Morgunblaðið - 30.05.1956, Blaðsíða 10
I
10
MORGUNBLAÐIÐ
MiftviVndagUr 30. vrtaí 1956
Stærsti knattspyrnuviðburður ársinsr ^
Heimsókn þýzku knattspyrnusnillinganna
Annað kvöld kl, 8 keppa
*
Urval V-Berlínar — Fram
Miðasala í dag kl. 5—7 og á morgun frá kl. 4
ÞÝZK KNATTSPYRNA.
GÓÐ KNATTSPYRNA
Hví verða menn gráhærðir?
Frumur 1 hárinu éta litarefnið
Zodiac
Nýlenduvöruverzlun
í fullum gangi ásamt veizlunarplássi og 2ja herb.
íbúð til sölu. Enn fremur fokheld hæð 115 ferm.,
hentug sem skrifstofu- eða verzlunarhúsnæði.
Eignaskipti koma til greina.
STEINN JÓNSSON hdl.
Kirkjuhvoli — sími 4951.
HVERS VEGNA verða menn
gráhærðir? spyrja margir og
velta fyrir sér. Og hvernig stend-
ur á því að sumir halda háralit
sínum lengur en aðrir? Og sum-
ir spyrja, hvort það sé rétt, að
menn geti orðið gráhærðir eða
hvíthærðir á einni nóttu. Fæstir
vilja trúa því, að slíkt geti í raun
og veru skeð.
En það eru til sannar og ör-
uggar frásagnir af þvi, að slíkt
hafi gerzt og sjálfur hef ég séð
með eigin augum, að frændi minn
einn varð snjó-hvíthærður á
nokkrum dögum, þegar hann
fékk lungnabólgu. Var hann þá
nær dauða en lífi. Maðurinn
náði sér samt eftir veikindin og
nokkrum dögum síðar hafði hann
fengið aftur sinn eðlilega dökk-
brúna háralit, sem hélzt fram til
dauðadags.
SAGAN AF DOSTOJEVSKY
Svo að frásagnir af því að
menn geti orðið gráhærðir af
ótta, skelfingu, hryggð eða ann-
ari sálrænni reynslu, eða alvar-
legum sjúkdómum geta vel verið
sannar. Það getur einnig verið
satt, sem sagt er um hinn víð-
fræga rússneska rithöfund Dosto-
jevsky, að hann hafi skyndilega
orðið gráhærður, þegar hann
varð að þola pyntingar.
Hér er sagan af honum:
Er Dostojevsky var 28 ára, árið
1849, var hann sakaður um hlut-
deild í samsæri anarkista. Var
hann handtekinn og fluttur í
fangelsið í Kronstad, sem er eyja
í flóanum við Leningrad, þá Pét-
ursborg. Þar sat hann í átta ár
í hinum alræmdu dyflissum
Kronstad, þar til hann var dæmd-
1inr)ir
Fegurstí kúlupenni sem gerður hefir verið
Parker 51 UL
upenni
Samstæður
hinum fræga
FLrker 51
pennct
PARKERS nýjasti og feguisti kúlupenni tekur
sess við hlið eftirsóttasta penna heims. Þess
nýi Parker “51” kúlupenni . amlagar hin frábær
gæði hins fræga Parker “51” penna með hinu ný.
útliti.
Hægt er að velja um fjórar oddbreiddir: extr
fine, fine, medium, broad. Þar rem hann hefir m
stóra fyllingu, þá er hægt að skrifa fimm sin
lengur með honum en venjulegum kúlupenna.
Önnur útlitseinkenni er hettan, sem þrýstir <
inum út og inn, ef hún er á sézt ekki oddurin
Ef þér ætlið að gefa smekklega gjöt þá v
bezta kúlupennann, hinn nýja Parker “51” kú
penna. Viðurkenndur af bankastjórum.
Pícriirður H. Eeilsson. P O. Box 283 Reykjavík
ViðgcrOii aiiiicot; uiciiiugiiavei'ziun Ingoiis Gisiasonat. Skolavörðustíg 5, Rvík
dauðadómsins var hann fluttur
ásamt fjölda annarra fanga á
Semconevsky torgið í Péturs-
borg og þar átti að skjóta þá.
Þetta var í desember mánuði og
hræðilegur kuldi. Dostojevsky
var klæddur aöeins í eina síða
skyrtu. Hlýddi hann nú á, þegar
dauðadómarnir voru lesnir upp
í hálfa klst. og reyndi þá mjög
á hann.
Það varð samt úr, að hann var
náðaður og dæmdur í staðinn í
8 ára fangelsi í Síberíu.
En við þessu raun varð Dosto-
jevsky hvíthærður og næstum
óþekkjanlegur, svo gerbreyttur
var hann, er hann var fluttur
á aðfangadagskvöld í járnbraut-
arlestina, sem skyldi flytja hann
til Omsk f Síberíu.
LITAREFNI I HORNHUÐINNI
Það er staðreynd, að menn
geta orðið gráhærðir skyndilega.
En hver er skýringin á þessu und
arlega fyrirbæri? Hver er ástæð-
an til þess að litarefnið hverfur
svo skyndilega úr hárinu.
Litarefni hársins er sett sam-
an úr urmul litarkorna, sem sitja
í hornhúðinni, er umlykur hár-
merginn. Utan um hornhúðina er
síðan hárhimna, sem er mynduð
úr þunnum, flötum frumum. Hár-
liturinn sem er svo misjafn hjá
mönnum, er undir því komin,
hvað mikið litarefni er í horn-
húðinni. Þeim mun meira sem
litarefnið er, þeim mun dekkra
er hárið. Þetta er ætterni, og
því er það misjafnt í hinum ýmsu
löndum. 75% Spánverja er dökk-
hærður, 39% Frakka en aðeins
16% Norðurlandabúa.
Menn hafa undrazt það nokk-
uð, að litarefni skuli á skömm-
um tíma geta horfið úr horn-
húðinni, sem er sett saman úr
iauðum frumum. En frumurnar
í hornhúð hársins eru lifandi að-
eins neðst, þar sem hárið vex.
RANNSÓKNIR Á ELLINNI
Þetta atriði hafa menn rætt
mikið um á umliðnum öldum. En
sá sem e. t. v. hefur komizt næst
lausn þess er vísindamaðurinn
Eli Metschnikov, rússneskur að
ætt, en starfaði alla sína ævi í
Frakklandi við Pasteur stofnun-
ina og varð m. a. frægur fyrir
rannsóknir sínar á ellinni. í þeim
annsóknum íhugaði hann einnig
iitabreytingar hársins, sem oft
ylgja ellinni, þó ekki sé það
einhlýtt. Sumir menn halda hára-
lit til dauðadags í hárri elli, aðrir
verða ungir hvíthærðir. En það
er að sjálfsögðu erfðaeinkenni.
Menn geta orðið gráhærðír með
tvennu móti, hugsuðu menn: —
Annað hvort þannig, að hárin
missa litarefni sitt, eða að menn
missa hin lituðu hár og ný hár
fara að vaxa, sem eru litlaus
frá byrjun. Áður fyrr var það
ríkjandi skoðun að ný litlaus hár
.nynduðust. En nú taldi prófessor
Metschnikov, að það gæti ekki
verið rétt. T. d. væri ekki hægt
að skýra skyndilega hæringu. Og
auk þess eru mörg dæmi þess,
að sama hárið sé bæði dökkt og
ijóst, dökkt í rótina en ijóst í
broddinn. Slík fyrirbæri var ekki
hægt að skýra öðru vísi en svo
að hárið upplitaðíst, missti litar-
efnið.
Þá var að leysa spurninguna:
Dostojevsky varð gráhærður á
einni nóttu.
—- Hvernig missir hárið litar-
efnið? Það hljóta að vera lif-
andi frumur, sem valda því, sagði
Menschikov og fann þær lifandi
frumur einnig. Þessar frumur eru
nú kallaðar „litarefnisætur”.
Þær koma úr hármergnum, fær-
ast út i hornhúðina og taka litar-
efnið í sig, bókstaflega éta það.
Síðan flytja þær sig með herfang
sitt niður í hárrótina og út um
hársvörðinn, eða þær eta sig út
um hárhimnuna og hverfa.
Það er auðvelt að finna þess-
ar litarefnisætur í hári manna,
sem byrjaðir eru að hærast. En
þær láta sér ekki nægja að eta
litarefnið í hinni dauðu horn-
bimnu, heldur ráðast þær einnig
á litarefnið í vaxtarhlutanum,
svo að litarefnið hættir að lok-
um að geta myndazt við voxt.
í hári hvithærðs manns finnst
mjög lítið af litarefnisætum, eða
ekkert.
ÞEGAR ÆTURNAR
VERÐA VIRKAR
Með þessum frumum, sem eta
litarefnið, taldi Metchnikov sig
hafa fundið skýringuna á því,
hvers vegna menn hærast. Þegar
það gerist skyndilega, er það
vegna þess að sálræn áhrif eins
og skelfing eða sorg auka starf-
semi litarefnisætanna. Og ef hár-
ið gránar í hitasótt, má e. t_ v.
skýra það svo, að eiturefni frá
sýklunum valdi aukinni virkni
litarefnisætanna. Slíkt getur var-
að aðeins stutta stund, svo að
sjúklingurinn fái sinn rétta hára-
lit aftur en það getur einnig
haft varanleg áhrif, ef litarefn-
isæturnar hafa ráðizt á litarefnis-
myndunina í hárrótinni, svo að
hið gráa hár haldist alla ævi.
B-VÍTAMÍN GAGNLÍTIÐ
Fyrir nokkrum árum var talað
um að menn gætu læknað hær-
ingu með B-vítamini. Svo virð-
ist raunverulega hafa verið í
nokkrum tilfellum. En það er
fjarri því að slíkt sé algilt. Sú
uppfinning hefur ekki uppfyllt
þær vonir, sem sumir bundu við
hana. Að jafnaði hefur B-víta-
mínið engin áhrif til að stöðva
það að hárin gráni. Énn standa
menn ráðalausir og náttúran fer
sínu fram án þess að þekking
mannanna geti nokkuð að gert.
J. O. Jacobsen.
Sænskir
STALVASKAR
Nýkomnir sænskir vaskar,
úr ryðfríu stáli
Glæsileg vara. -
- 5 stærðir.
Hagstætt verð
LUDVIC STORR & CO.