Alþýðublaðið - 29.06.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.06.1920, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 margar tegundir hjá H. P. Duus Kartöflur, Laukur, Citronur nýkomið til H. P. Duus. leiðis kom skonnortan Döty með timburfarm ti! Jónatans Þorsteins- sonar. Yeðrið í dag. Vestm.eyjar ... NV, hiti 9,4. Reykjavík .... NNA, hiti S 7, ísafjörður .... NA, hiti 60 Akureyri .... NNA, hiti 6,2 Grímsstaðir . . . NA/ hiti 3 5. Seyðisíjörður . . NA, hiti 6,3 Þórsh., Færeyjar S, hiti 11,3. Stóru stafirnir merkja áttina Loftvog lægst milli Færeyja og Islands og hægt fallandi, Snörp, köld norðiæg átt. Sala ísl. báka í KhSjtt. Eg hefi lengi furðað mig á því, að hér í Kaupmannahöín skuli ekki vera hægt að fá neinar ís- lenzkar bækur. Eg hefi spursf, fyrir hér hjá bók- sölunum, en svarið hefir verið, að þær fengjust ekki. Hvernig stendur nú á þessu? Það getur várla verið öðru að kenna, en sinnuleysi bóksalanna. Hví mætti ekki koma ísl. bókum á markaðinfi hér, eins og hægt er að koma erlendum bókum á markað á íslandi. Eg veit vel, að sala fsl. bóka myndi hér takmörkuð, þar sem svo fáir aðrir en Íslendingar lesa málið, en þess er þó að gæta að hér í borginni eru að staðaldri 800 —IOOO íslendingar, og mætti því búast við töluverðri sölu. íslenzk- ar bækur seljast ekki of vel, og íslenzkir rithöfundar verða ekki of feitir af launurn sínum. Það væri því ekkert eðlilegra, en að bók salar reyndu alt sem unt er, til þess að nota þann markað, serh hægt er að fá. Þó ekki seldust hér fyrst uro sinn nema 3—4 tugir af helztu skáldritum og þess háttar, þá væri það þó góð byrjun. 9 Tímarit þurfum við líka að fá að sjá hér. Þau sjást ekki heldur hjá bóksölunum. Það væri ekkert að því að fá að sjá t. d. Eimreið- ina, Iðunni, Skírnir o. fl. Bezt væri að koma þessu svo fyrir, að bækurnar fengjust á 1 eða 2 stöðum í borginni. Þessir staðir yrðu svo auglýstir í íslenzk- um blöðum og mýndi það fljótt berast út meðal íslendinga hér, þegar nýjar bækur væru komnar á markaðinn. Uogir menn myndu vafalaust reyna það sem þeir geta til þess, að hvetja fólk til bóka- kaupanna. Mér finst ekki til of mikils mælst, þó farinn sé þessi bónar- vegur til ísl. bóksala. Réttindin, sem hér búsettir íslendingar hafa heima, eru ekki of mikil samt, þó þeir séu ekki Iíka sviftir þeirri ánægju, að fá að sjá fsl. bækur. Nóg er að gert með því, að þeir eru í 5 ár sviftir þegnrétti, ef þeir eru svo ólánssamir að vera hvergi skráðir á manntal á íslandi í eitt ár. Og svo er þeim brugðið um Danadekur og annað verra, ef þeir fallast ekki viðstöðulaust á ofstækisfullar kröfur þjóðremb- ingsmanna. Þorfinnur Kristjánsson. Gimsteinn í sorpinu má hún kallast, greinin sem birt- ist f Morgunblaðinu á sunnudaginn, um „Vikuútgáfuna". Fjórtán menn hafa skrifað undir greinina — skáld og bókmentamenn í fremstu röð. Það var snörp árás á bókmenta- úrþvætti það, sem þessari Viku- útgáfu er sýnilega ætlað að verða, og orð í tíma talað. Sýnist vera nægilegt hér á bókamarkaði af þessum „hlandfor- um sem að aldrei þrjóta," þó ekki sé bætt við. En skyldi ekki ritstjórn Morg- unblaðsins hafa tekið sárt til neð- anmálssagna þeirra, sem það blað hefir flutt undanfarin ár —!því al- gjörlega eru þær af sama sauða" húsi og Vikuútgáfa þessi .— skríl- sögur og ekkert annað. Reykvíkingur. Hpámaims-orð. Minjalaus útrýming allrar veru- legrar neyðar myndi kosta menn- ingarríkin langtum minna en víg- búnaður þeirra. Tveir miljarðar, minna en þriðjungur af búskapar- veltu þýzka ríkisins, veittir árlega og varið réttilega, myndu þurka af landinu hinn síðasta neyðarvott. Dugleysi og tómlæti löggjafarana- ans í menningarlöndunum á sök á glæp og svívirðingu vorra tíma, er bætt mun verða fyrir áður en þessi öld er út runnin. (Úr: Zur Mechanik des Geistes oder vom Reich der Seele, 3. bók III., 1912.) Walther Rathenau. Hrísgrjón Hrísmjöl Hafragrjón Bygg-grjón B ankabyggsmjöl fæst hjá H. P. Duus;

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.