Morgunblaðið - 18.05.1956, Síða 3
Fostudag'ur 18. fnaí 1956
M OHGUNBLAÐ1Ð
19
MiilMér Iraéfssea
HALLDÓR ARNÓRSSON lima-T
smiður andaðist 22. apríl s. 1.
Ég kynntizt Halldóri fyrst fyi
ir 12 árum. Hann hjálpaði þf
ásamt dr. Bjarna Jónssyni lækn’
konu minni til heilsu og ferils
vistar, eftir að hún hafði orði'”
fyrir miklu slysi.
Eftir það tókst með okku
Halldóri kunningsskapur og vin
átta, sem mér varð mjög heills
drjúg á margan hátt. Halldór v?
þeim eðliskostum búinn, ásan-
mörgum fleirum, að hann v
boðinn og búinn að leysa torve1
vandamál annarra manna. Þes
naut ég á margan veg. En hitt
þótti mér þó mest um vert, að
vináttutryggð hans var svo sterk
og einlæg, að vart hefi ég aðr-
eins þekkt hjá vandalausum
manni.
Halldór Arnórsson var fæddur
3. okt. 1887, að Hesti í Borgar-
firði. Foreldrar hans voru séra
Arnór Þorláksson og Guðrún
Jónsdóttir. Stóðu að hjónum
merkar ættir.
Halldór ólzt upp í foreldrahús-
■um. Það kom skjótt í ljós í
bernsku hans, að hann var góð-
Um gáfum gæddur, ekki bráð-
næmur, en skilningurinn var
skarpur og athyglisgáfa mikil og
nákvæm, einkum gagnvart verk-
legum viðfangsefnum. Á barns-
aldri var smíðahneigð hans svo
mikil, að hann var vart meira
en 10—12 ára að aldri, er hann
vissi hvað hann vildi verða og
hvað hann vildi vinna á ókom-
inni æfi. Er skemmst af að segja,
að á þeim aldri var hann farinn
að fást við tré og járnsmíðar, þó
litla hefði hánn leiðsögn í þeim
efnum nema það er honum bar
fvrir augu, er smiðir voru að
vinnu. Þegar hann er 14 ára
gamall er hann farinn að reisa
hús og smiða hestajárn og marga
aðra þarflega hluti fyrir heimilið
og nálægar sveitir. Þóttu smíðar
hans allar bera vott um frábær-
an hagleik og vandvirkni.
Gekk nú svo fram þar til árið
1906, að hann fer til Reykjavík-
ur til fullkomnara smíðanáms
hjá Jóni Zoega trésmíðameistara
og er hjá honum einn vetur.
Næsta ár er hann að húsasmíð-
um í Borgarfirði, lengst af á
Hvanneyri. Árið 1910 tók Hall-
dór sveinspróf í trésmíðum. Um
þær mundir réði frændi hans,
Jón Þorláksson landsverkfræð-
ingur Halldór sem verkstjóra og
umsjónarmann við vita og brú-
arbyggingar. Jón Þorláksson var
glöggskygn á hæfileika manna
og verkhæfni og ekki brást það
að Halldór var starfinu vaxinn.
Hann byggði á næstu árum brýr
vandaðar og traustar víðsvegar
um land ásamt vitum við strönd-
ina. Á vetrum vann hann í Lands
smiðjunni að tilheyrandi járn-
smíði og fleiru og þótti þá þeg-
ar einn fjölhæfasti smiður.
Árið 1917 réðist hann til
Magnúsar Bénjamínssonar úr-
smíðameistara og er hjá honum
næstu 4 ár og vann einkum að
klukku aðgerðum og smíðaði þá
marga vandgerða hluti.
Á þeim árum fékkst hann í
ígripum við gull og silfursmíði,
leturgröft og gleraugnaslípun.
Lék allt í höndum hans svo að
mikið orð fór af. Til sanninda
um áræði hans og tæknilegt
sjálfstraust er það að segja, að
hann smiðaði byssu að öllu leyti,
sem var hvorutveggja í senn,
íagurlega gerð og hið bezta veiði-
vopn.
Halldór sótti um meistararétt-
Indi I járnsmíði og vélvirkjun.
Þó það væri engin skylda smíð-
aði hann prófshluti til sönnunar
hæfni sinni 1 þeirrl iðngrein.
Þessi prófhlutur var hafður um
skeið til sýnis í búðarglugga og
má af þvi marka, að ekki hefur
áskort um gerð hans og snið.
Það var svo um Halldór alla
ævi, að ef hann leit fáséðan og
vel gerðan hlut, var hann fljótur
að skilja gerð hans alla og var
•kki i rónni fyrr en hann hafði
gert sér grein fyrir því hvernig
hann var búinn til.
Alla tíma fram til ársins 1922
átti fólk hér á landi, sem var
fatlað eða lamað með einhverj
um hætti, þess engan kost að fá
gerfilimi eða aðra haglega gerða
hluti, sem til hjálpar meiga verða
tímabundnUm og varanlegum
líkamsgöllum, sem stafa annað
hvort af sjúkdómum eða slysum,
nema að leita til útlanda, sem
var mörgum torfært vegna kostn
aðar, eða að fá einhvern hand-
lagirm mann til þess að smíða
t. d. gerfifót og fleira til úrbóta.
Má geta nærri að margir slíkir
hjálparhlutir voru frumstæðir og
ófullnægjandi, svo vandgerðir,
sem þeir eru oftast.
Það mun hafa verið árið 1921,
sem læknafélagið með forgöngu
Gunnlaugs Classen, leitaði til
Halldórs Arnórssonar og fær
hann til þess að fara til Kaup-
mannahafnar til þess að læra
gerfilimasmíði. Var hann þar á
verkstæði sem smíðaði alhliða
gerfilimi í 14 mánuöi. Hélt hann
að þessu námi loknu heimleiðis
og setti á stofn gerfilimaverk-
stæði í Reykjavík, sem hann
starfrækti til dauðadags eða í 33
ár.
Ekki þykir mér líklegt að nokk
ur annar fslendingur, Halldóri
jafn hæfur, hefði fyrirfundist til
þess að sinna þessu vandasama
verki þar, sem engir tveir hlutir
eru nema að einhverju leiti eins
og öll slík vinna er nákvæmnis
og þolinmæðisverk, svo engu má
skeika um gerðina ef að fullum
notum á að verða. Hins vegar
var verkstæðisrekstur í þessum
efnum allt annað en glæsilegur.
Til hans þurfti mörg og fjölbreytt
verkfæri, margháttað og stund-
um torfengið efni og hjálpar-
menn haga og eljusama. Einnig
var aðstaða fatlaðs fólks til
gerfilimakaupa, venjulega veik,
svo tekjur voru óvissar og þung-
ar í taumi.
Þó Halldór hefði jafnan hjálp-
arfólk á verkstæði sínu, var það
svo margt, sem hann varð að
vinna með eigin hendi, sem öðr-
um var ekki fært, einkum á fyrri
árum. Oft var það líka að vinnu-
dagar hans eyddust í eril og sam-
töl við sjúklinga og margir vin-
ir og kunningjar leituðu til hans
með viðgerðir á ýmsum hlutum
og sóttu til hans tæknileg ráð og
neyttu þess, hve hann var hjálp-
fús og liðsinnandi um öll slík
vandamál. Því var það löngum
svo, að þegar aðrir gengu til náða
og hvíldar, að hann fór að vinna
að smíðum sinum og vann þá
frameftir nóttum.
Halldór hafði verkhæfni í ó-
venujlega ríkum mæli til þess
að vinna sitt aðallífsstarf, gerfi-
limasmíðið. Hann hafði líka ann-
i að fram að leggja með þessum
vandgerðu og nauðsynlegu hlut-
um: Það var hið viðkvæma og
samúðarfulla hjartalag. Hann
hafði heitar og næmartilfinning-
ar og komst við og fann til með
því fólki, sem haíði að einhverju
leiti misst það dýrmætasta hnoss,
sem hverjum manni hlotnast, sem
er góð heilsa og fullhraustur
líkami.
Ef Halldóri gáfust tómstundir
frá aðalstörfum, beitti hann fjöl-
hæfni gjarnan í ýmsum öðrum
' greinum. Hann kunni mjög vel
j til ljósmyndagerðar og átti mörg
j og góð áhöld til þeirra hluta og
þekking hans á Ijósmyndavélum
var mikil og traust. Allt virtist
honum liggja opið í augum, sem
tæknilegt var og þá brást honum
heldur ekki handasnildin. ♦
Halldór Arnórsson var ham-
ingjumaður. Hann kvæntist árið
1913, Ingibjörgu Helgadóttur,
gáfaðri og glæsilegri konu, sem
lifir mann sinn. Þau eignuðust
tvö börn, sem eru á lífi: Arnór,
sem er þjóðhagasmiður eins og
faðir hans og Guðrúnu konu Kol-
beins Péturssonar íorstjóra.
Starfsdagar Halldórs færðu
honum hamningju og gleði. Hver
hlutur sem hann gerði, hafði
traust og listrænt snið, sem
gladdi hans skyggna listamanns-
auga og var um leið uppfylling
hans kröfuháu óska. Gæfa fylgdi
líka verkum hasn. Fjölmörgu
fólki, sem hafði orðið fyrir hörð-
um örlögum, færði hann blessun
| lífsins á ný.
Halldór var lagður til hinztu
hvíldar í Sólvallakirkjugarði 16.
apríl. f kistu með honum var
lagt nýfætt barn, sem ekki hafði
orðið lífs auðið. Öllum sem
þekktu Halldór bezt, var sú sam-
fylgd fagnaðarefni, því hann unni
börnum umfram flesta aðra menn
sem ég hefi þekkt og sýndi þeim
ávallt óvenju mikið ástríki, er
það gleggstur vottur um tilfinn-
inganæmt og göfugt hjartalag
hjá hverjum manni.
Blessuð sé minning þessa mæta
manns.
Magnús F. Jónsson.
Sefr^MBisniar í Pélfandi
nefaast ánr"5a iþréffavitia
VÁRSJÁ í maí.
UM ÞESSAR mundir er verið að stofna íþróttagetraunir í Pól-
landi. Bækistöðvar getraunanna eru að sjálfsögðu í höfuð-
borginni Varsjá, en út um allt Pólland verður komið á fót á annað
hundrað getraunaskrifstofum. Getraunastofnunin er ríkisfyrir-
tæki og er nú í flestum pólskum blöðum mikill áróður fyrir stofn-
un þessari og fólk hvatt til að taka þátt í hinum spennandi get-
raunum. Hæstu vinningarnir munu skipta þúsundum zlotys og verða
skattfrjálsir.
SPILAVITI VIÐ
SVARTAHAF
Stofnun þessara getrauna þyk-
ir benda til þess að mikil happ-
drætta- og getrauna-alda muni
nú fara yfir Austur Evrópuríkin.
Er jafn /el orðrómur uppi um
það að rússneska stjórnin muni
hafa í hyggju að koma á fót
spilavítum á baðstöðum við
Svartahafið, svo sem í bænum
Sochi.
SPILLING VESTRÆNNA
ÞJÓÐA
Hér er um mikla stefnubreyt-
ingu að ræða hjá kommúnista-
ríkjunum, því að fram til þessa
j hefur því ætíð verið lýst yfir í
ritum kommúnista, að „spilavít-
; in, bappdrættin og getraunirnar
eru áþreifanlegasta vitnið um
spillingu hinna vestrænu kapti-
talisku þjóðfélaga, þar sem spila-
! fíknin er notuð til að mergsjúga
J almenning". Þannig hefur tónn-
inn fram til þessa verið í fræði-
ritum kommúnista.
En nú er tónninn breyttur, að
minnsta kosti i Póllandi, þar sem
íþróttagetraunirnar hafa verið
stofnaðar. Um það sagði nýlega
í pólsku blaði á þessa leið:
ÁNÆGJA ÍÞRÓTTAVINA
„Takmarkið með íþróttaget-
^ raununum er í fyrsta lagi að
j veita íþróttavinum og íþrótta-
j áhugamönnum nokkra ánægju, í
! öðru lagi að auka vinsældir
; íþróttanna og í þriðja lagi að afla
fjár, svo að hægt sé að byggja
íþróttamannvirki.“
Af því fé sem inn kemur verð-
ur helmingnum varið til vinn-
inga og hinum helminghum var-
ið til að byggja íþróttamann-
virki og reka þau.
SLAGORÐIN GOMLU
Fyrir nokkru var um það rætt
á Alþingi, að stofna talnahapp-
drætti til smíði Sjúkrahúss Suð-
urlands á Selfossi. Hér var um
mjög mikilvægt málefni að ræða
og virtust flestir þingmenn sam-
mála um að mæla með þessu,
nema þingmenn kommúnista. —
Þeir urðu háværir og lásu upp
mörg slagorð úr fræðiritum
kommúnista u mað slík happ-
drætti væru spilling. Nú er kom-
ið í ljós, að þessi slagorð voru
þá þegar orðin úrelt. því að nú
eru happdrætti orð'in til fyrir-
Frá Siglufirði
Frh. af bls. 17
•verið afráðið að leggja nýjan
veg milli Siglufjarðar og Skaga
fjarðar og mun hann verða
lagður í norður frá Siglufirði
og með sjó fram og vestur í
Fljót fyrir svonefnda Stráka,
sem eru nyrzt við Sigluf jörðinn
að vestanverðu. Strákar eru 7—
800 m. breitt standberg, eða
klettabelti og verður að
sprengja veginn þar inn í berg-
ið. öruggt er talið að í sæmi-
legu ári verði hinn nýi vegur
fær mest allan ársins hring.
Þettá er gífurlega mikið mann
virki, en framkvæmdir við það
verða hafnar nú í vor eða sum-
ar. Fé hefir þegar verið veitt
á fjárlögum til byrjunarfram-
kvæmda. Siglfirðingar vænta
mjög góðs af þessum nýja
vegi, enda mun hann bæta
þeim langvarandi landeinangr-
un.
FYRIR FORGÖNGU SJÁLF-
STÆÐISMANNA.
Hér að framan hefir aðeins
verið stiklað á stóru í marg-
þættum málefnum Sigluf jarðar-
kaupstaðar. Atvinnu- og efna-
hagsmálin hafa hér einkum orð-
ið tiðrædd, en þó ekki verið
rædd nema nokkur hluti þeirra.
Eftir margra ára deyfð í at-
vinnumálum staðarins örlar nú
á bjartari framtíð og því er sú
gjörbilting, sem þar hefir orðið
í atvinnumálunum það málefni,
sem Siglfirðingum verður tíð-
ræddast um í dag.
Það er vert að gefa því gaum
að aðal breytingin á þessu sviði
verður í þingmannatíð Einars
Ingimundarssonar, núverandi
þingmanns Siglfirðinga, og í
stjórnartíð þeirrar ríkisstjórn-
ar, sem enn situr að völdum
undir forsæti Ólafs Thors. Það
er einnig vert að veita því at-
hygli að það er fyrir forgöngu
nýsköpunarstjórnar Ólafs Thors
að atvinnutæki þau sem nú eru
Iífakkeri Siglufjarðarkaupstað-
ar eru keypt til Iandsins.
Þrátt fyrir allar bandalags-
Einn af nýjustu vélbátum Siglfirðinga.
myndanir gegn Sjálfstæðis-^-
flokknum og hinum einstöku
þingmönnum hans og þá ekki
hvað sízt það fádæma brask,
sem er I sambandi við banda-
lagsframboð á Siglufirði, eru
Siglfirðingar staðráðnir að efla
og auka fylgi hins farsæla þing-
manns síns, Einars Ingimundar-
sonar, svo að hann geti haldið
áfram að berjast fyrir hags-
munamálum Siglfirðinga á Al-
þingi með slíkri farsæld sem
auðkenndi störf hans þar síð-
asta kjörtímabil. vig.
— llsæðið
Frh. af bls. 18.
aðarráðuneytinu segir: „Kartöflu
hnúðormurinn er ein hin allra
hættulegasta kartöflupest í Eng-
landi. Sáðskipti koma því aðeins
að gagni, að mörg ár líði milli
þess að kartöflur séu ræktaðar".
Hér er útbreiðsla hnúðormanna
takmörkuð og er ennþá hægt að
útrýma þeim úr landinu, ef kart-
öfluræktendur sýna málinu skiln-
ing, leggja niður sýkta garða,
nota aðeins útsæði af heilbrigðu
landi og gæta varúðar með garð-
yrkjuverkfæri, poka og geymslur.
íþróHanámskeið
í Hófacavík
HÓLMAVÍK, 5. maí: — Axel
Andrésson sendikennari Í.S.Í.
hefir lokið 3ja vikna námskeiði
hér í Hólmavík, sem haldið var
á vegum barnaskólans og ung-
mennafélagsins á staðnum. Þátt
takendur voru 123 piltar og stúlk-
ur, og var áhugi nemenda með
ágætum.
í lok námskeiðsins voru haldn-
ar 4 sýningar á „Axels-kerfun-
um“ við ágætar undirtektir áhorf
enda.
Víðavangshlaup
STYKKÍSHÓLMI, 6. maí: —
Víðavangsh.aup U.M.F. SnæfelJ
í Stykiúshólmi, fór fram sunnu-
daginn 6. rnaí s.l. Vegaler.gd sú,
sem hlaupin var, er uin 1800 m
og tók 8 keopendur tátt hlaup-
inu. — Sigurvegari var Raín Jó-
hannsson, Stykkishó'mi. Annar
varð Hermann Guðn.undsson og
þriðji Karl Torfason.