Morgunblaðið - 19.05.1956, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.05.1956, Blaðsíða 1
16 síður 42. árgangur 112. tbl. — Laugardagur 19. maí 1956. Prentsmiðja Morgunblaðsins Fiskiðnaðarsýningin í Kaupmannahöfn íslenzka deildin vekur athygli Ausfur-IÞjóðverjar vilja selja «kkur þrjá iogara Kaupmannahöfn 18. maí. Frá fréttaritara vorum. ALÞJÓÐA fiskimálasýningin í Kaupmannahöfn var opnuð í dag Hin smekklega sýning íslands á svölunum í Forum vekur ekki hvað sízt athygli. |>ar eru sýndar m. a. allar helztu sjávarútvegs- afurðir íslands. Ýttiis lönd sýna nýjustu veiðitæki og fiskiðnaðarvélar. Til dæmis sýna Vestur-Þjóðverjar net gerð úr perlon og sjálflýsandi perlon- reipi. Einnig sýna Vestur-Þjóðverjar risastórar flökunarvélar, sem breyta á einni klukkustund þrem smálestum af þorski í fiskflök. Austur-Þjóðverjar sýna við Löngubrú þrjá togara, sem þeir vilja selja til ísiands. StEiiinispsf Frakka cg Bóssa PARÍS: 18. maí: — Frakkar og Sovét-Rússar hafa gert með sér menningarlegan og efnahagsleg- án sáttmála. Frá þessu var sagt í Moskvu í kvöld, en þar hafa Guy Mollet, forsætisráðherra og Pin- au, utanrikisráðherra staðið í samningum við leiðtoga sovétríkj ánna undaníarna daga. Samkvæmt fregn frá Bonn mun Adenauer kanslari taka upp sam- töl við frönsku ráðherrana strax og þeir eru komnir heim og ræða við þá möguleikana á þvx, að vesturveldin reyni á nýjan leik að komast að samkomulagi um sameiningu Þýzkalands. Okkur hiónunum Ásgeir Ásgeirs- son Sjölfkjerinn forseti íslnnds verða kigsað tii Islands Bodil Hegfrup sendiráðherra kveðusr Eand og þjóð í ufvarpinei I EINSTAKLEGA hlýrri og skemmtilegri ræðu kvaddi sendi ráðherra Dana, frú Bodil Beg- trup, land og þjóð í útvarpið í gærkvöldi. Á mjög skemmtilegan og lif- andi hátt, brá hún upp myndum frá ferðum sínum um landið, byggðir þess og óbyggðir, kynn- um sínum af fólki, til sjávar og sveita. ÞUNGBÆRAR MINNINGAR HÖRFA Sendiráðherrann kvað það hafa orðið sér óblandið fagnað- Frambjóðendur Sjálfstœðisflokksins eru konur og karlar úr Öllum stéttum Flokkurinn fyrsfur fil að ákveða framboð sin ER framboð SjálfstæðLsflokksins hafði verið ákveðið hér í Reykja- vík í fyrrakvöld, var þar með lokið að taka ákvörðun um framboð flokksins í öllum 28 kjördæmum landsins. Hefur þá verið boðið fram í 22 einmenningskjördæmum, 6 tvímenningskjördæmum og svo í Reykjavík, sem hefur 8 þingmenn kjördæmakosna. Fram- bjóðendur utan Reykjavíkur eru alls 45 og 16 eru þeir í Reykja- vík. Er Sjálfstæðisflokkurinn fyrstur allra stjórnmálaflokkanna til þess að ákveða framboð sín. SÁ ELZTI 71, SÁ YNGST 25 ÁRA Frambjóðendur flokksins eru af öllum stéttum, húsmæður, bændur, forstjórar, verkamenn, kaupmenn, embættismenn, sjó- menn og iðnaðarmenn. Elzti í'ram bjóðandi flokksins er Sigurður Kristjánsson, forstjóri í Reykja- vík, fæddur 1885, en næstir hon- um koma allir á sama árinu, þeir Jón Sigurðsson á Reynistaö, Pét- ur Ottesen og Jón Pálmason fæddir 1888. Yngsti frambjóðand- inn er frú Ragnhildur Heiga- dóttir, stud. juris. einn af fram- bjóðendum flokksins í Reykjavík, 25 ára að aldri. FRAMBOÐSFRESTUR tTRUNNINN 23. MAÍ. UTANKJÖRSTAÐAKOSNING HEFST 27. MAÍ. Frcstur til þess að skila fram- boöum rennur út hinn 23. maí n.k. að kvöldi, en landsiista má skila 24. maí. Utankjörstaðakosn- ing hefst hinn 27. maí og má þá kjósa hjá öllum sýslumönnum, bæjarfógetum og hreppstjórum landsins. KÆRUFRESTUR ÚTRUNNINN 2. JÚNÍ Frestur til þess að kæra fólk inn á og út af kjörskrá rennur út hinn 2. júní n.k. Skal í þessu sambandi brýnt f.vrir fólki að það athugi í tíma hvort það er á kjör- skrá eða ekki. Einkum á þetta við um þá, sem flutt hafa búíerium, því að oft kemur fyrir þegar svo stendur á að fólk faiii niður af kjörskrá. GEFIÐ SKRIFSTOFUM FLOKKSINS UPPLÝSINGAR Að lokum skulu allir stuðnings menn Sjálfstæðisflokksins hvatt- ir til þess að hafa samband við skrifstofur flokksins og gefa all- ar þær upplýsingar, sem þeir geta um þá, er fjarverandi verða á kjördegi og annað er að gagni má koma við kosningaundirbún- inginn. Frá Alsír: Uppreistarmenn ráðast é siærstu borgirnar ALSÍR: Uppreisnarmenn í Alsír virðast vera byrjaðir nýja hern- aðaráætlun og /irðist tilgangur þeirra vera að ná á sitt vald nokkrum stærstu borgunum í landinu, og nota þær sem aðal- bækistöðvar Búizt er við árás á borgina Telmecen öbúar 60 þúsund). skammt frá landamærum Mar- okkó á næstunni. Uppreisnar- menn hafa 3 þúsuird manna her í skógum umhverfis Telmecen. Hillary vii! fara aftur NÝJA SJÁLANDI, 18. maí: — Sir Edmimri Hillary hefir látið í ljós ósk um að klífa Everest tind á nýjan leik, að þessu sinni að noi-ðanverðu frá Tíbet. — Flestar tilruunirnar til þess að klífa Everest hafa verið gerðar frá Tíbet. Sir Edmund vill reyna þessa gömlu leið og vera í hápi aðeins nokkurra félaga sinna.Við viljum ekki hafa neina blaðamenn með okkur, sagði hann í blaðaviðtali í dag og ekkert veður að gera af þessu ferðalagi. Við viljum aðeins reyra að klífa tindinn. Hæprl flokkurinn sigraði í Ausfurríki VÍNARBORG, 18. maí: Tölur frá kosningunum í Austurríki síðastl. sunnudag hafa nú borizt. Þjóð- flokkur Júlíusar Raab bar sigur af hólmi yfir flokki jafnaðar- manna. Flokkur Raabs hlaut að þessu sinni 2.068.000 atkv. en flokkur jafnaðarmanna 1.873.000 atkv. í næstu kosningum á und- an höfðu jafnaðarmenn lítils háttar maira atkvæðamagn en flokkur Raabs. Flokkur Raabs hefii nú 82 þing menn (hafði 74), en jafnaðar- menn 75 þrngmenn (áður 73). MEÐ CULLFOSSI MEÐAL farþega með Gullfossi í gær var Vilhjálmur Finsen fyrrum sendiherra íslands í Þýzkalandi. Vilhjálmur kvaðst aðeins hafa hér nokkurra daga viðdvöl og býr hann á Hóel Borg. Einnig kom með Gullfossi Halldór Kiljan Laxness rithöf- undur. i arefni á þessum árum, að verða j þess vör, hvernig margar þung- j bærar minningar um samskiptin við Dani, hafa smám saman hörfað úr hugum manna og góð- um Islendingi er nú ekki framar nauðsyn að minnast þess sem miður hefur farið, sagði sendi- ráðherrann, sem einnig minntist konungskorrunnar og hve vel hún hefði tekizt ÞEGAR HEIM KEMUR "Sendiráðherra kvaðst mundu er heim kemur, setjast í helgan stein — í utanríkisráðuneytinu, til þess að vinna þar að ýmsum málum sem varða Norðurálfu- búa og áð hún myndi aftur snúa sér að mannréttindamálum. VEGANESTIÐ VINÁTTA Þá sagði sendiráðherrann að er þau hjónin hverfa af landi brott, hafi þau að veganesti vin- áttu fólks, sem þeim hafi liðið vel með. Gáfur þess og hugar- hlýja hefur glatt okkur, sagði hún. Sendiráðherrann þakkaði löndum sínum hér fyrir gest- risni og góða viðkynningu og samstarfsmönnum sínum — dönsku ræðismönnunum — fyrir stuðning í þeirri viðleitni að treysta bræðraböndin með þess- um frændþjóðum. Orðum sínum lauk Bodil Beg- trup, sendiráðherra, með því að segja: Okkur hjónunum mun oft verða hugsað tli íslands og við munum fagna viðgangi þess og velsæld. Barizt er um Tjarnarhólmann KRÍAN á nú í harðri baráttu í sínum gamla Tjarnarhólma. — Hettumáfurinn, sem settist að í hólmanum síðla vetrar, hefur tekið að hreiðra um sig úti í honum. Hvað eftir annað, hafa menn verið sendir út í hólmann til þess að steypa undan fuglin- um, í þeirri von að með því megi takast að fá kríunni á ný yfir- ráðin í hólmanum, sem er óum- deilanlega hennar landsvæði. í gær átti Mbl. sem snöggvast tal við Kjartan Ólafsson bruna- vörð, sem var nýlega kominn úr ferð út í Tjarnarhólmann. Hafði hann tekið þar 20 egg úr hreiðr- um hettumávanna, en aðeins sárafá kríuhreiður voru í hólm- anum, en undir venjulegum kringumstæðum skipta hreiðrin mörgum tugum. Kjartan sagði, að í undanfar- andi „innrásum“ í Tjarnarhólm- ann hefðu verið tekin um 40 egg. Við munum halda áfram, og reyna að stugga svo við fuglin- um, að hann hreinlega flýi hólm- ÞJÓÐIN mun ekki ganga til for- setakjörs að þes.->u sinni, þar eð forseti íslands, herra Ásgeir Ás- geirsson, hefur ákveðið að gefa kost á sér til endurkjörs, en aðr- ir veiða ekki í framboði. — Af þeim sökum er Ásgeir Ásgeirs- son sjálfkjörinn þjóðhöfðingi ís- lands. Frestur sá er væntanlegum forsetaefnum var setur til þess að skila frambuði sínu er út- runninn á hádegt i dag, og var í gærkvöldi ekki kunnugt um önn ur framboð en Ásgeirs Ásgeirs- sonar, forseta. Munu tiiskilin gögn varðandi framboð hans afhent í stjórnar- ráðinu árdegis í dag, Erjur í Suður-Kóreu SEOUL, Suður-Kóreu, 18. maí. —■ Svo virðis sem Chang, fram- bjóðandi demókrata við vara- forsetakjörið í Suður-Kóreu hafi fengið fleiri atkvæði en Lee, varaforsetaefnið sem styður Syng mann Rheo Talning hefir verið stöðvuð og á eftir að telja 181 þúsund atkvæði. En áður en taln- ing vár stöðvuð hafði Chang rúm lega 73 þúsund atkvæði fram yfir Lee. Nokkur ókyrrð er af þessu til- efni í Suður-Kórau. Chang lct svo um mælt við blaðamenn, sem hann hitti leyni- lega í dag, að ekki sé allt með felldu í Taegu, en þar fer talning fram. Ármaun J. Lárusson glímukóngnr ÍSLANDSGLÍMAN var glímd í gærkvöldi að Hálogalandi. Voru nú liðin 50 ár síðan fyrst var keppt um Grettisbeltið og sá er vann það nú var handhafi þess síðustu ár, Ármann J. Láruson, sonur Lárusar Salómonssonar glímukóngs. — Lagði hann alla keppinauta sína að velli. Annar í glímunni varð Rúnar Guð- mundsson fyrrv. glímukóngur, með 8 vinninga einum færri en Ármann. Þriðji varð Trausti Ól- afsson Biskupsturigum, með 6 v. Gamlir glímuköngar voru heiðraðir við þetta afmæli Grett isbeltisins. Fjölmargir gestir voru við glímuna og fór hún hið bezta fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.