Morgunblaðið - 18.10.1956, Síða 16

Morgunblaðið - 18.10.1956, Síða 16
Málverkasýning fil heiðurs Þorvaldi Skúlasyni lislm. FÉLAG ísl. myndlistarmanna hefur ákveðið að heiðra einn félaga sinn, Þorvald Skúlason, sem varð fimmtugur á síðastl. vori. Mun félagið í tilefni af því efna til málverkasýningar á verkum hans í Listamannaskálanum og verður sýningin opnuð á laugar- daginn kemur kl. 2. síðd. Aldursforseti Jóhann Þ. Jósefsson (t. v., snýr baki að ljósm.) óskar hinum nýkjörna forseta Sam- einaðs þings, Emil Jónssyni, til hamingju með embættið um leið og hann tekur við fundarstjórn. — Ljósm. MbL Ól. K. M. Xjörnir forsetar Sameinaðs þings IGÆR fór fram kosning forseta í Sameinuðu þingi, svo og 1. og 2. varaforseta Sam. þings, ennfremur skrifara og Kjörbréfa- nefndar. í gær hitti tíðindamaður Mbl. listamanninn sem snöggvast á götu í Miðbænum. Var Þorvald- ur þá á leið niður í Listamanna- skála. — Hvernig verður þessi sýn- ing? — Það er víst rétt að nefna hana nokkurs konar yfirlitssýn- ingu á verkum mínum, sagði Þor- valdur. — Ég mun sjálfur velja þær myndir, sem sýndar verða. Einnig mun ég sjálfur ráða því hvernig þeim verður komið fyr- ir í Listamannaskálanum. Ann- ars er ég ekki reiðubúinn til að ræða um sýninguna, eins og hún á að vera, því að ekki er nærri búið að koma henni fyrir í saln- um. — Hvað eru þá elztu og yngstu myndirnar gamlar? — Þær eru frá óslóarárum mín um þær elztu, 1928, en þær yngstu eru myndir sem ég hef rétt nýlokið við, sagði Þorvaldur. Þetta samtal varð ekki öllu lengra. En þegar Þorvaldur talar um Óslóarár, þá á hann við það, að á árunum 1927—31 var hann við nám við Óslóar listaakademí- una. Hann var þá farinn að mála fyrir alllöngu, þó að hann sýni ekki myndir sínar frá þeim ár- i Kunnugir telja fullvíst að þessi sýning á verkum Þorvaldar verði mjög merkileg. Aðgöngu- miöarnir voru rifnir út 2 aukasýningar Á ÖRSKÖMMUM tíma í gær seldust upp aðgöngumiðar að sýningu Blaðamannakabarettsins kl. 7. En eins og tilkynnt hafði verið voru þaö síðustu sýning arnar sem ákveðnar voru. Fjöllistamennimir áttu að fljúga utan í morgun, en vegna fjölda áskorana urðu þeir við þeirri málaleitan að fresta för- inni til laugardagsmorguns og hafa tvær sýningar til viðbótar. Sú fyrri þeirra verður í kvöld kl 9. Húsið var upptekið vegna Tónlistarfélagsins kl. 7, og sýn- ingin verður því að vera kl. 9 e.h. Síðari sýningin verður á föstu- dagskvöld. Miða á þessar sýning- ai er hægt að fá í Austurbæjar- bíói í dag eftir kl. 2. UTANRÍKISRÁÐHERRA BOÐINN VELKOMINN í upphafi þingfundar bauð ald- ursforseti, Jóhann Þ. Jósefsson, utanríkisráðherra, Guðmund í. Guðmundsson, velkominn til þings, en hann hefur sem kunn- ugt er legið veikur nú um all- langt skeið. EMIL JÓNSSON KJÖRINN FORSETI SAMEIN. ÞINGS. Hófst síðan kosning forseta. Var Emil Jónsson þingm. Hafn- firðinga kförinn með 31 atkvæði. Jón Pálmason þingm. Austur- Húnvetninga fékk 18 atkv. 1. varaforseti var kjörinn Gunnar Jóhannsson frá Siglufirði með 29 atkv., Bernharð Stefánsson fékk 1 atkvæði, en 20 seðlar voru auð- ir. 2. varaforseti var kjörinn Karl Kristjánsson þingm. Suður-Þing- eyinga. Auðir seðlar voru 19. HLUTFALLSKOSNING SKRIFARA OG KJÖRBRÉFANEFNDAR Skrifarar voru kjörnir með hlutfallskosningu og komu fram 2 listar, A-listi skipaður Skúla Guðmimdssyni þingm. Vestur- Hunvetninga og B-listi skipaður Friðjóni Þórðarsyni 11. lands- kjörnum. Þar sem ekki komu fram aðrir listar voru þessir menn réttkjömir skrifarar í Sam- einuðu þingi. Við kosningu kjörbréfanefndar komu einnig fram tveir listar, A-listi . skipaður Gísla Guð- mundssyni, Áka Jakobssyni og Alfreð Gíslasyni og B-listi skip- aður Bjarna Benediktssyni og Friðjóni Þórðarsyni. Komu ekki ] fram aðrir listar og voru þessir menn því rétt kjörnir í kjör- bréfanefnd. Næst lá fyrir að kjósa þingmenn til Efri deildar, en þá frestaði forseti fundi. Fóoetagerð en ekkiinnbrot í TILEFNI af frétt um meint inn- brot í húsið Kárastíg 11 hér í bæ í blaðinu í gær hefir fulltrúi borgarfógeta tjáð blaðinu að hér hafi verið um löglega vörzlu- sviptingu muna að ræða. Hafði leigjandi íbúðarinnar verið tvisv- ar varaður við að svo kynni að fara bæði munnlega og skriflega og veittur frestur til þess að ganga frá skuldbindingum sínum. Var því hér að öllu farið að lögum, og aðeins um eðlilega fógetagerð að ræðá. Listamanna Bíll með tveim mönnum í mölbrotnar á Hringbraut Harður árekslur - Menn sluppu ómeiddir SNEMMA í gærmorgun molbrotnaði gamall hálfkassabíll suður á Hringbrautinni. Varð bíll þessi valdur að mjög hörðum árekstri. Voru í honum tveir menn. — Liggur við borð að krafta- verk hafi gerzt því báðir sluppu þeir svo til ómeiddir með öllu. Þeir eru komnir ■ stólana Þessi gamla bíldrusla, R-1806, var á leið vestur Hringbrautina. Mennirnir tveir, sem í bílnum voru, voru á leið til vinnu sinn- ar. Maðurinn, sem ók hafði ekki veitt því eftirtekt, að hann sjálf- ur sagði frá, að á hægri kanti hafði Dodge-leigubíll, R-641, rúmlega ársgamall, stanzað til þess að taka upp farþega. ÁREKSTURINN Það skipti engum togum að gamla „druslan" rakst af þvílíku afli aftan á leigubílinn, að hann kastaðist nokkra meira ó 'rarn. — Garmurinn braut undan sér bæði framhjólin við áreksturinn, tókst á loft og kom á hvolfi niður á malbikaða götuna. Spítnabrak og alls konar drasl úr þessum gamla bíl, þeyttist í allar áttir og yfirbyggingin mölbrotnaði, svo hann eyðilagðist gersamlega. FUNDU ANNAN STRAX NSerstaddir menn úr leigubiln- um þustu þegar að. Þeij fundu strax annan manninn, þar sem hann lá á grúfu á götunni, og lágu fæturnir undir braki úr bíln- um. Mennirnir óttuðust að hann myndi mikið meiddur, en svo var ekki, hann hafði sloppið ómeidd- ur að heita má. Hinn manninn sáu þeir ekki. Kölluðu þeir nú til hans inn í bílaflakið. Þaðan kom svar. Mað- urinn var þá fas.u ■ undir hinum mölbrotna bíl. Mennirnir lyftu brakinu upp og gat maðurinn þá komizt undan því hjálparlaust. Hann hafði líka sloppið ómeidd- ur úr slysi þessu og ætluðu þeir sem hjálpuðu honum vart að trúa sínum eigin augum, að báð- ir mennirnir skyldu sleppa ó- meiddir. Slíkt hafði þeim virzt með öllu óhugsandi. Það er af leigubílnum að segja, að hann stórskemmdist við þennan árekstur, yfirbyggingin fór mjög illa og grindin í bíln- um gekk öll til og skekktist ÞEIR eru nú komnir í stóla sína í Innflutningsskrifstofunni, krat- inn og kommúnistinn, sem nýja stjórnin útvegaði þar einn bitl- inginn: Pétur Pétursson, fyrrum verðlagsstjóri, sá sem hlaut frægð fyrir afskipti sín af máli Olíu- félagsins og Guðmundur Hjartar- son, sem Alþbl. hefur lýst sem einum harðasta húsa- og lóða- braskara fyrr og síðar. Það er- ekki vitað af hverju ekki hefur verið send um þetta fréttatilk. frá stjórnarráðinu, því Menn minntust þess varla að hafa séð bíl jafn illa útleikinn eftir árekstur og þennan. — Bílstjórinn skreið undan flakinu svo til ómeiddur er því hafði verið lyft upp. — Bíllinn er hreinn ösku- haugamatur, sagði maður nokkur er hann gekk þar hjá og skoð- aði flakið. (Ljósm. Ragnar Vignir)J hér í blaðinu í dag er tilk. um skipan tveggja nýrra nefnda, en þessir tveir menn í Innflutnings- skrifstofunni eru teknir til starfa þar fyrir nokkru, en um það hef- ur engin tilk. verið gefin út. Fyrsto * skemmtun Heim- dallor í haust HEIMDALLUR, félag ungra Sjálf stæðismanna, efnir til kvöldvöku í Sjálfstæðishúsinu annað kvöld og hefst hún kl. 8,30. Skemmtiatriði á þessari fyrstu kvöldvöku félagsins á þessu hausti er Reykjavíkurrevýan „Svartur á nýjan leik“. Síðan verður dansað til kl. 1. Búizt er við mikilli aðsókn á skemmtun þessa, og er félögum í Heimdalli ráðlagt að panta miða þegar í dag, en það má gera í síma 7103 frá kl. 1—5. Tvcir scldu í «ær TVEIR togarar seldu í gær í Þýzkalandi. Var annar þeirra Jón forseti, sem seldi fyrir 97,210 þýzk mörk, en hinn Fylkir. — Náði hann mun hagstæðari sölu á afla sínum og fékk fyrir hann 114,280 mörk. launanefnef MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ tilk. í gær að nýlega hefði það falið eftirtöldum mönnum að gera tillögur til ráðuneytisins um, hvernig veiting listamannalauna verði felld í fastara form en nú á sér stað og betur að skapi þeirra, er launanna njóta: Guðmundi G. Hagalín, rithöf- undi, Gunnlaugi Scheving, list- málara, Helga Sæmundssyni, rit- stjóra, Jóni Leifs, formanni Bandalags íslenzkra listamanna, dr. Páll ísólfssyni, tónskáldi, Snorra Hjartarsyni, skáldi, dr. Steingrími J. Þorsteinssyni, pró- fessor, Þorsteini Hannessyni, óperusöngvara og Ævari R. Kvar- an, leikara. Helgi Sæmundsson er formaður nefndarinnar. Námsstyrkja- 0« námsláiianefnd MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur falið eftirtöldum mönnum að gera tillögur til róðuneytisins um fyrirkomulag á veiting náms- styrkja og námslána, bæði • til þeirra er nám stunda hér á landi og eflendis, svo og yfirfærslu námskostnaðar til þeirra, er stunda nám erlendis: Dr. Þorkeli Jóhannessyni, há- skólarektor, Pálma Hannessyni, rektor, dr. Leifi Ásgeirssyni, pró- fessor, Ólafi Hanssyni, mennta- skólakennara og Björgvini Guð- mundssyni, formanni Stúdenta- ráðs háskólans. Leifur Ásgeirs- son er formaður nefndarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.