Alþýðublaðið - 29.06.1920, Síða 4

Alþýðublaðið - 29.06.1920, Síða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Xoli konsngnr. Bftir Upton Sinclair. C.s. Suðuríanó fer hédan aukaferð til Borgarness, io. Júlí og tekur vörur og farþega. H.f. Bimskipafélag1 íslands. Þriðja bók: Pjónar Kola konungs. (Frh.). Hallur hafði f huga sér langar samræður við hana. Hann málaði upp fyrir sér, hvernig hann gengi tneð henni um héraðið og út- skýrði alla hluti fyrir henni og kynti hana fólkinu. Það var dýrð- legt tækifæri, sem nú bauðst. Hann ætlaði að taka með sér alla vini sína, sem voru með Percy, og kynna þá hinum nýju vinum sínum, svo báðir aðilar nytu góðs af. Hann fyltist svo miklum eld- móði út af þessum hugsunum, að hann gat varla beðið þess, að dagur rynni. XVI. Þegar leið undir morgun, sofn- aði Hallur. Billy Keating, sém sat fiötum beinum á gólfinu og neri stírurnar geyspandi úr augum sér, vakti hann. Haílur skildi það á honum, að honum hafði ekki heldur liðið vel um nóttina, Hann hafði aldrei, síðan hann varð fréttaritari, haft ráð á annari eins sögu — og svo átti hann ekki að fá að birta hana! Cartwright hafði kallað frétta- ritarana á fund sinn seint um kvöldið og haíði sagt þeim frétt- ina — að félaginu hefði loksins tekist, að koma námunni svo í lag, að hægt væri að opna hana. Líka hafði hann sagt þeim, að Harrigan yngri, væri þar staddur í einkavagni sínuro, gagntekinn af umhyggju fyrir verkamönnun- um. Fréttaritararnir mættu auð- vitað minnast á komu hans, en þeir máttu ekki gera mikið úr henni, og alls ekki nefna nöfn gesta hans. Auðvitað fengu þeir ekki að vita, að ungi maðurinn, sem hrakinn hafði verið burtu úr héraðinu, hefði opinberað það, að hann væri sonur Edwards Warner. Úti var sallarigning og kalsi, svo Hallur fékk lánaða garr.la kápu hjá Jerry og fór í hana. Litli Jerry vildi fara líka, og dúðaði Hallur hann því, eftir nokkurt þjark, inn í sjal og lét hann á háhest sinn. Dagur var að renna, en samt stóðu allir í- búar bæjarins kringum námuopið. Maður hafði farið niður með hjálm á höfðinu til þess, að rann- saka andrúmsloftið, lausnarstundin nálgaðist því óðum. Konurnar stóðu með rennvot sjöl á herð- unum, fölar og úrviuda og komu engu orði upp vegna eítirvænt- ingar. Meðan þær stóðu þarna skjálfaudi af kulda og bleytu, dóu bændur þeirra ef til vill, þarna niðri í jörðinei vegna þess að þá vantaði, þó ekki væri nema, dropa af vatni! Hjálmbúni maðurinn kom aftur uPPi °g skýrði frá því, að ljós lifði á námugólfinu, svo það væri tiltölulega hættulaust fyrir hjálm- lausa menn að fara niður. Fyrsti hópurinn af sjálfboðaliðinu fór því að búa sig til ferðar. Hamars- höggin höfðu kveðið við alla nótt- ina þar sem smiðirnir unnu að því, að koma nýja lyftinum í lag. Nú var hann tilbúinn, og menn- irnir gengu inn í hann. Þúsundir manna andvörpuðu, þegar lyftinn loksins fór á hreyfingu, og menn- irnir hurfu. Þeir yfirgáfu konur sínar og börn, en þó hefði ekki ein einasta kona beðið þá um að vera kyrra — svo sterkt var hið ósjálfráða band, er tengdi saman þessar þrælkuðu sálir, sem þó voru af tuttugu þjóðflolckuml StSkur. Hræðist eg að heyra og sjá hve heilög trúin rotnar, en svfvirðingaraldan á íslands skerjum brotnar. Lausum hala leikur flest, líðast flestar vamtnir. Er að magnast andleg pest og tslandsþjóðar skammir. Saurug iðkuð Satans „fög“ sýnast nú um stundir. En guðs og manna látin !ög liggja fótum undir. Glögt þess dæmi getum séð, ef gætt er vel hins rétta, hvernig farið hér er með hvíldardaginn setta. Um það hugsa, ei þarf frest, og engan greiða vandann; sést þá bezt hvern meta mest: mammon, guð eða fjandann. Trúin rénar, trygðin dvín, tfnast heilög boðin. Myrkrið þénar mammon, hrín móðins sálar voðin. Alt hið góða er komið á kaf, klækir þetta sanna; lyktar andleg líkþrá af lffi borgarmanna. Mig hryllir uppi, af hjartasorg, að heyra hvernig gengur. Ö, þú vesöl Víkur borg, vertu ei svona lengur. Stillið óláns-straumana, því ströng eru syndagjöldin. Taki nú í taumana til sín æðstu völdin. * A. Verzlunin „Hlíf“ á Hverfisgötu 56 A, sími 503 selur: 12 tegundir af góðu, fínu Kaffibrauði, 3 teg- af Sirius suðusúkkulaði, Kakao og Sukkulade sælgæti, Kreyns vindla, góða og ódýra, Reyktóbak, Nef- tóbak, skorið og óskorið, Skólp- föturnar alþektu, Vatnsfötur, email- leraðar Ausur, Steikarpönnur, Borð- hnífa, Alumineum gaffla, Matskeið- ar og Teskeiðar, afar ódýrt. Vasa- hnffa, Starfhnífa og skæri. Kaupið nú þar, sem ódýrast er Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson Frentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.