Morgunblaðið - 08.08.1956, Síða 13

Morgunblaðið - 08.08.1956, Síða 13
Mlðvikudagur 8. ágúst 1956 MORCUNBLAÐIÐ 13 Minningarorð um Maríu Einarsdóttur Johnson F. 2. jan. 1886. — D. 3. ágúst 1955. Mamma, við sendum þér svolítið tár, . einn sveig á þinn legstað hvert komandi ár, mun uppvekja bcrnsku sem brosti’ okkur við, og bænirnar þínar, sem gáfu þann frið, er einungis trúin á tállausa náð og traustið án efa, sem glæðir það ráð, sem ljómar í vissunnar verki — F. J. ÞAÐ hefur dregizt lengur en vera ætti að birta fáein minningarorð um þessa yfirlætislausu móður og landnámskonu. Hún var fædd að Ilríshóli í Reykhólasveit í Barða- strandasýslu 2. janúar 1886, dóttir Einars Péturssonar hreppstjora s. st. Gestssonar hreppstjóra s. st. Einarssonar Dannebrogsmanns í Rauðseyjum Sturlaugssonar. — Föðursystir Einars á Hríshóli var Rangheiður móðir Gests Pálsson- ar skálds. Móðir Maríu en kona Einars var Elín dóttir Jóhannes- ar bónda á Blámýrum í Ögursveit og Guðfinna Andrésdóttir. En móðir Einars, föður Maríu, var Ástriður Magnúsdóttir úr Skál- eyjum Einarssonar. Bróðir Magn- úsar í 'Skáleyjum var séra Guð- mundur Einarsson prófastur á Breiðabólstað á Skógarströr.d, en systir þeirra var Þóra, móðir séra Matthíasar Jochumssonar. — Að Mariu stóð því gáfað fólk og list- rænt; enda var hún einkar vel gefin og ágætum sálarhæfileikum búin, eins og allir vissu, er kynnt- ust henni. Hún ólst upp með for- eldrum sínum, en ung fór hún til Reykjavikur og þjónaði á nokkr- um góðum heimilum þar og gat sér hinn bezta orðstír fyrir hátt- prýði og listræni í handavinnu og matreiðslu, samfara hugkvæmni og lipurð við umönnun sjúkra. Ég hef séð lofsamlega vitnisburði sumra húsbænda hennar, sem eru undirritaðir af Kristinu Sig- urðardóttur saumastofueiganda, Sigríði Schou, hjónunum Ólaíi Stephensen og Hallberu Péturs- dóttur, Páli Halldórssyni skóla- stjóra Stýrimannaskólans og Þuríði Níelsdóttur konu hans. María kom vestur um haf 1912; var hún um hríð þjónustustúlka á heimili Mr. og Mrs. Árna Egg- ertssonar fasteignasala í Winni- peg og gat sér þar góðan orðstír. Þann 16. október 1915 gekk hún að eiga Guðmund Magnús Johnson bónda í Odda í Geysis- hyggð í Nýja-íslandi. Var hann ekkjumaður og barnlaus. Guð- mundur Magnús var sonur Jóns Guðmundssonar bónda Jónsson- ar á Torfalæk í Húnaþingi og Soffíu Magnúsdóttur bónda á Valdalæk á Vatnsnesi Árnasonar bónda í Hindisvík. En lengra í ættir fram var hann afkomandi Þóru brókar, hinnar mestu at- gerviskonu, systur Einars ábóta ísleifssonar á Murika-Þverá, eins hins lærðasta manns á meðal klerka á þeim tímum. Hlaut Þóra auknefnið ,,brók“ fyrir það að vetur einn geysilega harðan klæddist hún karlmannsfötum og gætti sjálf fjár síns. Elín, dóttir Þóru, giftist síðar Ara Sigurðs- syni priors Jónssonar. Þeirra sor. var Jón biskup Arason. — Guð- mundur Magnús Jónsson var maður harðduglegur, er barðist drengilegri líísbaráttu, jafnan glaður og reifur og hugarstyrkur og viidi í engu vamm sitt vita. Hann andaðist að heimili sona sinna í Odda, 26. okt. 1852. Höfðu þau Maria og Guðmundur búið í Odda í 30 ár, er þau létu sonum sínum í hendur jörðina, er þau fluttu til Gimli-bæjar 1945. Börn þeirra eru; Jóna Kristín, kona Sigursteins Magnússonar, Hnausa, Man.: Ein- ar Daníel, bóndi í Odda; Filipus Frú María E. Johnson. Fi'anklin, bóndi í Odda; Elín Magdalena, Mrs. D C. Hood, Bass wood, Man.; og Lilja Soffia, Mrs. J. C. Johnson, Winnipeg. Barna- börn eru 8 á lífi. — En systir Mariu er á lífi hér vestra, Mrs. Jóhanna Shaw, Toronto, og önn- ur systir, Kristin, er búsett á ís- landi. Á heimilinu í Odda mátti segja, að aðalævistarf Maríu væn af hendi leyst, í þágu ástvina henn- ar og fyrir hag heimilisins. — Studdi hún mann sinn í strangri lífsbaráttu af beztu getu. Þangað kom hún ung og glæsileg. Þar voru börn hennar fædd og upp- alin. Þau eru mannvænlegt og dygðugt Jólk og vel gefin að hæfileikum og mannkostum, og voru foreldrum sínum til gleði og gott samverkafólk. Munu synir þeirra ávallt hafa unnið heimil- inu og aldrei að heiman dvalið til langframa. Odda-heimilið er í suðurhluta hinnar víðlendu Geysis-byggðar. Á fyrri árum var þaðan nokkuð langt að sækja til kaupstaðar og aðdrátta — einkum í vegleysum hinna íyrri tíma. Oft gekk lifs- baráttan allnærri karlmennsku- lund húsbóndars og hjarta móð- urinnar. Lífsbaráttan var líkust lífróðri á sæ úti, sem háður er mótfalli og vindi að brimsollinni strönd — þar sem óvist er um lendingu. Slílt var barátta vors íslenzka fólks lengi fram eftir ár- um. Öryggið eina var í því fólgið að leggja fram ýtrustu krafta af einbeittum huga — í trausti til þess að Guð léti úr rætast. Oft var lífsframsókn Odda-hjónanna torvelduð af veilli líkamlegri heilsu Maríu, en hvorki hún né maður hennar kunnu að bera vandkvæði sín fram fyrir mönn- um. Fast var að þeim sorfið á kreppuárunum, að geta ekki veitt börnum sínum þá menntun, er þau þráðu og voru meðtækileg fyrir, og allt var gert er í þeirra valdi stóð til að greiða þeim veg á menntabraut — er það þráðu. Yfirlætislaus og sönn var trú Maríu á guðlega íorsjón og hand- leiðslu, jafnt j blíðu og stríðu. Reyndist trúin henni sval- andi orkulind í stríði og Iwngri hinztu sjúkdómsbaráttu. Trú sina ávaxtaði hún með grandvarleik á kyrrlátan hátt sem eiginkona og móðir og starfandi kristin kona, er í nágrenni sínu og um- hverfi lét jafnan gott af sér leiða; þannig var hún einnig starfandi I heimasöfnuði sínum, er hún unni og lét þar í té þá þjónustu, er hún mátti og lífskringumstæð- ur hennar leyfðu. Og þegar horft er ýfir vegferð umliðins ævidags hennar má segja að lífssigur hennar væri stór — og ljúft að minnast á ó- eigingjarna og sanna þjónustu ástvinum og heimili hennar til handa — er oft var af hendi leyst af veikum kröftum, en fúsum og ráðnum vilja. Og hið innra, sigur sálarinnar, sem birtist í því að vera sjálfri sér trú — og gera sitt ýtrasta til að lifa jafnan hugsjón sinni samkvæmt. Ég hygg að María ætti jafnan draumaland sér í sál, þaðan sem hún gat horft ofar hversdagslegu striði dagsins og margþættum önnum, og fyndi þar griðastað og endurnýjaði krafta sína og innri þrótt. Hún var kona háttprúð cg stillt, fámælt við fyrstu kynningu, trygglynd. þjálfuð í reynsluskóla lífsins er hafði mótað hana djúpt en ekki brotið. Hinztu æviárin, eftir lát eiginmanns síns, dvaldi hún meðal barna sinna. Hún átti við sjúkdóm að stríða í 3 ár, en var rúmföst að mestu síðustu 6— 7 mánuðina. Hún hafði ráð og rænu til síðustu ævistundar. Hún andaðist aðfaranótt hins 3. ágústs sl. kl. 2 árdegis í Red Cross sjúkrahúsinu í Árborg. Útförin fór fram frá heimilinu í Odda, 6. ágúst. Fjölmenntu þar fornvinir og nágrannar, auk ástvinaliðsins. Þar mælti undirritaður kveðju- Magnús Jolinson frá Odda. CONTACT BONDADÍIESIVE Lím fyrir plast plötur 8H8>HIH88BNtJIBNSIHf GRJÓTAGÖTU 7 — SÍMAR: 3573 og 5296. Kaupstefnuskírteini, sem jafngilda vegabréfsáritun afgreiðir: orð. í sóknarkirkjunni — Geysis- kirkju — flutti sóknarpresturinn séra Róbert Jack einkar fögur og hugðnæm kveðjuorð. Jarðsett var í grafreit saínaðarins. S. Ólafsson. Kaupstefnan—Reykjftvík, Pósthússtræti 13 Símar: 1576 og 2564. ÍEIPÍIGER MESSEAMT UíPflG fl HAiNSTRáSSE 18. 8ASILE Þvottavélarnar liafa hlotið einróma lof allra vegna þess hve þær eru vandaðar, ódýrar og sterkar. Klukkurofi slekkur á vélinni að þvotti loknum. Þvottatíminn aðeins 4 mínútur. Stór og góð stillanleg vinda. Taka 6 V& pund af þurru taui. Þar sem hreyfingin á vatninu þær þvottinn, þá slíta þær ekkert tauið. Fást einnig með 3000 vatta suðu- elementi. Ársábyrgð. Affeorgunarskilmálar. Kynnið ykkur verð og gæði. Eiukaumboð ÞÓRÐUR H. TEITSSON Grettisgötu 3 — Sími 80360.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.