Morgunblaðið - 29.08.1956, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.08.1956, Blaðsíða 2
2 MORC 3 NBLAÐIÐ Miðvikudagur 29. ágúst 1956 Framh. af hls 1 | 1947), kallaði festingu vísitölunn- i BÆNDTJE FÁ 8—9% HÆKKCN, ar „útþurrkun gildandi launa- LeikfÖr ÞióBleikhússins LEIKFLOKKUR frá Þjóðleikhús inu mun á næstunni ferðast til ýmissa staða í nágrenni Reykja- víkur og sýna sjónleikinn „Mann og konu“ eftir Eftiil Thoroddsen og Indriða Waage. Ef veður leyf- ir verður farið til Vestmanna- eyja á morgun og hafðar tvær sýningar þar. Síðan er gert ráð fyrir sýningum á Selfossi, Ilellu, Akranesi og í Njarðvik. Sjónleikurinn „Maður og kona“ var sýndur í Þjóðleikhús- inu í fyrravetur við ágæta að- sókn. Hlutverkaskipun er óbreytt á sýningum utan Reykjavíkur að öðru leyti en því að Inga Þórðar- dóttir tekur við hlutverki Stað- ar-Gunnu, sem Emelía Jónasdótt- ir lék og Þóra Borg mun fara með hlutverk Steinunnar í stað Regínu Þórðardóttur. — Myndin er af Valdemar Helgasyni í hlut- veiki Bjarna á Leiti og Baldvin Halldórssyni sem Hallvarður Hallsson. FIMMTUGUR: Valdennar B|örnsson rit- sljéfi i fHiiiiieapelis VALDEMAR Björnsson ritstjóri í Minneapolis á í dag fimm- tugsafmæli. Enda þótt hann sé fæddur og uppalinn í Vestur- heimi er hann þó þjóðþekktur maður hér heima. Að honum stanaa rammíslenzkar ættir úr Vopnafirði og Dölum vestur. For- eldrar hans eru merkishjónin Ingibjörg og Gunnar Björnsson ritstjóri, sem fluttust ung frá ís-- landi vestur um haf. Valdemar Björnsson hefur alizt upp með fjarlærgi stórþjóð. En hann er tengdur íslandi eins traustum böndum og hefði hann alið hér allan sinn aldur. Áhugi hans íyrir öllu, sem hér gerist er einlægur og fölskvalaus. Og þekking hans á íslenzkum þjóðháttum, þjóðleg- um fræðum og nútíma aðstæðum er víðtækari en fjölmargra þeirra, sem hér hafa búið alla ævi. Að sjálfsögðu veldur hér miklu um uppeldi Valdemars Björns- sonar á hinu merka og þjóðlega heimili foreldra sinna. Milli þess og fósturjarðarinnar austan hafs- ins héldust alltaf órjúfandi SEM ER GREIDD UR RÍKISSJÓÐI í sambandi við verðlagningu landbúnaðarafurða er valdið nú tekið af bændum til að ákveða smásöiuverð á landbúnaðarafurð- um og cr það nú háð samþykki ríkissíjórnarinnar. Bændur hafa hins vegar mikilla hagsmuna að gæta í þessu sambandi, þar sem flytja verðúr út mikið af kjöti fyrir mjög lágt verð og vinna verður úr mjóik, sem ekki selst óunnin. Til þess að ná því verði, sem bændum ber samkvæmt verðlagsgrundvellinurn, verður að áætla útsöluverð mjólkur og kjöts á innlendum markaði það hátt, að fullt verð náist fyrir alla framleiðsluna. Samtök bænda munu ekki taka þessari skerðingu á rétti sínum vel, og virðist því ástæðuminna að taka réttinn til verðlagningarinnar af bændum, sem þeir hafa að undanförnu á- kveðið smásöluverðið það var- lega, að ekki hefir fengizt það verð, sem bændum ber samkv. verðgrundvellinum. Verðlag landbúnaðarafurffa mun nú hækka um 8,2% og verður sú hækkun grcidd nið- ur. Ef hins vegar að vísitalan hefði farið upp í 184 stig, hefðu landbúnaSarvsjrurnar hækkað umt 10,8%. LAUNÞEGAR MISSA SEX visrröLUSTiG Eins og fram kemur í lög- unum, eru launþegar nú svipt- ir rétti til hækkunar kaups í samræmi við sex vssitöiustig, þar sem kaupgrciðslur um næstu mánaðamót áttiu að i miðast við 184 vísiiölustig, en miðast r.ú við 178 stig. Ef far- j ið liefði verið eftir tillögum Sjálfstæðismanna írá í vetur, sem vikið er að hér á eftir, hefði ekki þurft að svipta laun þcga þeirri hækkun, sem þeim raunverulega bar samkvæmt vísitölu kauplagsnefndar. FORTÍÐIN RIFJUÐ UFP Þegar svipaðar ráðstafanir voru gerðar í tíð ríkisstjórnar Steíáns Jóhanns og vísitalan þá bundin áttu kommúnistar ekki nógu sterk orð til að foi'dæma það at- hæfi. „Þjóðviljinn“, (16. des. VALÐEMAR BJÖRNSSON trúnaðarstörfum, m.a. verið fjár- málaráðherra ríkisins um árabil. tengsl. Hin mannvænlegu og gáf- ‘ I kosnxngunum arið 1954 var hann uðu börn þeirra, sem fæddust íjí kJón fyrir republikana txl old- hinum nýju heimkynnum hlutu j ungadeildar Bandaríkjaþings^Jók þess vegna að verða góðir íslend- 1 u" * ingar. Valdemar dvaldi hér á landi um nokkurra ára skeið í síðustu styrjöld, sera starfsmaöur banda- ríska sjóhersins. Þá eignaðist hann hér mikinn fjölda vina og hann þá fylgi flokks síns að mikl- um mun, enda þótt hann væri í kjöri á móti einum vinsælasta leiðtoga dbmokrata í Minnesota, Humphrey öldungadeildarþing- manni. Valdemar er nú ritstjóri St. vann sér einstæðar vinsældir.' P^u1 Pioneer Press sem er út- Olli þeim drengskapur hans, j breitt og ahrifamikið lúað. Hann glæsimennska og hjálpfysi. I Minneapolis, sem er höfuð- borg Minnesotaríkis, er Valdemar þjóðþekktur maður, fyrst og fremst sem stjómmálamaður, út- varpsfyrirlesari, blaðamaður og ritstjóri. Þar hefur hann einnig gegnt mikilvægum opinberum er kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur frá fsafirði, ágætri og myndar- legri konu. Eiga þau hjón fimm börn. Til hamingju með fimmtugs- afmælið, Valemar, lifðu heill og sæll, ísland biður að heilsa þér. S. Bj. Átta Grænlendingar drnkkna á leið til laxveiða GODTHAAB, 28. ágúst: laugardag drukknuðu 8 Græn- lendingar, þegar bátur þeirra rakst á sker við Ujarassusulik og sökk. Slys þetta er hið hörmu- legasta, ekki sízt fyrir þær sakir að í því lét heil fjölskylda lífið: hjón, sonur þeirra, dóttir og 3 barnabörn auk vinar fjölskyld- — S.l.! unnar. Aðeins einn maður komst lífs af — sá sem stjórnaði bátnum. Fólk þetta var á leið til Hol- steinsbro á laxveiðar. Ætlaði það upp í á nokkra sem er mjög veiði sæl, en á leiðinni þangað rakst báturinn á sker með þeitn afleið- ingum að honum hvolfdi. Kinverjar sekir • WASIIINGTON, 28. ágúst. Dulles lýsti því yíir á blaða- mannaíundi sínum í dag að kommúnistastjórnin í Kína hef'ði viffurkennt að flugmenn henuar hafi skotið niður bandarísku flugvéiina við Kínaslrendur sl. miðvikudag. Halda Kínverjar því fram að vélin hafi verið eign kín- verskra þjóðernissinna á For- mósu. Rúðherrann sagði að ósenni- legt væri að nokkur maður hefði komizt lífs af. Starfræksla bareaspííala BARNALÆKNAR, húsameistar- ar og framkvæmdastjórar sjúkra- húsa í 16 löndum komu fyrir skömmu saman á fund í París fyrir forgöngu Vísinda- og menn- ingarstofnunar Sameinuðu þjóð- anna (UNESCO) til að ræða starxrækslu barnaspítala. Það voru einkum tvö mál, sem fundurinn ræddi: 1; Hættuna, sem er á því, að börn, sem lögð eru inn í spítala smitist aí öðrum sjúk- dómum og hvaða ráðstafanir sé hægt að gera til að koma í veg fyrir það, og 2) Hvort heppilegt sé eða ekki, að mæður fylgi börnum sín- um í sjúkrahús og dveljist hjá þeim. samninga verkamanna og at- vinnurekenda“. Einar Olgeirsson sagði á Alþingi 15. des. 1947 um frv. ríkisstjórnarinnar: „Með því (þ.e. festingu vísi- töluxxnar í 300 stig) er Alþingi að eyðileggja alla frjálsa sanminga er launþegar og at- vramurekexxdur hafa gert með sér og lagareglur um launa- kjör. — — Það er verið að stela stóx-um hiuta af launum allra lauixþega í landlnú iindir yíirskyni lagasetningar gegn dýrtíðiixni.“ Þá hét hið sama, sem nú er verið að gera, þjófnaður á máli formanns kommúnista! Þá var verið að „stela stórum hluta af launum allra launþega í landinu“. Hvað skyldu kommúnistar kalla sama athæfið nú, þegar þeir sam- þykkja það sjálfir? ÞÁ HÉT ÞETTA „ÓSVÍFIN KAUPLÆKKUN ARÁRÁS“! Hannibal Valdimarssop, for- maöur Alþýðusambandsins mætti á fundi með verkamönnum í fyrradag til að kynna þeim hinar nýju ráðstafanir ríkisstjórnarinn- ax', og til þess að mæla með þeim. En hvað kallaði „Dagsbrún“ vísi- tölubindinguna árið 1947? Þá gerði stjórn félagsins ályktun, þar sem stóð m.a.: „Stjórnin telur frv. þetta ó- svífna kauplækkunarárás, þar sem rift er ákvæðum frjálsra samninga um fulla dýrtíðarupp- bót á vinnulaun." Þa'ð, sem ríkisstjórnin gerir nú er að binda vísUöluna þannig að ákvæði samninga um hækkandi kaiup skv. vísi- tolu koma ekki lengur til greina. En 1947 kallaði síjórn Dagsbrúnar, sem var skipuð kommúnistum þá eins og nú, þessa sörnu ráðstöfun „ósvífna kaujxlækkunarárás“. „STÓRVÆGILEG FÖLSUN“ Þegar Sjálfstæðismenn báru á s.l. vetri fram tillögur sínar um niðurgreiðsiu án bindingar vísi- töiu, skrifaði „Þjóðviljinn": „Þetta er tillaga om síórvægi- legustu fölsun sem nokkru sinni hefir vcrið gerð á vísitölunni. Hinar airæmdu aðgerðir fyrstu stjórnar Alþýðuflokksins eru hé- gómi einn hjá þessu. NÚ SVÍ.KJA KOMMÚNISTAR !*.«), SEM ÞEIR LOFUÐU KJÓSENDUM SÍNUM Hér eru ekki spöruð stóryrði! Þó var þarna ekki um annað ao ræða en tiilögu um niðurgreiðsl- ur. En nú samþykkja kommún- istar bæði vísitölufestingu og nið- urgreiðslur. Ef tillögur Sjálfstæ'ð- ismanna á sl. vetri gátu kallast „stórvægileg fölsun“, hvað væri þá hægt áð kalla það, sem nú hef- ur gerst með vitund og vilja kommúnista sjálfra. A GRUNDVELLI ATKVÆÐA SEM ÞEIR FENGU í SUMAR Kommúnistar hafa nú leik- ið þann leik að komast í stjórn araðstöðu á atkvæðum kjós- enda, sem trcystu orðum kommúnista í Ettimar um að þeir vænu á móti festingu vísitölunnar, en síðar eru þeir ekki fyrr komnir í ríkisstjórn en þeir framkvæma það, sem þeir hafa mest fordæmt áður. TILLÖGUR SJÁLFSTÆÐÍ5- MANNA UM STÖÖVUN DÝRTÍDARINNAR. í marz s.l. gerðu Sjálfstæðis- menn innan ríkisstjórnarinnar það að tillögu sinni að gerð yrði tilraun til að stöðva verðbólg- una. Það var þá sjáanlegt að stjórnarsamstarfið mundi rofna en Sjálfstæðismenn töldu ófært að flotið yrði að feigðarósi án allra aðgerða. Síðan væri svo auðvitað unnt að endurskoða það sem gert yrði, enda ekki ætlunin að gera, eins og á stóð, ráðstaf- anir til frambúðar. Kosningar stóðu fyrir dyrum og nýtt þing mundi koma sarnan með haustinu eða fyrr. Sjáifstæðismenn hófu því rann sókn á því hvað þá mætti gera strax til að hefta verðbólguþró- unina og koma í veg fyrir að grípa þyrfti til nýrra og stór- íeldra útgjalda til aðstoðar út- flutningsframleiðslunni. Niðurstaðan var sú að Sjálf- stæðismenn lögðu fram tillögu í ríkisstjórninni í marz-mánuöi um auknar niðurgreiðslur úr ríkissjóði til þess að halda vísi- tölunni óbreyttri til næstu ára- móta en fyrirsjáanlegt þótti að með öðru móti hiyti vísi- talan að hækka hömlulaust um 20 stig á þessu ári. Skv. þeim rannsóknum, sem gerðar voru m.a. af Hagstofu ís- lands var talið að beinn kostnað- ur ríkissjóðs við að stöðva vísi- töluna í 173 stigum, eins og hxin var í marz, yrði undir 20—30 milljónum króna og töldu Sjálf- stæðismenn að þessa upphæð mætti spara á einstökum iiðum fjái-laganna, auk þess, sem 30 millj. kr. í vísum tekjum ríkis- sjóðsins eru ekki teknar með í tekjuáætlun fjárlaganna til þess að léttara verði að mæta óviss- um útgjöldum. Framsóknarmenn í ríkisstjórn- inni feldu þessa tillögu en komu ekki með nein úrræði í staðinn. En nú er það komið á da ■ • inn að Framsóknarmenn seþ. i bráðabirgöalög um niður- greiðslur. En sá er mumirsnn að nú er það or'ðið mjög rnikiu dýrara fyrir ríkissjóðinn, með því að kaupgjaidsvísitalan miðuð við verðlag 1. sept. nk. er 184 stig skv. samningum. FRAMSÓKN BER ÁBYRGÐ Á HÆKKUNINNI SÍDAN I MARZ. Framsóknarmenn bera á- byrgð á því hve dýrtíðin hef- ir iiækkað síðan í marz, þegar Sjálfstæðismenn gerðu tiiiög- ur sínar. í ræðu sinni í gær- kvöldi sagði Hcrmann Jónas- son, að hér væri um bráða- birgðaúrræði að ræða, sem gildi til áramóta. En þegar Sjálfstæðismcnn báru fram tii lögur sínar í marz, taldi Fram sóknarflokkuyinn þær vera bráðabirgða úrræði, sem ekki tæki að shina. Þegar ríkisstjórnin leggur nú út að niðurgreiðslu leið- ina, er það ckkert frumlegt, heldur troðin slóð. Meistaramót Reykjavíkur í frjálsum íþróttum liefst í dag AÐALHLUTI meistaramóts Reykjavíkur í frjálsum íþróttum fer fram í dag og á morgun. Keppt er um títilinn „bezta frjálsíþróttaíélag Reykjavíkur“ og íær félagið er titilinn hlýtur ennfremur fagran bikar. Keppendur eru um 60 frá KR, Ármanni og ÍR og tefla félögin öll frœm sínum bcztu mönnum, því að keppni verður hörð um titilinn og bikarinn. Búast má við góðum árangri í mörgum grcinum, því æft hefur %*erið vel að undanförnu. Verður nú spennandi að sjá, hvort nokkrum „Melbourne"-árangri verður náð, en því má gera ráð fyrir. Leikstjóri er Þórarinn Magn- ússon og hefst keppnin á fþrótta- veliinum bæði kvöldin kl. 8 og verður keppt í kvöid í þessum greinum: hásíökki, langstökki, kúluvarpi, spjótkasti, 200 metra hlaupi, 5000 metra hlaupi cg 400 metra grindahlaupi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.