Morgunblaðið - 30.05.1956, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.05.1956, Blaðsíða 6
6 M ORCUISBLAÐIÐ Miðvikudagur 30. mai 1956 Kom í tyrsta sinn í 1PjóÖIeik- húsið off á Hótei Borff AI Þing. er Framsóknarkjördæmi af verstu tegund Rætt við Þingeyska bændur á Landsfundi SVO SEM kunnugt er kom hingað til bæjarins mjög mikill fjöldi marina utan af landi til þess að sitja landsfund Sjálf- stæðisflokksins. Voru sumir landsfundarfulltrúa mjög langt að komnir. Blaðið náði m. a. tali af tveimur bændum norðan úr Norður-Þingeyjarsýslu, þeim Gunnari Sigurðssyni frá Einars- stöðum í Núpasveit og Jóni Sigfússyni bónda á Ærlæk í Axarfirði. Fer hér á eftir stutt viðtal er blaðið átti við þá. Hér segir Gunnar Sigurðsson fréttir úr sínum heimahögum í fáum dráttum: — Þegar ég lít yfir síðastliðið ár þá finnst mér að það hafi ver- ið gott ár fyrir okkur bændur í N.-Þingeyjarsýslu. Sumarið í fyrra var, eins og öllum er kunn- ugt einkar hagkvæmt til hey- skapar. í vetur hefur aldrei kom- ið svo slæmt veður að ekki hafi mátt teljast bílfært um alla aðal- vegi. Að sönnu hentu nokkur skakkaföll á árinu eins og geng- ur. Er mér þá efst í huga rokið sem skall á fyrst í febrúarmán- uði nú í vetur, en þá urðum við eins og margir aðrir fyrir dálitl- um sköðum, þök fuku af húsum og ýmislegt annað gekk úr skorðum. RAFMAGNIÐ MESTA ÁHUGA- MÁU SVEITARBÚA í Núpasveit eru 10 jarðir. Á 4 bæjum sveitarinnar er raf- magn, en það er allt fengið frá vatnsknúnum einkastöðvum. — Annars er rafvæðing sveitarinn- ar eitt okkar mesta áhugamál. Bílveg höfum við heim að hverj- um bæ og sími er einnig á hverj- um bæ. Núpasveit er einvörð- ungu fjárræktarsveit og mun fjárflesta bú sveitarinnar eiga á 6. hundrað fjár, en meðalbú þar mun eiga talsvert á þriðja hundr- að. Vel er hýst á hverjum bæ og allt að fjórbýli á sumum jörð- unum. FÉLAGSSTARFSEMI TALSVERT MIKIL í sveitinni er talsvert mikil félagsstarfsemi. Eitt yngsta félag- ið okkar er sauðfjárræktarfélag. Er nú fylgzt með því hvað hver kind gefur af sér og er kynbóta- starfseminni hagað eftir afurð- unum eftir hverja vetrarfóðraða kind. SAMGÖNGURNAR ÆVINTÝRI LÍKAR Ég er nú kominn yfir sjötugt og hef því lifað hina miklu tækni þróun, sem orðið hefur á undan- förnum áratugum. Mér finnst að samgöngurnar nú séu ævintýri líkar hjá því sem áður var. Þeg- ar ég fór hingað suður til Reykja- víkur á Landsfundinn, voru ná- kvæmlega 4 klst. frá því að ég lagði af stað að heiman frá mér kl. 1,45 síðdegis og þar til ég lenti á Reykjavíkurflugvelli. Fyrst lagði ég af stað gangandi og gekk 1 km, þá fékk ég bíl og ók í honum um 12 km leið til flugvallarins á Kópaskeri og þeg- ar klukkuna vantaði stundar- fjórðung í 6 var ég lentur í Reykjavík. Ég get ekki hugsað mér betra og þægilegra farar- tæki en flugvél, þegar vel viðr- ar. KOM í FYRSTA SINN Á HÓTEL BORG OG ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ í íieild hef ég haft mjög mikla ánægju af ferðinni hing að suður. Ég hef aldrei fyrr komið á Landsfund, en ég hef haft af því mikla ánægju og mikinn fróðleik, enda hef ég korAzt í kynni við mjög marga hér. Mér þótti ríkja mikili samhugur og eining á fund- inum. í þessari ferð minni hingað kom ég nú í fyrsta skipti á Hótel Borg og í Þjóðleikhúsið og fannst mér það mjög skemmtilegt. Ég tek heim með mér ánægju- legar minningar um fróðlega og skemmtilega ferð, segir Gunnar Sigurðsson að lokum. FRAMKVÆMDAHUGUR í BÆNDUM Jón bóndi Sigfússon á Ærlæk í Axarfirði ræðir svo ástandið í sveit sinni: — Ekki verður því neitað að Gunnar á Einarsstöðum framkvæmdahugur er í bændum heima í minni sveit. Er þar eink- um um að ræða byggingar, rækt- un og ennfremur vilja menn gjarna koma sér upp súgþurrkun, en beina huganum minna að vot- heysgerð, vegna þess að í Axar- firði er nær eingöngu um sauð- fjárrækt að ræða. MESTA VANDAMÁLIÐ ER FÓLKSFÆÐIN Mesta vandamál okkar, eins og svo víða annars staðar er þó fólksfæðin. Ef veikindi ber að höndum er varla hægt að segja að til sé maður til þess að hlaupa í skarðið. Þeir fáu, sem annars gætu komið til greina, fara til verstöðva sunnan og vestan lands til fjárfanga. Og þó að við gömlu bændurnir kynnum að segja að bóndastaðan sé virðuleg og hafi margt til síns ágætis, enda hafa líklega aldrei verið betri skil- yrði fyrir hana en einmitt nú, þá leitar unga fólkíð samt burt úr sveitinni til meiri lífsþæginda og betri kjara. Mun þurfa meira en orðin tóm til þess að stöðva þann flótta, eða snúa honum við. 10 JARÐIR FARIÐ f EYÐI Frá því um miðja síðustu öld og fram til þessa tíma, hafa að minnsta kosti 10 jarðir farið í eyði í Axarfirði. Margar þeirra höfðu verið í samfelldri ábúð svo öldum skipti, a&rar aðeins fáa tugi ára. Þessar jarðir eru marg- ar hverjar vel byggilegar. En að- eins á tveimur þeirra er nú ver- ið að stofna til nýbvla. SANDGRÆÐSLAN ÓMETANLEG Það er okkur til óblandinnar ánægju, hve kappsamlega er unnið að sandgræðslu um neðan- verðan Hólssand af hálfu hins opinbera. Þar hefur verið svo mikill uppblástur á síðustu ára- tugum, að til eyðileggingar horfði á okkar fögru sveit, Axarfirðin- um. Þetta á einkum við þar sem landsháttum hagar svo, að allt er þurrlent og jarðvegur mjög laus og fokgjarn, en engin vötn eða gljúfur, sem heft geti sand- fokið. Hefur þetta til skamms tíma horft mjög illa. En með nútíma þekkingu og tækni, ásamt allmiklum fjárveit- Jón á Ærlæk ingum standa vonir til að fljót- lega verði úr þessum vanda bætt. Óefað má fyrst og fremst þakka þetta skilningi, velvilja og dugn- aði þeirra bræðra, Runólfs heit- ins Sveinssonar og Páls bróður hans. NÝ BRÚ ÁJÖKULSÁ ^ Menn fagna því að nú verður í vor hafizt handa um að endur- byggja gömlu Jökulsárbrúna hjá Ferjubakka. Hún er ein af fyrstu stórbrúm landsins, byggð á ár- unum 1904—1905, en er nú orð- in næsta hrörleg. Er hvorki hægt né vogandi að aka yfir hana á stórum og þungum bílum. Veldur þetta miklum flutningaörðugleik- um, auk þess sem ótt^-zt er, að brúin þá og þegar geti bilað og stórslys hlotizt af. FRAMSÖKNARKJÖRDÆMI AF VERSTU TEGUND Um stjórnmálin okkar í dag vil ég engu spá, í því öng- þveití, sem þar nú ríkir medal vinstri flokkanna í landinu, enda er hægt að þreyja til kosninganna. Kjördæmi okkar Norður-Þingeyinga er Fram- sóknarkjördæmi af verstu teg- und, því þar hafa Framsókn- armenn setið yfir hlut and- stæðinganna í áratugi, en nú má búast við að þar kunni að ruglast fylkingar, segir Jón bóndi á Æriæk að lokum. vig. Vortíðin hefir verið hagstæð SKRIÐUKLAUSTRI annan hvíta sunnudag: — Hér hefir hátíðar- veðrið verið dásamlega gott. Vor- tíðin hefir verið hagstæð, þrátt fyrir hið hörkulega kuldakast um miðjan már.uðinn. Var þá hér í dal norðan og norðvestan ofsaveður, með krapahríð fyrst, en síðan snjókomu og birti til með nokkru frosti. Ekki virðist þó þetta áhlaup hafa skaðað gróður, og miðar honum nú ört í góðviðrinu. Almennt er hætt að hýsa sauðfé, enda kominn sæmilegur gróður fyrir óbornar ær. Sauðburður er víðast um það bil að byrja eða rPtlega byrjað- ur. Hér á tilraunabúinu er þó burð- ur veturgömlu gimbranna rösk- lega hálfnaður. Eru bornar 50 gimorar o£ hafa 6 þeirra verið tvílembar. Burður ánna er ný- byrjaður. Var á hádegi í dag vitað um 52 ær bornar. Voru 37 þeirra tvílembar. Sauðburður hefir gengið óvenju vel það sem af er, þótt mörgum veturgömlu gimbranna hafi þurft að hjálpa. Enn hafa aðeins þrjú lömb far- izt hér. Tvílembdu ærnar eru teknar í hús sem fyrst eftir að þær bera, en einlembdu ærnar eru látnar sjá um sig úti úr þessu, ef áfram miðai eðlilega með gróður. Fátt er dýrmætara sauðfjárbúskapnum, en góður gróður, stillt og þurr veðrátta um sauðburðinn. Lokið er hér að bera á áburð- artilraúnir, en unnið verður við garðana eftir hátíðina. — J. P. Stefnt verði að þvi að stóriðnaður aukist í landinu Nauðsynlegt að efla starfsemi Iðnaðarbankans LANDSFUNDURINN telur, að iðnaðurinn hafi svo mikla þýðingu fyrir afkomu þjóðarinnar, að hann eigi í öllu að njóta hliðstæðrar aðstoðar og fyrirgreiðslu ríkisvaldsins og land- búnaður og sjávarútvegur. LÁNSFJÁRÞÖRF IÐNAÐARINS 1. Lánastofnanir þjóðarinnar leitast við eftir fremsta megni að fullnægja lánaþörf iðnaðarins. Fundurinn telur sérstaklega þýð- ingarmikið að seðlabankinn endurkaupi víxla iðnaðarins vegna efnivörukaupa með aðgengilegum kjörum. Fundurinn fagnar vexti og viðgangi Iðnaðarbankans, og teiur, að reynslan hafi ótvírætt sýnt, að stofnun hans hafi verið heilla- ríkt skref til eflingar iðnaðinum. Þakkar fundurinn þingmönnum Sjálfstæðisflokksins ötulan stuðning við stofnun bankans og mál- cfni hans. Iðnaðarbankanum er rík þörf á auknu fjármagni til útlána, svo sem Alþingi hefur viðurkennt með því að samþykkja frumvarp þriggja Sjálfstæðismanna um heimild handa ríkisstjórn- inni til lántöku fyrir bankann. Jafnframt því að vinda ber bráðan bug að útvegun lánsfjárins, telur fundurinn óhjákvæmilegt, að þegar tekjuafgangi ríkissjóðs er ráðstafað til atvinnuveganna, fái iðnaðurinn sinn skerf. * Fundurinn þakkar þingmönnum Sjálfstæðisflokksins fyrir stuðn- ing við Iðnlánasjóð og telur óviðunandi annað en að stórauka fjárráð hans, svo sjóðurinn geti gegnt því mikilvæga hlutvcrki að íullnægja eðlilegri stofnlánaþörf iðnaðarins. SKIPAVIÐGERPIR INNANLANDS 2. Að eigi séu fluttar inn iðnaðarvörur, hálfunnar eða fullunnar, sem hagkvæmt er að framleiða í landinu sjálfu. Eigi séu hcldur send á erlendan vettvang þau verkefni, sem auðvelt er að Ieysa af innlendum iðnaðarmönnum. Gerðar verði ráðstafanir til þess að tryggja það, að viðgerðir íslenzkra skipa verði framkvæmdar hér á landi og að íslenzkar skipasmíðastöðvar annist nýsmíði skipa svo sem við verður komið. 3. Jarðhiti, vatnsorka og aðrar auðlindir landsins verði nýttar eftir því sem unnt er, til þess m. a. að framleiða iðnaðarvörur til útflutnings. Lífvænlegum iðnaði, sem þegar er hafinn í landinu, I sé veittur stuðningur til þess að selja framleiðski sína á erlendura markaði. Stefnt verði að því að stóriðnaður eflist í landinu. 4. Reynt sé að haga svo til, að iðnaðurinn biði ekki tjón af vö-'iskipta- og viðskiptasamningum við önnur ríki. Fundurinn þakkar iðnaðarmálaráðherra fyrir að hafa skipað nefnd til þess að rannsaka þjóðhagslegt gildi iðnaðarins til gjald- eyrissparnaðar, svo að Ijóst verði, hverja þýðingu iðnaðurinn hefur fyrir gjaldeyrisafkomu þjóðarinnar. 5. Iðnfyrirtækjum sé gert kleift að koma upp hentugu atvinnu- húsnæði. TÆKNILEG MENNTUN 6. islendingar hagnýti sér viðleitni vestrænna þjóða til þess að miðla hver annarri tæknilegri þekkingu til framfara í iðnaðinum. Þess vegna telur fundurinn að Iðnaðarmálastofnun íslands hafi þegar sýnt, að hún gegnir mjög mikilvægu hlutverki og verðskuldi íyllsta stuðning hins opinbera. Fundurinn telur vel farið, að iðnaðarmálaráðherra hefur komið fastari skipan á stjórn og skipulag stofnunarinnar og undirbúið Iöggjöf um hana. 7. Fundurinn þakkar Ingólfi Jónssyni, iðnaðarmálaráðherra, fyrir ötula forgöngu hans í að fá samþykkta löggjöf um iðnskóla, sem um langt árabil hefur verið eitt helzta baráttumál iðnaðarsam- takanna, og sem vænta má mikils af til eflingar tæknifræðslunni í landinu. Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir auknum framlögum til bygg- ingar iðnskólans í Reykjavík, sem gert hafa kleift að taka hann í notkun. Jafnframt leggur fundurinn áherzlu á, að smíði hússins verði lokið sepi fyrst, til þess að hægt verði að koma þar upp þeirri miðstöð fyrir tæknifræðsluna í landinu, sem iðnskólalög- gjöfin gerir ráð fyrir. KYNNING ÍSLENZKRAR FRAMLEIÐSLU 8. Landsfundurinn telur, að vörusýningarnefnd, sem iðnaðar- málaráðherra skipaði til þess að kynna íslcnzkar framleiðsluvörur crlendis, gegni mjög þörfu hlutverki, og telur fundurinn vel farið, að Alþingi hcfur sýnt þessu máli skilning með fjárframlagi. , Fyrirhuguð bygging sýningarskála í Reykjavík, með framlagi og þátttöku iðnaðarsamtakanna og nokkurra annarra samtaka og stofnana atvinnuveganna, er aðkallandi verkefni, sem ríkisvaldið ætti að styrkja, svo þýðingarmikið sem það er, að íslenzkar vörur séu kynntar meira en verið hefur, enda orðið tímabært að haldnar séu kaupstefnur eða iðnsýningar með reglubundnu millibili, svo sem tíðkazt erlendis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.