Morgunblaðið - 11.08.1956, Qupperneq 10
ir
M ORCVNBLAÐIÐ
Laugardagur lt. ágúst 1956
Leikur íslanclsmeisraranna
og hrezka iandslidsins
LE I K U R íslandsmeistaranna
og enska landsliðsins var í
heild fremur bragðdaufur. Var
nú allt annar blær j'fir leik KR-
inga en á móti Lokómótíf fyrir
skömmu. Leikmenn voru seinir
að gefa frá sér knöttinn, fram-
iínan sundurlaus og ónákvæm.
Aftasta vörnin og markvörður-
inn voru þeir einu, er héldu leik-
inn út, ef svo má segja. Fram-
verðirnir Hörður og Sherriffs
gátu talizt allvirkir fyrri hálfleik-
inn, en týndust að mestu í þeim
síðari, einkum Hörður, sem virtist
æfingarlaus. Sendingar framlín-
unnar sín á milli voru mjög ó-
nákvæmar og langir tilgangsiaus-
ir einleikssprettir of tíðir. Bret-
arnir með sínar langsprynur upp
miðju og kanta voru mun virk-
ari í öllum leik sínum úti á vell-
inum, en er nálgast tók markið
rann margt upphlaupið út í sand-
inn. Útherjarnir Twissell og Lew-
is ásamt vinstri bakverðinum
Fryer voru skenuntilegustu menn
liðsins, ávallt virkir og uppbyggj-
andi. Skiptingar miðframherjans
Laybourne út á kantana voru og
skemmtilegar og rugluðu vörn-
ina stundum gjörsamlega. í
skiptingum liðsins var áberandi,
að ávallt var kominn maður í
manns stað og hreint og beint
lærdómsrílct að horfa á þær, eink-
um í seinni hálfleik, eftir að mót-
spyrna KR-inga fór að minnka.
Fyrri hálfleikur var hratt
leikinn og mun skemmtilegri en
sá síðari. KR-ingar fylgdust vel
með í hraða til að byrja með án
þess að fá þó nokkru sinni veru
lega góð marktækifæri. Bretarn-
ir léku mikið upp kantana, eink-
um þann vinstri og hafði Hreiðar
nóg að gera með að gæta hins
hættulega Twissell. Upp úr einu
slíku upphlaupi kom fyrsta mark
leiksins Twissell lék upp með
endamörkum gaf inn að mark-
teig til Lewis ,sem þangað var
kominn og snúa þurfti sér í half-
hring til þess að geta potað í
knöttiim og komið honum í mark.
Mjög snöggt og fallega gert í
erfiðri stöðu. Er líða tók á hálf-
leikinn urðu Bretarnir ágengari
og áttu Lewis og Bromilow hættu
leg skot á mark, en ýmist höfn-
uðu þau í fangi Ólafs markvarðar
eða voru yfir og framhjá.
Síðari hálfleikur var lausari í
reipunum og næsta þófkenndur
á köflum. Áhlaup Bretanna urðu
nú sífellt fleiri og hættulegri, en
KR-ingar náðu aldrei árangurs-
ríkum leik, nema inn að vítateig.
Lengra komust þeir aðeins ör-
sjaldan og án þess þó að veruleg
hætta skapaðizt. Það var þó ekki
fyrr en á 22. minútu hálfleiksins,
að Bretunum tókst að ná öðru
marki sínu og gerði það vinstri
innherjinn Bromilow með mjög
fallegum skalla í stöng og inn,
niðri við jörðu, eftir ágætan und-
irbúning miðframherjans Lay-
bourne, sem kominn var út á
hægri kantinn og sendi innherj-
anum hæðarspyrnu, sem hann
var ekki seinn að nota sér með
fyrrgreindum árangri. 5 minút-
um fyrir leikslok kom svo þriðja
markið. Marshall bakvörður náði
knettinum .miðju vega milli víta-
teigs og miðlínu á vallarhelm-
ingi KR-inga. Hann sendir
knöttinn strax til Lewis út á
hægri kantinn. Lewis lék með
hann örlítið áfram. en sendir
síðan knöttinn með geysilega
fastri hæðarspyrnu, — engu lík-
ara en um markskot væri að ræða
— inn í vítateiginn. Þar kom
Laybourne brunandi og koll-
spyrnti viðstöðulaust í mark.
Þessi sending Lewis og viðbrögð
miðframherjans voru svo snögg
og fljót að ske, að enginn gat
áttað sig fyrr en allt var um
garð gengið. — Tvímælalaust
skemmtilegasta atvik leiksins. —
Bretarnir höfðu alltaf yfirtök-
in í leiknum og 3:0 verða að
teljast sanngjörn úrslit eftir
gangi hans. Hinsvegar fer ekki
hjá því, að manni verði hugsað
til, hverju KR-ingar hefðu get-
að komið til leiðar, ef nákvæmni
í sendingum hefði verið fyrir
hendi. Þeir erfiðuðu mikið, en
ónákvæmnin stöðvaði margoft
upphlau.p, sem voru vel á veg
komin og líkleg til að geta með
framhaldi orðið hættuleg.
Lánsmennirnir Haukur Bjarna-
son og Ólafur í markinu voru
beztu menn liðsins, Sherriffs
barðist og vel, en framlínan var
slök og lítils megnandi.
Síðasti leikur Bretanna fer
fram á mánudagskvöldið og mæta
þeir þá Akurnesingum. Má búast
við mjög skemmtilegum leik og
ekki kæmi mér á óvart, að Akur-
nesingar sigruðu. Þetta enska lið
er taktiskt sterkt með sínar
langspyrnur, en stutti samleikur-
inn er án efa það sem þeir eiga
erfiðast með að ráða við og tak-
ist Akurnesíngum upp eru sig-
urhorfumar góðar.
Framliðið kemtiz
ósigrað
2 FL. KNATTSPYRNUMANNA
úr Fram hefir nú lokið leikjum
sínum í Danmerkurförinni. Alls
unnu þeir 4 leiki og gerðu 1
jafntefli skoruðu 26 mör-k á móti
9. Þrír síðustu leíkirnir fóru sem
hér segir. í Roskildi léku þeir
öðru sinni og styrktu heimamenn
lið sitt. Lauk þeim leik með
jafntefli 2:2. í Holbæk og Hille-
röd sigruðu Framararnir með 4
móti 2 á báðum stöðunum.
STAÐREYNDIR.
Eilífar „tilbakaspyrnur“ til
markvarðar með ágenga mót-
berja á milli effa á næstu grös-
um eru jafnan stórliættulegar og
hvimleiffar. Knötturinn á aff
ganga áfram en ekki til baka.
Þessar spyrnur eru orffnar svo al-
gengar aff furðulegt er aff þær
hafa ekki þegar kostaff mörg
niörk. Leikmenn ættu aff vcnja
sig aí þessum hættulegu senu-
ingum sem fyrst.
★
Ólafur markvörffur stóff sig
prýffisvel milli stanganna í þess-
um leik og átíi auk þess ágæt
úthlaup. En eiít þarf hann aff
vanda sig betur viff. Það eru frá-
spyrnurnar frá marki. Helming-
ur þcirra í fyrri hálfieik lentu
lijá móthcrjunum og þegar hann
henti frá marki kom slíkt ekki
aff tilætluffum notum, því Eng-
lendingarnir voru oft fyrri til, og
náffu knettinum af okkar mönn-
um, áffur en hann komst svo mik-
iff sem framfyrir miðju. Þaff er
bezt aff spyrna frá markinu —
nota teiginn og spyrna langt. Þaff
gerffi sá enski næstum undan-
tekningarlaust.
*
Skipulagslcysi framlínunnai
var áberandi í þessum ieik, sem
og fjölda annara aff undanförnu.
En um þverbak keyrir, þegar all-
ur kvintettinn stendur kyrr og
bíður í einhverskonar spenningi
effa ervæntingu og horfir ein-
göngu á kyrrstæffan samherja,
sem ekkert vcit hvert hann skal
senda knöítinn og gefur hann
fyrir fætnr mótherjans að lok-
um, vegna þess að engan sam-
hcrja í aðstöðu var hægt aff eygja.
Þetta kom fyrir meff Gunnar
Gunnarsson á vítateig. Framlín-
an fylgdi vel eftir, en staðnæmd-
ist öli um leiff og Gunnar, sem
var meff knöttinn. Engum kom
til hugar að hjálpa honunt effa
öllu heldur skapa sér affstöðu til
aff taka viff knettinum. Áhorf-
endur hlógu og hentu gaman aff
þessu atviki. En þetta er alvar-
legt mál, sem þið getiff Iagaff
strákar. Aðeins aff hugsa örlitið,
þá koma svona atvik ekki fyrir.
II a n n e s .
Skandin&visV.
BOLDKLUB
Ferff til Gullfoss og Geys-
is 19. ágúst. Munið mynda-
kvöldið í Tjarnar-café 15.
ágúst.
Ponl H&nsen
Sími 1195.
Bezt ú auglýsa í Morgunh!aðinu
Fyrir nokkru tólt til starfa í Lundúnum heimili fyrir blind börn.
Hin fagra leikkona Esther Williams, sem fræg er fyrir sundkunn-
áttu sína og fagurt sund, var viffstödd þessa athöfn en leikkonan
eyffir miklu af frístundum sínum viff' aff kenna hlindum börnum
aff synda.
22 þús. flúðu i júnl
23 þús. flúðn i júlí
IJÚLÍ-MÁNUÐI s.l. flúðu 23,124 menn frá Austur-Þýzkalandi
vestur á bóginn. Er það 1000 manns fleira en í mánuðinum áöur.
Síðustu mánuði hefur borið sérstaklega mikið á því að kennarar
bæði úr barnaskólum og menntaskólum flýi ánauð hinnar austur-
þýzku kommúnistastjórnar.
VONIR SEM BREGÐAST
Flóttamannaráðherra veslur-
þýzku stjórnarinnar Theodor
Oberlánder birti nýlega skýrslu
um aultningu flóítamannastraums
ins frá Austur-Þýzkalandi. Um
skeið hafa menn vonazt eftir að
flóttafólki færi að fækka, vegna
þeirrar nýju stefnu, sem Krúsjeff
hefur talað svo rniltið um.
En blákaldur raunveruleik-
inn segir affra sögu. í júni s.l.
flúðu 22 þús. mamss vestur á
bóginn og í júlí 23 þús. Rúm-
lega helmingur nóttafólksins
er undir 25 ára aldri. 171
flóttaniann:mna í júlí voru
mefflimir í her og lögreglu
Austur-Þýzkalands.
ÓBREYTT ÁSTAND
Oberlánder sagði í tilkynning-
unni: — Ástandið virðist óbreytt
í Austur-Þýzkalandi, þrátt fyrir
loforð Rússa um efnahagsaðstoð
og malvælasendingar. íbúar á
austursvæðinu tengja enn ekki
sh'kar vonir við þessi loforð, að
það hafi áhrif á flóttamanna-
strauminn.
SÁLARLAUS FRAMKOMA
Walíer Ulbriclit foringl
austur-þýzka kommúnista-
flokksins viðurkenndi nýlega
að flóttamannasaraumurinn úr
lanðinu væri sök stjórnar-
valdanna. Hann sagði aff orsök
flóttans væri „sálarlaus fram-
koma embættisrnanna ríkis-
ins.“ Meff framkomu sinni,
sagði hann, brjóta embættis-
mennirnir í bága við hags-
muni einstaklinganna, þeir
hirffa ckkert uui lýffræffislegar
reglur og þaff rýrir traust al-
mennings til vikisvaldsins.
Og efnahagsörðugleikarnir
sem enn koma fyrir og eru
óhjákvæmilegir, valda því aff
borgararnir missa allt barátlu-
þrek og telja erfiðleikana
óyfirstíganlega."
Þetta er fyrsta játning" Ul-
brichts. Nú er eftir að vita, hvort
játningin hefur í för með sér
rrunhæfar endurbætur.
AIEir bezfu frjálsiþróttanienn landsins kegipa á
*
sem hefst á íþróttavellinum í dag kl. 2,30 með keppni í 200 m, 800 m og 5000 m hlaupum, 400 m grindahlaupi, há-
stokki, langstökki, kúluvarpi og spjótkasti.
Á morgun kl. 5 verður keppt í 100 m, 400 m og 1500 m hlaupum, 110 m grindahlaupi, þrístökki, stangarstökki,
kringlukasti og sleggjukasti. Komið og sjáið skemmtilega keppni. Frjálsíþróttadeild K. R.