Morgunblaðið - 19.09.1956, Síða 8

Morgunblaðið - 19.09.1956, Síða 8
8 MORCVyBLAÐlÐ MiSvikudagur 19. sept. 195f Útg.: H.í. Arvakur, Reykjavík í rarnkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsso" Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingpr og afgreiðsla: Aðalstr&ti 6. Sími 1600 Askriftargjald kr. 25,00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1,50 eintakið UTAN UR HEIMI i Kvartað undan ,,hörku" HVERS vegna eru Sjálfstæðis- menn og Morgunblaðið eiginlega svona vont við okkur? Hvað höf- um við af okkur gert? Erum við ekki saklausir, hreinir og flekk- lausir, eins og englar? Hvers vegna er verið að gagnrýna stefnu okkar? Lofið okkur að vera í friði og njóta sætleika valda og upphefðar. Þetta er í raun og veru aðal- innihaldið í forystugreinum stjórnarblaðanna um þessar mundir. Þau eru sífellt að kvarta undan því að blöð stjórnarand- stöðunnar séu svo vond við aum- ingja stjórnina. Hún fái ekki að vera í friði með stefnu sína, hvorki í utanríkis- né innan- landsmálum. Alltaf sé ótætis Morgunblaðið með „hörku“ i garð stjórnarliðsins! Öllu aumingjalegri og ve- sældarlegri tónn hefur áreiðan lega aldrei heyrzt í ríkisstjórn, sem hefur setið nokkrar vikur við völd. Það má ekki gagn- rýna gerðir hennar án þess að málgögn hennar setji upp skeifu og reyni að gera sig og fiokka sína að píslarvottum!! Stjórnað með bráða- birgðalögum án Alþingis Sr er það nú í raun og veru þannig, að þessari nýju stjórn hafi verið mætt af einhverri sér- stakri „hörku“ og ósanngirni? Vissulega ekki. Þegar á það er litið, hver aðdragandi stjórnar- samstarfsins var og hver stefna stjórnarinnar er í hinum þýðing- armestu málum má þvert á móti segja, að stjórnin hefur sloppið furðu vel við gagnrýni og á- drepur. Þessi nýja r’íkisstjórn var sett á laggirnar nokkrum vikum eftir kosningar. Hún. kvaddi Alþingi ekki saman til fundar eins og eðlilegt hefði verið, sérstaklega vegna þess, að miklar deilur voru uppi um það, hverjir væru rétt- kjörnir þingmenn. Enda þótt stjórnin hefði öruggan meirihluta á þinginu þorði hún ekki að kalla það saman. Síðan hefur stjórnin svo gefið út bráðabirgðalög og skipað nefndir. Það eru ekki stór afrek. En auðvitað er það þægilegra fyrir stjórnina að gefa út bráða- birgðalög en að þurfa að standa í kappræðum á þingi um löggjaf- aratriði. En til lengdar er ekki hægt að skjóta sér þannig undan að ræða málin innan vébanda löggjafarsamkomunnar. Alþingi á lögum samkvæmt að koma saman á þessu ári ekki síðar en 10. október. Lairt á flótta Kvartanir og skeifumyndanir stjórnarflokkanna vegna „hörku“ s’tjórnarandstöðunnar eru greini- legur vottur þess, að stjórnarliðið er eiginlega lagt á flótta áður en til nokkurrar orrustu hefur dreg- ið. Hvað mundi þá verða síðar þegar raunverulega slær í snerru? Kjarni málsins er auðvitað sá, að það er ein af frumskyld um stjórnarandstöðunnar í lýðræðislandi að gagnrýna framkvæmdir og stefnu ríkis- stjórnarinnar á hverjum tíma. Sjálfstæðismenn tclja hins vegar að slíkri gagnrýni beri ævinlega að beita af ábyrgðar tilfinningu, en ekki af hneigð dag kemur saman ráð- stefna sú, er vesturveldin hafa boðað til í London og fjalla á um stofnun hins fyrirhugaða sambands þeirra ríkja, er mestra hagsmuna eiga að gæta viðvíkj- andi siglingum um Súez-skurð- inn. Utanrikisráðherrar vestur- veldanna þriggja (Bretlands, Bandaríkjanna og Frakklands), ræddust við í gær og undirbjuggu dagskrármálið, en óljóst þykir hvernig starfsemi hins fyrirhug- aða „Notendasambands“ verði háttað. (L-cjijptar $ecjja, laóamban L gu ocjn u n vi l^jotendí heinió did inn O vo sem kunnugt er, sitja ráðstefnu þessa öll ríkin 18, er stóðu að miðlunartillögu Dylles á fyrri Lundúnaráðstefn- unni, en sýnt þykir, að ekki mun gæta jafnmikils einhugar um dagskrármál þessarar ráðstefnu og hinnar fyrri. Utanríkisráð- herrar Norðurlandanna þriggja hafa lýst sig fylgjandi þvi, að málið verði þegar lagt fyrir S.Þ. og svo er einnig um mörg Asíu- ríki. Egyptar hafa sent öryggis- ráðinu orðsendingu, þar sem hvatt er til þess að vel verði „fylgzt með þvi, sem Lundúnaráð stefnan aðhafist". Þar segir og, I að „Notendasambandið", ef eitt- J hvað verði úr stofnun þess, sé í bein ógnun við heimsfriðinn. Rússar hafa tilkynnt, að þeir | muni ekki sitja hjá, ef til átaka kemur í Súez, >tn vesturveldin I þrjú hafa einnig tilkynnt, að I „Notendasambandið“ verði stofn- | að hvort sem þjóðirnar 18, er Lundúnaráðstefnuna sitja, verði I því samþykkar eða ekki. Þannig til æsinga og uppnáms. Heil- brigð gagnrýni stjórnarand- stöðunnar á að vera trygging gegn hlutdrægni og spillingu af hálfu valdhafanna. Hefur illt í huga Margt bendir til þess að sú ríkisstjórn, sem byrjar þegar í upphafi valdatímabils síns að kvarta undan „hörku“ í gagn- rýni andstæðinga sinna hafi illt í huga. Hún ætli sér ekki fyrst og fremst að stjórna af sanngirni og með alþjóðarhagsmuni fyrir augum. Þvert á móti sé það ætlun hennar að beita ýmiss konar póli- tískum fantabrögðum gagnvart andstæðingum sínum. Þess vegna reyni hún fyrir fram að stimpla alla gagnrýni á sig sem „hörku“. Það er rétt að þjóðin hafi þetta í huga þegar hún heyrir og sér væl og skeifu stjórnar- liðsins vegna sanngjarnrar og sjálfsagðrar gagnrýni Sjálf- stæðismanna. T umboði helmings bmðarinnar Ríkisstjórnin verður einnig að gera sér það ljóst, að Sjálfstæðis- flokkurinn og málgögn hans talr fyrir munn nær helmings þjóðar- innar. Bak við Framsóknar- og Alþýðuflokkinn stendur hins veg ar um það bil einn þriðji hluti ís- lenzkra kjósenda. Og stór hluti kjósenda þessara tveggja flokka fyrirlítur þriðja stjórnarflokk- inn, kommúnista, og telur sam- vinnu við hann hina mestu hneisu. Stjórnin er þess vegna ekki eins stcrk eins og flokkar hennar vilja vera láta. Hún er brotajárn, sem aldrei verð- ur bræddur úr hreinn og skír málmur. Getur aldrei trypgrt farsæla forystu Þessi brotajárnssöfnuður getur aldrei tryggt landi og þjóð far- sæla forystu. Þegar á.fyrstu vik- um valda sinna hefur hann skap- að íslandi mikið og geigvænlegt tjón út á við. Inn á við mótast stefna hans af fullkomnu úrræða- leysi. Það eina, sem hann hefur aðhafzt af viti er að éta upp til- lögur, sem fyrri ríkisstjórnir höfðu áður flutt um stöðvun verð lags og kaupgjalds. Hinir nýju stjórnarflokkar mega vera þess fullvissir, að því heimskulegri, sem stjórn- arstefna þeirra verður og því meira tjón, sem þeir yalda Mynd j,essi er dr einu Rómar-blaðanna. „Að baki mér standa öll þjoðmni, ut a við og mn a við, j Arabaríkin“ segir Nasser. En margir eru sennilega sömu skoð- Enaíandstaða" SjálfJtæðis- | “»ar °S ítalski teiknarinn - að fleiri en Arabar standi að baki flokksins og málgagna hans. liggur málið fyrir, er ráðstefnan hefst í dag. E, nn er ekki ljóst, með hvaða hætti hið fyrirhugaða „Not endasamband“ á að starfa. Ekki er annað sýnt, en því sé ætlaður svipaður starfsgrundvöllur og Súez-skurðarfélaginu gamla, enda þótt sambandið við Egypta eigi nú að verða miklu nánara en áður var. Miklu mun það skipta, hvort Egyptum tekst að anna eðlilegum siglingum um skurð- inn — og takist þeim það með hinu fámenna starfsliði, er þeir nú hafa á að skipa, verður að- staða hins fyrirhugaða „Notenda- sambands" mun lakari. Yfirlýs- ing talsmanns brezku stjórnarinn ar í fyrradag um það, að „Not- endasambandið“ verði stofnað, hvort sem ríkin 18 verði því öll fylgjandi — eða ekki — er vissu- lega umhugsunarverð, ef við lít- um einnig á það, aðEgyptarskoða stofnun „Notendasambandsins“ sem stríðsyfirlýsingu — og þau ummæli Dulles á dögunum, að Bandaríkjamenn sigldu skipum sínum frekar suður fyrir Afriku en að brjóta skipum sínum leið um skurðinn með vopnum. mt að er þess vegna ljóst, að ekkert verður úr starfsemi „Notendasambandsins", ef Egypt- ar standa við fyrri yfirlýsingar og sýna engan samningsvilja, en það má líklegt telja — og aldrei líklegra en nú — þar eð Rússar hafa heitið þeim eindregnum stuðningi í blíðu sem stríðu. Þeir eru ef til vill margir, sem ekki gera sér grein fyrir hve mikilvægi Súez-skurðarins er geysimikið fyrir hag Evrópuþjóð- anna. Segja má, að styrkustu stoðunum sé kippt undan efna- hagskerfi margra þessara landa, ef siglingar um Súez-skurðinn verða ótryggar, eða leggjast nið- ur með öllu. Enda þótt Nasser leggi nú áherzlu á að halda skurð- inum opnum — og leggi engar hindranir í veg skipa — þá er ekki þar með tryggt, að ástandið verði alla tíð þannig. Með hverj- um deginum sem líður verða Egyptar háðari kommúnistum —■ og allir gera sér það ljóst, að það, sem fyrir kommúnistum vakir í Egyptalandi er að hefta frjálsar siglingar um Súez-skipaskurð- inn. E Nasser. Marilyn með magaþembu! ÞAÐ er ekki að sökum að spyrja, þegar tízkan er annars vegar. Skáld geta komizt í tízku, bækur, kvikmynda- stjörnur, stjórnmálamenn og — já, bókstaflega allt milli himins og jarðar. — Ein þeirra kvikmyndastjarna, sem virð- ist vera einna mest í tízku um þessar mundir er, Mari- lyn Monroe Miller. Nai'n henn ar er daglega á síðum stór- blaðanna, einkum eftir að hún giftist Arthur Miller og fór að leika undir stjórn Sir L. Oliviers. — í síðustu viku tók hún sér frí frá störfum í 2—3 daga — og ekki stóð á blöðunum! Sum þeirra sögðu að hún væri með barni, en hin, sem voru ekki fyrst með fréttina, neituðu því harðlega. Það var ekki fyrr «n Miller, maður hennar, hafði rætt við fréttamenn að heimurinn var leiddur i allan sannleika: „Tóm vitlcysa“, hrópaði leik- ritaskáldið fræga. „Ég ætti að vita það, hvort hún er ófrísk eða ekki. Hún fær oft í mag- ann, þegar hún er að leika. Það stafar aðeins af kvíðanum. Og nú er hún með maga- þembu“. — Sem sagt: þá vit- um við það! nginn, sem þetta hug- leiðir, þarf því að undrast hina einbeittu afstöðu, sem bæði Bret- ar og Frakkar hafa tekið til þess- arar deilu, enda þótt Bandaríkja- menn hafi ekki sýnt í verki jafn- ákveðinn vilja til þess að brjóta Egypta á bak aftur. Forsetakosn- ingarnar, sem nú standa fyrir dyrum í Bandaríkjunum, munu hafa ráðið því, að afstaða Banda- ríkjanna er ekki jafneindregin og hinna vesturveldanna — en hins vegar hafa bæði Eisenhower og Dulles lýst því yfir, að Banda- ríkin muni ekki þola neitt ofbeldi af hálfu Egypta viðvíkjandi sigl- ingum um Súez. Eisenhower hef- ur einnig lýst yfir því, að vald- beiting af hálfu vesturveldanna sé frá sjónarmiði Bandaríkjanna réttlætanleg, ef Egyptar sýna ágang. Þó þykir yfirlýsing Dulles um að fremur sigli Bandaríkja- menn skipum sínum suður fyrir Góðrarvonarhöfða, en að taka þátt í vopnaviðskiptum í Súez, Framh. á bls. 15

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.