Morgunblaðið - 08.08.1956, Side 9

Morgunblaðið - 08.08.1956, Side 9
Miðvikudagur 8. ágúst 1956 MORCl’N BZAÐIÐ m m 'rá héraðsmóti Sjálístæðismanna í Egiisslaffaskóffi. — Híuti aí liinum mikia mannfjöida, sem mótiff sótvi. Ljósm. Vignir Guffmunclsson. Vilja íslendingar samsfarf við vestrænar þjóbir — eðo hverfa í skugga austræns Stjórnarandstaða Sjálfstœðismanna verður hörð en ábyrg og sanngjörn lýbræóis- einræbis? Úr ræðu Sigurðar Bjarnosonar á héraðsmóti Sjálfstæðismanna i Egilsstaðaskógi TIERAÐSMÓT Sjálfstæffismanna á Austurlandi, sem haldið var i Egilsstaðaskógi sl. sunnudag, var ein fjölmennasta samkoma, sem lialdin hefur veriff á Austfjörff- um. Sótlu það á fjórða þúsund manns úr öllum byggffarlögum Austurlands og víðar aff af land- inu. Var mótiff að þessu sinni undirbúið af samtökum Sjálfstæð ismanna í Neskaupstaff og á Seyffisfirði. Þegar á laugardag var mikill mannfjöldi kominn til Egilsstaffa. Hundruff tjalda voru þá reist í skóginum, þar sem Sjálfstæffis- menn liafa komið sér upp sam- komustaff og halda hin árlegu héraffsmót sín. Veffur var hiö fegursta á laugar daginn. Á sunnudaginn var sól- arlaust framan af degi en um miðjan daginn birti upp með sólskini. KÆBA SIGURÐAR BJARNASONAR Héraðsmótið hófst laust f.vrir kl. 2 á sunnudag með leik lúðra- sveitarinnar í Neskaupstað. Síð- an setti Axel V. Tuliníus bæjar- fógeti mótið með stuttu ávarpi. Þá flutti Sigurður Bjarnason, alþingismaður, ræðu. Hóf hann mál sitt á þvi að rekja í stórum dráttum baráttu Sjálfstæðis- flokksins á undanförnum árum fyrir hættri aðstöðu þjóðarinnar í lífsbaráttu hennar Árangurmn af þeirri baráttu væri sá, að ís- lendingar byggju nú við meiri velsæld og ættu betri framleiðslu tæki til þess að bjarga sér með en nokkru sinni fyrr. 'Sem dæmi um uppbyggingu landsins og at- vinnuveganna, nefndi hann, að síðan árið 1920 hefðu tún is- lenzkra bænda stækkað úr 22 þús. hekturum i 60 þús. hektara árið 1956 Framleiðsla fiskiskipa- flotans hefði þrefaldazt og fjöl- þættur innlendur iðnaður væri vaxinn upp, er veitti þúsundum manna varanlega atvinnu. Hinar viturlegu tillögur Sjálfstæðis- manna um hagnýtingu fossafls- ins væru nú að komast í fram- kvæmd, einnig í þeim landshlut- um, sem tíl þcssa hefðu átt við rriikla örðugleika að etja vegna raforkuskorts. Vegna alls þessa gætu fs- lendingar horft vongóðir gegn framtíðinni, jafnvel þótt svo- kölluff vinstri stjórn hcfffi nú setzt aff völdum. EKKI I.ÁTIÐ AF 1 STJÓRNARÞÁTTÖKU VEGNA KOSNINGAÓSIGURS j Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú ; um skeið látið af þátttöku í ríkis- stjórn, sagði Siguröur Bjarnason. j En hann fór ekki úr stjórn vegna I kosningaósigurs eða vantrausts I kjósenda. íslenzkir kjósendur vottuðu Sjálfstæðismönnum j þvert á móti mikið og öflugt traust í kosningunum í sumar. I Við komum sterkari út úr þeim en nokkru sinr.i sl 23 ár: Sjátf- ; stæðisflokkurinn bætti við sig fleiri atkvæðum i sumar en nokk- ur annar flokkur. Á saina tíma I sem atkv. okkar fjölgaði um rúm lega 6 þúsund tapaði bandalag Framsóknarflokksins og Alþýðu- flokksins 1000 atkvæðum. Sú ríkisstjórn, sem nú hef- ur vcriff mynduff byggist þess vegna ckki á sigri þessara flokka heldur á einstæffri brigðmælgi þeirra við kjósend ur sina. Bæði Alþýffuflokks- menn og Framsóknarmenn liefffu lýst því hátifflega vfir fyrir kosningar að þelr myndu aldrci vinna með kommúnist- um. En atkvæffatainingunni var ekki íyrr lokið en aff þeir hlupu á fund kommúnista og grátbáðu þá um aff vinna mcff sér. STJÓRNARANDSTADA SJÁUFSTÆDISMANNA VER.ÐUR HÖRÐ EN ÁBYRG Ríkisstjórnir koma og fara í lýðræðislöndum, sagði Sigurður Bjarnason. Það mun ekki saka Sjálfstæðisflokkinn þótf hann verði um skeið utan rikisstjórn- ar. Hann er það sterkt afl í hinu íslenzlca þjóðfélagi, að hann verð ur hvorki brotinn á bak aftur né sniðgenginn til lengdar. Þvert á móti mun þjóðinni nú verða það ennþá Ijósara en áður, að hún getur ekki verið án forystu hans. En hið sundurleita lið, sem •tendur bak við hina nýiu ríkis- Sigurður Bjarnason flytur ræffu sína. — Alvarlegasta orffsending sem nokkurri íslenzkri ríkisstjórn hefur borizt. stjórn fær nú tækifæri ti laö sýna úrræði sin. Við skulum sjá. hver þau verða. Þessi stjórn verður dæmd af verkum sínum eins og allar ríkisstjórnir meðal lýð- frjálsra þjóða. Stjórnarandstaða Sjálfstæff ismanna verffur hörff, en ábyrg og sanngjörn, sagffi Siguröur Bjarnason. Viff munum standa á verði um alþjóffarhag, vera meff hverju góðu máli en berj- ast einhuga ,og djarflega gegn hvers konar rangsleitni. spill- ingu og valdniffsiu. Og bak viff okkur stendur nær helm- ingur þjóðarinnar, sá helming ur hennar, sem mestan þátt hefur átt í því aff skapa hiff nýja ísland og þá velmegun, sem ríkir í landinu í dag. HID INNRA OG YTRA 3JÁLFSTÆÐI Sigurður Bjarnason vék síðan ■ð því, hvernig íslendingar hefðu hyggt upp og treyst sjálfstæði siít inn á við og út á við. Hið innra sjálxstæði væri í því fólgið að þjóðin sé efnahagslega og menningarlega óháð, geti staðið á eigin fótum og haldið uppi heilbrigðri þjóðfélagsstarf- semi. Enda þótt dimmar blikur hafi stundum dregið á loft í efnahagsmálum okkar og einnig í dag steðji þar að okkur ýmsir lieimatilbúnir erfiðleikar, verður ekki annað sagt, sagði ræðumað- ur, en að þau vandkvæði séu við- ráðanleg ef á þeim verður tekið af viti og manndómi. HLUTLEYSISSTEFNAN VEITTI EKKERT SKJÓL OG VAR YFIRGEFIN Sigurður Bjarnason ræddi því- næst baráttu þjóð.arinnar fyrir sjálfstæði sínu út á við. Við drógum hlutleysisfánann við hún, þegar fullveldi íslands var viðurkennt. En reynslan hef- ur sýnt að hann dugði ekki til þess að halda landi og þjóð utan við heimsátök og styrjaldir. Hlut- leysið hefur ekki enzt neinni þjóð til skjóls og verndar. Hrað- inn og tæknin hefur gerbrevtt að stöðu þjóðanna til þess að halda sér utan við hildarleik styrjald- anna. íslendingar hefðu því orðið að fara nýjar leiðir til þess að tryggja sjálfstæði sitt og öryggi. Við hefðum m.a. leitað trausts og halds með nágrönnum okkar og frændþjóðum í hinum voldugu varriarsamtökum vestrænna þjóða. ÓLÁNSSPOR STIGIÐ 28. MARZ Lýðræðisflokkarnir báru gæfu til þess að standa saman um hina nýju stefnu í utanríkis- og ör- yggismálum íslendinga, sagði Sigurður Bjarnason. En 28. marz s.l. stigu Framsóknarílokkurinn og Alþýðuflokkurinn það óláns- spor að rjúfa einingu lýðræðis- aflanna um þessi þýðingarmiklu mál. Jafnframt gerðu þessir flokkar bandalag við kommún- ista, erkióvini vestrænnar frið- arstcfnu, um ábyrgðarlausa með 'íerð íslenzkra öryggismála. Þaff lánleysi hcifur þegar liaft öriagarikar afleiöingar og mun í framtíðinni leiða yf- ir land og þ.jóff geigvænlega hættu ef ckki rætist betur úr en nú horfir. Við Siálfstæðismenn vildum . eins og áður hafa samráð við bandalegsþjóðir okkar áður en j ákveðið væri að gera ísland varnarlaust. Við hefðum glaðst yfir því eins og aðrir ef það hefði komið í ljós að rannsökuðu máli, að hægt væri að láta hið erlenda varnarlið hverfa héðan nú þegar eða á næstunni, án þess að tefla öryggi landsins og bandalags- ríkja þess í hættu. Ef það hefði ekki verið talið mögulegt höfðu Islendingar það engu að síður i sinni cigin hendi að taka afstöðu til svars og álits bandalagsþjóða okkar. Engu hefði verið spillt. Við hefðum aðeins gætt sóma okkar og komið fram að hætti ábyrgra nianna. En þessi málsmeðferð var ekki um hönd höfð. Kommúnistar voru nolaðir til þess að hindra þau og stíga ólánssporið 28. marz. ALVARLEGASTA ORÐSEND- ING, SEIVI ÍSLENZKRI RÍKIS- STJÓRN HEFUR BORIZT Hinni nýju ríkisstjórn hefur nú borizt það álit, sem bandalags- þjóðir okkar voru beðnar um EFTIR að meirihluti Alþingis hafði auglýst fyrir öllum heimin- um, að ákveðið hefði veiið að gera ísland varnarlaust, hvert sem álit bandalagsþjóða oklcar væri á þeirri ráðstöfun, og hvaða áhrif sem það hefði á ör- yggi íslenzku þjóðarinnar og grannþjóða hennar. Aff' minu áliti er svar Norff- ur-Atlantshafsráðsins alvar- legasta orðsending sem nckk- urri íslenzkri ríkisstjórn lief- ur borizt, sagði Sigurffur Bjarnason. F.g skal ekki fjöl- yrffa um hana aff sinni. Al- menningur í landinu verffur að kryfja þetta svar tii mergj 1 Krislmann Guffmundsson, rithöf- undur les upp úr verkum sínum. ar, hugleiffa rök þess og tak» afstöðu til þeirra. AUKIN HÆTTA HEFUR SKAPAZT En það er ástæða til þess aS gera sér þegar í' upphafi ljóst, hver séu höfuðatriði í þessari álitsgerð bandalagsþjóða okkar um það, hvort óhætt muni í bili að svipta ísland þeim vörnum, sem stefnt hefur verið að að koma hér upp. Þau eru í örfáum dráttum þessi: fiunh. á bls. 15

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.