Morgunblaðið - 08.08.1956, Síða 1
* *
Landskeppni
Englendinga
og Islendinga
tauk með sigri
Englands 3:2 sjá bls. 3
ivsrmg má
þe
Pravda ræðst harðlega
á franska jafnaðarmenn
Eftir að útséð er um að þeir viljja ekki
samsfarf við franska kommúnista
New York 7. ágúst. Skv. New York Times.
VALDIIAFARNIR í KREML hafa nú gefið upp síðustu von um
að franskir jafnaðarmenn fáist til að mynda þjóðfylkingu
með frönskum kommúnistum. í samræmi við það eru rússnesk
blöð nú farin að hella úr skálum reiði sinnar yfir franska jafnaðar-
menn. Hefur orðið skyndileg brcyting á þessu, því að í allt sumar
hafa rússnesku blöðin unnið sameinað að því að skjalla franska
jafnaðarmenn.
jákvæðum árangri
arnir eru sviknir?
Eisenhower svarar hréíi BúSganins
Washington, 7. ágúst. Einkaskeyti frá Reuter.
EISENHOWER Bandaríkjaforseti hefur sent Búlganin forsætis-
ráðherra Rússlands bréf, þar sem hann segir m.a., að Rússar
geti stuðlað að alþjóðlegum sáttmála um afvopnun, með því að
halda þá samninga sem gerðir voru á Genfarráðstefnunni í fyrra-
sumar. Bréf Eisenhowers er svar við bréfi Búlganins frá 7. júlí
s.l. þar sem tilkynnt var m.a. að fækkað hefði verið í rússneska
hernum og Bandaríkjamenn hvattir til að gera hið sama.
Það var sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu, Charles Bohlen,
sem afhenti Búiganfn bréfið.
Eisenhower svarar . . .
Eisenhower þakkar Búlganin
fy.ir bréfið, sem hann segist
hafa lesið vandlega. Kveðst hann
gleðjast yfir því, ef Rússar ætli
nú að fækka í her sínum. Ef
þeir gerðu það, þá séu þeir loks
farnir að fylgja fordæmi Banda-
ríkjanna, sem afvopnuðust í lok
síðustu heimsstyrjaldar og hafa
síðan lítinn herafla, nema þegar
BONORÐIÐ
Stjórnmálafréttaritari New
York Times, Harry Schwartz,
gerir allnáið grein fyrir þeirri
skyndibreytingu, sem orðið hefur
á viðhorfi kommúnísku valdhaf-
anna.
Snemma á þessu ári hófu vald-
hafarnir í Kreml mikla herferð
fyrir því að stofnað yrði til þjóð-
fylkinga í vestrænum löndum.
Sendu þeir kommúnistaflokkum
viða um lönd fyrirskipanir um að
breyta um stefnu og byrja nú að
friðmælast við jafnaðarmenn.
Franskir kommúnistar voru fús-
ir til að hefja slíkt bónorð, því
að þeir sjá nú fram á alvarlegt
fylgishrun á næstunni.
í maí s.l. var foringjum
franskra jafnaðarmanna boðið í
heimsókn til Moskvu og var tekið
konunglega á móti þeim. Hefur
æ síðan verið talað hlýlega til
hinna frönsku jafnaðarmanna í
rússneskum rnálgögnum. Allt hef
ur þetta stafað af því að valdhaf-
arnir í Moskvu hafa vilj. hafa
hönd í bagga með því að komm-
únískar þjóðfylkingar yrðu stofn-
aðar.
SNÚIÖ VIÐ BLAÖINU
Nú hefur þeirn Krúsjeff og
Búlganin loksins skilizt, að fransk
ir jafnaðarmenn ætla alls ekki
að mynda neina þjóðfylkingu
með kommúnistum. Láta þeir þá
Pravda og önnur rússneslc mál-
gögn, svo sem Moskvu-útvarpið,
gera hina hörðustu' hríð að frönsk
um jafnaðarmönnum, sem einna
helzt minnir á hina heiftarlegu
árás á brezka jafnaðarmenn í
sambandi við heimsókn Krúsjeffs
til Englands.
í greinúm, sem birzt hafa í
Pravda eru leiðtogar franskra
jafnaðarmanna m. a. Pierre
Comin fararstjóri í Moskvuferð-
inni, sakaðir um að stefna að því
að sundra einingu verkamanna.
Einnig eru þeir sakaðir um að
bera út falskan áróður um
Sovétrikin.
Fá slys og óliöpp
ÓHÖPP og slys á vegum úti um
verzlunarmannahelgina munu
hafa orðið fá, miðað við þann
mikla fjölda farartælcja sem á
vegunum voru. Án efa munu við-
vörunarorð í blöðurn og útvarpi
til ferðamanna hafa haft mikil
áhrií.
Eru kommúnistar ■ íslenzku ríkis-
stjórninni til að grafa undan IMato ?
Socialdemokraten rœðir
hin alvarlegu viðhorf
ANORÐURLÖNDUM og víðar hefur það vakið nokkra furðu
manna, sem áliuga hafa á íslenzkum málefnum, að hin islenzka
ríkisstjórn gaf út í s.l. viku yfirlýsingu um það, að hún styddi At-
lantshafsbandalagið, en tveimur dögum síðar tilkynntu tveir ráð-
herrar kommúnista, að það væri alger misskilningur, að þeir stj’ddu
Atlantshafsbandalagið. Kemur m. a. fram í blaðagreinum á Norð-
urlöndum, að menn þar eru teknir að undra sig á því, hvað sé stefna
íslenzku ríkisstjórnarinnar og hvort hún viti yfirhöfuð hvort hún
styður Atlantshafsbandalagið eður eigi.
HUGUR KOMMUNISTA
í forystugrein í Socialdemo-
kraten er m. a. vikið að þessu
máli. Þar segir, að ummæli Land
og Folk um það að brottrekstur
Bandaríkjamanna frá íslandi sé
upphafið að niðurrifi NATO sýni
að hugur þeirra sé í engu breytt-
ur og að þeir hafi gengið í ís-
lenzku ríkisstjórnina. til þess að fá
þeiin mun betra tækifæri til að
vinna skemmdarstörf í þessum
varnarsamtökum vestrænna
þjóða.
ÓHUGNANLEG
STAÐREYND
Hvernig sem þetta verður
skýrt, segir Socialdemokraten
málgagn danska Alþýðuflokks-
ins, þá verður þó sú staðreynd
eftir, að kommúnistar háfi getað
smeygt sér inn í ríkisstjórn, sem
beinlínis byggir utanríkisstefnu
sína á þátttöku í NATO.
Skofið sem fœrði Englendingu m vinning
Lewis vinstri útherji, bezti maiVur cnska landsliðsins skoraði sigurmark Englands, er 10 mín. voru til
leiksloka. Hann var kominn yfir á hægri kant, er hann fékk sendingu og spyrnti viðstöðulaust af
um 30 m faeri efst í hornið. Lewis sczt ckki — en Helgi reynir án árangurs að bjarga. — Sjá bls. 3.
tLjósm. Mbl. Ól. K. M.)
frá er skilin Kóreustyrjöldin.
Það er hins vegar vafasamt,
segir Eisenliower, að slíkar
takmarkaðar afvopnanir hafi
nokkur veruleg áhrif í þá átt
að fjarlægja óttann. Til þess
að það megi verða er eina
lausnin að koma á alþjóðlcg-
um samningum um afvopnun,
sem fela í sér öflugt vígbún-
aðareftirlit. Þá væri fyrst feng
inn grundvöllur fyrir víðtækri
afvopnun.
.... bréfi Bulganins.
Eisenhower kveðst harma
það, að Sovétríkin hafa vísað
á bug tillögu hans um eftirlit
úr lofti, sem ætti að vera lið-
ur i og upphaf að alþjóðlegu
vígbúnaðareftirliti.
Næst svarar Eisenhower þcirri
tillögu Bulganins, að afvopnun
skuli hafin með fækkun eða brott
flutningi herliðs stórveldanna í
Þýzkalandi. Sú tillaga kemur
Eisenhower spænskt fyrir sjónir,
því að vandamál Þýzkalands
verði ekki leyst ein út af fyrir
sig. Eg hef miklar ‘ v. seg-
ir Eisenhower, af þ.-un þessa
rnáls síðan við skildum í Genf
í fyrra. Þá urðum við sammála
um að fjórveldin bæru sameigin-
lega ábyrgð á sameiningu Þýzka-
landn, sem ekki yrði náð nema
með frjálsum kosningum í öllu
Þýzkalandi.
— Það er ekki nóg með það,
segir Eisenliower, að þetta
hafi verið svikið, heldur hef
ég heyrt um yfirlýslngar for-
ustunianna í Sovétrikjunum,
sem benda til þess að þeir
vilji halda Þýzkalandi sundr-
uðu um óákveðinn tíma.
Að lokum segir Eisenhower
í bréfi sínu til Búlganins:
— Ég get ekki vel skilHf
hvernig við eigum að starfa
saman júkvætt, ef samningar
sem gerðir eru af æðstu mönn
um ríkjanna eru ekki hald-
betri en þetta. Vil ég skora á
yður að beita yður fyrlr því
að samkomuiagið sem gert
var í Genf í fyrra verði efnt
.