Morgunblaðið - 30.05.1956, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.05.1956, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 30 mai 1956 ÞRÍR MENN í SNJÓNUM GAMANSAGA EFTIR ERICH KAESTNER RENNIBEKKIJR Framhaldssagan 2 Hann þakkaði okkur margsinn- is. Síðar spurði hann okkur að því, hvort við gæfum leyfi til þess, að hann héldi áfram að segja söguna í járnbrautarklef- anum. „Við leyfum það“, svaraði ég. Hann þckkaði okkur einu sinni til. Á næstu stöð fór hann af lestinni. Hann stóð á brautar- pallinum og veifaði til okkar, í kveðjuskyni. Er við höfðum skoðað Bam- bergs-riddarann með nákvæm- ustu athygli, héldum við aftur til Berlín. Hinn kvenlegi listfræðingur, Elfriede, stóð á brautarpallinum, við heimkomu okkar, og kynnti unnnustan fyrir okkur. Róbert varð sem þrumu lostinn. Tannlæknirinn kvaðst skulda honum réttingu mála og bauð okkur vínglas til hressingar. Unn ustu sína sendi hann heim: „Stað- ur konunnar er við arininn" sagði hann strangur. Elfriede minntist eitthvað á skipulags- breytingu í hjónabandinu. Svo steig hún inn í almenningsvagn- inn. Og það var aðalatriðið. Þeg- ar kona hlýðir, leyfist henni jafn- vel að vera kurteis. Við þrír stigum niður í neðan- jarðar vínkrá og að fjórum klukkustundum liðnum var hugs un og minni örlítið tekið að dofna. Ég man það eitt, að við hétum tannlækninum því, að breiða fegurstu blóm á veg hans og Elfriede, á brúðkaupsdaginn. Svo byrjaði hann að snökta. Litlu síðar tók Róbert einnig að vatna músum: „Ég á að semja gamanleik“, stamaði hann. „Og tannlæknirinn kvænist Elfriede og hefur ekki einu sinni séð Bambergs-riddarann." „Þú ert nú einu sinni hamingj- unnar panfill“, sagði tannlækn- irinn, orðskár. Og svo komum við Róbert heim. Ég lét blað og blý- ant við rúm hans, svo að hann gæti hindrunarlaust hafið starf sitt strax og hann vaknaði næsta morgun. „Upphef sársauka þinn, ó Róbert og skálda“, skrifaði ég á miða. Annað ekki. Vér listamenn erum kaldir og harðhjartaðir að eðlisfari. Tíminn leið. Tannlæknirinn hefur gengið að eiga Elfriede. Róbert hefur lokið við að skrifa leikrit sitt. Ég er búinn með söguna mína. Við hefðum fúsir viljað tileinka manninum með gallsteinana verk okkar. En við gleymdum alveg að spyrja hann að nafni. Þess vegna: Háæruverðugi herra! Ef þér skylduð lesa leikþátt Róberts, eða þessa bók, þá biðjum vér yður að senda okkur vinsamlegar hugs- anir. Og ef þér skylduð nú aftur hafa til umráða gott efni, þá skrifið okkur bara á póstkort. Viljið þér gera það? Það er svo sjaldgæft að maður fái sjálfur nokkrar hugmyndir. Við komum og sækjum. N.B. Burðargjaldið munum við að sjálfsögðu endurgreiða yður. 1. Kafli. „Vertu ekki með þennan of- boðslega gauragang“, sagði frú Kunkel, ráðskonan. — „Þú ert ekki hér til þess að halda neina hljómleika, heldur til þess að leggja á borðið.“ ísolde, nýja vinnustúlkan, órosti í laumi. Silkiléreftið í kjól frú Kunkel ikrjáfaði. Hún renndi aðgætnum augum yfir vígstöðvarnar, lag- færði svo einn diskinn og færði skeið úr stað. „I gær fengum við uxakjöt og hveitijafning" sagði ísolde stúr- in. „í dag hvítar baunir og bey- erska bjúgu. Eiginlega ætti nú milljónamæringur að haía fyrir- mannlegra mataræði." „Herra leyndarráðið borðar þann mat, sem honum fellur í geð“, sagði írú Kunkel drembi- lega. Nýja vinnustúlkan raðaði papp írsþurrkunum á borðið, kreisti aftur annað augað, til þess að virða fyrir sér undirbúninginn og ætlaði svo að ganga út úr stofunni en frú Kunkel aftraði því: „Eitt andartak“, sagði hún rogg in. — „Faðir minn, — guð veri sál hans náðugur — var vanur að segja: „Jafnvel þótt maður geti keypt þrjátíu svin dag hvem, þá getur maður þó aðeins borðað eina kótelettu til hádegisverðar." Mundu það, þegar út í lífið kem- ur, því að ég býst ekki við því, að þér munið verða lengi hérna hjá okkur.“ „Þegar tvær persónur hugsa hið sama, hafa þær leyfi til að óska“, sagði ísolde dreymandi. „Ég er engin persóna", sagði ráðskonan bituryrt og ströng á svip. Silkiléreftið skrjáfaði. Svo skall hurðin aftur. Frú Kunkel kipptist við og var ein: „Hvers skyldi ísolde hafa óskað? Það var ekki gott að gizka á! Borðstofa sú, sem hér um ræð- ir, er í húsi við gömlu, virðulegu trjágöngin, sem liggja frá Hal- ensee til Hundekehle. Hver sá sem þekkir þessa götu nokkurn veginn, hefur veitt listihúsinu at- hygli. Ekki vegna þess, að það sé stærra ’ eða logagylltara eða meira umvafið Maríustökkum og lauftrjám, en hin húsin í ná- grenninu. Það er svo eftirtakan- legt og nýstárlegt vegna þess, að yfirleitt sér maður það ekki. í gegnum tvö hundruð metra langar járngrindur sér maður inn í fannbarinn skóg, sem neitar að láta nokkrar skýringar í té. Standi maður framan við hliðið, þar sem gránaðar steinsúlur standa sitt til hvorrar handar, sér maður hina breiðu akbraut og þar sem hún beygir til hægri, yfirlætislaust, vinalegt hús: vinnuhj úabústaðurinn. Hér búa vinnustúlkurnar. elda- buskan, bifreiðarstjórinn og garð yrkjuíólkið. — Sjálft listi- húsið, hin líflausu knattleika- svæði hin lagða tjörn, hin vel- tempruðu gróðurhús, garðurinn og slétturnar, sem sofa undir fannbreiðunni, eru og verða ó- sýnileg. Á annarri gráu súlunni, hægra megin við hliðið, kernur maður auga á lítið nafnspjald eða plötu. Maður gengur nær og les: Tobler. Tobler? Það er vafalaust millj- ónamæringurinn Tobler, leynd- arráð Tobler. Maðurinn sem á SUNDNAMSKEIÐ fyrir konur og börn hefst 1. júní í sundlaug Austurbæjarskólans. Kennsla fer fram í smáflokkum alla virka doga, nema laugardaga. Fyrir börn frá klukkan 10—12 f. h. Fyrir konur klukkan 6—9 e. h. Upplýsingar í síma 3140, klukkan 4—7 e. h. í dag og á morgun. Unnur Jónsdóttir. sundkemari. i»acm oie gegnt Austurbæjarbíó Þýzkir BRJÓSTAH ALD 4RAR og MJAÐMABELTI — Fjclbreitt og gott úrval — 12” X 48” SÞIBSTdNÍSeNtJiaifSðNr Grjótagötu 7 — Símar 3573 og 5296 BÍLSKÚR Til leigu 32 ferm. að stærð. Hentugur fynr smáiðnað eða geymslu. Uppl. Víðimel 61 milli kl. 1—9 i kvötd PHILCO RAFMAGNS ELDAVEL og BENDIX ÞVOTTAVEL hvorttveggja ónotað til sölu af sérstökum ástæðum með tæltifærisverði. — Tii sýnis á Smáragötu 6 kl. o—8,30 í dag og á morgun. SUMARÚÐUN G R Ó Ð U R SF Simi 5474 ERU XOMNAR ❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖ HE'S A TERRIFIC DANCER, MARK. ; AND I THINK HE'D BE OKAY IF ' HE DIDNT DRINK 1) — Já, ef þú krefst þess, þá verð ég að leyfa þér að dansa við Sirrí, þó ekki sé nema einn hring á gólfinu. 2) .... en ég verð að fara og drekkja sorgum mínum. 3) — Þjónn, láttu mig hafa tvö íaldan. 4) — Það virðist fara vel á með þér og Phil! — Hann dansar ákaflega vei og ég held að hann sé ágætur piltur nema hvað hann er of mikið fyrir áfengi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.