd, sem okkur hefur verið auðsýnd þessa daga, og fyrir alla þá gleði og það gagn, sem við höfum haft af heimsókninni. Við höfum fundið að viðtökur og samfundir hafa mótazt af þeirri hlýju, sem er eðlileg milli þjóða, er hafa sérstök skilyrði til að skilja hvor aðra og vilja af heilum hug að vináttubönd þeirra varðveitist og eflist. GLADIR OG REIFIR Norrænt stórskáld hefur kom- izt svo að orði um Þjóðverja, að þeir væru „heilbrigð og glaðvær þjóð“. Ég hef oft hlotið að minn- ast þessara orða hina síðustu daga. Heimsókn mín hefur auðg- að mig að minningum um lífs- kraft og lífsgleði hinnar þýzku þjóðar, eins og maður sér hann í önnum dagsins og við hátíðleg tækifæri. Frá fornu fari hefur norrænu kyni fundizt lífsgleðin vera eitt höfuðeinkenni heil- brigði og manndóms, og gert vilj- ann til að láta ekki hugfallast, hversu hart sem að þrengdi, að eínu af sínum æðstu boðorðum. Hávamál Eddu orða þetta svo: Glaðr og reifr skyli gumna hverr uns sinn bíður bana. Þennan anda, borinn uppi af glaðværð og krafti, á þýzka þjóð- in í ríkum mæli og hann hefur verið orsök hinnar skjótu og stór- felldu þýzku endurreisnar, sem heimurinn hefur litið með að- dáun. Góður rómur var gerður að ræðu Ólafs Thors og honum fagnað mjög. — Því næst kvaddi Adenauer sér hljóðs og flutti kveðjuræðu til Ólafs Thors og annarra hinna íslenzku gesta. — Hann komst svo að orði: & ÞJÓBIR, ER SKILJA HVOR AÐRA Ég hef nú notið þess heiðurs, sem fulltrúi þjóðar minnar, að vera gestur yðar og hinnar þýzku OSKIR UM GIFTUSAMA FRAMTÍÐ Þjóð yðar, herra lýðveldis- kanzlari, hefur sýnt yður meira traust og lengur, en flestum þjóð- arleiðtogum í öðrum lýðfrjálsum löndum fellur í skaut. Vona ég að hún megi sem lengst njóta starfs- krafta yðar, og beini til yðar óskum mínum um mikla og giftu- samlega framtíð þjóðár yðar. Herra lýðveldiskanzlari og aðr- ír göfugu gestir! Ég lyfti glasi mínu og skála fyrir heill og gerigi hinnar þýzku þjóðar. EG ÞAKKA YEUR, herra for- sætisráðherra, einlæglega fyr- ir hin vingjarnlegu og hjartan- j legu o-ð, sem þér beinduð til mín áðan. ' Ég var sérstaklega snortinn, — og það vil ég einnig ! taka fram fyrir hönd allra landa j minna, sem- hér eru í kvöld, — af því, sem þér sögðuð um þýzku j þjóðina í önnum dagsins og á hátíðastundúm. Vér metum þessi orð yðar enn meir fyrir það, að þau hefur sagt fulltrúi þjóðar, er í margra alda sögu sinni hefur svo oft sýnt fastan, karlmannleg- an vilja að láta ekki hugfallast. ORDSINS LIST íslendingar hafa ávallt unnað orðsins list og varðveitt góðlát- lega gamansemi, og um það eruð þér, kæri herra Thors, framúr- skarandi dæmi. Allir höfum vér dáðst að því, hversu vel yður lætur að létta hátíðleika og al- vöru með kryddi hugþekkrar gamansemi. Ég vona kæri herra Thors, að fundum okkar beri bráðum saman aftur. Ég þakka yður innilega fyrir þau orð, sem þér rituðuð til mín á Skarðsbók. Sú gjöf verður mér sérstaklega dýrmæt vegna þeirr- ar áritunar. GAGNKVÆM SAMÚÐ OG VINÁTTA Vér lítum ekki aðeins á heim- sókn yðar hér sem sýnilegt tákn stefnu að sömu stjórnmálalegu markmiðum. Ég er þess fuilviss,. að þér munið allir sammála mér um það, að á þessum fundi vór- um hefur að auki og enn fremur ríkt hinn góði andi gagnkvæmrar samúðar og vináttu er teng”- svo nákomnar þjóðir sem vorar eðli- legum og frjálsum böndum. Ég vil ekki láta þetta tækifæri síðustu samfunda vorra nú ónot- j að til að tjá fulltrúa íslands í j Sambandslýðveldinu, ambassa-! dor Briem og hinni ástúðlegu konu hans, þakkir mínar. Þau hafa stuðlað mjög að því að þessi heimsókn tókst svo vel. ÓSKAD FARARHEILLA Oss væri það mjög kærkomið, að þér öll, sem hafið verið gestir vorir undanfarna daga, hefðuð heim með yður glögga og fjöl- breytta mynd af þjóðiífi Þýzka- lands. Af hálfu vor allra óska ég yður góðrar ferðar heim. Herra forsætisráðherra, herra utanríkisráðherra, aðrir virðuleg- ir gestir. Ég lyfti glasi mínu og árna íslenzku þjóðinni allra heilla. ★ (Aritun sú á Skarðsbók, er; kanzlarinn þakkaði forsætisráð- j herra sérstaklega, er úr þeirri j bók og hljóðar svo: „Hér hefur kristindómsbálk.; Hér segir um helga trú. Það er upphaf laga várra íslend- j inga, sem upphaf er allra I góðra hluta, at vér skulum hafa og halda kristilega trú. Vér skulum trúa á guð föður. allsvaldandi skapara himins og jarðar.“) Á JÁRNBRAUTARSTÖÐINNI Fagnaður þessi stóð til kl. 11 um nóttina, en þá var komið að skilnaðarstund, því að íslenzku gestirnir þurftu þá að leggja af stað á járnbrautarstöðina. Fylgdi dr. Adenauer gestum sínum þangað svo og ýmsir aðrir þýzkir ráðherrar og ráðamenn. Var mannfjöldi enn saman kominn kringum járnbrautarstöðina til að kveðja hina íslenzku gesti. Að skilnaði sendi dr. Adenauer ráð- herrahjónunum og föruneyti þeirra góðar gjafir. Um nóttina var farið til H?m- borgar í sömu einkalestinni og flutt hafði gestina áður til Bonn og var allur aðbúnaður þar með ágætum. GULLFAXI FLÝGUR HEIM Á leiðinni frá brautarstöðinni í Hamborg til Fuhlsbuttel-flug- vallarins, var numið stsðar á bakka Alster. Þar stóð kvenna- kór á grænni grasflöt og söng nokkur íslenzk lög undir stjórn Veru Senck. Voru þarna hrífandi -fagrar kvenraddir, sesn kvöddu íslenzku gestina með íslenzkum þjóðlögum. Á flugvellinum beið Gullfaxi flugvél Flugfélags íslands og að- eins nokkrar klukkustundir að- skildu íslenzku ferðalangana frá heimalandi sínu. Þangað var komið kl. 6 um daginn. Santalii vii dr. Kermoffl Eieansen Framhald af bls. 2 að ýmsu leyti mjög varhugaverð- ar og þeim fylgja ýmis konar vandamál, sagði Hermann Ein- arsson. Þar kemur einkum til greina hættan á því að gengið sé á uppvaxandi fiskistofna. Varð- andi sandsíli, þá er ekki um upp- vaxandi fisk að ræða, heldur full- vaxinn og sama máli gegnir um loðnuna. Reynslan hefur svo sýnt, að í Norðursjónum er sandsíiið í torfum á sumrin. Danskir fiski- fræðingar hafa hvatt til þess að veiðarnar yrðu auknar frá því S'm nn er. þnr eð elrki sé oeneið á ungviði annarra fiska með þess- um veiðum. Öðru máli gegnir svo um veiðar Dana á smásiid- inni, lýsu og brisling, sem Norð- menn, Svíar oeí Bretar hafa nú orðið miklar áhyggjur af. Brezkir Vísindamenn eru ekki sammála um skaðsemi dönsku sjnásiidveiðanna, en dr. Hodgson, sem manna mest hefur athugað „The East Anglian herring“, ber fram harða gagnrýni á dönsku veiðarnar í nýlegum greinum og telur þær orsök síldarleysisins við austurströnd Englands. H?nn I telur þær einnig hafa orsakað miklar breytingar á árgangaskip- un aflans. Brevtingar þessar urðu árið 1950 og virðist mér, sagði Hermann, því tæplega hægt i að rekja orsakir þeirra til dimsVu i veiðanna. Hins vegar hafa veiðar þessar aukizt svo gifurlega síðari j árin, að mér þætti ekki ólíklegt, að þær hefðu óhagstæð áhrif á j ástand, sem þegar var_ orðið j slæmt.^ Benda danskir vísinda- j menn á, að hér gæti verið um | náttúrusveiflur að ræða, t.d. flutn Sng ^otstöðva frá suðlægari til norðlægari stöðva, og mvndi veiðibann iðnaðarfisks ekki bæta neitt verulega ásigkomulag aust- urenska stofnsins. Það eru aðeins fáar þióðir sem nýta lýsuna verulega, og við fiski fræðingar vitum satt að se . harla lítið um lýsustofninn. En i Danmörku er hún orðin miki! mnrkaðsVara sem iðnaðarfiskur, or telia danskir vísindamenn. iðnaðarfiskveiðarnar hreyfi að- eins við litlum hluta stofr'úns Ekki er þó vissa fyrir þessu ss, vfl°na verða rannsóknir Dnna næsta sumar ?ð mestu leyti VioVngar bessu váridamáli og er ætlun þeirra að toga á mörg hundruð stöðum í Norðursjónum, til þess að kanna magn og út- breiðslu þessa fisks. HÉR Á LANDI? — Er nú ekki spurningin sú, hvort iðnaðarfiskveiðarnar svo- nefndu myndu eiga erindi til okkar? — Við verðum fyrst og fremst að forðast að lenda í sömu vand- ræðunum og Danir í sambandi við veiðar í smáriðnar vörp- ur. En áður en við förum að hugsa um frekari framkvæmdir, þá verðum við að gera hér veiði- tilraunir og fá hreinlega úr því skorið, að hægt sé að finna hér sandsílistorfur. Vitað er að loðn- an heldur sig í stórum torfum á hryggningartímanum, fyrri hluta ars inni á grunninu og sjó- menn hafa veitt loðnu eftir þörf- um til beitu á vertíð. En við verð um að fá úr því skorið hvort hægt sé að veiða hana á öðrum tíma árs. þegar gera má ráð fvrir að hún sé miklu betri vara Og þess eru mörg dæmi, sagði Hermann, að á síldveiðum kasti skipstjórar í misgripum á loðnutorfur. Þettá er vissulega merkilegt ransóknarefni fyrir rannsókna- skip, að kanna útbreiðslu þessara tvéggja tegunda, bæði meðan á hrygningu stendur og utan hrvgn ingartímans. Ef hægt er að ganga úr skugga um það að hægt sé að veiða loðnuna og sandsílið í torf- um, án þess að ungviði annarra liska veiðist með, þá sé ég, frá fiskifræðilegu sjónarmiði, ekkert því til fyrirstöðu að þessar teg- undir verði nýttar sem hráefni fyrir síldarverksmiðjurnar og fyrir útgerð bátanna sjáltra. Ef með þessum veiðum mætti nýta vélakost verksmiðjanna, sem nú xernur ekki að fullum notum. — Munu allir samdóma um að slíkt sé hagstætt fyrir þjóðarbúið En veiðar þessar yrði auðvitað að vera undir ströngu eítiriiíi fiski- iræðinga og yfi> ’-dda. Að lokum s:-.gði d •. Hermann Einarsson, að í þessu samtali væri ekki um ýtarlegar tillögur ð æða, heldur vildi hann fvrst og fremst vekja útvegsmenn til úmhugsunar um þetta mál úg benda á möguleika til freksri fjölbreyttni í fiskframleiðs .u joðaiinnar. Sv, Þ.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.