Morgunblaðið - 13.05.1956, Blaðsíða 9
Sunnudagur 13. maí 1956
MORGUNBLAÐIÐ
Reykjavlknrbréff: Laugardagur 12. ma'n
Vorgróður — Tamningaskóli — Bygging fosfatverksmiðju — Vísitalan hækk^r
a ábyrgð Framsóknar — S000 kjósendnr leiddir til torgs — Kosningadagur -
réttardagur — Spilltur hugsunarháttur tveggja flokksleiðtoga — titanríkisráð-
herrann þógli og vinur hans — Sat, þagði og samþykkti.I
„Hermann Jónasson og Haraldur Guðmundsson líta þannig á kjördaginn sem nokkurs konar réttardagv Þá ætla þeir að taka það
starí að sér að draga þúsundir kjósenda sinna á dilka hvor annars, r étt eins og gangnamenn draga sauðfé úr almenningi í haustréttum‘"!J
Vorar vel
EKKI verður annað sagt, en að
vel hafi vorað hér sunnanlands að
þessu sinni. Hér í Reykjavík eru
tré að verða allaufguð og tún og
garðar orðin skrúðgræn. Hefir
gróðri farið ört fram undanfarna
daga.
Miklu kaldara hefir verið fyrir
vestan, norðan og austan. Á Vest-
fjörðum og víða norðanlands hef-
ir verið kuldagjóstur af norðri
undanfarna daga. Er gróður þar
miklu skemmra á veg kominn
heldur en hér syðra. Sauðburður
er nú byrjaður og hafa lamba-
höld enn sem komið er verið góð.
Eiginlega hafa engin veruleg hret
komið á þessu vori. Hvort úr
hvítasunnu hreti verður er auð-
vitað ennþá óséð. En það er þó
eitt af hinum hefðbundnu hret-
um, sem a.m.k. gamla fólkið
reiknar oft með.
Tamningarskólinn
á Hvanneyri
LÍKLEGA er tamningaskóli
Gunnars Bjarnasonar, hrossarækt
arráðunauts á Hvanneyri einn
yngsti skóli þessa lands. En hann
er áreiðanlega mjög gagnlegur.
Með vaxandi vélanotkun í sveit-
um landsins hefir þeim mönnum
fækkað mjög, sem kunna að
temja hesta. En þætti hestsins er
ekki lokið ennþá þrátt fyrir hina
miklu tækniþróun síðustu ára í
íslenzkum landbúnaði. Reiðhest-
urinn og dráttarhesturinn eiga
þar ennþá merkilegu hlutverki
að gegna.
En það verða að vera til menn,
sem kunna að temja hesta. Það
var því vissulega vel til fundið
er Gunnar Bjarnason hófst handa
um tamningakennslu á Hvann-
eyri árið 1951 og fékk Pál Sig-
urðsson í Fornahvammi sér til
aðstoðar við kennsluna. Síðan
hafa nemendur Bændaskólans á
H' gnneyri stundað tamningar
með vaxandi áhuga. Á s.l. vetri
voru tamningamennirnir um 30.
Tömdu þeir um 50 hesta.
Einn af fréttamönnum Mbl.
fékk nýlega tækifæri til þess að
kynnast þessari starfsemi á hinu
merka skólasetri á Hvanneyri.
Þótti honum tilkomumikið að sjá
hin ungu bændaefni temja ljón-
fjöruga og fallega fola.
Vera má að einhverjum finn
ist þetta tamningastarf naum-
ast frásagnarvert. En hér er
þó um að ræða merkilegt
fræðslustarf, sem nauðsyn ber
til að sé unnið. Við megum
ekki missa hestinn og við þurf
um að halda áfram að eiga
menn, sem kunna að temja
hann. Það er kjarni málsins.
Fosfatverksmiðja
í Gufunesi
ÞAÐ er vissulega merkileg frétt,
sem skýrt var frá hér í blaðinu
fyrir skömmu, að þýzkt fyrirtæki
hafi lýst sig reiðubúið til þess að
fcyggja fosfatverksmiðju í Gufu-
nesi og lána fé til þeirra fram-
kvæmda. Skal lánsféð síðan end-
urgreitt með framleiðslu verk-
smiðjunnar.
Áburðarverksmiðjan í Gufu-
nesi fullnægir nú þörf íslenzkra
bænda fyrir tilbúinn köfnunar-
efnisáburð. Og við höfum jafnvel
flutt út slíkan áburð fyrir allmik-
ið fé síðan verksmiðjan tók til
starfa. En okkur vantar fosfat-
verksmiðju til þess að geta verið
sjálfum okkur nógir um tilbúihn
áburð. Á það verður því að leg^ja
mikla áherzlu að koma slíkri
verksmiðju upp. Hefir það líka
verið ráðgert að koma henrii upp
eins fljótt og frekast væri kostur.
Stjóm Áburðarverksmiðjunnar
mun nú hafa tilboð hins erlenda
fyrirtækis til athugunar. Má gera
ráð fyrir að hún bjóði byggingu
fosfatverksmiðjunnar út þegar
tímabært verður talið að ráðast í
framkvæmdirnar.
Ef við eigum kost á fjár-
magni til þessara fram-
kvæmda nú ættum við ekki að
draga þær lengi. — Bygging
verksmiðjunnar verður áreið-
anlega ekki ódýrari siðar. Hitt
er miklu líklegra að kostnaður
við hana muni stórhækka með
hverjum mánuði, sem líður.
Framsókn ber ábyrgð
á áframhaldandi
hækkun vísitölunnar
RÁÐHERRAR Framsóknar í rík-
isstjórninni hafa fyrir nokkru
snúizt endanlega gegn þeirri til-
lögu Sjálfstæðismanna að halda
verðlaginu í skefjum og vísitöl-
unni óbreyttri út þetta ár, þar til
samkomulag hefir tekizt um nýj-
ar leiðir til þess að stöðva verð-
bólguna og tryggja rekstur fram
leiðslutækj anna.
Það er því á ábyrgð Fram-
sóknarflokksins, áð vísitalan
hækkar nú hröðum skrefum
og áhrif þeirra ráðstafana,
sem gerðar voru um síðustu
áramót til stuðnings atvinnu-
vegunum, verða sífellt minni.
Framsóknarflokkurinn hefir
með þessu, eins og með svo mörgu
öðru, sýnt dæmaláust ábyrgðar-
leysi. Hann hefir rofið allt ábyrgt
samstarf um lausn aðkallandi
vandamála og flúið á náðir úr-
ræðalausrar stjórnarandstöðu,
sem s.l. 6 ár hefir barizt trylltri
baráttu gegn þeirri efnahagsmála
stefnu, sem fylgt hefir verið og
Framsóknarmenn hafa hælt sér
af að hafa siálfir markað.
En þjóðin verður að vita það
að Sjálfstæðisflokkurinn hefir
gert ábyrgar og rökstuddar
tiilögur um að hindra vöxt
dýrtiðarinnar og koma í veg
fyrir að framleiðslutækin
stöðvist. Framsóknarmenn
hafa notað aðstöðu sína í ríkis
stjórninni til þess að hindra
framgang þessara tillagna.
Fyrir það framferði munu þeir
verða dregnir til ábyrgðar í
kosningunum á komandi
sumri.
9000 kjósendur leiddir
til torgs
í ÞESSARI viku hefir sennilega
ekkert vakið eins mikla athygli
í stjórnmálabaráttunni hér á
landi eins og sú uppljóstrun Al-
þýðublaðsins s.l. miðvikudag, að
Framsóknarflokkurinn og Al-
þýðuflokkurinn hafi ákveðið að
leiða 9000 kjósendur sína til torgs
og selja þá þar með mansali. Al-
þýðublaðið komst þannig að orði
um þetta:
„Alþýðuflokkurinn ætlast
til þess að 2000 kjósendur, sem
kusu hann síðast, styðji nú
frambjóðendur Framsóknar-
flokksins. Þar með fær hann
aðstöðu til þess að auka fylgi
sitt um allt að 5000 atkvæði
og verða aðilji að nýjum lands
stjórnarmeirihluta.“
Alþýðuflokkurinn hefir sam-
kvæmt þessu samið um það að
afhenda Framsóknarflokknum
í sumar 2 þúsund kjósendur
sína. — Framsóknarflokkurinn
„selur“ Alþýðuflokknum hins
vegar hvorki meira né minna en
7000 Framsóknaratkvæði. Ella
getur hann ekki bætt við sig
5000 atkvæðum eftir að hafa áður
afhent Framsóknarflokknum 2
þús. af sínum eigin kjósendum.
Kosningardagur
— rétttardagur!
HERMANN Jónasson og Har-
aldur Guðmundsson líta þann
ig á kjördaginn, sem nokkurs
konar réttardag. Þá ætla þeir
að taka það starf að sér að
draga þúsundir kjósenda sinna
í dilka hvor annars, rétt eins
og gangnamenn draga sauðfé
úr almenningi í haustréttum!
í þessu birtist afstaða leiðtoga
Hræðslubandalagsins til hins al-
menna kjósanda flokka þeirra.
Að þeirra áliti á hann ekkert val-
frelsi í einrúmi kjörklefans. Hann
á að kjósa eins og þeir Hermann
og Haraldur, og miðstjórnir
flokka þeirra fyrirskipa þeim.
Með þessum hætti hyggjast
þeir Hermann og Haraldur
„verða aðiljar að nýjum lands-
stjórnarmeirihluta", eins og Al-
þýðublaðið orðar það s.l. mið-
vikudag.!
SpiIItur hugsunar-
háttur
ENGUM hugsandi og vitibornum
manni getur dulizt, að sá hugsun-
arháttur, sem liggur til grund-
vallar þessari atkvæðaverzlun, er
spilltur og rotinn. Formenn
tveggja stjórnmálaflokka í
Reykjavík telja sig bæra um að
ráðstafa 9000 atkvæðum þeirra
kjósenda, er veittu þeim brautar-
gengi í síðustu kosningum, með
reikningskúnstum að sínum eigin
geðþótta.
Samhliða þessu er reynt að
sniðganga reglur stjórnarskrár-
innar um uppbótar þingsæti, er
eiga að tryggja lýðræðislega skip
an Alþingis. Þarna er allt á sömu
bókina lært. Fyrirlitningin fyrir
dómgreind fólksins og sjálfs-
ákvörðunarrétti kjósandans er
taumlaus. Og ekki er heldur hik-
að við að gera tilraun til þess að
sniðganga þær reglur stjórnar-
skrár og kosningalaga, sem miða
að því að Alþingi sýni sem rétt-
asta mynd af vilja þjóðarinnar.
Daufar undirtektir
ÞAÐ er nú augljóst orðtð, að um
allt land ríkir megn óánægja i
röðum Framsóknarmanna og Al-
þýðuflokksmanna með Hræðslu-
bandalag þessara flokka og hina
einstæðu atkvæðaverzlun. sem A1
þýðublaðið skýrir svo greinilega
frá s.l. miðvikudag. Framsóknar-
bændur gera uppreisn og neita að
kjósa krataframbjóðendurna, sem
troðið er upp á þá. Og verkafólk
og sjómenn við sjávarsíðuna,
sem fylgt hafa Alþýðuflokknum
að málum, telja sér sýnda full-
komna óvirðingu með því að
krefjast þess að þeir kjósí fram-
bjóðendur Framsóknar, sem ævin
lega hafa fjandskapast við
stærstu hagsmunamál verkalýðs-
ins.
Hræðslubandalagið hefir
því litla ástæðu til bjartsýni
um þessar mundir. Er það m.a,
augljóst af Timanum og A'i-
þýðublaðinu, sem bergmála af
ótta og skelfingu hvern ðag,
sem þessi blöð koma út.
Utanríkisráðherrams
þögli — og vinur hans
DR. KRISTINN Guðmundsson
utanríkisráðherra var vinsæll
menntaskólakennari og skatt-
stjóri á Akureyri, enda samvizku
samur og góðviljaður maður. En
hann hefir nú orðið fyrir rníklu
óhapþi. Formaður Framsóknar-
flokksins, Hermann Jónasson,
sem er gamall vinur hans, hefír
haft hann að skálkaskjóli við
ábyrgðarlausar og heimskulegar
ráðstafanir í utanríkis- og öryggis
málum þjóðarinnar. Það er Her-
mann Jónasson, sem ber ábyrgð
á því, að hinn vinsæli menntá-
skólakennari frá Akureyri er nú
kohninn í einhverja þá verstu-
klípu, sem maður í íslenzku ráð
herraembætti hefir lent í.
í desember í vetur tekur þessi
íslenzki utanríkisráðherra þátt á
því að lýsa þvi vfir í Pars,1 að
riauðsynlegt sé að efla varmr
hinná vestrænu lýðræðisríkja og
áð ekkert mark sé takandi á „and
ánnm frá Genf".
í marzmár.uði lýsir þessi sami
Framh. á bls. 12