Morgunblaðið - 27.05.1956, Side 6
6
morcunblaðið
Sunndagur 27. maí 1956,
S/d roðonn / austrí
Skollaleikur konimúnista
STJMIR þeirra kjósenda hér á
landi, sem greiða kommúnistum
atkvæði , hafa „tekið trúna,“ en
hinir eru samt miklu fleiri, sem
hingað til hafa fylgt þeim í kosn
ingum, án þess að hafa nokkra
hugmynd um, á hvaða óheilla
braut þeir væru. Þess eru einnig
mörg dæmi, að menn hafa léð
þeim kjörfylgi sitt, þótt þeir
gerðu sér ljóst, að „sæluríki
kommúnismans“ væri leiðasta
stjórnarfyrirkomulag, sem sögur
fara af. „Það kemur aldrei til“,
segir þessi flokkur manna, „að
kommúnistar komizt til valda á
íslandi, en þeir eru harðskeytt-
ir í launakröfunum, og þessvegna
fylgjum við' þeim.“
Það þykir óvænlegt til árang-
urs að stökkva vatni á gæs, en
ennþá tilgangslausara er að rök-
ræða við sanntrúaðan kommún-
ista. Oft og einatt eru þetta menn,
sem gaman er að rabba við um
aðra hluti, en þegar komið er
við kennisetningarnar verða þeir
skyndilega að umskiptingum.
Út og inn, það er eitt og samt,
aftur og fram, það verður jafnt.
★ ★ ★
Þessari manntegund er ná-
kvæmlega sama, hvað snýr upp
eða niður á félaga Stalín. f dag
hrækja þeir í spor „barna- og
hundavinarins,“ þessi spor sem
þeir krupu við og kysstu fyrir
skemmstu. Og komi skipun um
það frá miðstjórninni í Moskvu,
eru þeir þess fúsastir að sleikja
sinn eiginn hráka úr sporum
harðstjórans á morgun.
Við þessi fyrirbrigði af mann-
verum þýðir ekki að ræða. En
hinir, sem að undanförnu hafa
léð þeim kjörfylgi, ýmist hugs-
unarlaust eða í þeirri trú, að
kommúnistar hér væru allt öðru-
vísi og miklu meinláusari en
annars staðar, þeir verða: að gera
sér Ijóst, að þeir eru að leika
hættulegan leik.
f ENGU ÞEIRRA LANDA,
ÞAR SEM KOMMÚNISTAR
RÁDA NÚ RfKJUM, HAFA
ÞEIR KOMIZT TIL VALDA
FYRIR FYLGI FÓLKSINS.
★ ★ ★
Kommúnista-„flokkurinn“ er í
raun og veru ekki FLOKKUR
í þeirri merkingu, sem það orð
er notað í lýðræðisríkjum. Þeir
eru harðsvíruð REGLA, sem að
mörgu er sniðin eftir Jesúítaregl-
unni. Það er örfámenn klíka, og
stundum einn maður, sem öllu
ræður. „FIokknum“ er stjórnað
með járnaga ofan frá valda-
hásæti miðstjórnarinnar. Hlut-
verk flokksbræðranna, — „fé-
laga“ Einars, „félaga“ Brynjólfs,
„félaga“ Kristins, Þorvalds út-
burðar og allra hinna, er að
klappa þegar þeim er skipað; gera
verkfall þegar þeim er skipað;
kasta grjóti þeirar þeim er skip-
að, og að leika lömb, þegar sú
er línan að austan.
„Dansaðu Krutsjov," skipaði
Stalín. „Og hvað gat ég gert
nema að dansa?“ sagði Krutsjov
á kommúnistaþinginu. Nú hefir
hann tekið upp sama leikinn
sjálfur. „Dansaðu Þórbergur,"
skipar Krutsjov. Og nú sem
stendur er Þórbergur að dansa
tangó (tvö spor áfram og eitt
útundan sér) kringum hræið af
Stalín, þótt ekki vilji hann reka
löppina í fornvin sinn enn.
★ ★ ★
Með ofbeldi og lævísi, stund-
um sitt á hvað og stundum
hvorutveggja í senn, leikur þessi
litla klíka, kjarni kommúnista-
flokksins, refskák sína um heims-
völdin. Aðferðin er æ ofan í æ
hin sama. Þeir pretta aðra flokka
í bandalag við sig með loforð-
um heiðarlegt samstarf. Þeir læða
inn flugumönnum hjá andstæð-
ingum og samverkamönnum.
Komist þeir í stjórn hreiðra þeir
um sig og sofa með rýtinginn í
erminni. Og þegar þeir telja, að
stundin sé komin, er rýtingur-
inn rekinn í bak sessunautarins,
unz hið svokallaða „alræði ör-
eiganna“ er komið á.
Menn eru stundum furðu
gleymnir á það sem gerist, og
margir halda nú, að það hafi
verið kommúnistar sem gerðu
byltinguna i Rússlandi árið 1917.
En þar þurfa menn að lesa upp
og læra betur. Það voru aðrir
flokkar, sem kipptu hinum fúnu
stoðum undan keisaraveldinu
með byltingunni í febrúar það
ár.
★ ★ ★
En andrúmsloft ósigra og upp-
lausnar — sem kommúnistar
höfðu átt hvað mestan þáttinn í
að skapa — grúfði yfir Rússlandi
næstu mánuði. Það var einmitt
í slíku andrúmslofti, sem þeir
áttu heima og þrifust.
Fyrsta ríkisstjórnin, sem þeir
áttu sæti í, var samsteypustjórn,
sem þeir mynduðu með vinstri
öflum „sósialrevolutionerá“
flokksins, þess flokks, sem mest
kúguðu Ieigulíðastétt Rússlands.
Við valdatöku þessarrar sam-
steypustjórnar er afmæli komm-
únistabyltingarinnar í Rússland'
miðað. Fylgi þeirra þá var "þó
ekki meira en svo með þjóð-
inni, að „sósíalrevolutionerir"
fengu yfirgnæfandi meiri hluta í
kosningum til stjórnlagaþings
rétt á eftir, hinn 25. nóvember
1917.
Þrátt fyrir valda-afstöðu sína
tókst kommúnistum ekki að ná
nema 175 þingsætum af 707. En
þeir dóu ekki ráðalausir. Stjórn-
lagaþingið var ekki fyrr komið
saman en kommúnistar rufu það
með vopnavaldi. Eftir nokkra
mánuði voru „sósíalrevolution-
erir“ úr stjórninni. Þeir höfðu
gert sitt gagn, — hjálpað komm-
únistum upp í valdasessinn. Nú
þurfti ekki lengur á þeirra að-
stoð að halda. Þeir máttu fara.
í áratugi hefir rússnesk æska
ekki lesið ólogið orð um minn-
ingu þeirra.
★ ★ ★
Þarna er fyrsta dæmi þess,
hvemig fer fyrir þeim sem trúa
kommúnistum heiðarlegrar sam-
vinnu. Til þess eru vítin að var-
ast þau, og víst máttu menn þeg-
ar í stað kenna úlfinn undir
sauðagærunni.
„En eitt dæmi sannar ekki
neitt,“ kynnu sumir íslendingar
að segja, sem hafa látið blekkj-
ast til fylgis við þá undanfarið.
Þetta sögðu fleiri og í ýmsum
löndum. Þess munu bráðlega
nefnd nokkur dæmi.
Myndir þessar voru teknar fyrir 10 árum á Reykjavíkurflugvelli,
þegar Liberator-flugvélin hóf fyrstu reglubundnu flugferðirnar
10 ár síðan Flugfélagið
iióf fast millitandaflug
IDAG eru 10 ár liðin frá því íslendingar hófu reglubundið milli-
landaflug. Þann 27. maí 1946 lenti Liberator-flugvél, sem Flug-
élag íslands hafði tekið á leigu í Skotlandi, í fyrsta sinn á Reykja-
nkurflugvelli. Kom vélin hingað beint frá Prestvík, og voru far-
.cgarnir sjö talsins í þessari fyrstu ferð: Daníel Gíslason, Gunnar
lenjamínsson, Karl Guðmundsson, Jónas Guðmundsson, Björn
Jjörnsson, Tryggvi Ófeigsson og einn Breíi, Mr. Stebbing að nafni.
Hugstjóri var J. A. Dobson.
'ERÐIR UM PRESTVÍK j Islands samið við skozka félagið
Þá um vorið hafði Flugfélagj Scottish Aviation um leigu á
flugvélum til að halda uppi áætl-
unarflugi milli Reykjavíkur,
Prestvíkur og Kaupmannahafnar.
Voru farnar þrjár ferðir í viku
milli íslands, Skotlands og Dan-
merkur — þrjár ferðir til Prest-
víkur og tvær ferðir þaðan áfram
til Hafnar. Notaðar voru Douglas-
vélar í ferðirnar milli Prestvíkur
og Kaupmannahafnar. Libera-
torvélarnar tóku ekki nema 14
farþega í fyrstu, en þeim var
siðar breytt, þannig að unnt var
að flytja 22.
GULLFAXI TEKUR VIÐ
Flugferðir þessar urðu brátt
mjög vinsælar, og voru öll sæti
upppöntuð til Hafnar fram í
ágúst áður en fyrsta flugferðin
var farin. Fyrstu sex mánuðina
voru t. d. fluttir aær 2500 far-
þegar. Flugfélag Islands hafði
hinar skozku flugvélar á leigu í
tvö ár eða þar til félagið festi
kaup á Gullfaxa, sem kom hing-
að til lands 8. júlí 1948.
53 ÞÚS. FARÞEGAR
MILLI LANDA
Það þótti mikill viðburður
fyrir 10 árum að geta „skroppið1*
til Hafnar á 9—10 tímum, enda
notfærðu menn sér óspart hina
nýju samgöngutækni milli landa.
Á þessum fyrsta áratugi reglu-
bundins millilandaflugs hefur
Flugfélag íslands flutt um 53.000
farþega milli landa, og hefur
farþegafjöldinn aukizt jafnt og
þétt ár frá ári. Á s.l. ári fluttu
flugvélar félagsins t. d. rösklega
10 þúsund farþega á millilanda-
flugleiðum, og er þegar fyrirsjá-
anlegt, að sú tala á eftir að
hækka verulega í ár.
Sextugur:
Viljákur Amason skipsijóri
VILHJÁLMUR Árnason, skip-
stjóri, er sextugur í dag. Þetta
er ,ekki hár aldur — það getur
ekki verið — svo ungur og hress
er Vilhjálmur enn, bæði til verks
og í anda, enda maður fæddur til
dugs og athafna, eins og mjög
mörgum er kunnugt.
Vilhjálmur er fæddur 27. maí
1896 á Stokkseyri, sonur hjón-
mna Árna Vilhjálmssonar, bónda
'g sjósóknara þar, og konu hans,
óigríðar Þorkelsdóttur. Starfs-
leðin var snemma mikil, og efst
í huga Vilhjálms var að bjarga
ár sjálfur.
Hann brauzt til náms og lauk
prófi úr Stýrimannaskólanum
Stöðug aukning tar-
þegaflutninga til
og trá landinu
INÝÚTKOMNUM' hagtíðindum segir m. a. frá farþegaflutning-
um til og frá landinu á árunum 1952—1955. Er yfirlit þetta
samið eftir skýrslum, sem útlendingaeftirlitið hefur gert um far-
þegaflutninga.
FARÞEGATALAN
í ÖRUM VEXTI
Farþegaflutningar frá og til
landsins fara árlega vaxandi og
á það jafnt við um útlendinga
sem íslendinga. Annað mjög at-
hyglisvert kemur fram í skýrsl-
unum, en það er hve flugvélarn-
ar stórauka farþegaflutninga
sína. Farþegatala frá útlöndum
og til er nokkuð svipuð. Alls
var farþegatalan frá útlöndum
sem hér segir: 1952 9.766, 1953
11.653, 1954 13.409 og 1955 eru
þeir svo komnir upp í 16.586.
Farþegatalan með skipum helzt
nokkuð lík, en aukningin verður
öll með flugvélum. Útlendingar
ferðuðust álíka mikið með skip-
um árið 1952 og 1955, en íslend-
ingar, sem með skipunum ferðast
eru talsvert færri 1955 en 1952.
FRÁ 34 ÞJÓÐLÖNDUM
Útlendingarnir, sem hingað
ferðast eru frá 34 þjóðlöndum og
nokkrir ríkisfangslausir. Farþeg-
ar frá Suður-Ameríku, Suður-
Afríku og Ástralíu eru taldir í
lið hver. Öll árin eru Bandaríkja-
menn hæstir í farþegatölu út-
lendinga, næstir að fjölda til eru
Danir og þá Bretar.
1919. Þegar árið 1928 var hann
orðinn skipstjóri á bv. „Gylli“, og
þótti það ungt í þá daga, en hann
var með afbrigðum fengsæll, eins
og öllum eldri og yngri starfs-
bræðrum hans er kunnugt. Hér
var á ferð maður, sem vildi vinna
og kunni því betur, að menn sínir
tækju á, enda meta honum vel-
flestir þann skóla, sem hann gaf.
Þá er Vilhjálmur fór af bv.
„Gylli“ tók hann við skipsstjórn
i bv. „Venusi“, enda varð hann
og er meðeigandi þess fyrirtækis,
:;em síðar eignaðist og bv. „Röð-
ul“, er Vilhjálmur sótti utan og
hafði skipstjórn á um nokkurt
bil.
Vilhjálmur var og er maður
framfaranna. Oft var þungt und-
an, en þetta var í þá daga, þegar
menn vildu taka á. Vinnan var
þeim fyrir öllu, gera sem mest og
gera það sem bezt. Menn lögðu
sig fram.
Vilhjálmur var meðal stofn-
enda Hampiðjunnar h.f., Netastof
unnar og annarra fyrirtækja. —
Hafði hann trú á slíkum rekstri
hér, enda lagt þar gjörva hönd
á plóginn. Þá.er þess að geta, að
Vilhjálmur var frá byrjun, ásamt
félögum sínum, með í því að
stofna hvalveiðifélagið Hf. Hval.
Naut það félag framsýni hans og
ráða og nýtur enn þann dag í
dag, og er nú orðið mikið að
vöxtum.
Metnaður Vilhjálms hefur alla
tíð verið sá að vinna og gera vel.
Hann hefur aldrei sætt sig við
hálfkákið, aldrei við óheiðarleik-
ann, verið dugmikill, hreinn og
beinn og mikill vinur vina sinna.
í kyrrþey hefur hann látið hina
minnimáttar njóta stoðar sinnar,
og er það í ótalin skipti.
Vilhjálmur er prýðilega vel
Vilhjálmur Árnason
lesinn maður. Á hann gott bóka-
safn og enga þá bók, sem hann
ekki hefur lesið.
Og svo verða menn sextugir.
Það er ánægjulegur dagur, þegar
hægt er að horfa yfir farinn veg,
sem genginn var alla tíð til góðs,
með skapfestu, dugnaði, fram-
sýni, heiðarleik og því, sem bezt
má verða.
Þennan veg vill Vilhjálmur
ekki hafa genginn einn. Kona
hans hefur staðið honum við hlið,
frú Guðríður Sigurðardóttir,
greind fríðleikskona. Hefur þeim
orðið þriggja barna auðið, Sig-
ríðar, sem elzt er, gift Vilhjálmi
Sigurðssyni frá Siglufirði, er
starfar hjá SÍF hér í bæ og hefur
getið sér mikið orð í bridge;
Kristín, næstelzt, er gift Ásgeirl
Bjarnasyni, iðnrekanda, einum
aðaleiganda Héðins hf., vélsmiðj-
unnar, og þeirra fyrrtækja; Árni,
sem þegar er orðinn viðskipta-
fræðingur, hefur staðið sig af-
bragðsvel við doktorsnám í hag-
fræði í Ameríku. Allt eru þetta
farsæl börn, sem notið hafa góða
upeldis og menntunar.
Góðum dreng er óskað til ham-
ingju. Aðrir verða til að gera þaS
betur. Þegnar þjóðfélagsins slíkir
sem Vilhjálmur Árnason eru nýt-
ir menn. Taki þá aðrir sér til
fyrirmyndar. J.