Morgunblaðið - 31.07.1956, Page 3

Morgunblaðið - 31.07.1956, Page 3
MOnc*t*ntT.*ÐIÐ Þriðjurtagur 31. júl" 1956 3' slsar og huiig með droltnmgu Frá uppgreftrinum að Ásubergi 4VÍKINGAFUNDINN mættu sex fulltrúar frá Noregi. — Norðmenn eru um margt skyld- astir okkur íslendingum og saga þeirra er einnig saga vor. Því er fróðlegt að kynnast viðfángsefn- um nórskra fornleifafræðinga. MERKASTX FORNLEIFAFUNDUR Á NORÐURLÖNDUM í Noregi hefur fundizt merk- asti fornleifahaugur á Norður- löndum frá Víkingaöld. Er hann á bænum Oseberg á Vestfold. Fræö'ibækur herma þannig frá íundi þessum: „Samkvæmt göml- xun munnmælum var talið að í hauginum á Oseberg væri grafið skip. Árið 1903 var fyrst grafið í hauginn, en 1904 hófust skipu- lagðar rannsóknir á þessum forn- minjum undir umsjá Gabriels Gustavsson. Sýndi sig að skipið var grafið í leir sem nam þrem fjórðu úr metra. Umhverfis var síðan rað- að u. þ. b. 100 m3 af grjóti. Síðan hafði haugurinn verið tyrfður svo vel að inni í honum myndað- ist loftþétt rúm, sem varði forn- minjarnar skemmdum. Kom í ljós að hér var ekki um að ræða víkingaskip, heldur lystisnekkju, sem ýmist hefur gengið fyrir ár- Um eða seglum. HEFÐARKONA MEÐ AMBÁTT SÍNA Um 1000 hefur haugurinn ver- ið rofinn og fornminjarnar færð- ar úr stað, en þó er talið að flest hafi fundizt, sem upphaf- lega var í hauginum. Er það m.a. leifar af beinum tveggja kvenna. Önnur hefur. verið um fimmtugt, en hi:.i nálægt þrítugu. Er ætlað að þar sé hefðarkona með am- bátt sína. Margt húsdýra fannst einnig, t. d. ungur uxi, 14 hestar og 4 hundar. Hestarnir og hund- arnir voru afhöfðaðir. Reipi höfðu verið bundin um fætur hestanna. Þau voru það ófúin að hægt var að leysa hnút- ana. ÁSA DROTTNING, SEGÍR SNORRI Enda þótt haugurinn hafi verið rofinn eiga minjarnar ekki sinn líka. Bendir allt til að kona sú, sem þarna er heygð sé konunga- ættar. Nafn hennar er ekki þekkt úr neinum munnmælum, en Snorri skýrir svo frá, að á þeim tíma sem hér um ræðir, eða á miðri níundu öld, hafi Ása drottning, kona Guðröðar kon- ungs á Vestfold og móðir Hálf- dánar Svarta, konungs á Vest- fcld, búið á þessum slóðum. Er álitið að hún sé heygð þarna. Þessa tilgátu styður einnig skýr- ing O. Rygh á nafninu Oseberg, sem hann segir að standi fyrir eldra Ásuberg.“ - RANNSÓKNIR STANDA ENN YFIR Rannsókn á þessum fornminj- um hefur staðið yfir fram að þessu. Á víkingafundinum um daginn skýrði prófessor Björn Hougen frá Oslo frá síðustu nið- urstöðuíh vísindamanna á leifum úi Osebergsskipinu. Tíðindamað- ur blaðsins hitti prófessor Houg- en að máli og spurði hann um þessar síðustu leifar. ÚTSKORNIR MUNIR „Þeir hlutir sem rannsakaðir hafa verið á síðustu árum eru einkum mergð ýmissa muna úr tré. Eru þeir útskornir og hinir athyglisverðustu. Meðal annars eru sleðar úr tré. GAMLAR FATALEIFAR Einnig höfum við rannsakað Frófessor Björn Hougen hugmynd um klæðnað hefðar- --------- kvenna á níundu öld. Ekkert hef- gamlar fataleifar, sem þarna, ur áður birzt um þessar fataleif- fundust. Gefa þær skemmtilega1 ar. Því var það að ég lagði nið- urstöðurnar fyrir víkingafund- inn. Þetta skip hefur sýnt okkur margt úr menningu Víkingaald- ar, sem við vissum ekki áður.“ Er ekki eitthvað fleira mark- vert, sem norskir fornleifafræð- ingar fást við um þessar mund- GÓÐUR FUNDUR — FALLEGT SAFN „Það tæki of langan tíma að segja frá því,“ segir prófessor Hougen, „en það er annað sem mig langar til að minnast á, og það er víkingafundurinn hér og kynni mín af íslandi í þessari fyrstu heimsókn. Víkingafundurinn hefur verið mjög vel skipulagður. Ferðirnar út um landið voru einkar ánægjulegar. Mér varð hugsflð til þess í hrauninu á Reykjanes- skaga, hve undarlegt væri að fólk skuli eitt sinn hafa lifað þar sem nú eru eldgígar og hraun. Mynd- ir þær, sem náttúra íslands sýndi okkur, voru þess verðar að sjá þær. Einnig var gaman fyrir safn- mann eins og mig að skoða Þjóð- minjasafnið hérna. Það er ein- staklega fallegt, og öllu komið fyrir af smekkvísi og hagleik." jha. ísfiskur ofj hraMryslur fiskur um markað í A-Þýzkaiandi IGÆRDAG sendi Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna út fréttatil- kynningu um fisksölur til Austur-Þýzkalands. Segir þar frá. því að varhugaverð samkeppni sé í uppsiglingu milli hraðfrysta fisksins og ísvarins togarafisks, um 20 togarafarma, sem myndi hafa í för með sér minni innflutning á hraðfrystum fiski. 1 fréttatilkynningu, sem ræðir báðar hliðar þessa máls ýtariega segir m.a. svo: 1 Austur Þýzkalandi, eiga ls- lendingar jafnvirðiskaupasamn- ing, þ.e.a.s. — við getum ekki selt Austur Þjóðverjum sjávarafla fyr- ir hærri upphæð en vörukaup okk- ar í sama landi nema. Nú gæti komið til máia að selja til Austur Þýzkalands um 20 tog- arafarma af ísfiski. Vegna jafnvirðiskaupasamning- anna leiða slíkar togarasölur að- eins til þess, að Austur Þjóðverj- ar myndu kaupa 1000 smálestum minna af hraðfrystum fiski. Þessi staðreynd gerir það knýjandi að íhuga betur, hvert stefnt er með sölu á ísfiski til Austur Þýzka- lands, hvort þær eru hagstæðar fyrir þjóðarbúið, þegar þær verða beinlínis til að draga úr sölu á hraðfrystum fiski. Allur almenningur í borgum og bæjum við sjávarsíðuna þekkir af eigin raun, hve stórfellda þýðingu fullverkun fisksins hefur fyrir at- vinnulíf fólksins. En leiða má einn ig skýr rök að því, að yerlcun fisksins hefur stórfellda efnahags- lega þýðingu fyrir þjóðina í heild. Þetta kemur fram m.a. á tvennan hátt: í fyrsta lagi verða útflutnings- verðmæti aflans meiri og í öðru lagi nýtist afkastageta fiskislcip- anna helmingi betur, þegar dýr- mætum tíma þeirra er ekki eytt í langar millilandasiglingar. S.l. haust lét Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna gera útreikninga, sem sýndu glöggt, hve mikilvægt það er fyrir þjóðarbúskapinn, að fiskaflinn sé fullverkaður innan- lánds. 1 útreikningi þessum var gerður samanburður á vinnslu karfans hér heima og því að selja hann óunninn úr landi. Saman- burðurinn var á þessa leið: Það er talið, að togari þurfi 25 daga í eina veiðiferð og siglingu, þegar hann siglir með aflann til Þýzkalands og landar 250 smálest- um, sem selst fyrir um 300 þús- un<l krónur. Á sama tíma eða 25 dögum, getur togari farið tvær veiðiferð- ir með því að leggja aflann á land hér, eða aflað 500 lestir. Fullunninn, að frádregnum um- 1 '.ða- og sölukostnaði myndi þessi afli seljast fyrir 800—900 þ>*s- und krónur. Þrátt fyrir þetta geta menn e. t. v. sagt, að það sé réttlætanlegt, að selja isfiskfarma úr togurum til annarra landa, þegar það leið- ir í heild til aukinnar fisksölu, eins og t.d. til Vestur Þýzkalands. Bifreiðastöðin Bæjarleiðir — Sími 5000 — Miðbær, sími 5001. Vesturbær. simi 5007. INNRÖMMUN Tilbúnir rammar. SKILTAGERÐIN, Skólavörðustíg 8. Skrá um niðurjöfnun útsvara (aðalniðurjöfnun) í Reykjavík árið 1956, liggur frammi almenningi til sýnis í gamla Iðnskólahúsinu við Vonarstræti, frá þriðju- agi 31. júlí til þriðjudags 14. ágúst næstkomandi (að báðum meðtöldum), nlln virka daga, klukkan 9 f. h. til kl. 5 e. h. Útsvarsskráin verður ekki gefin út preituð að þessu sinni. svarsseðlar hafa þegar verið bornir hv.im til margra gjaldenda og verður því -íaldið áfram, þar til lokið er. Tekið skal þó fram, að af mörgum ástæðum getur farizt fyrir, að gjaldseðill komi i hendur réttum viðtakanda, en það leyair viíaskuld ekki undan gjaldskyldu. Frestur til a-ð kæra yfir útsvörum er að þessu sinni til þriðjudagskvölds 14. ágúst, 24, og ber að senda útsvarskærur til n öurjöfnunarnefndar, þ. e. í bréfakassa -jn.attstofunnar í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu, fyrir þann tíma. Þeir, sem kynnu að óska eftir upplýsingum um álagningu útsvars sins, skv. síðari 'álslið 2. gr. laga nr. 48, 20. apríl 1954, sendi skriflega beiðni til niðurjöfnunar- iiefndar fyrir sama tíma. Formaður niðurjöfnunarnefndar verður til viðtals á Skattstofunni kl. 10.30 — 12 -'yrir hádegi alla virka daga meðan útsvarsskráin liggur frammi samkvæmt fram- ansögðu. Borgarstjórinn í Reykjavík, 30. júlí 1956. GUNNAR TIIORODDSEN. HclHar aldar reynsla I framleiðslu á niðursoðnum grænmetis- og kjötréttum. Holl fæða — ljúffeng fæða — ódýr fæða. Tilbúið á borðið. UISALA Vefnaðarvdruverzlunin Týsgdtu 1 UTSALA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.