Morgunblaðið - 18.10.1956, Side 1

Morgunblaðið - 18.10.1956, Side 1
43. árgangur 239. tbl. — Fimmtudagur 18. október 1956 Prentsmiðja Morgunblaðsins Mdl Fyrsti Varðarfundurinn á vetrinum var geysifjölmennur s'aCsmeim mimu stylp iáfit, en spyrna gegn oréifii Olafur Thors, formaður Sjálfstæðisfl. flutti þar ýtariega og yfirgripsmikla ræðu. I félagið gengu 148 manns á fundinum IGÆBKVÖLDI var haldinn fyrsti fundur Sjálfstæðisfé- lagsins Varðar. Hófst hann í Sjálfstæðishúsinu kl. 8,30. Var fundur þessi frábærlega vel sóttur og var Sjálfstæðis- húsið fullt út úr dyrum. Sýnir þetta glöggt þrótt og mátt Sjálfstæðismanna hér í Reykjavík þar sem svo mikið fjöl- menni sækir fyrsta fundinn á stjórnmálastarfsárinu, ef svo má að orði kveða. Höfuðræðuna á fundinum flutti Olafur Thors formaður Sjálfstæðisflokksins. Var ræðan mjög ýtar- leg og yfirgripsmikil, snjöll og rökföst, en þrungin ádeilum og réttlátrr gagnrýni á andstæðingunum og furðulegum stjórnmálaferli þeirra. Vakti ræðan mikla athygli og hlaut ágætar undirtektir. Formaður Varðar, Davíð Ól- afsson, fiskimálastjóri, setti fundinn og las inntökubeiðnir frá 148 manns, er samþykktir voru sem nýir félagar einróma. Því næst gaf hann Ólafi Thors orðið. RÆÐA ÓLAFS THORS í upphafi ræthi sinnar gat Ólafur Thors þess, að Herniann Jónasson, forsætisráðherra, hefði í félagi Framsóknar- manna hér í bænum deiK fast á fyrrverandi ríkisstjórn. KvaSst hann nú mundi svara þeirri ræSu og jafnframt einstökum árásum, sem komiS hefSu fram í stuðningsblöSum forsætisráð- herrans. RAKTI GANG EINSTAKRA MALA Ólafur Thors rakti síðan land- varnarmálin og ábyrgð þá er Her- mann Jónasson ber á því, að ein- ing lýðræðisflokkanna um þau mál var rofin. Gerði hann síðan grein fyrir óskum meginþorra þjóðarinnar í þessum málum. Þá rakti hann landhelgismálið og hrakti rógburð kommúnista um það. Síðan söluna til Rússa og það að íslendingar vildu ekki verða neinni einstakri þjóð of háð ir með viðskipti sín. Um sjávarútvegrinn og skammir Framsóknar um frv. sjávarútvegs málaráðherra sagði ræðumaður, að þar bæru ráðherrar Framsókn- ar jafnan heiður og hann, svo og ræddi hann um lánsfjárútveganir frv. ríkisstjðmar og gerði grein fyrir hinum mikla árangri er sú stjórn náði f þeim efnum. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN VILL STYÐJA ALLAR RAUN- HÆFAR AÐGERÐIR í EFNA- HAGSMÁLUM Þá rakti hann sögu núverandi ríkisstjórnar, myndun hennar, starf, fyrirheit og framtíð og svar- aði aðalefni ræðu forsætisráð- herra. Síðan gerði hann verðlags- og efnahagsmálunum víðtæk skil. Kvað hann Sjálfstæðisflokkinn reiðubúinn til þess að styðja allar raunhæfar aðgerðir, sem ÓLAFUR THORS fram kæmu til þess að stöðva verðbólguna. Taldi hann það ekki hyggi- legt fyrir stjérnina að reyna að telja þjóðinni trú um, að Sjálf- stæðisflokkurinn væri á móti Framh. á bls. 2. BRETAR RÍÐA Á VAÐIÐ MEÐ KJARNORKUVER LONDON, 17. okt. — Elísabet Bretadrottning vígði í dag fyrsta kjarnorkuverið í þágu almenn- ings, sem byggt hefur verið í heiminum. Þetta er kjarnorku- verið í Calder Hall í Cumber- landi. Mun það framleiða svo mikla raforku, að það mun vega upp á móti þeirri stöðnun, sem síðustu fimm árin hefur orðið á brezkri kolaframleiðslu, og þann- ig tryggja brezkum iðnaði ör- ugga framtíð. Á næsta ári verða tvö svipuð kjarnorkuver fullgerð, og mun orka þeirra ekki verða dýrari en orkan úr venjulegu raf- magni eða kolum. Þessi ver munu framleiða um 150.000 kílóvött af rafmagni, en það nægir til að hita og lýsa borg með einni milljón íbúa. Elísabet drottning lét svo um mælt í ræðu sinni í dag, að opn- un þessa nýja orkuvers væri heimssögulegur viðburður, sem mundi gefa öllu mannkyni von um bjartari framtíð, og þá fyrst og fremst þeim löndum, sem skammt væru á veg komin tækni- lega. Bretar munu enn færa út kví- arnar á þessum vettvangi, og er búizt við að kjarnorkuframleiðsla þeirra muni margfaldast á næstu þremur fjórum árum. Hverjir tefja þinystörfin ? FUNDUR stóð aðeins í hálfa klukkustund í Sam- einuðu þingi í gær. Voru þá kosnir forsetar, skrif- arar og kjörbréfanefnd. Næst lá fyrir að kjósa til Efri deildar, en þá frestaði forseti fundi, án allra skýringa. í fyrrakvöld var vitað að stjórnariiðið var á fundi langt fram á nótt og í gærmorgun hóf það einnig fundi, sem ekki lauk fyrr en rétt áður en fundur var settur í Samcin. þingi kl. 1,30. Fengu stjórnarþing- menn því ekki tækifæri til þess að fá sér matarbita áður en til forsetakosninganna var gengið. Menn eru nú að velta því fyrir sér, hvort heldur stjórnarþing- mennirnir hafi verið orðnir svo svangir að þeir gætu ekki haldið áfram fundi, eða hvort samkomulag um virðingarstöðurnar í Alþingi sé ekki að fullu fengið?! Styfifirí herskyldu- tími hættulegur KAUPMANNAHÖFN, 17. okt.: — í danska þinginu hófust í dag umræður um ræðu forsætisráð- herrans, og þá einkum um her- skyldutímann. Formælandi rík- isstjórnarinnar sagði, að ljóst væri að 16-mánaða herskylda væri bæði erfið fyrir einstakl- inga og kostnaðarsöm fyrir rík- issjóð, en stytting herskyldutím- ans væri óframkvæmanleg eins og sakir stæðu, þar sem hún mundi draga mjög úr varnar- mætti danska hersins. Halvard Lange, utanríkisráð- herra Noregs, lýsti því yfir í ræðu, sem hann hélt f Osló i mánudagskvöld, að ekki kæmi til mála að stytta herskyldutímann í Noregi. Það væri að vísu gleði- legt að friðsamlegar horfði í heixn inum, en slíkt mætti ekki leiða menn til óskhyggju eða blinda þi fyrir þeirri meginstaðreynd, að enn væri Austur-Evrópa grá fyr- ir járnum. Við verðum nefnilega að muna, sagði Lange, að einu sinni spurði Stalín: Hvað hefur páfinn margar herdeildir? Við megum ekki stofna í hættu því, sem unnizt hefur með vörnum vestrænna þjóða á síðustu árum. 7,4 lítrar af vínanda STOKKHÓLMI, 17. okt.: — Á þessu ári hefur víndrykkja í Svíþjóð farið mjög vaxandi — og telja margir, að ástand það, er nú er að skapast, sé mjög uggvænlegt. Frá 1. okt. Moskvu-línan ekki slitnuð WASHINGTON, 17. okt.: — „Washington Post“ birti í dag efni bréfs, sem það segir að sent hafi verið frá Kreml til allra leppstjórna kommúnista- ríkjanna. Efni bréfs þessa er það, að rússneski kommúnista- flokkurinn sé enn sem fyrr leiðarstjarna kommúnismans, og kommúnistaflokkum ann- arra landa beri að hlíta ráð- um og fyrirskipunum hans. Segir blaðið, að bréf þetta hafi orðið til þess, að Tito og Krúsjeff áttu með sér fund á dögunum. Ennfremur seglr, að englnn /afi leiki á því, að afrit það af umræddu bréfi sé alger- lega rétt. — Reuter. í fyrra til sama dags í ár mun hver Svíi hafa drukkið að jafn aði sem svarar 7,4 lítrum af hreinum vínanda. Til saman- burðar má geta þess, að hlið- stæðan í Noregi er 2,2 lítrar en 0,9 í Danmörku. Tekjur ríkisins af vini hafa vaxlð mjög, og eru nú uppi hávær- ar raddir um það, að nauðsyn beri til þess að grípa til ein- hverra ráðstafana til þess að draga úr drykkjunni. Hefur m.a. komið til tals að hækka bæri vínið, en sumir telja, að slíkt mundi ekki bera árangur. Svo sem kunnugt er af fréttum kom til mikilla óeirða í Hong Kong á dögunum. AIls munu 33 hafa beðið bana í átökum þessum, en á annað hundrað munu hafa særzt. Áttust þar við Kínverj- ar, fylgismenn þjóðernissinna og kommúnista, og má segja, að þeir hafi ekki þyrmt neinu, sem fyrir var. Meðal annars réðust þeir á bifreið, er svissneskur sendiráðsstarfsmaður og kona hans óku í. Velti múgurinn bifreiðinni á hliðina og kveikti siðan í henni. Tókst sendiráðsmanninum með naumindum að bjarga sér út með konu sína í fanginu, sem þá var skaðbrennd. Var hún flutt1 í sjúkrahús — og lézt hún þar nokkru síðar. Bifreiðastjórinn varð einnig fyrir slysum, og kom I ljósmyndarinn að í þvi augnabliki, er hann lá ósjálfbjarga við bifreiðina — mikið brenndur. Kvika hvergi LONDON, 17. október. — Á morgun mun notaendasam- bandið koma saman í London — og er tilgangur fundarins sá að undirbúa að fullu starf- semi sambandsins. Eden og Lloyd komu til London í dag frá París, en þar ræddu þeir við þá Mollet og Pineau. Við komuna til London sagði Eden, að Bretar og Frakkar væru algerlega sammála um það, að halda bæri áfram á sömu braut og áður, enda þótt Rússar hefðu beitt neitunarvaldi gegn fransk-ensku tiilögunni í Ör- yggisráðinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.