Morgunblaðið - 18.05.1956, Blaðsíða 1
Föstudagur 18. mal 1956
Cm hlíðar þessa sæbratta fjalls á vegurinn fyrir Stráka að liggja. Tæpur kílómete r leiðarinnar er lóðrétt standberg.
Hillir undir bjurtu irumtíð í utvinnumúlum Siglfirðingu
Það er fyrir forgöngu SjálfstœBis-
manna, aB Siglufjörður er að réfta við
FYRIR UM ÞAÐ BIL áratug
síðan var Siglufjörður einn
þekktasti athafnabær þessa lands,
svo að suma / /51 á Siglufirði var
æfintýri líT/. Þá var sjórinn við
norðurströndina svartur af síld
og þetta silfur hafsins færði Sigl-
firðingum og þjóðinni allri full-
ar hendur gulls. En svo synti
þetta silfur hafsins á braut og
hefur vart sézt síðan. En þetta
hafði mjög afdrifarík áhrif á allt
athafnalíf í síldarhöfuðstaðnum,
sem byggt hafði megnið af sínu
athafnalifi á sildinni. öllu tók nú
að miða fremur aftur á bak en
áfram og svo var að loknu kom-
ið að fólk neyddist til þess að
flýja staðinn og leita sér lífs-
bjargar annars staðar. Og ekki
bólar enn á sildlnnl í neitt likum
mæli og var á gullöld síldveið-
•nna. Það var því ekki um annað
•ð ræða en að byggja upp at-
vinnulífið að nýju og treysta þá
á aðrar greinar. Enn sem fyrr
hlaut það þó að vera sjófang,
sem Siglfirðingar urðu að
treysta á. Sveitin upp að Siglu-
firði er sáralítil og til lands var
því lítið svigrúm til athafna.
TOGARARNIR
LYFTISTÖNGIN.
En það tekur nokkurn tíma
að byggja upp atvinnulíf fyrir
jafn stóran bæ og Siglufjörður
er. Það er því ekki fyrr en nú
um þessar mundir að talizt get-
ur að lokið sé við að koma at-
vinnulífinu í það horf að at-
vinnuleysi sé ekkert.
Togararnir eru sú lyftistöng
sem mest munar um í hinum
gjörbreyttu atvinnuháttum Sigl
firðinga. Talsvert er um útgerð
stærri og smærri vélbáta. Afli
skipanna er lagður upp í tvö
hraðfrystihús, sem komið hefir
-<verið upp á staðnum, einnig er
aflinn hertur og saltaður. All-
ar skapa þessar vinnsluaðferðir
mikla almenna vinnu, en þó mun
mest muna um hraðfrystihúsin.
Togarar Siglfirðinga eru tveir.
Elliði keyptur 1947 og Hafliði,
keyptur 1951. í upphafi gekk
útgerð þeirra illa, en þeir voru
þá reknir af Bæjarútgerð Siglu-
fjarðar, sem enn er eigandi
þeirra. En árið 1953 tóku Síldar
verksmiðjur ríkisins við rekstr-
inum og hafa síðan rekið þá af
dugnaði og fyrirhyggju.
Þess má þó geta í þessu sam-
bandi að stórar fjárupphæðir
af atvinnubótafé hafa verið
veittar til þess að koma út-
gerðinni á réttan kjöl. Er
þetta einkum fyrir atbeina
hins dugmikla þingmanns kjör-
dæmisins; Einars Ingimundar-
sonar og bæjarstjórnarinnar á
staðnum. Nú gengur útgerð tog-
aranna vel, eftir því sem vænta
má af þeirri tegund útgerðar,
eins og nú háttar til.
TVÖ IIRAÐFRYSTIHÚS.
Á Siglufirði eru, eins og fyrr
segir, rekin tvö hraðfrystihús.
Annað þeirra er rekið af Síldar-
verks.miðjum ríkisins og að miklu
leyti byggt fyrir atvinnubótafé á
árunum 1952—53. Hús þetta veitir
90—100 manns vinnu, þegar það
er starfrækt af fullum krafti og
skilar það 15—20 tonnum af fisk-
flökum á vinnsludegi. Húsið not-
aði 7500 tonn af hráefni á árinu
1955. Húsið vinnur að langmestu
leyti úr togarafiski.
Þegar tíðindamaður blaðsins
var á Siglufirði fyrir skemmstu
var togarinn Elliði nýkominn að
landi með 419 lestir af fiski, sem
er metafli þar í bæ. Var því vinna
alls staðar í fullum gangi.
Hitt hraðfrystihúsið nefnist
Isafold og er eign Þráins Sigurðs-
sonar ,sem er kunnur athafna- og
dugnaðarmaður. Hús þetta er all-
miklu minna en hús Síldarverk-
smiðjanna, en vinnur bæði úr tog
arafiski og bátafiski. Af þessu
verður greinilega séð að togar-
arnir tveir eru megin lyftistöng
athafnalífsins á Siglufirði í dag.
TUNNUSMÍÐI VEITIR
MIKLA VINNU.
Það hefir lengi verið mikill á-
hugi ríkjandi fyrir því að sem
mest af tunnum þeim, sem við ís-
lendingar þurfum að nota, séu
smíðaðar hér innanlands. Smíði
tunnanna fer fram að vetrinum
til, þegar atvinnuástandið er
daufast. Tunnuverksmiðja ríkis-
ins í Siglufirði er sú særtsta sinn-
ar tegundar hér á landi. Hún veit
ir 30—40 manns atvinnu á meðan
rekstur hennar stendur yfir, en
það er á veturna og vorin. Á því
starfsári, sem nú er að líða mun
hún fullvinna 70 þúsund tunnur
þar til hún lýkur störfum í vor.
Það hefir verið ríkjandi
stefna og á hana lögð mikil á-
herzla, að allar þær tunnur, sem
notaðar eru liér á landi undir
saltsíld, séu smíðaðar hér inn-
anlands og þá á Siglufirði og á
Akureyri. Núverandi þingmenn
þessara staða, þeir Einar Ingi-
mundarson og Jónas G. Rafnar
hafa flutt um þetta mál frum-
varp á alþingi.
Tunnuverksmiðja ríkisins á
Siglufirði er myndarlegt hús, sem
byggt var í ráðherratíð Jóhanns
Þ. Jósepssonar á árunum 1948—
1949.
SKREIÐARVINNSLA OG
SÍLDARSÖLTUN.
Mikil skreiðarframleiðsla er á
Siglufirði og standa togararnir
undir henni. Sem fyrr segir eru
allmargir vélbátar gerðir út frá
kaupstaðnum og hafa nýlega
bætzt þrír nýir vélbátar í þann
flota og voru þeir keyptir erlend-
is frá. Þetta er að sjálfsögðu góð
viðbót við þau atvinnutæki, sem
fyrir eru.
Siglufjarðarbær er eigandi að
síldarverksmiðjunni Rauðku. Að
sjálfsögðu hefir arðurinn af henni
verið rýr undan farin sildarleys-
isár. Hún hefir þó verið starfrækt
á hverju sumri hin síðari ár og
mun svo einnig verða á komandi
sumri. Hefir þetta skapað tals-
verða atvinnu. Rekstur þessi hef-
ir notið ríkisábyrgðar og hefir
þetta fengist Jyrir sérstaka fyrir-
greiðslu þingmanns staðarins og
bæjarstjórnarinnar. Að undan-
förnu hefir alltaf verið saltað á
um 20 „plönum“ á hverju sumri.
Hefir þetta einnig veitt talsverða
atvinnu á meðan á því hefir stað-
ið.
VEGURINN FYRIR STRÁKA.
Fyrir mjög ötula forgöngu
núverandi þingmanns hefir nú
Frh. á bls. 19.
Togararnir eru lífakkerið í atvinnumálum Siglfirðinga.
Verið að skipa upp úr vélbáti.