Morgunblaðið - 08.08.1956, Blaðsíða 6
M ORGVNBLAt)1b
Miðvikudagur 8. ágúst 1956
Þrtr fjallgöngugarpar
sígrq erfiðasta fjallstind
landsins
ÍTrarBgpriiin yfir l-frauini § Öxna-
(SétS kiiffnn um heigiiia
ERFIÐASTI fjalltoppur hér á
landi, Drangurinn í öxnadal,
sem fram að þessu hefur verið
talinn ófær með öllu, var klifinn
um verzlunarmannahelgina, er
tveir ungir menn héðan úr
Reykjavík og bandarískur fjall-
göngugarpur, gengu á þennan
snarbratta tind, sem er 80 metra
hár þar sem hann rís upp úr
Öxnadalsfjallgarði. Hafa þessir
fjallgöngugarpar unnið afrek,
sem lengi mun minnst verða.
Menn þeir er hér eiga hlut að
máli efu þeir Sigurður Waage,
Laugarásvegi 73, Finnur Eyjólfs-
son, Vitastíg 12 og Bandaríkja-
maðurinn Nikulas Clinch. — Með
þeim voru svo til aðstoðar þeir
Ingólfur Ástmarsson og Haukur
Viktorsson, báðir Akureyringar.
Fóru þeir með þremenningunum
allt upp undir rætur Drangsins,
en þar voru þeir eftir, til taks
og viðbúnaðar ef eitthvert ó-
happ kæmi fyrir.
ÞAULVANIR FJALLGÖNGU-
MENN.
í gær átti tíðindamaður Mbl.
stutt samtal við þá Sigurð og
Finn um þetta ævintýri þeirra.
Enginn skyldi ætla að hér hefðu
verið á ferðinni einhverjir við-
vaningar. Báðir hafa þeir verið
í Flugbjörgunarsveitinni frá
stofnun og á hennar vegum fóru
þeir til Svíþjóðar í fyrra sumar
og voru þar á námskeiði í fjall-
göngu. Þeir hafa svo leiðbeint
Flugbjörgunarsveitarmönnum og
annast þjálfun fjallgöngumanna
í sveitinni.
DRANGURINN EKKI
ÁRENNILEGUR.
Þeir félagar láta vel yfir þess-
ari för sinni norður í Öxnadal
og kváðu Flugbjörgunarsveitar-
menn á Akureyri hafa veitt sér
ómetanlega aðstoð. — Þegar við
nálguðumst Akureyri, en þangað
fórum við í flugvél, sáum við
til Drangs og var hann ekki sér-
lega árennilegur, sögðu þeir. Eft-
ir skamma viðdvöl á Akureyri,
var svo lagt af stað að Hrauni
í öxnadal.
MEÐ NÆLONLÍNUR —
FLEYGA O. FL.
Klukkan var nær níu er lagt
var af stað á brattann og er
skemmst frá því að segja, að
eftir um þriggja klukkustunda
gang, var komið upp undir rætur
hið bezta veður og útsýnið dá-
samlegt. Þi'emenningarnir hvíldu
sig nokkra stund þarna uppi og
héldu svo niður aftur. Ferðin nið-
ur var líka seinfarin og voru þeir
um þrjár klukkustundir niður til
félaga sinne, og klukkan var um
hálf eitt um nóttina er þeir komu
niður að Hrauni aftur.
LAUSA GRJÓTIÐ HÆTTU-
LEGT.
Það sem einkum gerði þeim
erfitt fyrír við að klífa Drang-
inn er hversu grjótið í honum er
laust og urðu þeir því að gæta
stökustu varfærni, enda má segja
að þessi hættulega gönguför hafi
tækni.
Þetta eru þremenningarnir, sem sigruðu Dranginn í Öxnadal um
helgina. Til vinstri er Sigurður Waage, þá Nikulas Clinch og Finnur
Eyjólfsson.
tekizt svo vel, að þeir félagar þá góðu aðstoð er þeir veittu í
hlutu naumast skrámu. Þeir báðu
Mbl. að færa Akureyringunum
þakkir fyrir skemmtilega för og
Hraun í öxnadal, fæðingastaður
Jónasar Hallgrímssonar, og
Drangurinn, sem ríkir yfir fjall-
garðinum stórbrotna. Frá þeim
stað sem örinn bendir á, og á
Drangtindinn, voru þremenning-
arnir 6 klst. að klífa brattann.
Drangsins og hafði gönguferðin
gengið mjög að óskum. Nú reis
Drangurinn þverhníptur 80 metra
I hár og hófst nú hin erfiða ganga
Allskonar útbúnaður var nú tek-
inn upp, nælonlínur, fleygar,
snæri o.fl. en án slíks útbúnað-
ar er tindurinn með öllu óklíf-
andi.
Urðu þeir að Ieita fót og hand-
festu með mestu gætni og færa
sig til einn og einn í senn, meðan
hinir veittu aðstoð og tryggðu
eftir föngum, að ekki hlytist slys,
,þó steinnybba sem staðið var á
| eða haldið var í myndi skyndi-
lega losna. Á stöku staff þurfti
aff gera tröppur, meff fleygum
og snærum.
Þeir félagar sögðu að tindurinn
hefði verið erfiðari uppgöngu en
þeir hefðu ætlað í fyrstu, en þrátt
fyrir það, hvarflaði aldrei að okk-
ur að hætta við uppgönguna,
sagði Sigurður, jafnvel þó stund-
um væri aðstaðan allt annað en
hagstæð þarna utan í Drangnum.
Um það bil sex klukkustund-
um eftir að þremenningarnir
hófu lokasóknina við að sigra
Öxnadals Dranginn, komst fyrsti
maðurinn upp á tindinn, en hinn
síðasti þremenninganna komst
upp klukkust. dðar. Þar uppi var
Hátíðahöld verzlunar-
manna í Reykjavík
HÁTÍÐAHÖLD verzlúnar-
manna um s.l. helgi tókust
vel. Aðalhátíðin fór fram í
skemmtigarði Tivoli, eins og áð-
ur hefur verið skýrt frá hér |
í blaðinu. Veður var mjög gott
og mikill mannfjöldi þar suður-
I frá, báða fyrri daga hátíðarinn-
ar, en á mánudag spilltist veður
og dró það nokkuð úr aðsókn.
FLUGELDASÝNING OG
GJAFABÖGGLAR.
Skemmtiskrá var f jölbrey It,
flugeldasýningin vel heppnuð, og
gjafabögglum varpað niður sam-
kvæmt áætlun. Auk skemmtiat-
riða í Tivoli, sáu verzlunarmenn
um dagskrá útvarpsins á mánu-
dagskvöldið.
Viskiptamálaráðherra flutti á-
varp. Einnig töluðu Þorvarður
Jón Júlíusson, framkvæmdast.
Verzlunarráðs íslands og Guðjón
Einarsson, formaður Verzlunar-
mannafélags Reykjavíkur. Gísli
Halldórsson, vélaverkfræðingur
flutti erindi. Fluttur var leik-
þáttur o.fl.
hvívetna. — Þeir kváðu Banda-
ríkjamanninn, hafa sýnt mikla
reynslu og kunnáttu í fjallgöngu-
Fyrsla frostnóttin
skemmdi
karlöflugras
ARNESI, 4. ágúst
HÉR hefur verið stórrigning s.l.
þrjá daga. Skall rigningin á að-
faranótt s.l. miðvikudags, en veð-
urspá var góð og fengu margir
því illa ofan í hey sín.
Fyrsta frostnóttin á sumrinu
var s.l. þriðjudagsnótt. Var jörð
alhvít af hélu um morguninn,
þegar menn komu á fætur. Sá á
kartöflugrasi, en ekki getur það
talist stórskemmt.
í dag er hér sólskin og ágætur
þurrkur, en meiri þurrk þarf nú
eftir hina miklu rigningu.
—Flermóður.
shrifar úr
daglega lífinu
Þessi mynd er tekin ofan af efstu brún Drangsins og sýnir tvo
þremenninganna klífa síffasta spölinn upp, cn Öxnadalstindur er
í 1975 metra hæff. — Geta má þess aff Esjan er 909 m þar sem hún
ar hæ&t.
„Stríff og friður“
kvikmynduff
HINN 23. ágúst n.k. á að frum-
sýna vestur í New York
kvikmyndina „Stríð og friður“
eftir samnefndu skáldverki Tol-
stoys, einni hinni mestu og
merkilegustu skáldsögu, sem
skrifuð hefur verið fyrr og síðar.
Kvikmyndastjórar hafa lengi
haft augastað á að gera kvik-
mynd eftir henni og nú hefur
loksins verið ráðizt í stórvirkið.
Það er sagt að leikstjórinn,
sem er ítalskur — Dino De Laur-
entis að nafni — hafi hafst við í
felum á eyjunni Capri, meðan á
heimsstyrjöldinni stóð (þeirri síð
ari) og þar hafi hann haft hjá
sér aðeins tvær bækur, „Odys-
seifs-kviða“ og „Stríð og frið“ —
1 og lesið hvort tveggja ofan í kjöl-
inn. Hann hefur þegar gert kvik-
mynd eftir Odysseifi, sem íslenzk
ir kvikmyndahúsgestir hafa
skemmt sér við að horfa á að
undanförnu — suður í Hafnar-
firði, en De Laurentis kvað hafa
látið svo um mælt, að Odysseifur
„haíi verið aðeins lítil og auð-
veld æfing og undirbúningur
undir „Stríð og frið“, sem hann
síðar réðist til atlögu við.
Viffbúnaffur og vandi
STRÍÐ og friður“ fjallar eins
og kunnugt er um ýmsa at-
burði á Napeleons-tímabilinu í
Evrópu — um fall Napoleons og
um daglegt líf, gleði og sorgir
fjölmargra einstaklinga, sem
fléttað er inn í hina sögulegu
stórviðburði. Á kvikmyndatjald-
inu líður fyrir auga áhorfandans
orustan við Austerlitz, bruni
Moskvu-borgar og flótti Napole-
ons — eins og nútímamaðurinn
ímyndar sér þessa atburði Geta
má nærri að mikill viðbúnaður
og vandi er samfara þessari kvik
myndatöku —- og kostnaður gíf-
urlegur. — Um 15 þúsundir ítala
kofha þar fram i gervi rússneskra
og franskra hermanna, 8 þúsund
hestar og nær 3 þúsund blýþung-
ar fallbyssur, sem stritað er með
um vígvellina.
Kvikmyndatökumennirnir tóku
svissneska hnappaverksmiðju í
sína þjónustu í tvær vikur til að
búa til hnappa á alla búningana
en til að sauma þá hafði þurft 90
klæðskera — önnum kafna í 7
mánuði.
Vanhelgun?
YMSIR eru þeirrar skoðunar,
að það sé hrein og bein van-
helgun á meistaraverkum heims-
bókmenntanna að gera eftir þeim
kvikmyndir. Með því sé svo
greinilega perlum kastað fyrir
svín — og er þar átt við almenn-
ing, sem kvikmyndahúsin sækja.
Mér finnst þetta rangt sjónar-
mið. Það er alger óþarfi að líta
kvikmynd.ir almennt hornauga,
þótt framleiddar séu margar rusl-
myndir, sem betur væru ógerð-
ar og margar blátt áfram skað-
legar. En er það ekki eins í öll-
um listgreinum, að framleitt er
bæði gott og lélegt?. — Á sama
tíma og Tolstoy skrifaði „Stríð og
frið“ hefir sjálfsagt verið rubbað
upp fjölda ómerkilegra og einsk-
isverðra skáldsagna, sem birzt
hafa og gleymzt jafnharðan.
Til aukins áhuga og
skilnings.
VAFALAUST er það mikið og
críit1< verk að ráðast í að
kvikmynda annað eins risa-
verk og „Stríð og friður“.
—. Það kostar mikla um-
hugsun og marga svitadropa —
hvar og hvernig eigi að draga
saman, fella úr og endurskapa
svo að vel megi fara. Hér á að
sýna á tjaldi skáldverk, sem er
allt að því 1500 prentaðar síður
— á rúmlega þremur klukku-
stundum. Það er einmitt þetta:
hin gríðarlega lengd þessa meist-
araverks, sem hefir fælt of marga
frá þvi að lesa það. — Er þá ekki
fullt eins gott að almenningur fái
að kynnast því á kvikmyndatjald
inu — jafnvel þótt í ófullkominni
mynd sé — fremur en alls ekki?
Geta ekki einmitt kvikmyndirnar
orðið til þess að opna fjöldanum
leið til skilnings á því bezta á
sviði bókmenntanna fyrr og síð-
ar, glætt áhuga fólks á því að
kynnast fleiru af því tagi og
kennt því að meta gildi þess?
Of fáar sorpíunnur?
■JVTJÖRÐUR hefur skrifað mér i
i'l þessá leið:
— Ég bý við þá góðu götu,
Njarðargötu hér í bæ. Hún er
svo sem hverri annarri götu lík,
nema kannski að hún er með
þeim lengri og brattari og svo
að þessu leyti, sem eg held, að
hún hljóti að skera sig úr með
— að hún er alltaf löðrandi í
rusli, ef einhver vindgola er úr
einhverri átt. Eg hefi oft verið að
velta því fyrir mér, hvort þetta
geti stafað af því að of lítið sé
um sorptunnur við húsin, svo að
fólk af þeim ástæðum hendi bréf-
um og rusli á götuna, eða hvort
einhverjir geri sér það blátt á-
fram að leik að hvolfa úr bréfa-
körfunum sínum út á gangstétt-
ina til að horfa á Kára gamna
sér við tætlurnar! En þetta er
allt annað en skemmtileg sjón
fyrir venjulegt fólk og setur þvi-
líkan draslarabrag á götuna að
mér dámar ekki. Eg vildi óska,
að þeim, sem hér eru að valdir,
væri sárara um bréfsneplana
sína. Njörður.