Morgunblaðið - 27.05.1956, Page 2
2
IHORGUN BLAfílÐ
Sunndágur 27 maí 1956,
Kristján Albertsson: ^
Kveinstafir kúgaðra skálda
ÞAÐ MUN LÁTA nærri að nú
séu um tveir áratugir síðan fram
hefur komið rússneskt skáldverk,
sem nokkurs hafi þótt vert og
fólk í siðmenntuðum heimi enzt
til að lesa. Var það mjög um
líkt leyti; að brjálæðis-réttar-
morð Stalíns komust í algleym-
ing, og út dó allt andlegt líf
í Ráðstjórnarríkjunum, sem nokk
uð kvæði að. Á tímum Lenins
og á fyrstu valdaárum Stalíns
voru enn til skáld í Rússlandi,
sem heimurinn tók eftir — nú
eru engin slík skáld til framar,
aðeins stjórnleyfður eða stjórn-
pantaður áróðurs-skáldskapur,
þrautleiðinlegur og gersamlega
andlaus, að dómi allra sem eitt-
hvað hafa í hann gluggað.
Hvenær sem minnst var á and-
lega kúgun í Rússlandi hafa
handbendi og þý Staiínismans
brugðist við af mikilli reiði og
farið háðuglegustu orðum um
slíka tegund af „Rússarógi." Þarf
ekki að minna á dæmin héðan að
heiman. Því var haldið fram að
rússnesku skáldin hefðu aðeins
látið eitthvað af persónuleika sín-
um í skiptum fyrir það óumræði-
lega fagra hlutskipti, að mega
þjóna Jósep Stalín, og lúta boði
hans og banni.
Seinna endurtók sama sagan sig
í þeim löndum austursins, sem
Rússar sviptu frelsi og kúguðu
undir kommúnistíska böðla að
loknu síðasta heimsstríði. f engu
þeirra landa hefur síðan fram
komið eitt einasta skáldrit, sem
nokkurs staðar hafi vakið
minnstu athygli. Andlegt líf þess-
ara þjóða hafði verið steindrep-
ið af ofbeldislubbum, sem við
völdum tóku.
Enginn kommúnistahöfundur
hins frjálsa heims lyfti nokkru
sinni litla fingri til varnar hin-
um þrælbundnu stéttarbræðrum
sínum í svartnættisheimi Stalín-
ismans. Allir létu þeir sér nægja
að þiggja heimboðin til Moskvu,
og sneru svo heim og sögðu að
allt væri í stakasta lagi um and-
legt líf í Austurvegi.
LAXNESS GERÐUR AÐ
SANNLEIKSVITNI
Ef einhver borgaralegur rit-
höfundur á fslandi hefði sagt fyr-
ir aðeins fáum árum, að eitt-
hvað myndi fúið og rotið í bók-
menntalífi austursins, þá hefði
hann verið húðstrýktur í Þjóð-
viljanum fyrir Rússaróg — gott
ef ekki sjalfur Halldór Laxness
hefði farið af stað til þess að
undrast slíka fúlmennsku.
En nú þegar búið er að svipta
grímunni af líki Stalíns og sýna
heiminum hinn sanna svip þessa
marglofaða göfugmennis og þess
ástands, sem við hann verður
kennt — þá kveður allt í einu
við annan tón.
Tékkneskir rithöfundar héldu
þing sitt fyrir skemmstu, og tóku
sér frelsi til að tala, í skjóli hinn-
ar nýju vaxandi andstyggðar á
tímum Stalínismans. Þeir buðu
til þingsins m.a. frægasta höfundi
íslendinga, og hafa vafalítið beð-
ið hann að skýra frá kveinstöf-
um þeirra, þegar hann kæmi aft-
ur heim á ættjörð sína. Það verð-
ur að virða það við Laxness, að
hann hefur orðið við óskum
þeirra, í viðtali sínu við Þjóð-
viljann, og sagt svo skilmerki-
lega og undandráttarlaust frá
þeirri misþyrmingu, sem þessir
höfundar hafa sætt, og áhrifum
kúgunarinnar á andlegt líf lands-
ins, að nú getur enginn framar
verið í vafa um hverskonar þræl-
mennsku íslenzkir kommúnistar
hafa verið að verja og vegsama
í tvo áratugi. Frásögn Laxness
er svo markverð, að vert er að
taka upp úr henni nokkra kafla.
ALLT FÚIÐ OG ROTIГ.
„Þarna var t.d. vinur okkar,
sovézki rithöfundurinn Pólvoj,
hann hélt þrumandi ræðu og
óskaði þess að þetta rithöfunda-
þing yrði eins og aprílstormur
sem feykti burt öllu því sem
fúið er og rotið, svo að vorgróð-
urinn gæti betur notið sín“, seg-
ir Laxness. Hingað til hefur okk-
ur verið sagt að Stalínisminn
væri vor — en hann var þá að-
eins harður, ömurlegur vetur —
apríl er rétt að byrja. Vonandi
reynist það rétt. En ekki hafa
Laxness og aðrir verið glöggir
á árstíðir, svo mörg heimboð
sem þeir hafa setið austur þar
meðan allt andlegt líf var að
krókna í hel í vetrargrimmdinni.
„Þarna komu fram rithöfundar
— sumir beztu og ástsælustu rit-
höfundar Tékka sem hafa verið
nokkuð þöglir síðan .'948 (inn-
skot mitt: þ.e. árið sem kommún-
ismmn skellti hrotmr.um yfir
landið) eins og Hrubin og Seif-
ert — og kvörtuðu undan því að
þeir hefðu ekki fengið að gefa
út bækur sínar eða koma fram
opinberlega sem sjálfstæðir rit-
höfundar. Margir kvörtuðu undan
óþarflega miklum aga flokksins
gagnvart bókmenntum og nefndu
ýms dæmi um það. Sérstaklega
báru þeir sig upp undan því að
reynt hefði verið að þrýsta upp
á þá einskonar flokksstarfs-
mannastíl, en amast hefði verið
við öllu persónulegu, sérstæðum
og sjálfstæðum aðferðum í list-
sköpun."
En þeir sem voru notaðir til
þess að framkvæma hina andlegu
kúgun, neita verkum eftir beztu
höfunda, bæla niður persónuleik
þeirra, berja inn í þá „flokks-
starfsmannastílinn“ — sögðu
þeir ekkert á þinginu? Jú, auð-
vitað, þeir voru látnir skrifta
syndir sínar og lofa bót og betr-
un: „Einnig gagnrýndu valda-
menn rithöfundafélagsins sjálfir
störf sín mjög harðlega, tíund-
uðu veilur sínar og viðurkenndu
að það væri mjög röng aðferð
að beita ströngu og skipulögðu
eftirliti ofan frá; það hefði dreg-
ið dug úr tékkneskum bókmennt-
um.“
Allt eru þetta býsna fróðleg-
ar upplýsingar. Eftir er aðeins
að vita hvernig Laxness varð við,
þegar hann fékk að vita allan
sannleikann um hið andlega
þrælahald, sem hvergi hefur átt
Er þetta framboislisti Alþýðuflokksins?
Framboðslisti Alþýðuflokksins í RcykjavíK
> Al-iiýii-n- <: -
• ••' * •'
. i ><;>**« 'í*Íb>ÓÍ*í*. kv. r,s*.
■+■**» ‘2
■• t t.p . **<•>< r-v*y*r>.
> <«**■***•> > *♦»-(>►» **■•***'*> *'
* ?-;>»:< 5hoo-x.?»»". :
e <>,ÚK.:S.- >. <:«.■>«■*■ >»' V40-V,. 56
. <5 kf HVf+óynx. *»►"»<■'. '•>*« >:•«< '•»!• *•'<•«'<■
:>-■ t}>it>, ófbif jt'.'iot. «:•
: »*. »*«•>*:<«•> i>>*-*!^. ** “ --* ‘
’ X'f Tf.
y, )><1k,i
'VOMMM f.<,W!««<>**v> ít.
(í. ;:•" H!>:x«uv. (»«<•:< AWiX*-/*!1/ ik
••>x<-:->
Halldór Kiljan Laxness.
sinn líka nokkurs staðar á jörðu
í heimlcynnum hvítra manna
siðmenningar: „Það var ákaflega
fróðlegt og ánægjulegt að koma
austur og sjá að þessi reiknis-
skil eru að gerast, að þau fara
fram fyrir opnum tjöldum og að
menn tala óhræddir um þau efni
sem þeim eru hugstæðust og
gagnrýna yfirvöldin óhikað, en
það er auðvitað frumskilyrði
allrar lýðræðisstefnu." (Þetta
er algerlega ný Skýrgréining á
þeim frumskilyrðum í dálkum
Þjóðviljans.)
r;
s
L_
UM*
LISTI ALÞYÐUBANDALAGSINS
í REYKJAVÍK VIB KOSNINGARNAR 24. JÚKÍ í SOMAR
; 8:íKK *•»:dir.o'
•*■>: : 9*riE*5>:d < >*■
btÍVáfjKt -tii SÍéUt*
r.*w <•'■< •:•»•'•::.<-
*> Úlíþcpi KK>* S*
úi<;■'■■■■ i>'
>"*->:c«.::.^ 5(» í
».•>•: 24 ;<■•»:<
Alþýðubandalagið — Hvaða fólk
er í þeim flokki?
Hvað er á bak við bandalög vinstri flokkanna? spyr almenningur
■ í landinu. Hvernig stendur á því, að ný bandaiög með nýjum
nöfnum skjóta upp kollinum eins og gorkúlur. Tíminn birtir fram-
boðslista Alþýðuflokksins eins og sinn eigin lista og spánýtt biað
með nýju nafni birtir framboðslista kommúnista, sem einnig er
með nafni nýs flokks. — Það er varla von, að almenningur átti
sig á þessu. En það sem er á bak við bandalögin er glundroði,
upplausn og ótti flokka, sem vita, að þeir eru að missa traust
þjóðarinnar.
Við eigum þá að dást að því
að rithöfundarnir hafi fengið að
kvarta — og þar með er það mál
útrætt.
Allt er gott þegar endirinn er
sem allra beztur.
En er þetta endirinn á glæp-
samlegri og svívirðilegri kúgun,
sem gert hefur lífið þar eystra
að grimmasta vetri?
Höfundarnir hafa fengið leyfi
til að kvarta — en fá þeir leyfi
til að skrifa það sem þeim býr
í brjósti? Það á eftir að koma í
ljós.
Undarlegt hlýtur að hafa ver-
ið fyrir skáldið frá hinu sví-
virðilega íslenzka auðvaldsríki,
skáldíð sem alltaf hefur getað
skrifað hvað sem hann vildi, ver-
ið styrktur af ríkinu til að segja
hvað sem hann vildi — að sjá
hin hrjáðu skáld austursins hrista
hlekkina og heimta frelsi, tíeimta
að fá að vera þeir sjálfir, þurfa
ekki að temja sér andstyggileg-
an flokksþýjastíl, óg sætta sig við
afskipti valdamanna af því, sem
hverjum ’istamanni’ er helgast —
hans eigin persónuleika og sér-
kennum.
Þá þekki ég illa Halldór Kiljan
Laxness ef honum hefur ekki
vöknað um augu — þó hann
kunni ekki við að segja frá því.
Fál og vandræði Hræðslubandalagsins
Framhal af. bls. 1.
lista Framsóknarflokksins í
öðru kjördæmi. Um allt land
í hverju einasta kjördaemi
hafa þessir flokkar svo sam-
eiginleg framboð. Þeir hafa
sameiginlega stefnuskrá og
hafa lýst því yfir, að þing-
menn þeirra muni að kosning-
um loknum mynda einn þing-
flokk.
Hér verður að sjálfsögðu ekk-
ert fullyrt um það, hvernig iand-
kjörstj.órn lítur á þetta mál, eða
hver úrskurður hennar verður.
En allir réttsýnir menn hljóta að
vera sammála um það, að sjáif-
sagt hafi verið að óska úrskurð-
ar hennar um, hvað löglegt sé í
þessum efnum. En Hræðslu-
bandalagið reynir auðvitað að
skjóta sér á bak við það, að slík
atkvæðaverzlun sé ekki berum
orðum bönnuð í kosningalögum.
En auðsætt er, að hún brýtur
gersamlega í bága við anda kosn-
ingalaganna.
Það að slík atkvæðaverzlun
Grænlandskarfi
og þorskur
SIGLUFIRÐI, 24. maí: — Ann-
ar togarinn okkar, Hafliði, kom
af Grænlandsmiðum í dag með
320 tonn af karfa, og var þvi
mikið að starfa í hraðfrystihús-
inu, en þar var unnið úr aflan-
um. Þá landaði vélskipið Ingvar
Guðjónsson um 70 tonnum aí
þorski. — Guðjón.
Berlínarbömin vænfanleg
Börnunum hefur verið boðið í ýmis ferðalög,
FYRRI hópur Berlínarbarnanna, sem hingað koma í boði Loftleiða
er væntanlegur hingað í fyrramálið. f för með börnunum er
þýzk kona, sem verður fylgdarmaður þeirra meðan þau dveljast
hér á landi. Er þegar búið að velja fyrri hópnum dvalarstaði hér
í Reykjavík.
SEINNI HOPURINN 3. JUNI
Seinni hópurinn kemur hingað
3. júní. Daginn eftir, 4. júní, fara
öll börnin í hópferð austur yfir
fjall. Einn dag meðan þau eru hér
dveljast þau í boði Reykjavíkur-
bæjar. Þá hefur Flugfélag íslands
boðið þeim til Akureyrar, en þar
hefur þýzki ræðismaðurinn Kurt
Sonnenfeld, útvegað þeim dvalar-
staði.
TIL MÝVATNS
Fimmtudaginn 7. júní, er gert
ráð fyrir að börnin fari til Mý-
vatns, en daginn eftir munu þau
fara í bifreiðum til Reykjavíkur
í boði Norðurleiða. Fyrri hópur-
inn fer til Þýzkalands með flug-
vél Loftleiða 10. júní en hinn
síðari 17. júní.
Skólaslil Iðnskóla
Keflavikur
KEFLAVIK. 25 maí. •— Iðnskóla
ICeflavíkur var slitið 23. maí s.l
Nemendur í skólanum voru 34 og
luku 34 burtfararprófi. Hæstu
einkunn h’.aut Halldór Höskulds-
son, 9,31, >em er nemandi í 3
bekk og síundar skipasmíðar.
Kennarar skólans voru sex.
Skólastjórinn er Hermann Ei-
ríksson. — Ingvar.
er ekki berum orðum bönnuð
í lögunum, sprettur sennilega
af því, að löggjafann hefur
ekki órað fyrir, að siík
hrekkjabrögð og brask yrði
haft í frammi af einstökum
stjórnmálaflokkum.
KJÓSENDI’R FORD.T.MA AT-
KVÆÐAVKRZLUN HiiÆÐSLU-
BANDAUAGSINS.
Hver sem úrsnurður landskjör-
stjórnar verður um þetta mál, þá
er bað þó víst að kjósendur um
land allt tordæma harðlega at-
kvæðaverzmn Hræðsmlandalags
ins. Engum getur dulizt. að með
henni, er verið að smðganga á-
kvæði kosningalaga um úthlutun
uppbótarþingsæta. Hræddir
stjórnmálaforingjar, sem sjá
fram á þvcrrandi fylgi sitt, eru
að reyna að tryggja aðstöðu sína
með reikn-.rgskúnstum Þeir eru
að berjast við að krækja sér í
fleiri uppbótarþingsæti, heldur
en þeir eiga raunverulega rétt á.
Þeir eru að reyna að snið-
ganga vilja þjóðarlnnar og
draga upp ranga mynd af hon-
um í svip löggjafarsamkom-
unnar. Þetta er kj irni máls-
ins og hann skilur íslenzkur
almenningur Þessvegna mun
Hræðsiubandalaginu ekkt
heppnast áform sitt. Það mun
tapa fyrir hii.um æðsta dóm-
stóli, — dómstóli kjósendanna
á kjördegi.
Þorsleinn Þ. Þor-
sieinsson, rithöf.
ann lézt vestur f Canada s.l.
vetur, og verður aska hans og
síðari konu hans, Goðmundu
Haraldsdórtur, jarðsett að Völl-
um • Svar^aðardal 27. þ.m.
Þorsteinn var Svarfdælingur,
f. 11. nóv. 1879 fór vestur til
Canada 22ja ára að aldri og
dvaldi þar síðan alla æfi. Hann
fékkst við margt um æfina, en er
kunnur fyrir ritstörf sín og kveð-
skap, enda var hann talmn í hópi
hinna fremstu ísl. skálda vestan
hafs.
Hann ritaði mikið um dagana,
og út hafa komið allmargar bæk-
ur og rit tttir hann. Og ritstjórl
var hann að missirisiiti, sem
hann stofnaði til og gaf út um
margra ára slceið, og nefndi Sögu.
En mesta verk hans er æfisaga
íslendinga í Vesturheimi, en
hann ritaði þar 3 fyrstu bindin.
Þorsteinn var tvíkvæntur og á
á lífi einn son af fyrra hjóna-
bandi. Hið síðara varð barlaust.
Með Þorsteini Þ. Þorsteinssyni
er merkur fslendingur í val fall-
inn.