Morgunblaðið - 08.08.1956, Síða 12
12
vonnvy p,r. 4 ðið
Miðvikudagur 8. Sgúst 1956
Framhaldssagan 60
ekki til í eigu okkar. Þér þurfið
bví ekki að óttast neitt slíkt“.
Hún horfoi eítirvæntingarfull
á son sinn.
„Við erum víst neydd til að
taka þessu boði“, sagði hann.
„Eða finnst þér ekki?“
Frú Hagedorn vildi varla trúa
sínum eigin eyrum. „Með fyllstu
virðingu fyrir áhyggjum þínum,
drengur minn“, sagði hún svo,
„en þú ættir sannarlega að hressa
svolítið upp á skapið".
Hún strauk létt yfir iiárið á
höfði hans. „Upp með höfuðið,
Fritz! í kvöld förum við heim til
Toblers. Mér finnst þetta mjög
hugulsarht hjá honum. Eiginlega
þuríti hann þess alls ekki, eða
hvað? Margfaldur milljónamær-
ingur, sem á verksmiðjur og
verzlanir. Eílaust hefur hann
þúsundir samstarfsmanna. Okk-
ur er mikill heiður sýndur. Ég
fer í svarta silkiltjólinn minn.
Gömul kona þarf ekki að klæð-
ast alveg samkvæmt nýjustu
tízku. Ef honum finnst ég ekki
nægilega fínt klædd, þá er ekk-
ert við því að gera“.
„Nei auðvitað, mamma litla",
;agði hann.
„Þarna geíurðu séð“, sagði
hún. „Nú máttu ekki hugsa meira
um hina tvo Schulze, drengur
minn. Á morgun kemur aftur
dagur“.
Hann brosti áhyggjuíullur. „Og
það verður fallegur dagur“, sagði
hann.
Að svo mæltu gekk hann út
úr stofunni.
20. kafli
Fritz Hagedorn og móðir hans
fylgdu á eftir þjóninum, sem
hafði lokið upp íyrir þeim garðs-
hliðinu.
Inni á milli hinna nöktu trjáa
skinu háar Ijósastikur með reglu-
bundnu millibili. Uppi á tröpp-
-unum hvíslaði móðirin: „Þú,
þetta er bara heil höll“
Inni í anddyrinu tók þjór.ninn
við höttum þeirra og yfirhöfn-
um. Hann ætlaði að hjálpa
gömlu konunni úr skóhlífunum,
en hún brást til varnar, potaði i
hann með regnhlífinni sinni og
sagði: „Það vantaði nú bara“.
Þau gengu upp á fyrstu hæð.
Dyrnar lokuðust hljóðlaust á
hæla þeim. Þau voru stödd í
skrautlegum viðhafnarsal. Við
cinn gluggann sat herramaður.
Nú reis hann úr sæti sínu.
„Eduard!“ hrópaði Fritz og
bpkstaflega hljóp til hans. jGuði
sé lof fyrir það, að ég slculi hafa
íundið þig aftur. Heíur Tobler
karlinn boðið þér lika? Það
finnst mér alveg laukrétt af hon-
um, karlinum. Mamma, þarna er
hann. Þetta er Schulze, vinur
minn. Og þetta er móðir min“.
Þau heilsuðust. Fritz var utan
við sig af einskærri gleði „Eg
hef leitað að þér eins og saumnál.
Segðu mér annars dálítið. Er
nafn þitt alls ekki skráð í upp-
lýsingabæklingnum Og veiztu
nokkuð hvar Hilde á heima? —
Skammastu þín annars ekkert
fyrir það, hvernig þú yfirgafst mig
í Bruchbeuren? Og hvers vegna
fóru þær Hilde og Julchen
frænka líka? Og sömuleiðis hr.
Kesselhuth? En hvað þú ert ann-
ars í fallegum fötum!“ Ungi mað-
urinn klappaði gamla vini sín-
um á öxlina, glaður í bragði.
Eduard mátti naumast koma
upp orði. Hann hió hikandi —
Áform hans hafði verið eyðilagt
fyrir honum. Fritz áleit hann
stöðugt vera 'Schulze. Það gat
gert mann alveg vitskertan.
Gamla frú Hagedorn settist og
fór úr öðrum skónum. „Það er
veðrabreyting í aðsigi“, upplýsti
hún. „Hr. Schulze, það gleður
mig sannarlega að kynnast yður.
Nú er sem sagt einn fundinn,
drengur mino. Við skulum vist
* V
| hafa upp á unnustu þinni líka“.
Það var drepið á dyrnar. Þjónn
inn kallaði inn: „Ungfrú Tobler
spyr, hvort náðug frúin hafi
löngun til að spjalla svolítið við
hana fyrir miðdegisverðinn?"
„Hvaða náðuga frú?“ spurði
gamla konan.
„Að öllum likindum er það þú
sjálf, sem átt er við“, sagði Edu-
ard.
„Svona nokkuð kæri ég niig
sannarlega ekkert um“, nöldraði
hún. „Ég er frú Hagedorn. Það
hljómar alveg nógu fínt. En lát-
um oss fara inn og spjalla við
stúlkuna. Hvað sem öðru líður,
þá er þó ungfrúin dóttir hús-
bónda þíns“.
Hún fór aftur í skóinn, gretti
sig í framan, kinkaði ánægð kolli
til mannanna tveggja og fylgdist
út úr stofunni með þjóninum.
„Hvers vegna komstu strax
aftur til Berlínar?" spurði Edu-
ard.
„Nei, heyrðu mig nú“, sagði
Fritz móðgaður.
„Þegar Polter dyravörður til-
kynnti mér hvað hefði skeð, hvað
ótti þá vesalings Hagedorn að
gera af sjálfum sér?“
„Frú Casparius lét gistihús-
stjórann bjóða mér 200 mörk
gegn því að ég hyrfi þegar af
sjónarsviðinu"
„Svona frek kvensnift", sagði
Fritz. „Hún ætlaði að fífla mig til
fylgilags við sig. Það var alveg
bersýnilegt. Þú varst hindrunin í
hvatalífi hennar. Hún hefur víst
rekið upp stór augu, þegar ég
hvarf líka, lagsmaður".
Hann leit vingjarnlega til
kunningja síns. „Að hugsa sér að
ég skuli hafa fundið þig aftur.
Nú vantar mig bara Hilde mína.
Þá er allt fullkomnað Hvers
vegna strauk hún svona í brutu
frá mér? Lét hún þig elcki vita
um heimilisfang sitt?“
Það var bankað. Dyrnar á hjá-
lægu herbergi opnuðust. Þjónn-
inn kom í ljós og hvarf aftur.
Eduard stóð á fætur og gekk inn
i hitt herbergið. Fritz kom á eftir
honum, hægt og hikandi.
„Aha“, sagði hann. „Vinnu-
stofa iðnaðarhöldsins. Svo skýtur
hann sjálfsagt upp kollinum sjálf
ur, bráðlega. Eduard, láttu nú
ekki eins og flón. Setztu undir
eins í annan stól, segi ég“.
Eduard hafði nefnilega setzt
í stólinn, innan við skriíborðið.
Fritz var reiður: „Ef Tobler
karlinn kann ekki að meta gam-
ansemi, verður okkur kastað á
Alhliða fínþvotta-, uppþvotta
og hreingernmgaefni.
Einasta þvottaduftið, sem
eyðir og kemur í veg fyrir
gulnun gerfiefnanna, svo
sem: Nælon, Perlon, Ðralon,
Khovyl, cnn fremur gránun
og fölnun uIlarinnar.Auk þess
varnar REI lykkjuföllum og
Iómyndun.
Skýrir alla liti.
Þess vegna er REI fullkomn-
asta þvottaefnið fyrir allan
viðkvæman þvott.
REI til uppþvotta: Þurrkun óþörf. — REI til hreingcrninga:
Þurrkun óþörf. — Engin blettaskil. REI reynist ávallt bezt!
Skattskrá
Eeílavíkur 1956
liggur frammi í skrifstofu Keflavíkurbæjar og járnvöru-
ieild kaupfélagsins við Vatnsnestorg frá 3. ágúst til 16.
igúst, að báðum dögum meðtöldum.
Einnig skrá yfir iðgjaldagreiðslur atvinnurekanda sam
kvæmt ákvæðum tryggingarlaganna og gjöld til atvinnu-
leysistryggingarsjóðs.
Kærufrestur er til 16. ágúst.
Skattstjórinn í Keflavík.
Hilmar Pétursson.
Látið okkur
um leið og þau eru síeypt.
GÓLFSLÍPUNIN,
Barmahlíð 33 — sími 36S7.
■ v •;< jj> *>*> v -t- *:■ t* •:••:* •:* *:• •:* *:
M ABK Ú S Bftir Ed Dodd
1) — Já, GoriIIur berjast ef
þær halda að þær séu innikróaðar.
En annars kjðsa þær fremur að
leggja á frótta.
2) — Við verðum aðeins að sjá
um að undankomuleiðir séu opnar
fyiir þær.
3) — Skammt fyrir framan
leiðangu-'nii ar Gor;,lu-fiiilskylda.