Morgunblaðið - 18.10.1956, Qupperneq 6
6
MORGinVBLAÐIÐ
FTmmtudagur 18. okt. 1956
Erlingur Pálsson, yfirlogregluþjónn:
Góðaksturspróf
BINDINDISFÉLAG ökumanna
hér í Reykjavík, sem stofnað var
fyrir rúmum þremur árum, tók
upp á þeirri nýjung að efna til
góðaksturskeppni að erlendri
fyrirmynd, sumarið 1955. Þar sem
þetta var algerlega órudd leið hér
á landi, fékk félagið erlendan
kunnáttumann í þessu efni frá
Noregi, Steinar Hauge að nafni,
til að skipuleggja keppnina og
stjórna henni og kenna stjórn
félagsins að sjá um framkvæmd
á slíkri starfsemi í framtíðinni.
Sú keppni leiddi í Ijós að mikil
pörf er á því fyrir bifreiðastjóra
að taka þátt í slíkri prófraun
Þann 15. sept. s.l. efndi Bind-
indisfélag ökumanna til slíkrar
keppni aftur og stóð fyrir henni
eingöngu á eigin spýtur, hvað við
vék stjórn og öllu skipulagi.
Á fundi sem stjórn félagsins
boðaði til á veitingahúsinu Röðli
þann 22. sept. s.l., þar sem flestir
þátttakendur í keppninni voru
viðstaddir, en þeir voru alls 28
að tölu, svo og slarfslið keppn-
innar og ýmsir boðsgestir, las
Benedikt Bjarklind lögfræðing-
ur, sem er í stjórn félagsins, yfir-
lit yfir keppnina og úrslit hennar.
Prófmálin voru 39 að tölu,
mest akstursprófraunir og nokkr-
ar spurningar um umferðareglur,
sem svara skyldi á staðnum.
var öðru máli að gegna. T.d. voru
allir þátttakendur látnir aka til
hægri úr Ægisgötu inn í Vestur-
götu og aðeins 3 af 28 tóku beygj-
una rétt, en hinir mjög misjafn-
lega.
Sams konar hægri beygjur voru
þátttakendur látnir taka í Hafn-
arfirði og þar stóðst enginn pióf-
raunina. Er það mjög hættulegt
fyrir umferðina hvað bifreiðar-
stjórar eru vanrækslusamir í
þessu efni og kemur þessi van-
ræksla átakanlega fram þar sem
menn eru einmitt í þessu tilfelli
að gera sitt bezta.
Eitt atriðið var snöggleg stöðv-
un samkvæmt ákveðnu merki,
sem þátttakendum var tilkynnt
um í byrjun keppninnar, og var
skot á öðrum staðnum, en flagg
á hinum, sem látið var falla.
Allmargir fengu ~ 10 fyrir sína
frammistöðu af -^20 mögulegum,
aðrir misjafnlega allt niður í 0
sem er bezta útkoma, en þeirri
einkunn náðu fáir. Ættu bifreiða-
stjórar að veita þessari útkomu
athygli, þar sem athygli og við-
bragðshraði í hinni þröngu um-
ferð okkar er mjög áríðandi.
Ein grein prófsins var um var-
færni og tillitssemi.
Bifreið var stöðvuð á þröngum
vegi eftir að ekið var fyrir blint
horn. Eftir nokkra stöðvun og
Hættulegasta hornið í bænum, neðst á Vesturgötunni.
Þannig á fólkið ekki á haga sér í umferðinni. Þarna hafa konurnar gengið yfir gegn rauðu ljósi,
en umferðin lokaði þær inni á miðri götunni, svo þær komust hvorki aftur né fram.
Hraðaprófun var gerð með því
að láta aka á vissum tilnefndum
vegarkafla, með uppgefnum kíló-
metrahraða án þess að eiga kost
á að sjá á mæli eða klukku.
Þessi prófraun var yfirleitt
prýðilega vel leyst af hendi.
Tvær síðustu prófraunirnar
voru bakakstur í hálfhring, sem
gekk misjafnlega og leggja bíl að
gangstétt milli tveggja meintra
bíla, með svigrúmi IV2 bíllengd.
Þetta var leyst af hendi lakar en
í meðallagi. Ættu bílstjórar að
temja sér að leggja bílum sínum
rúmlega til rýminda fyrir um-
ferðina og verja bíla sína
skemmdum og afstýra slysum.
Munu vátryggingarfélögin áreið-
anlega styðja það mál.
Form. félagsins, Sigurgeir Al-
bertsson trésmíðameistari, af-
henti keppendum verðlaunin og
gat þess að starfsemi félagsins
væri framkvæmd af ólaunuðum
áhugamönnum sem hefðu á
stefnuskrá sinni bindindissemi
bifreiðastjóra og bætta umferð-
armenningu.
Verðlaunahafar keppninnar
voru þessir:
1. Signar Valdimarsson.
2. Grettir Lárusson.
3. Ásgeir Kjartansson.
4. Gunnar Sveinbjörnsson.
5. Halldór Iiafliðason.
6. Guðm. Karl Ásbjömsson.
Stjórn Bindindisfélags öku-
manna skipa: form. Sigurgeir Al-
bertsson, v.form. Jón B. Helga-
son kaupm. ritari: Ásbjörn Stef-
áns læknir, gjaldkeri: Jens Hlóm-
geirsson fulltrúi hjá Trygginga-
stofnun ríkisins. Meðstjórnendur:
Benedikt Bjarklind lögfr., Helgi
Hannesson fulltrúi, Pétur Sig-
urðsson ritstjóri.
Núverandi félagar eru nál. 160
og vinnur félagið meðal annars
að deildarstofnunum úti á landi,
svo sem: Akranesi, Akureyri,
Húsavík og víðar.
Væri óskandi að sem flestir bif-
reiðastjórar tileinkuðu sér mark-
mið félagsins og gerðust félagar
þess.
Erlingur Pálsson.
Ilm 10 þúsund fjár slátrað ú Hnrðarbaki
AKRANESI, 11. okt.: í gær ræddi
ég við Pétur Jónsson frá Geirs-
hlíð. Hann er búinn að starfa í
15 ára við sláturhúsið að Hurð-
arbaki 1 Reykholtsdal og síðustu
7 árin verið sláturhússtjóri þar.
Fyrst byggðu efri sveitir Borg-
arfjarðarsýslu ásamt nokkrum
fremstu bæjunum í Hvítársíð-
unni nús til bráðabirgða, en 1945
reistu þeir myndarlegt sláturhús
að syðri bakkaHvítárvið Kljáfoss
brú svo hægt var að slátra þar
300 fjár á dag.
í haust var húsið stækkað svo
að nú má slátra 500 fjár á dag.
Sagðist Pétri svo frá, að í haust
hefði daglega verið slátrað 450
—500 fjár. Alls verður slátrað
núna um 10 þús. fjár. Pétur kvað
féð yfirleitt vera vænt. Við at-
hugun á fé, sem slátrað var í
fjóra daga kom í ljós, að kropp-
þungi dilkanna jafnaðist upp með
19—19,6 kg. Einn bóndi kom með
290 dilka og vógu skrokkarnir
20,4 kg. til jafnaðar, en tveir
þeir þyngstu 28 kg. hvor. Slátrun
á fé lýkur þarna á föstudag, en
stórgripaslátrun hefst í næstu
viku. 29 manns starfa við slátur-
húsið. — Oddur.
shrifar úr
daglega lífinu
Ætla ég að minnast á nokkrar
greinar prófraunanna: Ein var
um stanz-skyldu og stefnuljós,
sem er mjög þýðingarmikið atriði
í umferðinni. Um það má segja
að úrlausnir hafi verið allsæmi-
legar.
Um beygjur aðallega til hægri,
spurningar, var keppanda sagt
að aka afturábak fyrir sama
homið. Ca. 4. hluti keppenda |
sýndi fulla varfærni með því að i
að fara út úr bílnum og líta aftur !
fyrir bílinn og út fyrir hornið, en
hinir gerðu þessari prófraun
mjög misjöfn skil.
Bæjarsfjórn Akureyrar kvaddi
Þorsfein M. Jénssen með hófi
Akureyri, 15. október.
IGÆRKVÖLDI hélt bæjarstjórn Akureyrar hjónunum Þorsteini
M. Jónssyni, fyrrverandi skólastjóra og frú Sigurjónu Jakobs-
dóttur, samsæti að Hótel KEA, en þau eru nú flutt til Reykjavíkur
eftir áratuga dvöl hér í bænum. Þorsteinn var forseti bæjarstjómar
hér samfleyít um 12 ára skeið. Sagði hann af sér bæjarfulltrúa-
starfinu á líðandi sumri vegna brottflutningsins.
RÆÐUHÖLD
Kveðjuhóf þetta sátu um 120
karlar og konur. Stjómaði því
Steinn Steinsen, bæjarstjóri. —
Guðmundur Guðlaugsson, hinn
nýi forseti bæjarstjómar, ávarp-
aði Þorstein og þakkaði honum
hin margvíslegu opinberu störf,
er hann hefur unnið fyrir Ak-
ureyrarbæ og þjóðina. Davíð
Stefánsson skáld, frá Fagraskógi,
flutti síðan snjalla ræðu um
bókaútgefandann, fræðimanninn
og skólamanninn, Þorstein M.
Jónsson, en Jóhann Frímann
mælti fyrir minni frú Sigurjónu
og minntist leiklistarstarfa henn-
ar. Brynjólfur Sveinsson formað-
ur fræðsluráðs, ávarpaði einnig
Þorstein. Þakkaði honum skerf
þann er hann hefði lagt til skóla-
mála í bænum og ánægjulegt
samstarf um þau mál.
ÞAKKAÐI MEÐ RÆÐU
Þorsteinn flutti þakkir til bæj-
arstjómar og bæjarbúa, fyrir
ánægjuleg kynni og samstarf og
ámaði þeim og Akureyrarbæ
gæfu og gengis.
Áskell Snorrason, tónskáld,
stjómaði almennum söng milli
ræðuhalda. Var hóf þetta mjög
virSulegt og ánægjulegt, — Job.
Furðu litlar kröfur.
TtylARGAR eru orðnar kvartanir
fólks um lélega og stirða af-
greiðslu í verzlunum hér í landi
og þá langflestar í sjálfri borg-
inni, sem eðlilegt er, miðstöð
verzlunar og viðskipta, enda taka
kvartanirnar ekki til verzlananna
einna, heldur almennrar þjón-
ustu yfirleitt. Ég býst ekki við, að
úr þessu verði bætt, fyrr en
verzlunarmenn sjálfir og áhrifa-
menn meðal þeirra vakna betur
til meðvitundar um, hve afgreiðsl
an fram yfir búðarborðið er mik-
ilvægur þáttur í verzlunarrekstr-
inum — hvernig þessi afgreiðsla
er af hendi leyst. Furðu litlar
kröfur virðast gerðar til þess
fólks, sem ráðið. er til þessa starfs.
— Þar með er ekki sagt, að ekki
sé til afgreiðslufóik, sem leysir
það af hendi sem skyldi. En það
er bara ekki nóg af þessu góða
og óaðfinnanlega fólki í þessari
starfsgrein. Hinir, sem eru ger-
samlega óhæfir til starfsins eru
alltof margir og setja allt að því
óorð á stétt sína. — Eða hversu
oft heyrum við ekki graman við-
skiptavin segja eitthvað á þessa
leið: „Puh — afgreiðslufólk á ís-
landi, er það ekki alltaf eins“.
Á þessum tímum miskunnar-
lausrar sérhæfingar á öllum svið-
um virðist undarlegt, að fólk,
sem ráðið er til afgreiðslustarfa
í verzlununum skuli ekki áður
njóta neins sérstaks undirbúnings
og fræðslu sem auðveldi því starf
ið og geri það um leið hæfara til
að gegna því svo, að sæmilega
verði við unað.
„Smáskrítin“ afgreiðsla.
TVÖ lítil dæmi nýleg, sem Vel-
vakanda hafa borizt til eyrna
nýlega um „smáskrítna" af-
greiðslu í verzlun: Kona kemur
inn í vefnaðarvöruverzlun og fal-
ast eftir ákveðnu efni, sem hún
hafði séð úti í sýningarglugga
verzlunarinnar. — Hún ætlaði að
fá hálfan metra. En það var
varla, að hún fengi lokið þessum
viðskiptum. „Ætlaði hún að fara
að kaupa þetta efni“ — spurði
afgreiðslustúlkan, — „svo rán-
dýrt, að það keypti bókstaflega
enginn. Það var naumast að hún
ætlaði að vera fín!“ — Og svo
hló hún við og starfssystur henn-
ar pískruðu undir.
Ung stúlka kom inn í tízku-
verzlun og spurði eftir varalit og
ungfrúin, sem afgreiddi kom með
nokkur sýnishorn. — Voru þetta
þeir einu, sem til voru? —-Já, var
svarið, — nema svo þessir dýru,
sem til voru, vildi hún fá að líta
á þá?
Harla lítil háttvísi að tarna —
og því minni kaupmennska.
Fátt eins bráðsmitandi.
ÞAÐ er viðurkennd staðreynd,
að fátt er jafnbróðsmitandi
og geispar, og aldrei eru þeir eins
háskalega smitandi og einmitt
þegar maður vill allra sízt láta
nokkur svefn- eða deyfðarmerki
á sér sjá — þá er bókstaflega ó-
gerningur að standa á móti. En
jafnsætur er líka blessaður geisp-
inn að kvöldi dags, þegar erli
dagsins er lokið og ekkert er ann
að fyrir höndum en að leggja
höfuð þreytt til hvíldar á sinn
kodda og sofa og dreyma þar til
— næsti dagur tekur við.
Annars datt mér nú þetta í
hug með geispana, af því að mér
kom upp í hendurnar rétt í þessu,
er ég hafði nýlokið við einn stór-
an .... þessi góði og gamli máls-
háttur:
„Sjaldan geispar einn i húsi,
ef tveir eru til, nema feigur
sé, eða fátt í milli." — Nokkuð
til í því.
Mátti ekki minna vera.
SKOTINN McNepp hafði ákveð-
ið að verja sumarleyfi sínu í
St. Moritz, og er hann var kominn
þar ó járnbraut
arstöðina fékk
hann sér leigu-
bíl, sem átti að
flytja hann
upp hina snar-
bröttu hlíð að
fjallahótelinu.
Þegar þeir
voru komnir
kippkorn upp
í hlíðina stöðv-
aðist vélin allt í einu og bíllinn
tók að renna aftur á bak, niður
í dalinn.
Bílstjórinn — í öngum sínum
— snéri sér að McNepp:
— Ég fæ ekkert við þessu gert,
hemlarnir vinna heldur ekki.
— En heyrið þér, maður minn,
sagði Skotinn. — Getið þér að
minnsta kosti ekki tekið gjald-
mælinn úr sambandi!