Morgunblaðið - 18.05.1956, Qupperneq 5
Fös*,,'^c*1lr 1 ^ i95B
MORCUNBLAÐIÐ
21
MÉmarmál Vestur-Þýzka-
lands i delgluuaii
DR. ADENAUER tókst að fá
herskyldulagafrumvarp vest-
ur-þýzku stjórnarinnar — þar
sem gert er ráð fyrir 18 mánaða
herskyldu — samþykkt í neðri
deild sambandsþingsins í Bonn.
Það verður vafalaust mun erfið-
ara að fá efri deildina til að
samþykkja frumvarpið. Her-
skylda er óneitanlega í stöðugt
vaxandi .mæli óvinsæl í Vestur-
Þýzkalandi. Vestur-Þjóðverjar
hafa nú kynnzt því, hvílík bless-
tm það er að vera lausir við her,
lausir við að sjá æskumenn í ein-
kennisbúningum og lausir við að
framleiða fallbyssur og skrið-
dreka.
Vegna þessa hefir endurher-
væðing Vestur-Þýzkalands geng-
ið hægt, og allt bendir til þess, að
það muni enn draga&t úr hömlu,
að vestur-þýzku varnarliði verði
komið á stofn. í Austur-Þýzka-
landi hefir hervæðingin gengið
mun hraðar eins og sjá mátti af
herdeildum þeim, sem tóku þátt
í skrúðgöngum þar í landi 1. maí.
1
★—★—★
Síðast en ekki sízt neitaði vest-
ur-þýzki fjármálaráðherrann að
borga einum eyri meira í kostn-
aðinn við dvöl herja Vesturveld-
anna þriggja í V-Þýzkalandi —
samningurinn varðandi þetta
rann út í byrjun mánaðarins.
★ LUNDUNAFOR
VON BRENTANOS
Vestur-þýzki utanríkisráðherr-
ann von Brentano, fór til
Lundúna m.a. til að ræða um
möguleika á áframhaldandi fjár
framlögum Vestur-Þjóðverja til
kostnaðarins við dvöl brezkra
hersveita þar. í opinberri tilkynn
ingu segir, að enginn árangur
hafi náðst, en samið var um þessi
mál til bráðabirgða. Þýzk blöð
segja, að bráðabirgða samkomu-
lagið sé í því fólgið, að ríkis-
kassinn í Bonn greiði laun þýzkra
ríkisborgara, sem starfa hjá her-
um Vesturveldanna í V-Þýzka-
landi — í einn mánuð í viðbót,
meðan samningsumleitunum er
haldið áfram. Hér er um að ræða
um 300 þús. manns, og laun þeirra
nema tæpum 500 millj. ísl. kr. á
mánuði.
Þessum málum vei’ður vafa-
laust kippt í lag, er þau verða
flutt úr umsjá fjármálaráðuneyt-
isins og fengin utanríkisráðuneyt-
inu. Það eiu ekki aðeins pening-
arnir, sem skipta máli — V-
Þjóðverjum er einnig mikið í
mun að sambúðin við Bretland
og Bandaríkin sé góð.
EN HERVÆDING A-ÞÝZKALANDS
ER LANGT Á VEG KOMIN
* STEFNA
DR. ADENAUERS
Stefna hins áttræða forsætis-
ráðherra mun einnig ráða hér
miklu um. í stuttu máli sagt er
stefna hans sú, að Þýzkaland —
skipt eða sameinað — verði að
leggja fyrir fullt og allt á hilluna
þá stjórnmálastefnu, sem nú hefir
tvisvar leitt til styrjaldar, þ. e.
að sigla milli skers og báru —
milli austurs og vestufs — í þess
stað verði Þjóðverjar að taka
ákveðna afstöðu með Vesturveld-
unum og leggja sinn skerf til
varnarsamtaka þeirra.
Adenauer hefir tekizt að sam-
ræma í stefnu sinni stofnun vest-
ur-þýzks hers og samstöðu lands
síns með Vesturveldunum — og
honum hefir tekizt það svo vel,
að sá kvíði, sem hefir gert vart
við sig meðal flokksbræðra hans
og meðal Frjálsra demókrata í
sambandi við varnarmál landsins,
hefir aldrei náð föstum tökum í
hug landa hans. Dr. Adenauer
hefir staðið eins og klettur úr
hafinu, og þess vegna bera menn
kvíðboga fyrir þeim degi, þegar
hann sleppir taumunum — hvern
ig fer þá? Ráðamenn í Moskvu
bíða hinir rólegustu eftir svarinu
við þeirri spurningu.
★ 12 HEHDEIDIR —
500 ÞÚS. MANNS
Her V-Þýzkalands verður að
öllum líkindum 12 herdeildir —
500 þús. manns. Ætlunin er að
sjálfboðaliðar verði kjarninn í
henaum — gert er ráð fyrir 140
þús. sjálfboðaliðum, og vafalaust
verða margir þeirra reyndir her-
menn úr síðustu heimsstyrjöld, og
þeir verða að öllum líkindum
flestir gerðir að yfirmönnum, sem
þjálfa varnarliðið.
Samkvæmt frumvarpi stjórn-
arinnar, sem Teodor Blank, varn-
armálaráðherra fylgdi úr garði í
neðri deildinni, á þjálfunin að
standa yfir í 18 mánuði. Kristi-
legir demókratar eru ekki allir
sammála um þetta atriði. Að áliti
sumra flokksbræðra Adenauers
ættu 12 mánuðir að duga. Efri
deild sambandsþingsins er á
þeirri skoðun. Og Adenauer býst
við, að samkomulag náist um
15—16 mánuði.
Myndin sýnir hina nýju einkennishúninga, sem notaðii verða í
vestur-þýzka hernum. Stígvélin eru lag — iuun lægri en stígvél
austur-þýzkra hermanna. ———
Gegn stjórnarfrumvarpinu
tefla Jafnaðarmenn tillögu um
„fastan“ her sjálfboðaliða — 200
—-300 þús. manns — og að balii
hans sé heimavarnarlið 2—3
millj. manna — einnig sjálfboða-
liða. Jafnaðarmenn halda því
fram að þessi langi herskyldu-
tími sé hreinsta sóun, þar sem
nýtízku vopnabúnaður krefjist
fyrst og fremst sérfróðra manna
á því sviði. Hermaður nutímans
verður að þekkja nýtízku fall-
byssur eins vel og riddarinn
þekkti hest sinn fyrr á tímum.
Frjálsir demókratar eru nokk-
urn veginn sama sinnis, en mis-
munurinn er þó sá. að þeir telja,
að heimavarnarliðið eigi að byggj
ast á herskyldu en ekki sjálfboða
liðum. Því standa þeir nær tillögu
Adenauers og hafa margir hverj-
ir veitt henni fulltingi.
★-★-★
Bæði Jafnaðaymenn og Frjáls-
ir demókratar halda því fram, að
V-Þjóðverjar eigi ekki endilega
að miða stærð hers síns við 500
þús. manns. Að vísu sé gert ráð
iyrir því í Parísarsamningunum,
en hér sé um hámark að ræða,
þ.e. V-Þjóðverjar mega ekki hafa
fleiri menn í her sínum. Þessi
tala var tiltekin í þeim tilgangi
að takmarka fjölda þýzkra her-
manna. Þá hafi ekki verið gert
ráð fyrir, að Vestur-Þjóðverjar
kynnu að fara fram á, að herinn
yrði helmingi minni.
Það er athyglisvert, að gamlir
vestur-þýzkir hermenn, t. d.
Mannstein, hafa einnig borið
s'vipaða tillögu fram og talað í
því sambandi á rómantíska vísu
um „sverðið og skjöldinn" —
„fasti“ herinn er sverðið en
heimavarnarliðið skjöldurinn.
★ HERNAÐARANDINN
ÚR SÖGUNNI
Hernaðarandinn, sem ein-
kenndi nazistatímann, er úr sög-
unni í Vestur-Þýzkalandi. Æsku-
menn eru ófúsir til að íklæðast
hermannatreyjunum og sjá á bak
góðri atvinnu i 18 mánuði, og at-
vinnuveitendur vilja ekki sjá á
bak fjölda manna úr vinnu um
svo langt skeið. Vestur-Þjóðverj-
um hefir nú tekizt að koma fram-
leiðslunni á flestum sviðum í
mjög gott horf, og þeir vilja ekki
að úr henni dragi.
★ RAÐSTJORNARRÍKIN
VII.JA „STATUS OUO“
Og sagan er ekki öll sögð enn.
Vestur-Þjóðverjar eru tortryggn-
ir. Hvorki hefir gengið né rekið
í samningaumleitunum um sam-
einingu Þýzkalands, og þeir ótt-
ast, að það muni ekki duga til, þó
að styrkur þeirra og áhrif aukist
með þátttöku þeirra í samtökum
vestrænna þjóða. Ráðstjórnar-
rikin vilja status quo — áfram-
heldandi skiotingu Þýzkalands.
Vestur-Þjóðverjar gruna einnig
Frakka um græsku Franski ut-
anríkisráðherrann Pineau. lýsti
nýlega yfir því, að afvopnunar-
málin og öryggismál Evrópu ættu
að ganga fyrir — sameining
Þýzkalands ætti að fylgja i kjöl-
farið. Vakti þetta all miklar grun
semdir í Bonn um, að Frakkar
myndu gráta krókódilatárum yfir
áframhaldandi skiptingu Þýzka-
lands — og ekki er reyndar hægt
að lá Vestur-Þjóðverjum tor-
tryggnina. Afleiðingin varð sú, að
vestur-þýzki utanríkisráðherrann
von Brentano, lýsti ýfir því, að
sendiherra V-Þýzkalands í
Moskvu, Haas, myndi ræða sam-
-'iningu Þýzkalands við Ráðstjórn
ipt
.. v. ..M...
Hinir nýju einkennisbúningar hins kommúniska, austur-þýzka her*
minna óhugnanlega mikið á einkcnnisbúninga nazistaherjanna.
Austur-þýzkur her er nú kominn svo vel á laggirnar, að fyrstu
herdeildirnar gátu tekið þátt í 1. maí skrúðgöngunni á Marx-Engels-
torginu í Austur-Berlín.
ina. Því var það, að von Brent-
ano varð að sverja og sárt við
leggja, að Vestur-Þjóðverjar
hefðu engan veginn í hyggju að
semja beint við Ráðstjórnina um
sameiningu Þýzkalands, og Vest-
urveldin lýstu jafnframt yfir því,
að Þýzkalandsmálin væru hvað
mest aðkallandi.
★—★—★
Og fátt bendir líka til þess, að
Moskva yrði tilleiðanleg til að
semja við Vestur-Þjóðverja.
Starfsfólk vestur-þýzka sendi-
ráðsins, sem fór á undan sendi-
herranum til Moskvu, átti í margs
konar erfiðleikum, sem Ráðstjórn
in hefði getað greitt úr í hvelli,
ef henni hefði boðið svo við að
horfa. Rússar hafa sett fram ó-
hagganleg skilyrði: viðræður
milli Vestur- og Austur-Þjóð-
verja, stofnsetningu sambýzks
ráðs í þeim tilgangi að varðveita
„þá lýðræðislegu framþróun",
sem orðið hefir i A-Þýzkalandi.
Ráðamenn í Moskvu bíða hinir
rólegustu átekta eftir að stjórn-
artaumarnir renni úr höndum
hins aldraða forsætisráðherra —
þá er hætta á því, að stefna Vest-
ur-Þjóðverja verði leiksoppur í
höndum manna, sem ekki geta
komið sér saman — og ef til vill
kynni að verða horfið að svip-
aðri stefnu og þeirri. sem tvisvar
hefir leitt til styrjaldar.
★ SAMEINING ÞÝZKAT.ANDS
— HJARTANSMÁL ÞÝZKU
ÞJÓÐARINNAR
Sameining Þýzkalands er hjart
ans mál allrar þýzku þjóðarinn-
ar, og samt eru vitanlega margar
hliðar ó því máli frá sjónarmiði
Vestur-Þjóðverja. Margt er ólíkt
með Vestur-Þjóðverjum og íbú-
um Austur-Prússlands og
Schlesíu. — Flóttamennirnir, sem
þyrpzt liafa alls lausir inn í V-
Þýzkaland, hafa orðið til þess að
gera þennan mismun enn meir
áberandi. En þegar litið er á mál-
ið frá þjóðlegu sjónarmiði, standa
Vestur-Þj óðverj ar vitanlega með
Austur-Þjóðverjum og samein-
ingu landsins — og svo mörg
bönd skyldleika og tengda liggja
yfir mörk A- og V-Þýzkalands.
Vestur-þýzki presturinn Nie-
múller hefir komizt svo að orði,
að eftir tiu ár kunni það að verða
of seint að sameina Þýzkaland.
Ýmsir eru honum sammála, og er
það skoðun þeirra, að Austur-
Þjóðverjar hafi þá gefið upp alla
von um hjálp vestan að — og
æ'skumenn þess tíma þekki ekki
frelsið af eigin reynd. Niemúller
og skoðanabræður hans vilja
fórna samvinnu við Vesturveldin
fyrir sameiningu landsins.
★—★—★
Meirihluti Vestur-Þjóðverja
stendur samt enn að baki stefnu
dr. Adenauers — þeim er ljóst,
að fórni þeir samvinnu við Vest-
urveldin fyrir sameiningu Þýzka
lands, verður raunverulega ekki
um sameiningu að ræða heldur
yrði Vestur-Þýzkaland ofurselt
kommúnistastjórn A-Þýzkalands
— hinn austur-þýzki her yrði
aldrei lagður niður.
Mól norrænna sá!-
fræðinga ■ K.fiöfn
í sumar
DAGANA 25,—30. júní n. k.
varður haldið í Kaupmannahöfn
mót norræ ina sálfræ únga. Slík
mót eru haldin þriðja hvert ár,
og er þetta hið 4. í roðinni.
Félög sálfræðinga á Norður-
löndum gangast fyrir móti þessu.
Þar verða ‘'luttir fyrirlestrar og
haldnir umræðufund)r um sál-
fræðileg efni bæði fræðileg og
hagnýt, skoðaðar stofnanir sýnd-
ar kvikmyndir og íarin stutt
ferðalög
Félög sá’.fræðinga bvers Iands
geta neinnlað þátttcku manna
úr skyidum námsgieinum eftir
vissum reglum.
Félag íslenzkra sálfræðinga
hefur því akveðið að gefa sér-
íræðingum í geðlækningum, sér-
lræðingum í barnasjúkdómum og
forstöð imör.num eða forstöðu-
konum stofnana, sem sálfræðing-
ar vinna við hér á iar.di kost
ó að taka þátt í mótmu.
Þeir, sem kynnu að nafa hug
ó að norfæra sér þetta, eru beðnir
að tilkynna þátttöki.- sína sem
fyrst.
Ritari Fé'ags íslenzkra sálfræð-
inga, Kristinn Björnsson, Heilsu-
verndarstöð Reykjavikur, simi
6257, mun veita náúari upplýs-
mgar um mótið og taka á móti
umsóknum um þátttóku.
(Frá Félagi ísl. sálfræðinga)