Morgunblaðið - 24.10.1956, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.10.1956, Blaðsíða 16
Veðrið Norðan stinningskaldi, léttskýjað Framsöguræða Magnúsar Jónssonar um fjárlögin bls. 9. Nlý útgáfa Hýja testamentisins á vegum Hins íslenzka Biblíufélags Félagið hefur einnig samið við Brezka Biblíufélagið um kaup á öllu íslenzka Biblíuupplaginu HIÐ íslenzka Biblíufélag hefur nýlega gengizt fyrir og gefið út nýja útgáfu af Nýja testamentinu, en á undanförnum árum hefur verið mjög erfitt að fullnægja eftirspurn éftir Biblíunni og Nýja testamentinu. Hefur félagið bætt úr þessum skorti nú með útgáfu Nýja testamentisins, sem prentað hefur verið í Leiftri, en bundið inn hjá Bókfelli. Auk þess hefur félagið keypt allt upplag Brezka Biblíufélagsins af íslenzka upplaginu, og er þegar byrjað að flytja það hingað til landsins. Átti biskupinn, Ásmundur Guð- mundsson ásamt stjóm Hins íslenzka Biblíufélags viðtal við blaða- menn í gær í þessu tilefni. SAMA ÞÝÐING OG ÁÐUR Þýðing nýja testamentisins er hin sama og áður, er gerð var af nefnd manna skömmu eftir alda- mótin og kom fyrst út árið 1906. Eru því liðin 50 ár síðan Nýja testamentið hefur verið prentað hér. Er þýðingin látin haldast, að öðru leyti en því, að á stöku stað er orðum vikið til betra máls. Þá er og efnisyfirlit samið yfir hvern kafla, svo sem í næstsíðustu út- gáfu Nýja testamentisins. Hver blaðsíða er prentuð í tveimur dálkum, með stóru letri, og er það gert með tilliti til gamals sjóndapurs fólks, er ekki hefur not af hinu smáa letri. Mjög hef- ur verið vandað til útgáfunnar og var valinn bezti fáanlegur pappír. Einnig var mjög vandað til próf- arkalesturs, sagði biskupinn. MYNDAVAL Hið íslenzka Biblíufélag fékk leyfi til þess hjá Brezka Biblíu- félaginu, að taka upp myndir, er það hafði valið s.l. ár í hátíða- útgáfu. — Eru að mestu not- aðar sömu myndir og það félag hafði valið og voru myndamótin gerð á prentmyndastofu Helga Guðmundss. Um prentun hefur H.f. Leiftur séð og einnig pappír, en bókin er bundin inn hjá Bók- felli, í rexin-band, — upplagið er 5000 eintök — en einnig mun nokkuð af því verða bundið í skinnband. Verð bókarinnar er kr 60. Aðalútsölu hefur Leiftur og sendir bókina til bóksala um allt land. SAMIÐ UM KAUP Á LETURPLÖTUNUM Þá skýrði biskup frá því, að félagið hefði einnig samið við Brezka Biblíufélagið um kaup á öllu íslenzka upplaginu og þegar greitt fyrstu afborgun af þremur. Aðalútsölu hefur Bókaverzlun Snæbjarnar Jónssonar. Ennfrem- ur hefur verið samið við Brezka Biblíufélagið um kaup á letur- plötum þess að íslenzku Biblíunni fyrir 200 pund og er þar allur um- búnaður innifalinn. Hefur Eim- skipafélag íslands lofað að flytja plöturnar hingað heim ókeypis. Einnig er byrjað að flytja upp- Fulltrúa- ráðsfundur ÁRÍÐANDI fundur verður haldinn í fulltrúaráði F.U.S. Heimdalli í kvöld kl. 6 í Valhöll. Stjórn Heimdallar. lagið heim, en fyrir það verða greidd 3000 púnd. Félagið hefur mikinn áhuga á að taka alla Biblíuútgáfima í sínar hendur og nálgast nú óðum hin þráða stund, sagði biskupinn. RAUSNARLEGAR GJAFIR Séra Óskar J. Þorláksson, sem er féhirðir félagsins, skýrði frá því að félaginu hefðu oft borizt rausnarlegar gjafir, og þá hvað helzt á Biblíudaginn, sem er ár hvert, annan sunnudag x níu- viknaföstu. Er það söfnunardagur félagsins. Átti félagið í sjóði við síðasta uppgjör 100 þús. kr. Mun nú verða lagt kapp á að fjölga félagsmönnum, til þess að félagið geti fjárhagslega risið undir þeim framkvæmdum sem nú stand? fyrir dyrum, en ársgjald í félag- inu er kr. 20 og ævifélagagjald 500 kr. Þá er einnig í ráði, að stofna deildir áhugamanna í ýmsum prestaköllum landsins í sama tilgangi. SKÓGRÆKTARFÉLAG REYKJAVÍKUR 10 ára. Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur í Fossvogs- stöðinni. — Stjómarmenn eru taldir frá vinstri: Guðmundur Marteinsson, Jón Loftsson, Ingólfur Davíðsson, Helgi Tómasson, Sveinbjörn Jónsson og Einar Sæmundsen. — Sjá afmælisgrein á bls. 2. STJÓRNIN Stjóm félagsins skipa nú: Ásmundur Guðmundsson biskup, formaður, séra Sigurður Einars- i, ritari, séra Óskar J. Þorláks aon, gjaldkeri, Ólafur Ólafsson kristniboði, Alexander Jóhannes- son prófessor, Magnús Már Lárus son prófessor, Ólafur Erlingsson, séra Sigurbjörn Gíslason og Ár- mann Snævarr, prófessor. Um 1500 iðnnemar á landinu um síðustu áramót SAMKVÆMT skýrslu Iðnfræðsluráðs voru alls um 1500 iðnnemar á öllu landinu um síðustu áramót. 973 þeirra voru í Reykjavík, en 483 annars staðar á landinu. Árið þar áður voru þeir 1221, þannig að þeim hefir fjölgað um hátt á þriðja hundrað. Iðnþingið ÁTJÁNDA Iðnþing íslendinga var sett í gær kl. 2 í Tjarnar- café. Forseti Landssambands iðnað- armanna, Björgvin Frederiksen, setti þingið og bauð gesti og þing- fulltrúa velkomna. Gestir við þingsetninguna voru: Iðnaðarmálaráðherra, borgarstjór inn í Rvík og form. Fél. ísl. iðn- rekenda Sveinn Valfells, banka- stjóri Iðnaðarbankans Guðm. Ólafs og form. Iðnfræðsluráðs Kristjón Kristjónsson. f fundarbyrjun samþ. _ þing- heimur að senda Forseta íslands kveðju sína og árnaðaróskir. Því næst var kosin kjörbréfanefnd og hlutu eftirtaldir þingfulltrú- ar kosningu: Ragnar Þórarinsson, Egill Egilsson, Sigríður Bjarna- dóttir, Guðmundur Jónsson og Ásgrímur Lúðvíksson. Meðan setið var að kaffi- drykkju ávarpaði formaður Fél. ísl. iðnrekenda þingið og færði því kveðju frá félagi sínu. Reykhús brennur BÚÐARDAL, 23. okt. — í nótt kom upp eldur í reykhúsi að Sauðafelli í Miðdölum. Varð hans vart um kl. 2,30. Heimamenn fóru þegar á fætur og hófust handa um að slökkva eldinn. Tókst þeim að verja næstu bygg- ingar, en reykhúsið brann að mestu. Var slökkvistarfi ekki lok ið fyrr en um kl. 7 í morgun. í húsinu var kjöt, sem verið var að reykja, frá Sauðafelli og næstu bæjum, og eyðilagðist það allt. Var þarna um talsvert tjón að ræða. Hægviðri var og úrkomu- laust. — E.G.Þ. sett i gær Því næst tók þingið til starfa að nýju. Þingforseti var kosinn Helgi Hermann Eiríksson. Fyrsti vara- forseti Gísli Ólafsson, bakara- meistari, Reykjavík og annar varaforseti Vigfús Sigurðsson, byggingam., Hafnarfirði. Ritarar þingsins voru kosnir Jón E. Ágústsson, málaram. og Siguroddur Magnússon, rafvirkja meistari. Síðan var málum vísað til nefnda og fundi slitið. 52 þingfulltrúar eru mættir víðsvegar að af landinu. Fundir halda áfram kl. 10 f. h. í dag. í Reykjavík voru nemendur við nám í alls 42 iðngreinum. Flestir voru í vélvirkjun, eða 180. Húsa- smiðir voru næstflestir, eða 115, rafvirkjar 96, bifvélavirkjar 77, Góð aðsókn að „100 ár í Vesturheimi" Á SUNNUDAGINN var sýnd hér í bænum í fyrsta skipti hin fróð- lega kvikmynd úr byggðum Vest ur-íslendinga, 100 ár í Vestur- heimi, og síðan hafa verið fjórar sýningar, sem afbragðs aðsókn hefir verið að. í kvöld klukkan 7 verður myndin sýnd í næst-síð- asta sinn hér í bænum. Maður drukknar í höfninni f GÆR fékk rannsóknarlögreglan tilkynningu um að tvítugur mað- ur, Hróbjartur Arason, vélstjóri á vélbátnum Ásgeiri, væri horf- inn hér í bænum. Það var ekki vitað um ferðir hans frá því milli kl. 11 og 12 aðfaranótt mánudagsins. Lík hans fannst í gærdag í höfninni. Á sunnudagskvöldið, á fyrr- nefndum tíma, fór Hróbjartur frá borði m.b. Ásgeirs. Hefur hann fallið milli skips og bryggju og ekki getað bjargað sér. Var hann II. vélstjóri á bát þessum og hafði þe 1 kvöld verið um borð ásamt m' -ini, sem heldur þar til, en óbjartur átti heima við Suður ] - ndsbraut. í gc. Jag fékk rannsóknarlög- reglan kafara til þess að leita þar sem báturinn lá, við báta- bryggjurnar við Grandagarð. Fann kafarinn lík mansins svo að segja strax. Hróbjartur Arason var ein- hleypur og munu foreldrar hans búsettir hér í bænum. Sjdlfstæðismenn EFTIR 6 daga verður dregið í bifreiðahappdrætti Sjálf- stæðisflokksins. Vinsamlegast gerið skil á heimsendum happ- drættismiðum sem fyrst. — Skrifstofa Sjálfstæðisflokks- ins er opin í dag frá kl. 9 f. h. til kl. 7 e. h. rennismiðir 66, pípulagningamenn 56, múrarar 46, plötu- og ketil- smiðir 42, húsgagnasmiðir 35, hárgreiðslukonur 29, málarar 28 og bifreiðasmiðir 22. f öðrum iðn- greinum voru nemendur innan við 20. Utan Reykjavíkur voru iðn- nemar flestir á Akureyri 75, Gullbringu og Kjósarsýslu 73, Árnessýslu 72, Hafnarfirði 60, Mýra- og Borgarfjai-ðarsýslu ásamt Akranesi 58, Vestmanna- eyjum 31 og ísafirði 26. Mænusottor- bólusetning í Húugerðis- skólunum Á MORGUN, fimmtudag verða 7—11 ára börn í Hágerðisskólan- um bólusett í annað sinn gegn mænusótt. Fer bólusetningin fram sem hér segir: 7 og 8 ára börn mæti kl. 10 f.h. 9, 10 og 11 ára börn mæti kl. 1.30 e. h. Þau börn í skólahverfinu, sem ekki hafa áður verið bólusett, | mæti kl. 1,30 e. h. Spilakvöld Sjálfslæð isfélaganna SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í Rvík efna til spilakvölds i Sjálfstæðis- húsinu í kvöld. Verður spiluð þar fólagsvist að venju. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, lögfræðing- ur, flytur ávarp og einnig verð- ur kvikmyndasýning. Enn munu nokkrir miðar vera óseldir, en öruggara mun að tryggja sér þá tímanlega í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.