Morgunblaðið - 25.10.1956, Page 4

Morgunblaðið - 25.10.1956, Page 4
4 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 25. okt. 1956 Dagbók Fólski kommúnistaforinginn Gomulka var hylltur, þegar hann kom á fund miðstjórnar pólska verkalýðssambandsins í Varsjá, en með honurn vovu nokkrir aðrir leiðtogar flokksins. Fyrir miðju á myndinni eru, talið frá vinstri: Cyraniewiecz, Gomulka, Zawadzki og Ochab. Þetta er fyrsta mynd- in, sem tekin er af Gomulka síðan hann var ákærður og fangelsaður fyrir „titóisma". í dag er 299. dagur ársins. Fimmtudagur 25. október. Árdegisflæði kl. 9,51. Síðdegisflæði kl. 22,31. Slysavarðstofa Reykjavíkur í Heilsuvemdarstöðinni, er opin all- an sólarhringinn. Læknavörður L. R. (fyrir vitjanir), er á sama stað, kl. 18—8. - Sími 5030. Næturvörður er í Laugavegs- apóteki, sími 1618. — Ennfremur eru Holts-apótek, Apótek Austur- bæjar og Vesturbæjar-apótek, op- in daglega til kl. 8, nema á laug- ardögum til kl. 4. Holts-apótek er opið á sunnudögum milli kl. 1 og 4. Hafnarfjarðar- og Keflavíkur- apótek eru opin alla virka daga frá kl. 9—19, laugardaga írá kl. 9—16 og helga daga frá kl. 13-16. Hafnarfjörður: — Naeturvörður er Sigursteinn Guðmundsson, — sími 9734. Akureyri: — Næturvörður er £ Stjömu-apóteki, sími 1718. — Næt urlæknir er Sigurður Ólason. EI Helgafell 595610267 — VI — 2. I. O. F. 5 = 13810258% == Spilakv. • Hjónaefni • S. I. laugardag voru gefin sam- an í Akureyrarkirkj u Lena Gunn- laugsdóttir, Atlastöðum, Svarfað- ardal og Jóhann Sigurbjömsson, bifvélavirki, Norðurgötu 35, Akur eyri. Heimili ungu hjónanna verð- ur á Krabbastíg 1A, Akureyri. • Skipafréttir • Fiinskipaféiag íslands h.f.: Brúarfoss fór frá Hull 23. þ.m. til Reykjavíkur. Dettifoss fór frá Keflavík 21. þ.m. til Bremen og Riga. Fjallfoss er í Hull. Goðafoss fór frá Kaupmannahöfn 24. þ.m. til Stokkhólms, Leningrad og Kotka. Gullfoss er í Kaupmanna- höfn. Lagarfoss er í New York. Reykjafoss fór frá Reykjavík í gærkveldi til Rotterdam. Trölla- foss væntanlegur til Reykjavíkur 26. þ.m. frá Hamborg. Tungufoss var væntanlegur til Keflavíkur s. L nótt. Eimskipafélag Rvíkur b.f.: Katla er í Kotka. • Flugferðir • Flugfélag íslands li.f.: Millilandaflug: Sólfaxi er vænt anlegur til Reykjavíkur kl. 19,00 í dag frá Hamborg, Kaupmanna- höfn og Osló. Gullfaxi fer til Glas gow kl. 09,30 í fyrramálið. Vænt- anlegur aftur til Reykjavíkur kl. 20,15. — Innanlandsflug: — 1 dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Bíldudals, Egilsstaða, Isafjarðar, Kópaskers, Patreks- fjarðar og Vestmannaeyja. — Á morgun er áætlað að fljúga til Ak- ureyrar, Fagurhólsmýrar, Hólma- víkur, Hornafjarðar, Isafjarðar, Kirkjubæjarklausturs og Vest- mannaeyja. Fjáreigenclaf^l»<,,ið Breiðholtsgirðingin verður smöl uð í dag kl. 1. Slysavarnakonur Hin árlega hlutavelta kvenna- deildar SVFÍ í Reykjavík verður haldin 4. nóv. n.k. Kvennadeildin heitir á alla bæjarbúa að taka vel á móti konunum, er þær koma til að safna munum á hlutaveltuna. Sundfélag kvenna heldur skemmtifund í kvöld fimmtudag kl. 20,30 í Aðalstr. 12. Orð lífsins: Og er hann sá trú þeirra, sagöi hann: Maður, syndir þínar eru þér fyrirgefnar. (Matt. 5, 20). Komið í veg fyrir áfengisneyzlu æskunnar. — Umdæmisstúkan. Danski sendikennarinn við Háskólann, cand. mag. Erik Sönderholm, hefur námskeið fyrir almenning í dönsku, á mánudög- um og föstudögum kl. 7,30—8,30 e. h. Námskeiðið er ókeypis. Vænt anlegir nemendur komi til viðtals föstudaginn 26. okt. kl. 7,30 í 2. kennslustofu Háskólans. • Söínin • Listasafn Ríkisins er til húsa í Þjóðminjasafninu. Þjóðminja- safnið: Opið á sunnudögum kl. 13—16. Náttúrgripasafnið: Opið á sunnudögum kl. 13,30—15, þriðju dögum og fimmtudögum kl. 14— 15. Gjafir og áheit til Hvalsneskirkju N B áheit kr. 10,00; Axel Jóns- son 125,00; N. N., Sandgerði 300,00; Guðríður Eiríksdóttir 50,00; Þóra Þorgilsdóttir, gamalt áheit 100,00; Einar Jónsson 100; Jónína Pálsdóttir 25,00. — Gjafir: Kirkjugestur kr. 20,00; ferðafólk 50,00; Vestur-íslenzk kona 150,00; G. G. 100,00. — Áheit: Dórothea, Sandgerði kr. 25,00; ónefndur, — Sandgerði 50,00; Einarína Sigurð ardóttir 50,00; Ólafía Ólafsdóttir 50,00; G. Þ., Sandgerði 25,00. — Kærar þakkir. — Sóknamefnd Hvalsnesssóknar. Þessa bragglegu snjókerl- ingu mátti sjá inni í Bú- staðahverfi, þegar fyrsta snjódaginn, eftir hríðarbyl- inn sem gerði síðdegis þann dag. Hún stóð þarna öllu smáfólkinu í götunni og þeim næstu til mikillar ánægju. Læknar f jarverandi Bjarni Jónsson, óákveðinn tíma. Staðgengill: Stefán Björnsson. Elías Eyvindsson læknir verður fjarverandi til áramóta. Staðgeng ill: Víkingur Amórsson, Skóla- vörðustíg 1. Viðtalstími 6—7. — Stofusími 7474, heimasími 2474. Ezra Pétursson óákveðinn tíma. Staðgengill: Jón Hjaltalín Gunn- laugsson. Guðmundur Eyjólfsscn fjarver- andi frá 22. þ.m. til 1 nóv. — Stað gengill: Erlingur Þorsteinsson. Kristbjöm Tryggvason frá 11. október til 11. desember. — Stað- gengill: Árni Björnsson, Brött - götu 3A. Sími 82824. Viðtalstími kl. 5,30—6,30, laugard. kl. 3—4. Hjalti Þórarinsson verður fjar- verandi til nóvemberloka. Stað- gengill: Ólafur Jónsson, Háteigs- vegi 1. Heimasími 82708, stofu- sími 80380. Oddur Ólafsson fjarverandi 23. okt. til 28. okt. — Staðgengill Björn Guðbrandsson. • Gengið • Gullverð ísl. krónu: 100 gulikr. — 738,95 pappírskr. 1 Sterlingspund . . kr. 45.70 1 Bandaríkjadollar . — 16.32 1 Kanadadollar ... — 16.40 100 danskar kr. .... — 236.30 100 norskar ltr.........— 228.50 100 sænskar kr.......— 315.50 100 finnsk mörk .... — 7.09 1000 franskir frankar . — 46.63 100 belgiskir frankar . — 32.90 100 svissneskir fr. .. — 376.00 100 Gyllini ........... — 431.10 100 tékkneskar kr. . . — 226.67 100 vesíur-þýzk mörk — 391.30 1000 Lírur ............ — 26.02 FERBSNAIMB) Gáffiialjós Hvað kostar undir bró'" 1—20 grömm: Flugpóstur. — Evrópa. Danmörk . 2,30 Finnland . 2,75 Noregur . 2,30 Svíþjóð Þýzkaland .... 3,00 Bretland . 2,45 Frakkland .... 3,00 Irland ... 2,65 Italía 3,25 Luxemborg .... 3,00 Malta 3,25 Holland . 3,00 Pólland 3,25 Portúgal . 3,50 Rúmenía . 3,25 Sviss 3,00 Tékkóslóvakía .. 3,00 Tyrkland . 3,50 Rússland . 3,25 Vatican 3,25 Júgóslavía .... 3,25 Belgía ... 3,00 Búlgaría . 3,25 Albanía 3,25 Spánn .. . 3,25 Flugpóstur, 1—5 gr. Asía Flugpóstur, 1—5 gr. Hong Kong .. 3,60 Japan .......... 3,80 Eim um loll- afgreiðsluna í MORGUNBLAÐINU í dag svar- ar „Tollstarfsmaður“ grein minni um urelt fyrirkomlag tollamála, sem birtist í Mbl. 19. þ.m. Grein- arhöfundur eyðir mörgum orðum í að afsaka tollafgreiðsluna, og telur hann húsnæðisvandræði Tollstjóraskrifstofunnar aðalor- sök seinagangsins. Ég skal fús- lega viðurkenna, að skrifstofan býr við óviðunandi húsnæði, og stefna ber að því, að allar deildir hennar séu undir einu og sama þaki. En það er bara langt frá því, að húsnæðisvandræðin séu eina orsök seinagangsins, og lausn þeirra á auk þess augljós- lega langt í land ennþá. Annars minntist greinarhöfund ur alls ekki á aðalatriði greinar minnar, sem stendur ennþá ó- hrakið í öllum meginatrið- um. — Mergurinn máls- ins er, að útreikningur tollsins sé gerður einfaldari. Það er vel hægt að umreikna alla núverandi tollaliði í einn álagningarlið, sem yrði verðtollur á f.o.b. verð vörunnar. Það er engu líkara erv að núverandi flækjureiknings- fyrirkomulag tollanna sé bein- línis haft til þess að blekkja al- menning, og gera mönnum erfið- ara að átta sig á, hve háan toll þeir raunverulega greiða. Það, að hinir ýmsu álagningarliðið renni í mismunandi sjóði og þurfi því að reiknast út sér, eru harla mátt- lítil rök gegn tillögu minni, og ætti ekki að vera erfitt að skipta hverri tollagreiðslu niður í hina mismunandi sjóði eftirá. Sé toll- útreikningurinn gerður einfald- ari á ofannefndan hátt, verður endurskoðunin að sjálfsögðu einn ig margfalt einfaldari, og getur auðveldlega farið fram á sama stað og útreikningurinn og áður en reikningurinn er greiddur, þannig að bakreikningar þurfi ekki að eiga sér stað. Greiðand- anum er þá einnig í lófa lagið að sannprófa sjálfur á fyrirhafn- arlítinn hátt, hvort rétt sé út reiknað og þá jafnframt hvort tollflokkurinn sé réttur. Annað atriði úr grein minni, sem „Tollstarfsmaður“ minn- ist ekki á er viðleitni hins opin- bera til að sniðganga sínar eigin reglur, og kalla nýja álagningar liði hinum og þessum ónefnum. Eins og málum er hér hnttað, er hætt við, að hugmynd „Toll- starfsmanns“ um tollmiðlunar- skrifstofu yrði fremur til þess að skapa nýjan kostnaðarlið, og þar af leiðandi hærra vöruverð, en nokkurs annars. Okkur ber að forðast alla öfugþróun, og stefna að því að gera tollafgre:ðsluna einfaldari, og þar af leiðandi bæði fljótvirkari og ódýrari. Reykjavík, 23. okt., 1956 V erzlunarmaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.