Morgunblaðið - 11.08.1956, Page 15
Laugardagur 11. ágúst 1956
M ORGVNBL AÐIT
15
— Rússneska alfræðioíðaisúkin
Frh. af tals. 9
meðiimir Vísindaakademíunnar í
Moskvu eða vísindaakademia
hinna 16 lýðvelda Ráðstjórnar-
ríkjanna. Af hinum voru hér un
bil 25 % prófessorar og doktarar
í vísindum, 35% kandidatar í ein-
hverri vísindagrein, 20% sér-
fræðingar án nafnbóta og
20% helztu leiðtogar kommún-
istaflokksins og ríkisstjórnarinn-
ar.
„Hvað takið þið til bragðs, ef
greinarnar eru illa . skrifaðar?"
spurði ég. „Hvernig farið þið að
þvi að bera saman niðurstöður
þeirra við heimildir, eins og t.d.
við hagskýrslur, einkum að þvi
er varðar önnur lönd?“
Svar ritstjóranna náði ekki
beinlínis til hagskýrslna eða ann-
arra heimildarrita. „Eríiði okkar
hefst fyrst og fremst, þegar grein-
inni er skilað til okkar,“ sögðu
þeir. Og því næst hóf einn rit-
stjóranna langa frásögn af mála-
rekstri, sem hann neíndi „almenn
ar umræSur", og er ekkert til,
er samsvarar slikum umræðum í
útgáfustarfsemi alfræðiorðabóka
á Vesturlöndum. Tveir eða þrír
menn eru látnir lesa yfir allar
greinarnar, og er þetta starf
þeirra aðeins hluti af þeirri end-
urskoðun, sem gjörð er á öllum
greinunum. Síðan heldur rit-
stjórnin „almennar um-
ræður“ um „helztu greinarnar“,
sem eru „sérstaklega mikilvseg-
ar“. í’ser eru líka sendsr víðar
og haldnar um þær „almennar
umræður".
★ ★ ★
ITSTJÓRAR rússnesku al-
fræðiorðabókarinnar sendu
út alls 7,780 greinar, sem birta
átti í 33 fyrstu bindunum. Ein-
tak af hverri þessara greina er
sent til 1,160 stofnana. Mér var
sagt, að borizt hefðu aðeins
8,332 athugasemdir við þessar
7,780 greinar, sem sendar voru
út. Þetta er ótrúlega lág tala.
Ég spurði, hvort athugasemd-
irnar kæmu ritstjórninni að
gagni. „Ekki alltaf", sagði einn
ritstjóranna. „En venjulega koma
þær að noturn".
Ég hef hugboð um, að grein-
arnar séu ekki sendar út með
það sérstaklega fyrir augum að
komast yfir gagnlegar athuga-
semdir, heldur miklu fremur til
þess að hægt sé að bóka það, hve
margar greinar hafi verið send-
ar út og sannað það þannig, ef
með þarf. Þetta er gert til varn-
ar ritstjórunum.
Ef deilur risa svo um ein-
hverja grein, eftir að' hún hef-
»r verið' prentuS, geía ritstjór-
arnir sagt: „Við sendum af-
rit af heimi til 1,160 stofnana
til leiðréttinga, áður en l»ún
var birt.“
„Lendið þið aldrei í erfiðleik-
um vegna andstæðra ltenninga
um eitthvert efni?“ spurði ég. ,,Ef
svo er, hvernig ráðið þið fram úr
því?“
„Það er vitað mál,“ svaraði
einn ritstjóranna, „að þaj5 koma
fram andstæðar kenningar um
sum mál. Ritstjórnin verð-
ur að jafna þann ágreining. Þeg-
ar okkur kemur saman um, að
báðar skoðanir eiga rétt á sér,
látum við greinarhöfund skil-
greina báðar.“
Ég er þeirrar skoðunar, að
þetta komi örsjaldan fyrir, og
bað ég því um dæmi.
„Það hefur mikið verið deilt
um sögu Kína,“ sagði einn þeirra.
„Hvenær hófst lénstímabilið?
Einnig eru skiptar skoðanir um
Konfúsíus."
„Og svo er jafnvel mikill á-
greiningur um tilkomu dæluvéla
og þróun þeirra,“ bætti annar
við.
SKRIPRF.NTANIR.
IVIér til mikillar furðu lét
að’alritstjórinn sýna mér stór-
an hlaða af bæklingum, á
mcðan á viðiali okkar stóð.
Þetta vóru sérprentanir á
greinum úr rússnesku al-
fræðioiðabókinni á mörgum
tungmnálum. Þehn er dreift
erlcndis. Þannig nota rúss-
neskir áróðursmenn sér þá
virðingu, sem stendur um
nafn „alfræðiorðabókar“ til
framdráttar starfsemi sinni
erlendis. Aðalritstjórinn full-
vissaði mig um, að ritstjórn-
in hefði ekkert með þess-
ar sérprentanir að gcra.
„Fólk erlendis lætur gera sér-
prentanir af þeim greinum, sem
það hefur áhuga á,“ sagði hann.
Hann rétti mér bækling um
„Mennir.gu Armeníumanna“,
annan um „List“ ow em --------
sem bar nafnið „Saga Þýzka-
lands“ og þýduur . ...._ -
ir austur-þýzka lesendur. Hann
hló, er hann rétti mér þann síð-
astnefnda og sagoi: „Þessi grein
myndi tæplega geta átt heima í
Britannica a!fræðiorðabókinni!“
„Það er oft erfitt að komast
hjá því, að áhrif frá umhverfi og
samtíð komi fram í efni alfræði-
orðabókar,“ sagði ég. „Ætti ekki
að leitast við að forðast þetta?"
Aöalritstjórinn virtist verða
mjög hugsi, er hann heyrði þessa
spurningu. „Það er mjög eríitt,“
svaraði hann, „að setja reglu
um það.“ Hann hikaði andartak,
en bætti síðan við vonleysislega:
„Ég hef ekki enn fundið hana.
Ritstjórinn verður að finna út,
hvað hverfur og hvað er varan-
legt.“
„Þér verðið að gera yður fulía
grein fyrir því,“ sagði hann í
aðvörunartón, „að við notum ekki
freklega hvert t.ækiíæri til þess
að koma fram lcenningum Marx
og Lenins í rússnesku alfræði-
orðabókinni. Margar greinar okk-
ar koma hvergi nærri kenning-
um Marx og Lenins.“
Er ég bað hann um að nefna
mér nokkrar slíkar greinar, sagði
hann, að ekki væri minnzt á
kenriingar Marx og Lenins í grein
um eins og t.d. um sköpun heims-
ins eða um vísindaleg efni svo
sem eðlisfræði. Og hann flýtti
sér að bæta við:
„En allar greinar sögulegs
efnis og um þjóðfélagshreyf-
ingar vcrða að túlka kenning-
ar Marx og Lenins."
Þctta er það, sem við eigum
að mæta, þegar við reynum að
skiptast á skilgreiningum á hug-
sjónum, jafnvel þó að í hlut eigi
helztu vísindamenn Ráðstjórnar-
ríkjanna. Það er e.t.v. ekki til
skýrari mælikvarði á ástandi
stórþjóðar heldur en alfræði-
orðabók hennar.
★ ★ ★
HXNU rússneska þjóðskipulagi
er elckert rúm fyrir alfræði-
orðabók í þeim skilningi, sem við
höfum alltaf lagt í sHk verk á
Vesturlöndum. Þær reglur, sem
fylgt er við samningu „Hinnar
rniklu rússnesku alfræðiorða-
bókar“, brjóta í bága við allar
þær reglur, sem settar voru í
upphafi um slíkar útgáfur.
Rússnesku ritstjórarnir virð-
ast vera hreyknir af þessu.
En hvað finnst lesendum um
þetta? Eina almenna tilvitn-
unarverkið, sem þeir geta leit-
að tö, er grýoarmikiH áróðurs-
bæklingur um sovétskipuiag-
ið. Þctta er kommúnistiskt
stjórnmálarit í 50 bindum.
Jafnskjótt og ritstjórarnir hafa
lokið við síðasta bindi alfræði-
orðabókarinnar, hefjast þeir
handa um aðra útgáfu, sem verð-
ur í 10 bindum. Þeir gera sig
elcki ánægða með sölu á 300,009
eintökum. Húsbændur þeirra
vilja, að lesendahópurinn verði
stærri.
En önnur útgáfan verður ekki
úrdráttur úr stóru alfrseðiorða-
ritaðar með það fyrir augum, að
bókinni. Það verður algjörlega
ný útgáfa. Allar greinarnar verða
ritaðar með það fyrir augum, að
þær nái til langíum fleiri lesenda
og miðað verður við „lægri and-
legan þroska“. Tilgangurinn með
þessu er að tryggja það, að allir
þeir, sem læsir eru í RáSstjórnar-
ríkjunum, geti kynnt sér hina
fyrirskipuðu túlkun á öllum fróð-
leik. Þannig hyggjast áróðurs-
menn Rússa brjóta niður síðustu
varnarmúrana og færa út yfirráð
sín.
Gekk sœmilega oð
tneðhiindla Kyrra-
hafsnótina
STURLAUGUR Böðvarsson,
útgerðarmaöur skýrði Mbl.
svo frá að farið hefði verið
út með Kyrrahafsnótina í
fyrradag til að prófa notkun
hennar, hvernig ætti að kasta
henni o.s.frv. Gekk sæmilega
að meðhöndia liana þótt hún
sé risasiór og þung eftir því.
Var henni kastað nokkrum
sinnum, án þess að ætlunin
hefði verið að veiða nokkuð
í hana að sisini.
Kvað Sturlaugur ekki væn-
legt að reyna nótina til veiða
fyrr en síldin færi að ganga
í torfum, cn það yrði vænt-
anlega ekki fyrr en í septem-
ber-lok. En nótin er svo djúp
aö þá vcrðuT ekki nauðsynlegt
að síldin komi upp á yfir-
borð sjávarins, heldur seúti
að roega veiða hana í t.d. 10
til 15 faðnia dýpi.
— Hafnlausa félagið
Framhald af bls. 6.
máttu sín nokkurs, en hinir sátu
heima. Nú er annað lagið á, og
allir vilja ferðast. Eu það nrætti
æska nútímans læra af Nafn-
lausa félaginu, að fætumir eru
nærtækasta samgöngutækið, sem
maðurinn á, og að gangandi
veitir maður því athygli, sem
fólki sést yfir gegnum bílrúð-
una og jafnvel af hestbaki. Hjá
Nafnlausa félaginu varð mjór
mikils vísir, og það gæti orðið
gagnleg bók æskulýðnum ef
saga þess væri skrifuð, þvi að
hún er upphaf þess að íslend-
ingar fóru almennt að fara í
orlofsferðir út í faðin náttúrunn-
ar. —
Skúli Skúlason.
□--------------------n
— Dr. Ove Hassler
Framh. af bls. 3
GAGNKVÆM KYNNI
„Fyrst og fremst gagnkvæm
kynni prestanna. Með auknum
kynnum skapast ný sjónarmið,
og nýr áhugi vaknar. Við, senr
komum með Brand kynntumst á
fjögurra daga siglingu hingað, og
kynntumst enn betur á þeim
fjórum dögum, sem heimferðin
tekur. Hér á landi höfum við
einnig stofnað til ánægjulegra
kynna.
J. H. A.
Ókeypis
aðgangur
fyrir
alla.
Gjafapakkar
úr flugvél.
Verðlaun
Skemmti-
atriði.
Á morgun, sunnudag, verður aðgangur að skemmtl-
garðinum ókeypis fyrir börn og fullorðna.
50 manna flokkur frá þýzkalandi
skemmtir með söng og hljóðfeerashxtti
Flugvél flýgur yfir garðinn og varpar niður gjafa-
pökkum, er innihalda ýmis leikföng, sælgæti og ávísun
á tvö reiðhjól. — Ýmis skemmtiatriði.
Ferðir frá Búnaðarfélagshúsiu að Tívoli.
Hverjir hreppa reiðhjólin?
V Tívolí.
Hugheilar þakkir færi ég öllum þeim, sem á ýmsan hátt
glöddu mig á sjötugsafmælinu, liinn 2. ágúst sl., og gerðu
mér daginn ógleymanlegan.
Heiga Jónsdóttir,
Þrastargötu 9.
Innilegar þakkir færi ég öllum þeim, sem á margvíslegan
hátt sýndu mér vinsemd á 50 ára afmæli mínu 30. júlí sl.
Þórítar Kristinsson,
Keflavík.
Við brottför okkar hjóna úr Rangárhéraði færum við af
hrærðum hug öllum Rangæingum okkar beztu kveðju og
þökkum margra áratuga vináttu og tryggð. Við þökkum
hina veglegu veizlu er okkur var búin, að Gunnarshólma
í Austur-Landeyjum þann 4. þessa mánaðar. Við þökkum
öllum þeim manníjölda, sem þar var saman kominn til að
heiðra okkur, fyrir komuna. Þökkum skeyti, ræður, er okkur
voru fluttar og ríkulegar gjafir er Rangæingar færðu okkur.
Við þökkum Framsóknarmönnum í Rangárhéraði hlýjar
kveðjur og dýrmæta gjöf. Við þökkum Ungmennaiélaginu
Baldri í Hvolhreppi áður senda vinarkveðju.
Heill og hamingja fylgi Rangæingum og Rangárhéraði um
alla framtíð.
Oddný Giaðmundsdóttir,
Helgi Jónassoon.
Félagslíf
-ssgSfr
Skiðudeild K.R.
Sjálfboðaliðsvinnan heldur á-
fram um þessa helgi. Búið er að
slá upp fyrir kjallaranum og æt-
unin er að steypa hann nú. Til
þess að það takist þurfa allir að
mæta. Allt steypuefni er komið
á staðinn, ásamt hrærivél. K.R.
ingar, verið nú samtaka um að
láta áætlunina standast. Skálinn
nothæfur í vetur. Farið frá Varð-
ar húsinu kl. 2. — Sijórnin.
KF —■ Þróltur!
Handknattleiksæfing í dag, laug
ardag, á Iþróttavellinum kl. 2—4
e.h. fyrir meistaraflokka karla og
kvenna. — Nefndin.
isina
Cóður, danskur kakarasvcinn
31 árs, kvæntur, óskar eftir vél
launaðri atvinnu. Góð meðmæli.
Sven Belslröm, Istedgade 14, 4.
liæð Köbenhavu. Síjni Eva 3294 X.
Maðurinn minn
RÓBERT ÞORBJÖRNSSON,
bakarameistari andaðist 10. ágúst.
Sigríður Sigurðardóttir,
Háteigsveg 17.
Móðir okkar
MÁLFRÍÐUR GILSDÓTTIR,
andaðist að Elliheimilinu Grund 9. þ. m.
Systkinin.
Jarðarför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar og
tengdamóður
MARENAR JÓNSDÓTTUR,
er lézt 7. þ. m. fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 13.
þ. m. kl. 1,30 e. h.
Páll Ásmundsson,
börn og tengdabörn.
JarSarför rnóður okkar og tengdamóðuu
ÓLAFAR JÓNSDÓTTUR
fer fram miðvikudaginn 15. ágúst. Hefst með bæn að heimili
hennar, Ásbyrgi, Stokkseyri, kl. 2 e. h.
Kristín Tómasdóttir,
Margrét Tómasdóttir,
Einar Halldórsson.