Morgunblaðið - 08.08.1956, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.08.1956, Blaðsíða 2
M ORC U liT.AfílF MiSviku.dagur 8. ágúst 1956 RanffæHagar kveðja Mteíga lækai á Mv&li 4LAUGARDAGINN héldu Rangæingar kveðjuhóf hinum vin- sælu héraðslssknishjónum á Stórólfshvoli, Helga Jónassyni og (rú Oddnýju Guðmundsdóttur. Var kveðjusamsætið haldið í Gunn- arshólma, hinu nýja félagsheimili Austur-Landeyinga. Á áttunda l'undrað manns sóttu samkomuna. Það var sýslunefndin, sem stóð /yrir kveðjusamsætinu. En þau iæknishjónin Helgi og Oddný hafa verið sérstaklega vinsæl og vinmörg í héraðinu, svo að sam- koman var ein hin fjölmennasta, sem haldin hefur verið í hérað- inu. Þótt félagsheimilið sé stórt varð að leggja tvisvar á borð. Svo rnikill var mannfjöldinn. Hófinu stjórnaði Björn Björns- son sýslumaður, en auk hans tóku til máls Páll Björgvinsson á Efra Hvoli, sem talaði fyrir minni lækmsfrúarinnar. Þá töluðu sr. Sveinbjörn Högnason á Breiða- bólsstað, Ingólfur Jónsson á Hellu og Steingrímur Steinþórsson. HUGURINN DVELST í RANGÁRÞINGI Að Iokum talaði heiðursgestur- inn Helgi Jónasson og færði fram þakkir sínar til Rangæinga, bæöi fyrir áralanga vináttu og fyrir hefði verið sýnd á þessu kvöldi. Hann kvaðst ekki vita, hvernig ævistarf hans yrði metið eftirá, en hann vildi aðeins segja, að 'hann hefði alltaf reynt að gera sitt bezta. Að lokum sagði hann, að þótt hann væri nú fluttur suð- ur til Reykjavíkur myndi hugur hans ætíð dveljast við Rangár- hérað, en þar hefur hann verið héraðslæknir í rúm 30 ár. VINALEG SAMKOMA Þeim hjónum voru færðar að skilnaði gjafir, þ: á. m. málverk eítir Kjarval af Þingvöllum og fagur borðbúnaður úr silfri fyrir 12. Auk þess voru þeim arhentar um 15 þús. kr., og var þeim gefið í sjálfsvald, hverja gjöf þau vildu velja sér fyrir þá fjár- hæð. Samkoma þessi var sérlega hlýleg og allir samtaka um að gera hinum vinsælu læknishjón- um þessa kveðjustund sem eftir- minnilegasta. Guðmundur jóns- son óperusöngvari söng og al- þá vináttu, sem þeim hjónum mennur söngur var undir borð- um. Þá söng og Þykkvabæjar- kórinn. Að lokum var darrsað og stóð þessi ágæta samlcoma fram undir morgun. Sveiiirnar ,sem sigruðu á meistaramótinu. ítalirnir og franska kveusveitin. IJrslk aaspilin í hridffe voru Óiína Óladóttir - micniiígarorð ÞANN 1. ágúst lézt að heimili [ sínu hér í bænum Ólína Óladótt- ir frá Akureyri. Hún var fædd í litla friðsæla bænum við Eyjafjörð 16. des. 1878. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Magnúsdóttir og ÓIi Guðmundsson snikkari. Áttu þau hjón bæði ættir að rekja til 'Skagafjarðar. Ólst Óli upp í Glaumbæ hjá Jóni prófasti Halls syni og konu hans, en fór ungur norður að Skipalóni til að læra smíðar hjá merkismanninum Þor steini Daníelssyni og var þar í allmörg ár við nám og skipa- smíði. iu|ög Að Lóni kom einnig skagfirzk heimasæta, Sigríður Magnúsdótt- ir, ein af mörgum er hafði huga á að sækja menntun og menningu til þeirra Lónshjóna. Þau Sigríð- ur og Óli felldu hugi saman og giftust árið 1876, sama ár og ÓIi fluttist til Akureyrar. Urðu ungu hjónin brátt mjög vinsæl meðal bæjarbúa og nutu trautsts til ævi Ioka, enda var þeim jafnan við brugðið fyrir dugnað og ráð- vendni í hvívetna. — Þau eign- uðust einn son, Valdimar, er dó á fyrsta ári og þrjár dætur, Elínu, Soffíu og Ólinu, sem var yngst þeirra. — Er nú Elín blessunin ein eftir af þeim Óladætrum. í „Ólahúsi“ var lögð alúð við uppeldi litlu systranna. Foreldr- unura var ljóst að meira valt á gerð og þroska hins innra manns en ytri búnaði. Þær fengu að fara í barnaskólann á Akureyri og nutu þar tilsagnar sr. Matthíasar ör ferrndi þær allar systurnar, — Oft minntust þær á, hve elsku- legur skáldjöfurinn og prestur- inn hefði verið og ljúfur í allri framkomu við börnin í skólanum. Um fermingu fór Ólína í vist að Möðruvöllum í Hörgárdal. Hún var , glæsileg ung stúlka, glaðlynd og skemmtileg, féll henni vel að vera á mannmörgu heimili og eignaöist þar góða fé- laga og vini. En útþráin seiddi hana út yfir fjörðinn. Rúmlega tvítug íór hún til Seyðisfjarðar og dvaldi þar í eitt ár. Þar kynntist hún manni sínum, Guðbirni Björnssyni. Þau giftu sig á Akureyri 4. apríl 1903. Var Guðbjörn útlærður trésmið- ur og vann við trésmíði í mörg ár á Akureyri. Guðbjörn tók mikinn þátt í fé- lagsmálum bæjarins. Var með- limur Oddfellowregiunnar, en einkum voru það bindindismái er tóku hug hans. Hann var ötull starfsmaður reglunnar og þegar templarar reistu stórhýsi á Ak- ureyri, sem um mörg ár hefur verið samkomuhús bæjarins, varð Guðbjörn þar húsvöröur og studdi Ólína hann drengilega í því starfi. Stóð hún fyrir veit- ingasölu og matsölu í samkomu- húsinu um langt árabil og var vinsæl af öllum er til hennar leituðu. Oft var gestkvæmt í samkomuhúsinu og reyndi þá hvað mest á húsmóðurina, en Ólína var dugleg og myr.darleg við húsmóðurstörfin og lét sér hvergi bregða þó í mörg horn væri að líta. Hún vann störf sín með gleði og vildi ekki vamm sitt vita. Guðbjörn keypti hús og verzl- un Jóhanns Ragúelssonar og rak hana um skeið um árabil ásamt útibúi á Siglufirði. Fluttu þau þá úr samkomuhúsinu. — En síðan fluttu þau aftur í samkomu húsið og þar áttu þau heima þeg- ar Guðbjörn lézt þ. 13. jan. 1946. Guðbjörn og Ólína áttu eina dóttur, Idu. Var hún augasteinn foreldra sinna og eftirlæti. Naut hún góðs uppeldis í foreldrahús- um og var ekkert til sparað að veita henni það veganesti er til frambúðar mætti verða. Var Ida flutt til Reykjavíkur þegar faðir hennar dó, sótti hún móður sína norður haustið 1946 og bjuggu þær mæðgur saman síðustu árin í Samtúni 14 hér í Rvík. Er nú sár harmur kveðinn að einkadótturinni, þegar móður- in er horíinn, en bót er það harmi gegn, að ciga Ijúfar minningar um góða móður, er virt var af öllum er til þekktu fyrir hug- prýði og mannoksti. H. Á. S. bridge 1956, sem haldið var í Stokkhólmi, er í tölu hinna tví- sýnustu og spenntustu spilamóta, sem haldin hafa verið. Enda þótt 600 spil væru spiluð í opna flokkn um og 360 í kvennaflokknum var í hvorugum flokknum útséð um úrslitin fyrr en í lokaspilun- EVRÓPUMEISTARAMÓTIÐ iþví að segja eftir venjulegum reglum. í lokaða salnum voru ítalirnar hins vegar svo óheppnir, að Austur (ítalinn Forquet.) hjá þeim fór inn á aðrar brauttir, sem voru reyndar glapstigir. Þar opnaði Norður (Frakkinn Jais) þreifandi með 1 hjarta. Austur (Foruquet) stökk upp í 4 spaða. Vestur (ítalinn Sinis- calco) lcom þá eins og í opna salnum, með ásaspurninguna 4 grönd. Þá gerði Austur þau mistök, af því að hann var hræddxxr um að tígullinn væri betri, að hann svar aði ekki ásaspurningunni, heldur stöld: upp í 6 tígla. Þeirri sögn breyíti Vestur í 6 spaða. SKEM?/ITILEG SAMSETNING Þegar úrslitaspilin fóru fram á föstudagskvöld var stór hópur áhcifznda kominn, sem haCði tryggt sst sætin ap úrslitaspilinu milli Frakklands og Ítalíu. Það borgaði sig lika fyrir þá, því að mjög skemmtileg samsetning kom fram og var deilt um það, hvort réttara hefði verið að segja al- slemm en hálfslemm. Báðir aðil- ar sýndu hina mestu vopníimi. Hér sést spilið: 5p — u Tj K D G 7 3 2 n r D G 10 5 8 6 5 4 Sp Á 9 Hj 8 5 4 y T Á 2 LÁKDG 103 5p G 8 5 2 m dj Á 10 9 6 " r 9 4 r 972 Sp K D 10 7 6 4 3 s Hj - J TK 8 7 6 5 3 L — ÁSASPURNING í opna salnum, þar sem áhorf- endur voru, gengu sagnirnar ró- lega. Austur (Frakkinn Bourch- toff) opnaði með 4 spöðum. Mót- spilari hans, Svarc, spurði um ása með 4 grönd. En þegar Aust- ur gaf í skyn að hann ætti engan ás með 5 laufum, lokaði Vestur sögninni með 6 spöðum. Þegar Suður spilaði út hjarta- ás og spilin voru lögð upp, stundi Vestur þungt af því að honum virtist að réttara hefði verið að halda áfram upp í alslemmu. Stunurnar þögnuðu þó, þegar hann komst að raun um, að Norð- ur gat ekki geíið í spaða-ás. Því að alslemman var ekki nema hálf slemma. En hún átti að vera unn- ÓHEPPNI ÍTALANNA Þannig íengu Frakkarnir í opna salnum það sem hægt var út úr spilinu á rólegan hátt með TOPUÐ DOBLUD ALSL! í GRANÐI MMA ítalirnir Chiaradia, D’Alelio, For- quet, Siniscalco, Averelli og Belladonna, keppa nú við Banda ríkin til þess að verja heimsmeist aratitilinn, sem Frakkar unnu slðast. URSLITIN I KVENNAFLOKKI S'PENNANDI Það var einnig spennandi að horfa á úrslitin í kvennaflokkn- a, þótt aðalkeppinautamir Frakkiar.d og Belgía, spiluðu ekki saman s.ðasta spilið. Bæði löndin voru jöfn að stigatölu, en Belgía með vinningsstöðu. Ef bæði löndin ynnu spil sín gat ráöið úrslitum hvort ynni með fleiri punktum. Belgir höfðu hættulega keppi- nauta, enska kvennaliðið. Samt voru hálfleikstölurnar hagstæðar 52—9 og bentu til stórsigurs. Frönsku konurnar áttu við auð- veldari keppinaut, Finnland. En úrslit í hálfleik virtust ekki sér- lega hagstæð 36—16. En í seinni hálfleik stóð Eng- land sig mjög vel móti Belgum, meðan Finnland missti tökin. Þar af leiðandi réðu síðustu spilin hjá báðum úrslitum. Finnarnir press uðu Frakkana upp í 4 spaða við annað borðið, sem þeir tóku, en létu þá spila 2 hjörtu við hitt borðið í rólegheitum. Það var gjöf við Frakka. Belgía hafði samt möguleika á að vinna við sitt borð. Áð-1 j eí fjórir spaðar hefðu verið doblað- ir, hefði það gengið. í endanlegum úrslitum var mls munurinn ótrúlega lítill milli lið anna, munaði ekki nema 1/1000 úr punkti, tæplega hægt að sjá Nú hækkaði Austur sig upp í 7 spaða. Nú hefði alit verið í lagi, ef Suour aðeins hefði ekki verið með alla úti-spaðana og hjartaás þar að auki. Svo að hann tók sér það bessaleyíi að dobla. Vestur leit nú á hið ágæta lauf sitt, sem ætti að gefa nokkra slagi, og þar sem honum virtist einhver galli vera á spaðanum, ákvað hann að spila alslemm grandi. Nú doblaði Norður og þar sem ekki varð koxr.izt hærra var pass allt í kxúng. Frakkamir gerðu engin mistök, heldur hirtu sín? sex hjarta slagi og fengu með því 1100 punkta. Samtals fengu Frakkar fyrir spjlið 2080 punkta, sem gáfu 11 sti^. Þessi slcellur fyrir ítalina þýddi að Frakkaxmir náðu ítölunum, en ekki meira. Liðin skildu jöfn með 42 stigfþað nrxeð smásjá. Þetta réði því hvort, en ítalir með betri vinn- ingsstöðu, sem færði þeim sigur- inn. Evrópumeistarar 1956, þeir þó að Evrópumeistarar kvenna í ár eru frönsku konurnar Bedin, Martin, Sussel, Devries, Pouldijan og de Temmermann. Froskmaður ferst \ ið flak Anclrea Doria NEW YORK, 4. ágúst: — Einn af ,ásamt nokkrum öðrum forskmönn hinum svo nefndu froskmönnum fórst í gær, er hann ætlaði að taka myndir af flaki Andrea Doria, þar sem það liggur á sjávarbotni fyrir utan i.usturströnd Banda- ríkjanna. — Froskmaðurinn, Bill Edgerton, var aðeins 23 ára gam- all og stundaði nám við Columbia háskólann. Hann va>- ráðinn um af franska myndablaðinu Paris Match og unnu þeir að því að gera kvikmynd af flaki haf- skipsins. Þegar Edgerton var horfinn, var þegar gerð víðtæk leit að honum og fannst lík hans á hafs- botni. Ekki er enn vitað, hvað grandaði honum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.