Morgunblaðið - 08.08.1956, Síða 11
Miðvilnidsffiir P. áaúst 1956
M OHCUTSBLAÐ1Ð
11
Þegar verzlunin. er jrjáls ræBur
almenningur mestu
um innflutninginn
ÞESSI DAGUR, verzlurtarmanna
dagurinn, er hvort tveggja í senn
frídagur og hátíðisdagur. Hann
veitir verzlunarmönnum, skrif-
stofumönnum og öðrum innisetu-
mönnum kærkomið tækifæri til
útiveru, ferðalaga og skemmtana,
en jafnframt gefur hann verzl-
unarstéttinni og raunar öllum
landsmönnum tilefni til að horfa
um öxl og minnast þess, sem
áunnizt hefur í viðskiptamálum
þjóðarinnar, gera sér grein fyrir
aðstöðunni og skyggnast ofurlítið
fram á veg.
Það er þá eðlilegt, að hugurinn
staðnæmist við minningu þeirra
manna, sem veittu þjóðinni for-
ustu um endurheimt verzlunar-
frelsisins, þciri'a Skúla Magnús-
sonar, landfógeta, Jóns Sigurðs-
sonar, forseta, og Tómasar Sæ-
mundssonar, en sjaldan er minnzt
sem skyldi þeirra kaupsýslu--
manna, sem lyftu því Grettistaki
að gera verzlunina innlenda um
og eftir aldamótin.
ÁHRIF INNLENDRAR
VERZLUNAR
Frá því er verzlunin varð inn-
lend, hefur hún margfaldazt, fjöl
breyttni varanna aukizt stórkost-
lega og markaðir dreifzt víða um
lönd, jafnvel til fjarlægustu
heimsálfa. Undir þessaþróun hafa
runnið margar stoðir: Vélvæðing
sjávarútvegsins, aukning báta- og
togaraflotans, bygging fiskiðju-
vera, aukning kaupskipaflota,
flugvéla- og bílakosts, bættar
samgöngur á landi og sjó, fjár
myndun í landinu, vöxtur láns-
fjárstofnana og síðast, en ekki
sízt, þekking og framtak hinna
mörgu manna, sem hér hafa átt
hlut að máli.
Alþjóðleg verkaskipting hefur
gefið íslenzkri utanríkisverzlun
byr undir báða vængi. Vegna
hennar hefur tekizt að nýta hin
auðugu fiskimið, sem umkringja
landið, og afla með útflutningi
sjávarafurða fjölmargra vara,
sem önnur lönd hafa betri að-
stöðu til að framleiða en við.
Án þessarar verkaskiptingar hefð
um við ekki náð þeim lífskjörum,
sem við eigum nú við að búa.
Frekari viðleitni viðskiptaþjóða
vorra en orðin er í þá átt að
vernda fiskveiðar sínar, gæti orð-
. ið okkur örlagaþungt áfall.
AUKIN SÉRHÆFING
Verkaskipting og verzlun eru
óaðskiljanlegir förunautar. Sér-
hæíing og verkaskipting eru ó-
hugsanleg, ef möguleikar á við-
skiptum eru ekki fyrir hendi. —
Áður fyrr, þegar heimilin fram-
leiddu sjálf megnið af þörfum
sínum, var verzluninni þröngur
stakkur skorinn. Nú annast heim
ilin aðeins síðasta undirbúning
undir neyzlu manna, en fram-
leiðslan fer að öðru leyti fram i
ótal íyrirtækjum í ýmsum grein-
um atvinnulífsins. Sérhæfing
manna og framleiðslutækja hefur
leitt af sér stórkostlega aukningu
framleiðslunnar og bættan efna-
hag almennings.
mannsins S»r þá bezt sín notið
U!varpsræ0a Þorvarðar J. iúltussonar á frídegi
venlunarmanna
lorvarður
í víðasta skilningi er verzlun
einn þáttur framleiðslustarfsem-1
innar. Hlutverk hennar er að sjá|
um, að varan sé á boðstólum þar,
sem hennar er mest þörf, auka
þannig notagildi hennar og vinna
að fullnægingu mannlegra þarfa.
ÞÁTTUR MILLILIÐANNA
í þeim löndum, sem lengst eru
á vég komin í iðnvæðingu, sér-
hæfingu og framleiðsluafköstum,
er verzlun og dreifingarstarf-
semi tiltölulega víðtækastur þátt
ur í þjóðarbúskapnum. Hinn
þjóðfélaginu fyrir sem ódýrastri
og hagkvæmastri vörudreifingu?
Þetta hlutverk er engu þýðingar-
minna en hlutverk annarra höf-
uðatvinnuvega, landbúnaðar, sjáv
arútvegs og iðnaðar. Verðmæti
innfluttra vara nam síðastliðið ár
um 1200 millj. kr., en þar að auki
er verzlað með innlendar vörur,
landbúnaðarafurðir, fisk og
margs konar iðnaðarvörur. Það
eru ekki lítil verðmæti, sem í húfi
eru. Ef maður hugsaði sér, að
10% liagstæðari innkaup erlendis
frá væru almennt möguleg, spar-
aðist þjóðarbúinu um 100 millj.
kr. í erlendum gjaldeyri, miðað
við innflutninginn í fyrra.
ALMENNINGUR RÆÐUR
INNKAUPUNUM
Svarið við spurningunni er að
miklu leyti fólgið í þeim starfs-
skilyrðum, sem verzlunin fær við
að búa. Þegar viðskiptin eru
frjáls og haftalaus, kaupa neyt-
endur það, sem þeim her.tar bezt
að eigin dómi og sækjast eftir
sem beztum vörum við sem væg-
ustu verði. Innflytjendur og kaup
menn képpa um hylli neytenda,
reyna að kaupa sem hagkvæmast
inn, selja sem ódýrast og veita
sem bezta þjónustu. Almenning-
ur ræður þá mestu um það, hvað
keypt er inn í landið, og fram-
tak og atorka kaupsýslumannsins
Kafíibætisverksm. O. Johnson & Kaaber hf.
Húsgagnaljaðrír
fyrirliggjandi.
'
O. V. Jóhannsson & Co.
Hafnarstræti 19 — Símar: 2363 og 7563.
fær notið sín.
tæknilegi framleiðslukostnaður
er þar tiltölulega minnsti hlut- SKAÐSEMI IIAFTANNA
inn af verði varanna til neytenda Þegar höft eru ríkjandi, er ráð-
en hlutdeild dreifingar- og sölu-! stöfunarvaldið á gjaldeyri þjóð-
kostnaðar, milliliðakostnaðar, j arinnar í höndum opinberra að-
eins og liann er stundum nefnd-! ila. sem af eðlilegum ástæðum
ur, mest. Mikil og fjölþætt verzl- skortir þá reynslu um óskir og
un er því oftast vottur um ýtar-
lega verkaskiptingu og almenna
velmegun.
Þeirri hugmynd heyrist stund-
um fleygt, að milliliðir séu að
mestu leyti óþarfir. Ef svo væri,
ætti það að vera neytendum ó-
dýrara að sækja vörurnar beint
til hinna ýmsu framleiðenda held
ur en að kaupa þær í verzlunum.
Örlítil umhugsun um, hve mikla
fyrirhöfn, tímatöf og kostnað
slíkt fyrirkomulag hefði í för
með sér, ætti að sannfæra menn
um, hvað þessi skoðun er íjar-
stæðukennd.
HLUTVERK VERZLUNAR-
INNAR
Hvernig getur verzlunin bezt
gegnt því hlutverki sínu að sjá
þarfir neytenda og þá vöruþekk-
Framh. á bls. 15
Framtiðaratvinna
Stúlka óskast til starfa í verksmiðju vorri.
Upplýsingar í Smjörlíkisgerðinni Ljóma HF., Þverholti
11, frá klukkan 2—5 í dag.
er
RES.U.S.PM.OFK
sjálfgljáandi
CÓLFBÓN