Morgunblaðið - 18.10.1956, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.10.1956, Blaðsíða 8
8 MORClJiVPr 4 nir Flmmtudagur 18. olct. 1958 .nttMáfrifr Útg.: H.f. Arvakur, Keykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600 Áskriftargjald kr. 25.00 á mánuði mnanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. Rökþrota menn UMRÆÐURNAR á Alþingi um kjörbréfin hafa leikið stjórnar- liðið hart. Það stóð uppi gersam- lega rökþrota með seka sam- vizku undir hinum rökföstu og þróttmiklu ræðum Sjálfstæðis- manna. Sérstaklega var eymd þess áberandi undir ræðu Bjarna Benediktssonar. í gær reyna blöð Hræðslu- bandalagsins að finna sér skjól til þess að skríða í eftir hirtingu flokka þess á Alþingi. Og eina skjólið, sem þeir koma auga á er afstaða Jóns Ásbjörns- sonar hæstaréttardómara í lands- kjörstjórn. Nú halda Tíminn og Alþýðublaðið því fram, að Bjarni Benediktsson hafi „ráðizt á“ þennan mæta mann og merka lögfræðing. Hér er vitanlega um helberan þvætting og ósannindi að ræða. Bjarni Benediktsson fór hinum mestu viðurkenningarorðum um Jón Ásbjörnsson. En hann hlaut auðvitað að lýsa því yfir að hann væri honum ósammála um það mál, sem hér var til umræðu. Bjarni Benediktsson komst m. a. að orði á þessa leið er hann ræddi afstöðu Jóns Ásbjörnsson- ar: Ágreiningurinn innan landskjörstjórnar „Ég hef sjálfur mjög mikla til- trú til Jóns Ásbjörnssonar og tel hann með okkar mætustu lög- fræðingum. Mér kemur ekki til hugar að væna hann eða neinn af landskjörstjórnarmönnum um það, að þeir hafi gert annað held- ur en það, sem þeir telja réttast og sannast. En einmitt ágrein- ingurinn innan landskjörstjórnar og tvískinnungurkm í afstöðu manna þar hlýtur að sanna mönnum það, þó ekki væri ann- að, að hér er um fullkomið vafa- mál að ræða, að ekkert fær stað- izt af þeim stóryrðum, sem hv. þm. Akureyrar, Friðjón Skarp- héðinsson, hafði um það, hversu þessi kæra væri fráleit og tillög- ur okkar ósanngjarnar“. Síðar í ræðu sinni komst Bjarni Benediktsson að orði á þessa leið: „Það er þess vegna síður en svo nokkurt vantraust á Jón Ás- björnsson hæstaréttardómara eða aðra landskjörstjórnarmenn þó við séum þessum mönnum ekki sammála. Þeim skjátlaðist í þessu efni, og það er vegna þess, að Alþingi hefur gert ráð fyrir því að slíkum mönnum geti skjátlazt, að þeir hefðu ekki að lokum rétt mat á öllum atvikum, sem það er sett í lög, að Alþingi en ekki landskjörstjórn eigi að hafa í þessu úrslitaatkvæði“. Það er auðsætt af þéssum tilvitnunum í ræðu Bjarna Benediktssonar að það er al- ger fjarstæða og blekking, að hann hafi „ráðizt á“ Jón Ás- björnsson. Vilja þeir fylgja Jóni Ásbjörnssyni? En fyrst andstæðingar Sjálf- stæðisflokksins vitna svo mjög til Jóns Ásbjörnssonar og afstöðu hans í landskjörstjórn, er ekki óeðlilegt, að þeirri fyrirspurn sé beint til þeirra, eins og Bjarni Benediktsson gerði einnig í ræðu sinni, hvers vegna þeir hafi þá ekki fylgt honum? Ef þeir hefðu gert það hefðu þeir greitt at- kvæði gegn kjörbréfi Gylfa Þ. Gíslasonar. Nei, Hræðslubandalagið fylgdi ekki afstöðu Jóns Ásbjörnssonar hvorki í landskjörstjórn né í Alþingi. Þegar það stóð hins veg ar uppi rökþrota í umræðum þingi reyndi það að skríða skjól hins mæta og vammlaus manns. XJppgjöf Hræðslubandalags ins í vörninni á kosninga svindli þess verður ennþ' auðsærri vegna viðleitni þes til þess að skjóta sér bak vit Jón Ásbjörnsson. Það hefu hreinlega gefizt upp við at halda því fram, að eftir „hi algera kosningabandalag flokkanna eigi Alþýðu flokkurinn kröfu til fjögurr. uppbótarþingsæta. Þess í sta£ þykist það vera sammála Jón' Ásbjörnssyni, sem taldi listr Alþýðuflokksins í Reykjavík og Framsóknar í Árnessýslu ólöglega. Ef sú skoðun hefði orðið ofan á í landskjörstjórn var Hræðslubandalagið búið að vera. Það sýnir því einstaka fyrir- litningu Framsóknar og krata á dómgreind almennings þeg- ar þeir þykjast geta skotið sér bak við Jón Ásbjörnsson. Kommúnistar leiddir til torgs Enda þótt svik og prettir Hræðslubandalagsins muni hljóta þunga dóma verður hlutur komm únista þó að teljast einna verstur í þessu máli. Þeir hömuðust gegn „þingsætaþjófnaðinum“ og töldu sig berjast heilagri baráttu fyrir málstað íslenzks lýðræðis. En kosningunum var ekki fyrr lokið og ráðherrastólar í boði en kommúnistar voru leiddir til torgs og seldir fyrir tvo ráðherra- stóla. Og hverjir voru kaupend- urnir? Engir aðrir en sjálfir „þing- sætaþjófarnir"!' Sjaldan eða aldrei hafa ís- lenzkir kjósendur verið vitni að annarri eins henti- stefnu og kommúnistar hafa gerzt berir að í þessu máli. Þeir snérust eins og vindhan- ar á burst um ieið og þeir áttu kost á völdum og vegtyllum úr lófa þingsætaþjófanna. Þá höfðu kommúnistar allt í einu gleymt allri baráttu sinni fyr- ir „rétti fólksins“. Græðgin í völd og bitlinga varð réttlætis- tilfinningunni yfirsterkari á einu andartaki. Við atkvæðagreiðsluna um kjörbréfin á Alþingi örlaði þó á skömmustusvip á kommún- istum. Þeir greiddu atkvæði með „tilvísun til greinargerðar". En sú greinargerð sagði ekki neitt annað en það, að kommúnistar hefðu þurft að komast í stjórn Þess vegna hefðu þeir ákveðið að styðja kosningasvindlið. Hvílík „greinargerð"! UTAN ÚR HEIMI | f^uóóctr (eittu neitunar- ci á Lh inu i /ió umrœöunuir um 78. óinn áááuez-múlá laugardagskvöldið beittu Rússar neitunarvaldinu í 78. sinn í Öryggisráðinu. Fundur sá var síðalti fundur ráðsins um tillögu Frakka og Englendinga í Súez-málinu. Hófst hann kl. 22,30 um kvöldið — og lauk ekki fyrr en kl. 4,51 á aðfaranótt sunnu dags. Hafði fransk-enska tillag- an þá verið að fullu afgreidd. V ar hún í tveim meginþáttum. Rússneski fulltrúinn, Shepiiov utanríkisráðherra, beitti neitun- arvaldi gegn öðrum hlutanum. Hinn liðurinn var samþykktur einróma. r undur þessl er einn sá lengsti í sögu öryggisráðsins. Stöðugar umræður fóru fram all- an tímann að undanskildu nokk- ^irra mínútna matarhléi, sem veitt var um miðnætti. Efnt var til atkvæðagreiðslu um fransk- ensku tillöguna í tveim liðum. Rússar beittu neitunarvaldi gegn þeim fyrri, og greiddi fulltrúi Júgóslavíu einnig atkvæði á sömu lund. Öll hin ríkin, er sæti eiga í ráðinu, Bretland, Bandaríkin, Frakkland, Persía, Perú, Belgía, Ástralía og kínverska þjóðernis- sinnastjórnin, greiddu atkvæði með báðum liðunum. k3 á liður fransk-ensku tillögunnar, er felldur var, var að efni til þannig: 1. öryggisráðið viðurkenni áætl- un þá um alþjóðlega stjórn yfir Súez-skurðinum, er ríkin 18. komu sér saman um á Lundúnaráðstefnunni. 2. öryggisráðið staðfesti, að Egyptar hafa ekki komið — í samkomulagsátt — til -móts við þær þjóðir, er hagsmuna eiga að gæta hvað viðvíkur siglingum um skipaskurðinn. 3. Öryggisráðið viðurkenni rétt Notendasambandsins til þess að veita siglingagjöldum frá skipum Notendasambandsþjóð anna viðtöku — og einnig skuli Öryggisráðið viðurkenna Notendasambandið sem stofn- un, er Egyptar væru skyldugir til að leita samstarfs við. H, inn þáttur fransk- ensku tillögunnar, er samþykkt- ur var einróma, er í meginatrið- um þessi: 1. Sigling um skipaskurðinn skal vera frjáls og óhindruð öllum skipum — hverrar þjóðar, sem þau eru — og á engan hátt má líðast, að einstakar þjóðir eða skip séu misrétti beitt. 2. Sögulegur og lagalegur réttur Egypta verði virtur. 3. Yfirstjóm skurðarins skal ekki vera háð eða tengd stjórn málalegum duttlungum neins einstaks manns, flokks eða lands — og einnig skal stjórn skurðarins vera óháð stjórn- arstefnu einstakra ríkja. 4. Egyptar og þjóðir þær, er skipaskurðinn nota, skulu leita samkomulags um siglinga gjöld um skurðinn (Egyptum verði sem sé ekki í sjálfs vald sett hve siglingagjöld verða há). 5. Mikill hluti ágóða af rekstri skurðarins verði notaður til viðhalds hans og fullkomnun- ar. Að kunna að taka ósigri ÞÁ ER íþróttamenn okkar keppa á erlendri grund — og bíða ósigur — er tíðum reynt að afsaka ósigurinn á alla vegu og skýringarnar á hon- um jafnan eitthvað á þá leið að ytri aðstæður hafi komið í veg fyrir íslenzkan sigur. Stundum er það íþróttavell- inum að kenna, stundum bæði vellinum og svo dómurum og síðast en ekki sízt að íþrótta- mennirnir hafi verið ofurliði bornir af hitanum þar á staðnum, og þá má ekki gleyma slæmu mataræði og jafnvel sulti’ Það einkennir því mjög ísl. íþróttamennsku, að kunna ekki að taka ósigri í leik. í- þróttamönnum finnst sem þeir þurfi nauðsynlega að velta á- byrgðinni af ósigrinum af sér. Væri ekki rétt að skýra það fyrir íþróttamönnum okkar, að það sé tvennt til í iþrótt- um að sigra og tapa. Það sé vandi að fara sem sigurveg- ari úr keppni, en þá fyrst reyni á íþróttaandann, er taka skuli ósigri. Þá sé það meira í anda íþróttamannsins að láta ekki bugast heldur sækja fram á við, að settu marki. Myndin er tekin í fundarsal Öryggisráðsins. Við hringborðið sitja fulltrúarnir, framkvæmda- stjóri S.Þ. og fleiri, en við borð- ið í hringnum sitja túlkar, hrað- ritarar og aðrir slíkir. 6. Ef til ágreinings kemur með egypzku stjórninni og stjórn gamla Súezskurðar-félagsins, skal gerðardómur skera úr í málinu, og ákvarðanir skulu þegar teknar um hversu miklu þær bætur, er Egyptum ber að greiða Súezskurðar-félag- inu, eigi að nema. Ö, ryggisráðið hefur þá lokið umræðum um fransk-ensku tillöguna — og samkvæmt úr- skurði þess hefur Notendasam- bandið ekki öðlazc viðurkenningu Sameinuðu þjóðanna. Hins vegar er þá ekki ljóst hvernig fram- kvæma á 3. grein í síðari liðnum þannig, að allar þjóðir uni vel við. Er augljóst, að Súez-deilan er langt frá því að vera leyst, enda þótt Öryggisráðið hafi rætt málið og fellt sinn úrskurð — og er það þá komið fram, sem Eisenhower Bandaríkjaforseti hélt fram, er Egyptar lögðu hald á Súez-skurðinn, að tilgangslaust yrði að skjóta málinu til öryggis- ráðsins. Það væri ekki lengur allra meina bót, eins og það hafði verið hugsað í upphafi. Einungis samningsvilji og virð- ing þjóðanna fyrir rétti og sjálf- stæði hverrar annarrar — dygði til þess að leysa þessa deilu. Belgíu skortir nnmumenn BRÚSSEL, 12. okt.: — Belgíu- menn eru að semja við Spán, Grikkland og Marokko um vinnu afl í kolanámur landsins. Síð- an um áramót hafa um 11.000 manns hætt vinnu við námurnar, en þúsund þeirra létu af störf- um eftir slysið í Marcinelle-nám- unni 8. ágúst s.l. Samningarnir við Spán, Grikkland og Marokko eiga rætur að rekja til þess, að ítalir ákváðu að taka fyrir flutn- inga ítalskra verkamanna til námuvinnu í Belgíu. Itölsku námumennirnir eru um einn þriðji hluti allra námumanna í Belgíu. Efnahagsráðherra Belgíu hefur skýrt frá því, að lágmarks- aldur fyrir námumenn sé 14 ár. Nú vinna 114 manns undir 15 ára aldri í belgískum námum og 376 undir 16 ára aldri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.