Morgunblaðið - 18.10.1956, Side 2

Morgunblaðið - 18.10.1956, Side 2
2 M ORCVVnr tpjB Flmmtuðagur 18. okt. 1956 ¥afinr§uEdurinn --Xy- *>&?■ .-m*tfpnpr* 3^9KgSgHB>8 Framh. af bls 1 stöðvun verðbólgunnar, þótt blöð flokksins skopuðust að hringsnúningi krata og komiiia, þar sem þeir, nú \ stjórn, eru með öllu sem þeir áður voru á móti. Þá rakti hann og þvætt- ing Hermanns Jónassonar um „helsjúkt fjármálakeríi“ lið fyrir lið. Togarinn á flot BLAÐIÐ Fishing News skýrir frá því, að tekizt hafi að bjarga 1 brezka togaranum Prinee Charl- I es, sem strandaði og sökk við Noregsstrendur fyrir um það bil 10 mánuðum. Var . þessi togari einn hinna nýjustu og beztu í togaraflota Breta og er frá Hull. — Er hann nú kominn þangað til viðgerðar, en togarinn er mik- ið skemmdur. Með tvo heilo MADRID: — Á mánudag fæddi kona nokkur í Madrid stúlkubarn, sem reyndist vera með óvenjustórt höfuð. Við nána rannsókn kom í ljós, að stúlkan hafi tvö heilabú og var hvort um sigí eðlilegri stærð. Einnig hafði litla stúxk- an tólf fingur og tólf tær. Bæði móður og dóttur líður vel, og segja læknar, að litla stúlkan komi til með að ve.öa frábærlega gáfuð. Ræðumaður rakti síðan aðgei ir fyrrverandi ríkisstjórnar og leiðir þær, sem nú væri um að velja í efnahagsmálum þjóðarinn- ar, sem væru í aðalatriðum 4, og hefðu allar verið til umræðu hjá stjórnmálamönnum áður og yfir- vegunar hjá sérfx-æðingum. Að lokum ræddi Ólafur Thors um framtíð þt rar ríkisstjórnar og kvað mönnum leika forvitni á að fá að sjá framan í „vinstri úr- ræðin“. Kvað hann að Sjálfstæðis- menn myndu bíða rólegir átekta og meta og dæma hvert mál og að- stöðu fyrir sig. Þeir myndu styðja rétt, en spyrna gegn órétti. Hann lauk máli sínu á þessa leið: HANGIR SAMAN Á ILLU Ef ég segi hug minn allan, játa ég, að ég hygg að aldrei hafi ósamstæðari stjóm setzt að vöklum ú íslandi né náð völd- um með meiri „óheilindum, prettum og brigðmælgi“ en þessi stjórn. Hún hangir kannske lengi saman á illu. Hið góða endist henni ekki til langlífis. A myndinni eru stúdentarnir fimm talið frá vinstri: Ted Huller frá háskólanum í Minneapolis, af sænskum ættum og nemur líf- efnafræði; Dick Quanrud frá háskólanum í Minneapolis, af norsk- um ættum og nemur stærðfræði; John Hill, varaformaður stúd- entasamtakanna í Duluth, af finnsk-frönskum ættum og nemur bókmenntir og stjómmálavísindi; Sandra Ericsson frá háskólan- um í Minneapolis, af finnskum ættum og nemur barnafræðslu; og loks Peter Thorsteinsson, formaður stúdentasamtakanna í Duluth, Inf íslenzkum ættuin og nemur félagsfræði. Fimm handarískir stúdeniar í heimsókn ÍGÆR komu hingað til lands fimm bandarískir stúdentar í boði Stúdentaráðs Háskóla ís- lands. Eru þeir frá Minnesota, sem er helzta heimkynni manna af norrænu kyni í Bandaríkjun- liinan Iskndsdeildar Cu5- spekifélagsins eru 11 slúkur Aðalfundur deiidarinnar haldinn um síðusfu mánaðamóf 41. ÁRSFUNDUR íslandsdeildar Guðspekifélagsins var haldinn um sl. mánaðamót. Fluttar voru skýrslur og lagðir fram reikningar, kosið í stjórn og fastar nefndir, fyrri dag fundarins, en að kveldi hins 1. þ. m. flutti Grétar Fells erindi, er hann nefndi „Rök Guðspekinnar". KJÖRINN HEIÐURSFORSETI DEILDARINNAR Innan íslandsdeildarinnar eru nú starfandi 11 stúkur, þar af fjórar í Reykjavík. Grétar Fells, sem gegnt hefur forsetastöríum í félaginu s.l. 21 ár, skoraðist und- an endurkjöri, en fundurinn heiðraði hann og þakkaði störf hans með því að velja hann sem heiðursforseta deildarinnar. For- seti deildarinnar var kjörinn Sigvaldi Hjálmarsson, en aðrir í stjóm eru: Frú Guðrún Indriða- dóttir, Sigurjón Danivalsson, Þórir Ben. Sigurjónsson og Guð- jón B. Baldvinsson. VETRARSTARFIÐ HAFH) Stúkurnar hér í Reykjavík hafa nú hafið vetrarstarfið, og eru fundir þeirra á hverju föstu- dagskvöldi, ennfremur hefjast nú störf í fræðsluflokkum félagsins, og fyrstu þrjá sunnudagana á vetrinum verða haldin kynni- kvöld félagsins, þar sem flutt verða erindi fyrir almenning, en þeirri starfsemi hefur verið hald- ið uppi um mörg undanfarin ár. um, enda eru þessir gestir allir af norrænum stofni. Stúdentarn- ir munu dveljast hér á landi í hálfan mánuð og kynna sér ís- lenzkt háskólalíf. Þeir hafa valið þennan tíma til heimsóknarinnar einmitt með það fyrir augum að sjá Káskólann að störfum. Þannig munu þeir bæði geta tekið þátt í Háskóla-hátíðinni 27. okt. og verið viðstaddir kosningar í Stúd entaráð. Jafnframt munu þeir skoða Reykjavík og nágrenni, fara til Reykjalundar, Þingvalla, Sogsvirkjunarinnar, Akureyrar — og Gullfoss og Geysis, ef veð- ur leyfir. Þessi heimsókn stendur í sam- bandi við jtúdentaskipti, sem tekizt hafa með Stúdentaráði og Bandaríska stúdentasambandinu. Á s.l. vori fóru fimm íslenzkir stúdentar til Bandaríkjanna á vegum sambandsins. Voru þeir fyrst 10 daga í Minneapolis í boði háskólans þar, en heimsóttu síðan háskóla í Wisconsin, Chicago, Washington og Boston. Kostaði Bandaríska stúdentasambandið allar ferðir þeirra innan Banda- ríkjanna, og nú mun Stúdenta- ráð kosta dvöl gestanna hér. Það var háskólinn í Minneapolis, sem valdi þessa fimm stúdenta til far- arinnar, en alls bárust um 40 umsóknir. Björgvin Guðmundsson, for- maður Stúdentaráðs, kallaði fréttamenn á fund gestanna í gær, og létu þeir hið bezta yfir kcmu sinni hingað og hinu ágæta veðri. Þeir eru allir mjög at- hafnasamir í stúdentalífi vestra og vænta sér mikils af kynnum sínum við íslenzka stúdenta. — Meðal þeirra er formaður stúd- entasamtakanna í Duluth, sem er af íslenzku bergi brotinn í báðar ættir. Annar afi hans fluttist frá Hrútafirði vestur um haf, en hinn kom af Rangárvöllum. Kvaðst hann hafa í huga að komast í samband við ættfólk sitt hér á landi. 15 ár fráþví kennsla hófsl í viðskipfa- Mænusóttarbólu- setmngin í Heilsu- verndarstöðiniii TIL þess að gera mænusóttar- bólusetningu smábarna, sem nú stendur yfir í Heilsuverndarstöð- inni, auðveldari, hefur því verið komið á að börnin við fleiri eða færri götur koma samtímis á á- kveðnum tíma dagsins. Þess skal getið að það var á misskilningi byggt sem stóð í Mbl. í gær að hafin væri bólusetning hálfs árs barna, yngstu börnin sem nú eru tekin eru eins árs. Piltnr slasast VEGFARENDUR á Skólabrú komu þar að um klukkan 6 í gærkvöldi er piltur lá í götunni á grúfu og virtist vera meðvit- undarlaus. — Hann hafði dottið af reiðhjóli og blæddi úr vitum hans. Var hann fyrst fluttur í sjúkrastofu Stefáns Ólafssonar læknis,*en síðan er lögreglumenn komu, var farið með hann í slysa- varðstofuna. Pilturinn heitir Hjálmar Karlsson til heimilis að Hringbraut 43. Var ekki í gær- kvöldi fyllilega ljóst með hverj- um hætti slysið hafði orðið. VIÐSKIPTAFRÆÐINGAR og viðskiptafræðinemar munu minn ast þess í dag að 15 ár eru liðin frá því, að kennsla hófst í við- skiptafræðum við Háskólá fs- lands. Verður samkoma í Há- tíðarsal Háskólans kl. 5. Meðal ræðumanna verður menntamála- ráðherra og formenn Félags við- skiptafræðinga og Félags við- skiptafræðinema. Próf. Ólafur Björnsson mun flytja erindi. Öll- um er heimill aðgangur. Um kvöldið munu viðskipta- fræðingar og viðskiptafræðinem- ar hittast í Þjóðleikhúsinu. Sæmilegur afli AKRANESI, 18. október: — 10 bátar komu í dag með alls 700 tunnur af síld. Aflahæstir voru Sigurvon með 215 tunnur, Sveinn Guðmundsson með 110 og Höfrungur með 83. Heldur er að glæðast afli hjá línubátunum. Þeir aflahæstu voru í dag með á aðra lest. Finnskt skip kom hingað í dag, 87 ára gamall og losaði 4000 tóm- ar tunnur. Skipið fer héðan til Keflavíkur. — Oddur. Gætu eytt lifinu á jörðunni WASHINGTON, 17. okt. — Varaforsetaefni demókrata, Kefauver, viðhafði þau um- mæli í dag, að nú þegar væru til það miklar birgðir af vetnissprengjum, að nægði til þess að eyða öllu lífi á jörð- unni. Blaðafulltrúi Eisenhow- ers lét þess getið í dag, að til- lögur Stevensons um að til- raunum með vetnssprengjur yrði hætt, væru byggðar á röngum forsendum. — Reuter. Tehús ágústmánans frumsýnt í Þjóðleikhús- inu á sunnudag Ófri&arblika Öryggisráðið kemur saman á Bílhoppdrættið SJÁLFSTÆÐISMENN. — Efliff Sjálfstæðisflokkinn og kaupið miða í bílhappdrættinu. Jafnframt fáið þér tækifæri til að eignast glæsilega ameríska fólksbifreið. Skrifstofa h.ippdr ættisins er opin dag hvern kl. 9—12 og 1—6. — Sími 7100. Við sendum miða til þeirra er þess óska. SÖLUBÖRN Komið á skrifstofu happdrætt- ísins í Sjálfstæðishúsinu og takið 'miða til sölu. ^ ÖRYGGISKÁÐIÐ kemur sam- an á föstudag til að ræða kæru Jórdaníu á hendur ísrael vegna árásanna í síðustu viku. ísrael hefur einnig sent ráð- inu kæru á hendur Jórdaníu, og verður hún tekin fyrir síð- ar. — Undanfarna daga hafa verið látlausar skærur á landamærum rikjanna, og hefur mannfall úr liðum beggja, skipt tugum. Á Ben Gurion, forsætisráðherra ísraels, hefur ítrekað það, að stjóm hans muni líta svo á, að flutningur erlendra her- sveita til Jórdaníu sé freklegt brot á vopnahléssáttmála land anna og verði ekki þolað. — ný Sagði hann, að ísraelsmenn mundu gera hverjar þær ráð- stafanir, sem nauðsynlegar teldust til að tryggja öryggi sitt. Á Brezka utanríkisráðuneytið hefur birt yfirlýsingu þess efnis, að það telji brezkar flugsveitir í Jórdaníu ekki skuldbundnar til að veita Jórdaníumönnum lið í landa- mæraskærum. í varnarsamn- ingi Bretlands og Jórdaníu er kveðið svo á, að hvort ríkið hjálpi hinu, ef á það er ráðizt, og verður það loforð haldið, en brezka stjómin áskilur sér rétt til að ákveða sjálf, hve- nær þetta ákvæðf komi til framkvæmda. ASUNNUDAGINN verður frumsýnt nýtt bandarískt gamanleikrit í Þjóðleikhúsinu. Nefnist það Tehús ágústmánans og hefur farið sigurför um heim allan. Fjallar það um dvöl bandaríska herliðsins á eyjunni Okinawa eftir styrjöldina og samskiptin við hina inn- fæddu. Sigurður Grímsson hefur þýtt leikritið, en Einar Pálsson retur það á svið. FRÁ AUSTURLÖNDUM Er þetta fyrsta leikritið, sem Einar setur á svið hjá Þjóðleik- húsinu. Höfundur þessa leikrits er John Patrick, allkunnt banda- rískt leikritaskáld. Stundaði hann nám í Harward í leikgerð, barð- ist með hersveitum Montgomerys í styrjöldinni, en hélt síðan til Austurlanda. Leikritið „Segðu það steininum" sem Leikfélag Reykjavíkur sýndi fyrir nokkru ritaði hann um líf hermannanna þar og síðan þetta sem hér verður sýnt. SIGURFÖR VÍÐA Tehús ágústmánans er í þrem þáttum og tekur um þrjá tíma að sýna það. Fyrst var það sýnt á Broadway 1953 og tvö ár sam- fleytt. Það hefur verið sýnt á öllum Norðurlöndum og verður m. a. bráðlega sýnt í Moskvu. Höfundurinn fékk fyrir það Pul- itzer-verðlaunin bandarísku og silfurlampa þarlendra. LÍKT OG JEPPI Aðalhlutverkið leikur Láms Pálsson, en með önnur aðalhlut- verk fara Rúrik Haraldsson og Margrét Guðmundsdóttir, sem leikur japanska geishu. Þá leika og þrjú börn af kínverskum ætt- um og ein geit ofan úr Úlfars- felli kemur og fram og leggur sitt til málanna. Herjeppa er einnig ekið um sviðið og er það nýlunda að svo stórbrotin farar- tæki þeysist þar um völl. Leik- tjöld gerði Lárus Ingólfsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.