Alþýðublaðið - 29.06.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 29.06.1920, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið Grefið út af Alþýðullokkiium. 1920 Þriðjudaginn 29. júní 145. tölubl. €rlenð simskeyti. Khöfn 28. júní. Heimíerð herfunga. Friðþjófur Nansen fer til Moskva til þess að semja við Sovjetstjórn- ina um heimsending herfanga. Símað er frá Warschau, að þjóðaratkvæðagreiðslan í Vestur- og Austur-Prússlandi fari fram .11. júií. Tyrkir andmæla friðar- skilmálnnnm. Símað er frá Konstantinópel, að sendinefnd sé lögð af stað þaðan til Parísar með andmæli gegn friðarskilmálunum. Jön Jödssod, ljösmyndari. ■Hann vinnur 5000 m. hlaup. Khöfn 28. júnf. Jón Jónsson ljósmyndasmiður hefir unnið 5000 metra hlaup um bikar á íþróttaveiiinum (í Khöfn). Rann hann skeiðið á 15 mín. 53,3 sek. og var því að eins V2 mínátu lengur en danskt met er nú, [fón hefir og nýlega unnið aftur bikar þann í Svíþjóð, er hann vann f hlaupum f fyrra. Hann er skilyrðislaust bezti ís- lenzkur hlaupari, er nú er uppi, og er talið víst, að hann taki þátt í Olympíuförinni með Dön- um. Leitt að hann verður þá lík- lega ekki talinn íslendingur. Ingi- mar Jónsson, sá er mestum hraða hefir náð hér á sömu vegalengd, rann skeiðið um tíaginn á 17 mín. 47*/s sek.]. 3œðlanðsmáliii og alþjóðaheill. Eftir Lajpat Rai. Indlandsvandamálin eru í aug- um Indverjans þjóðernislegs eðlis, í augum heimsins eru þau alþjóð- Iegs eðlis. Indland er þvílíkt landflæmi og hefir svo geysimarga íbúa, að engum þeim sem eru fiamfarir og heill mannkynsins áhugamál, get- ur á sama staðið um Indlandsmál- in. índland er hjarta Austurlanda. Það er heimili Hindúatrúarinnar, fæðingarstaður Búddhatrúarinnar og önnur miðstöð Múhameðstrú-■ armanna. Það er einnig miðstöð allrar Asíumenningar, Kínverjar og Japanar beygja sig í lotningu fyrir vitringum þess, og Mið-Asíubúar og Múhameðstrúarmenn í Vestur- Asíu leita þangað fræðslu og þekk- ingar. Hin andlegu auðæfi Iadlands eru geysileg alt frá því sögur fara fyrst af, en hin jarðnesku auðæfi þess eru engu minni. Náttúruauð æfi Iadlands eru takmarkalaus. Þau hafa orðið þess bölvun. Her- valdið og drottinvaldið litu jafnan auðæfi Iadlands ágirndarauga. Helmingur allra styrjalda verald- arinnar hefir verið háður um Ind- land. Á liðnum öldum hefir það vakið stórveldadrauma í hugum kónga og keisara. Og f framtíð- inni mun það stöðugt verða or- sök styrjalda, svo framarlega sem eigi verður ráðið vandamálum þess til lykta á viðunanlegan hátt, þann- ig að hernaðaræfintýramönnum og blóðsugum á framleiðslu og viðskiftum verði eigi leyft að leika þar lausum hala. Þjóðin er hugrökk og hraust, starfsöm, gáfuð og mjög tilfinninganæm, stendur yfirleitt á háu menningarstigi og er friðsöm. Indverjar hafa aldrei undirokað aðrar þjóðir. Ef þeir væru látnir sjálfráðir, myndu þeir framleiða nægilegt handa sjálfum sér og hafa nægan tfma afgangs til lista. og vísindaiökana. Þeir myndu eigi einungis geta miðlað mannkyn'nu líkamleg gæði, heldur einnig menn- ingu og andleg sannindi. Fengju þeir að vera sjálfráðir og þroska hæfileika sína í friði fyrir útlend- um yfirgangsseggjum, myndu þeir geta myndað eins konar varnar- garð um menningu heimsins og orðið tengiliður milli Vestur- og Austurlanda, Að kynflokki og skyldleika eru þeir Evrópu- og Asíubúum báðum tengdir. Að menningu eru þeir skyldir Grikkj- um, Rómverjum og Bagdadbúum, að trúarbrögðum öllum heiminum. Trúarbragðaskoðanir, hörundslit eða annað hafa Indverjar aldrer Iátið standa í vegi fyrir velvild sinni og gestrisni gagnvart úfe- iendingum. Hver einn einasti Hindúi trúir á frelsun allra að lokum (universalism) og viður- kennir þvf, að sál hins minsta bróðurs sé sama eðlis sem hans, og að takmark lífsins sé að Iosna við allar tilbúnar hindranir og verða eitt með alverunni. Nútíminn gerir miklar kröfur til menningar, rpentunar og mann- kærleika þjóðanna. Það er þv£ sorglegt, að í sama mund skuli slík þjóð sem Indverjar vera kúg- aðir af hinu hreinasta drottinvaldi (imperialism) (stundum skotnir eða \ drepnir á annan hátt), haldið í skefjum af hinu grimmasta her- valdi, og sogin af iðnaðarhöfð- ingjum og öðrum auðmönnum. Það er hreinasta hræsni, að tala um aiþjóðanefnd (League of Nati- ons) og um það, að heiminum skuli stjórnað réttilega af henni, meðan leyft er að kúga á slíkart hátt r/s hluta mannkynsins í Ind- landi einu. Séu aðrir hlutar Asíu og Afríku taldir með, verður talan 3/4 af mannkyninu. Hvernig ætl- ast menn þá til að friður verði á jörðu, á meðan 3/4 hlutar mann- kynsins eru sveltir andlega og líkamlega til dauða af nokkrum hinna. Því það verður ekki þolað

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.