Morgunblaðið - 18.10.1956, Qupperneq 3
Fimmtudagur 18. okt. 1956
MORCTJTSBL 4 Ð1Ð
3
Mynd eftir Ásgrím frá
tndónesíu og höggmynd
eftir Einar Jónsson á
listaverkauppboði í dag
jr DAG og á morgun heldur Sigurður Benediktsson listaverka-
1 uppboð i Sj álfstæðishúsinu. Þar verða 31 málverk eftir kunn-
ustu málara og ýmsir aðrir listgripir, m. a. konumynd eftir Einar
J ónsson.
--------------—---^GERÐ í HÖFN
Á 10. Jbús. líflömb
flutt í Dalasýslu
Hagstætt heyskaparsumar — Miklar
byggingaframkvæmdir og ræktun
HALLBJÖRG í HAMBORG
HAMBORGARBLAÐIÐ „Bild-
Zeitung“, birti nýlega mynd af
frú Hallbjörgu Bjarnadóttur und
ir fyrirsögninni „Konan með
raddirnar hundrað“. Segir blaðið,
að frúin sé jafnvíg á raddir Ric-
hard Taubers, Louis Armstrongs
og Paul Robesons, auk fjölda
annarra þekktra söngvara. Þátt
sinn sýnir hún um þessar mundir
í „Allotria“ fjölleikahúsinu í
Hamborg við mikla hrifning til-
héyrenda. Blaðið segir að Hall-
björg sé eina íslenzka konan, sem
getið hefur sér alþjóðaorð í fjöl-
leikahúsum, og að það sé eigin-
maður hennar sem sér um allar
ráðningar. Næsti áfangastaður
þeirra hjóna er Svíþjóð, en síðan
halda þau til Bandaríkjanna.
ITMDÆMISSTÚKA Suður-
J lands fór útbreíðsluför til
Ólafsvíkur um sl. helgi. Á laug-
ardagskvöldið var samkoma í
hinu myndarlega félagsheimili
þeirra Ólafsvíkinga. Ávörp og
ræður fluttu: Þórður Steindórs-
son, umdæmiskanslari, Þorsteinn
J. Sigurðsson, umdæmistemplar,
Sigurður Guðmundsson, fyrrver-
andi umdæmistemplar og Frey-
móður Jóhannsson, listmálari.
Af heimamönnum töluðu sókn
arpresturim^, séra Magnús Guð-
mundsson og hinn áhugasami og
ötuli æðstitemplar stúkunnar,
Jökulblómið, Ásgeir Jóhannsson.
Með í förinni var 11 Sra Reyk-
víkingur, Emil Th. Guðjónsson,
«r vakti hrifningu með harm-
ónikuleik sínum. Ýmislegt fleira
var þar til skemmtunar, s.s. get-
raun, er ungir Ólafsvíkingar tóku
þátt í og stóðu sig prýðilega, en
Þórður Steindórsson stjórnaði. Á
eftir var dansað til kl. 2 um nótt-
ina og var þar samankomið margt
prúðbúið myndarfólk úr Ólafs-
vík. Skemmtun þessi fór mjög
vel fram.
Á sunnudaginn hlýddu menn
árdegismessu í Ólafsvikurkirkju,
en sóknarpresturinn, séra Magn-
ús Guðmundsson, prédikaði og
minntist hins göfuga þjóðheilla-
starfs, er Góðtemplarareglan
helgar krafta sína. Kl. 2 síðd. á
sunnud. var haldinn fundur í
stúkunni Jökulblómið og gengu
við það tækifæri sex ungmenni
í stúkuna. Gestir og heimamenn
kvöddust að fundi loknum, við
kaffiborð í félagsheimilinu, og
ríkti þar gleði og ánægja yfir
heimsókninni. Maríus Ólafsson,
umdæmisritari og skáld og Þor-
grímur Einarsson leikari lásu
kvæði og mörg ávörp voru flutt
og árnaðaróskir. Til Reykjavíkur
Höggmynd þessi er af konu a
skautbúningi, metershá, gerð í
gips. Hana gerði Einar í Kaup-
mannahöfn skömmu fyrir alda-
mótin, þá nýkominn úr danska
listháskólanum. Er hún dökk með
gullna ennisspöng og linda. Þarna
er og málverk af Hestfjalli eftir
Ásgrím, sem hefur verið um ára-
bil í eigu íslendings í Indónesíu,
en er nú komið heim.
MYNDIR MUGGS
Þar eru allmargar myndir eftir
Kjarval, m. a. Seglaskógur, rauð
krítarmynd frá 1917, sem Kjarval
gerði í Kaupmannahöfn. Fimm
myndir eru eftir Mugg, m. a. Þrjú
tröll, sem eru sem nýstokkin út
úr þjóðsögunum að sjá.
Kristín Jónsdóttir, Jón Stefáns-
son, Þorvaldur Skúlason, Vetur-
liði Gunnarsson og allmargir
aðrir málarar eiga og þarna
myndir.
var svo haldið um kvöldið og
nóttina.
í heimsókn þessari kom glöggt
fram í ræðum manna, hvílik
nauðsyn það er, að Góðtemplara-
reglan beiti sér með auknum
krafti gegn því þjóðhættulega ó-
fremdarástandi, er ríkir í áfengis
málum þjóðarinnar og leggur æ
fleiri efnilega menn og konur og
heimili þeirra að velli.
Stúkan í Ólafsvík virðist eiga
bjarta framtíð í vændum, enda
hefur hún ágætum starfskröft-
um á að skipa. Og líkleg er hún
til þess að láta ekki sinn hlut
eftir liggja í sókn þeirri, er
vænta má, að standi fyrir dyrum.
Höggmynd Einars Jónssonar
Fuilfrúar
S. V. F. í.
ferðast
uaii landið
ÞEIR Guðmundur G. Þórðarson,
fulltrúi og Ásgrímur Björnsson,
erindreki Slysavarnarfélags ís-
lands eru nýkomnir úr ferðalagi
um og Norður- og Austurland,
þar sem þeir heimsóttu slysa-
varnadeildar, sýndu fræðslu- og
skemmtimyndir, kenndu hjólp í
viðlögum og meðferð björgunar-
tækja. Þá stofnuðu þeir slysa-
varnadeild í Borgarfirði eystra.
Stjóm deildarinnar skipa þéir:
Þórður Jónsson, form., Sigurður
Pálsson, Helgi Guðfinnsson,
Ingvar Ingvarsson og Ingi Jóns-
son.
í heimsókn sinni til slysa-
varnadeildarinnar Gró, Egils-
stöðum, afhentu þeir deildinni
nýja tegund af sjúkrabörum, en
áður hafði deildin keypt súr-
efnistæki, sem geymd eru í
sjúkrahúsinu á Egilsstöðum. Á
heimleiðinni komu þeir félagar
við á Elliheimilinu í Skjaldarvík
og sýndu þar skemmtimyndir
fyrir gamla fólkið.
ER VIÐ Dalamenn horfum aftur
til síðasta sumars sjáum við að
baki eitt hagstæðasta heyskapar-
sumar, sem elztu menn muna,
enda mun heyfengur hér meiri og
betri en nokkru sinni áður.
BYGGINGAFRAMKVÆMDIR
Allmikið hefur verið unnið að
byggingaframkvæmdum og mun
það ekki hafa verið á öðrum tím-
um meira. Hefur í sumar verið
hafin bygging a. m. k. fjögurra
íbúðarhúsa í sýslunni. Svo er og
hafin bygging barnaskóla að Sæl-
ingsdalslaug í Hvammssveit, á
það að vera tveggja hæða hús og
er um 170 ferm. að flatarmáli.
Eru framkvæmdir miðaðar við
að hægt verða að taka eitthvað
af húsinu í notkun næsta haust.
Raddir hafa verið uppi um það
að byggja bæri heimavistarskóla
fyrir suðurhreppi sýslunnar að
Sælingsdalslaug. En það má heita
eini staðurinn í Dölum þar sem
jarðhiti er að ráði. Um þetta hef-
ur þó ekki náðzt samkomulag enn
þá, og byggir því Hvammshrepp-
ur einn skólahús fyrir sig.
MIKLAR JARÐABÆTUR
Mikið hefur verið unnið að
jarðabótum. Hafa dráttarvélar
ræktunarsambandanna farið
milli bæja, plægt og herfað og
verður því haldið áfram svo lengi
sem tíð leyfir. Skurðgröftur hefir
verið hér mikill í sumar, fyrst í
Haukadal og síðan í Laxárdal.
Mun vera búið að grafa með
henni rúmlega 100,000 teningsm.
Á TÍUNDA ÞÚSUND LÍFLÖMB
Fjárflutningum er nýlega lok-
ið. Munu alls hafa komið á tí-
unda þús. lömb af Vestfjörðum í
Laxárdal og Hvammssveit. Er
þetta eins og vænta mátti mis-
jafnt fé, enda lentu mörg lömbin
í hrakningum aðallega þau sem
flutt voru á sjó. Veður var mjög
óhagstætt um það leyti, sem á
flutningum stóð. í Laxárdal var
skipt um 6000 lömbum. Flest
lömb á einstakan bæ fóru að
Hjarðarholti. Voru þau tæplega
700. — E. G. Þ.
NIÐURSUÐUVÖHUR
frá Tékkóslóvakíu
EINKAUMBOÐ:
KRISTJÁN G. GÍSLASON H.F.
Ungling
vantar til blaðburðar
Mesvegur
Sími 1600
IMýkominn
frostlögur frá
General Motors
BILABUÐ S. 1. S.
Hringbraut 119
Ánægiulegur fagnaður
bindindismanna í Ólafsv.