Morgunblaðið - 25.10.1956, Page 6
6
M ORCUNTIT,4 T) 1Ð
Fímmtudagur 25. okt. 1956
Ólæsir hafa ekki kosningarétt
í New York-fylki þurfa allir að láta
skrásetja sig, ef þeir ætla að kjósa
New York, 13. nóv.
HUNDRUÐ kjörstaða hafa ver-
ið opnaðir í New York-borg
vegna forseta- og þingkosning-
anna, sem fram fara í byrjun
nóvember. Kosning er samt ekki
ennþá byrjuð, heldur hefur farið
fram svonefnd skrásetning á kjör
skrár og lauk henni í gær.
Ég leit inn á einn kjörstaðinn,
þar sem skrásetning fór fram. Til
hvers kjörstaðar eiga sókn einar
20—30 húsaraðir, að sjálfsögðu
mismunandi eftir stærð þeirra. —
Sú kjördeild, sem ég leit inn í
var á neðanverðu Manhattan. —
Nokkrir kjördeildarmenn sátu
þar við borð og fólk kom og sett-
ist andspænis þeim.
— Viljið þér gjöra svo vel að
lesa þennan kafla, sagði kjör-
deildarmaðúrinn í miðjunni. Það
var raunar kona með arnarnef
og gleraugu. Og svertinginn, sem
inn hafði komið tók bókina og
las kaflann reiprennandi, ekki
beinlínis með Oxford-framburði,
en konan með arnarnefið kink-
aði kolli.
ÓLÆSIR HAFA EKKI
KOSNINGARÉTT
— Hvað er þetta, sagði ég. Er
þetta eitthvert lestrarpróf?
— Já, í rauninni er það lestrar-
Enn um tekjur bænda
JÓN PÁLMASON á Akri ritar
grein um tekjur bænda í Morg
unblaðið 30. sept. sl. Allir, sem
treysta á einstaklingsframtak,
hljóta að taka undir hina karl-
mannlegu og djörfu áskorun
hans til sósíalista um samkeppni
einkaframtaks í útgerð og land-
búnaði, þannig að verðlag fram-
leiðslunnar sé miðað við, að op-
inber rekstur beri sig og njóti þó
engrar undanþágu með opinber
gjöld umfram einkafyrirtæki.
Þetta ætti að vera auðvelt í fram
kvæmd í útgerð, þar sem svo
mörg og stór opinber útgerðar-
fyrirtæki eru nú rekin hér á
landi. í landbúnaði er erfiðara að
finna verðgrundvöll framleiðsl-
unnar, því að ríkisbú eru fá. Jón
á Akri nefnir fimm ríkisbú, sem
miða ætti við: Hóla, Hvanneyri,
Klepp, Bessastaði og Vífilsstaði.
Um búin á Hólum og Hvanneyri
er það að segja, að þau njóta sér-
stöðu um vinnuafl. Á bændaskól-
unum vinnur fjöldi skólapilta í
verknámi. Verknámið er alls um
þriggja mánaða vinna fyrir
hvern skólapilt. Mikill hluti
þeirrar vinnu er almenn sveita-
störf, sem nauðsynleg eru bú-
skapnum. Kaup skólapilta í verk-
námi er mjög lágt, en þar á móti
vega ef til vill minni afköst en
yrðu, ef fullt kaup væri greitt.
Hvað sem því líður, þá verða
skólabúin ekki sambærileg við
annan búskap að þessu leyti.
Kleppsbúið á við sérstaka erfið-
leika að etja vegna landþrengsla,
því að höfuðborgin þrýstir að og
tún eru lögð undir byggingar, en
heyskap verður um langan veg
að sækja upp í Mosfellssveit.
Þessi þrjú bú koma því tæplega
til greina sem grundvöjlur verð-
lagsins.
Þess verður fyrst og fremst að
krefjast, að almenningur megi
treysta því, að allt sé með felldu
á grundvallarbúunum. Þá eru
eftir tvö ríkisbú, á Bessastöðum
og Vífilsstöðum. Það er of fátt,
og þar vantar verulega sauðfjár-
rækt. Málið þarf því að athuga
nánar. Hugmyndin er bæði
skemmtileg og hressileg eins og
vænta mátti af hendi Jóns á Akri,
og má ekki gleymast.
Svcitadrengur.
próf, því að samkvæmt okkar
lögum getur enginn neytt kosn-
ingaréttar nema hann sé læs.
Og enn eru kosningalögin
skýrð út fyrir mér:
— Við teljum ekki rétt að ó-
læsir menn hafi kosningarétt,
gang mála en þeir, sem engan
áhuga hafa og ekkert skyn bera
á stjórnmál. Við gerum okkur
grein fyrir, að sumir þeir, sem
kynnt hafa sér stjórnmál verða
of seinir fyrir, en það er þá
þeirra eigin sök.
V
ERTU BÚINN AÐ LÁTA
SKRÁSETJA ÞIG?
Síðustu dagana hefur öll bar-
átta stjórnmálaflokkanna tveggja
beinzt að því að hvetja menn að
Kjósandi lætur skrásetja sig.
vegna þess að þeir eru ekki færir
til fulls að kynna sér baráttu-
málin. Og við setjum það að
skilyrði, að fólk láti skrá sig
nokkru fyrir kosningar. Það ætti
að stuðla að því, að þeir, sem
áhuga hafa á kosningum og
stjórnmáium hafi fremur áhrif á
fara og láta skrásetja sig. Sér-
staklega hafa demókratar ásamt
bræðraflokki þeirra hér í borg,
frjálslynda flokknum, haldið
uppi harðri baráttu fyrir skrá-
setningu. Þeir hafa sent bifreiðir
með hátalara út á göturnar og
hvatt menn til að láta skrásetja
sig og áhugamenn í flokknum
hafa verið hringjandi í allar áttir
og beðið kunningja sína um að
láta sig ekki vanta og taka fleiri
með sér, því að oft hafi verið
þörf en nú sé nauðsyn. Hvar-
vetna á mannamótum, á veitinga-
stöðum, í strætisvögnum og neð-
anjarðarbrautum og á skrifstof-
um hefur kveðið við spurningin:
— Ertu búinn að láta skrásetja
þig?
— Ég minnist þessa sérstak-
lega, er ég var að aka heim í
neðanjarðarbraut undir Lexing-
ton-stræti ofan frá Bronx-hverfi.
Tvær eldri konur, allfyrirferðar-
miklar sátu þar saman og voru
í vinsamlegum viðræðum um
daginn og veginn, en bandarísk-
ar konur eru allmálgefnar. Önn-
ur þeirra var með pólitískt merki
í barminum með nafni Adlai
Stevensons. Allt í einu spurði
hún hina: — Ertu búin að láta
skrásetja þig?
— Nei, svaraði hin. — Ég held,
að við hjónin höfum ekki áhuga
á að kjósa að þessu sinni. Við
höfum tekið okkar ákvörðun um
það.
Það varð mjög þögult í sæti
kvennanna tveggja eftir þetta.
Heitar pólitískar ástriður virtust
brenna undir niðri.
Þrátt fyrir allt hið pólitíska
skipulag flokkanna og marghátt-
aðar ráðstafanir fór svo að lok-
um, þegar skráningu lauk í gær-
kvöldi, að allmiklu færri höfðu
látið skrá sig heldur en við síð-
ustu kosningar. Þessar fréttir
valda sérstaklega demókrötum
nokkrum áhyggjum.
CM 65% VILJA KJÓSA
Á 4600 kjörstöðum í borginni
höfðu um 3,450,000 manns látið
skrá sig. Borið saman við 3,530,
000 við síðustu forsetakosningar
og þegar tekið er tillit til þess,
að íbúatalan hefur aukizt er hér
um nær 10% fækkun að ræða.
Um 65% þeirra, sem geta feng-
ið kosningarétt, hafa látið skrá
sig í ár, en var í fyrri kosningu
nær 70%.
Blöð hér í borg hafa þó látið
í Ijós óánægju með það, að þeim
skuli fækka, sem áhuga hafa á
stjórnmálum. Tala sum þeirr*
um það, að það sé rétt að breyta
kosningalögunum svo að menn
þurfi ekki að láta skrá sig sér-
staklega á kjörskrá, heldur séu
menn þar fastskráðir og geti
neytt atkvæðisréttar síns á kjör-
degi. En þau viðurkenna þó, að
jafnvel með slíkri breytingu sé
ekki líklegt að meir en 70—75%
neyti atkvæðisréttar. Sést það af
reynslunni í öðrum sambands-
ríkjum, þar sem skrásetning er
ekki áskilin.
Ýmsar skýringar hafa verið
gefnar á fækkun þessari á kjör-
skránum. Formenn kjördeilda 1
úthverfunum segja, að fólkið,
sem þar býr, fari snemma til
vinnu sinnar á hverjum morgni
og komi seint heim úr vinnunni
á kvöldin. Þá sé það svo þreytt,
að það nenni ekki að fara til
kjördeildarinnar.
En almennt er þetta talið staf*
af venjulegu áhugaleysi. Og
menn segja: — Fyrst svona fór,
þá er engin von um að demókrat-
ar geti unnið kosningarnar.
Þ. Th.
Smirnow — nýr rússneskur
sendiherra í Bonn
ÞANN 14. júlí sl. kallaði rúss-
neska ráðstjórnin sendiherra
sinn í Bonn heim og hefur stjórn-
máiasamband milli landanna ver-
ið mjög dauft síðan. Sendiherr-
anum, sem hét Sorin, hafði ekki
verið vel tekið í Vestur-Þýzka-
landi, hann hafði áður verið
sendiherra í Frag, og einmitt á
S sbrifar úr
dagiega lífinu ,
Hinn gullvægi eiginleiki
EIN af mörgum dygðum, sem
manninn mega prýða er til-
litssemi, þessi gullvægi eigin-
leiki, að vera alltaf reiðubúinn
tiL að taka tillit til annarra, óska
þeirra og þarfa, jafnvel þótt það
kunni að kosta hinn tillitssama
nokkur óþægindi og baga. Já,
oftast haldast fleiri dygðir í
hendur við tillitssemina: ósér-
plægni, örlæti, frjálslyndi. * Vilji
til að viðurkenna annarra sjón-
armið og setja sig í þeirra spor.
Setja ekki ávallt sína eigin hags-
muni í fyrirrúm.
Margar eru og margvíslegar
þær kvartanir, sem Velvakanda
berast frá lesendum sínum og í-
skyggilega oft virðast þær
sprottnar af því, að sá sem kvart-
ar og sá sem kvartað er yfir virð-
ast ekki beinlínis leggja sig í
líma til að sýna náunganum nær-
j gætni og tillitssemi — og koma
j til móts við óskir hans. Því fer nú
sem fer, að óánægja, þrætur og
jafnvel fullur fjandskapur getur
spunnizt út af furðusmávægi-
legu ágreiningsefni í upphafi,
sem auðvelt hefði verið að finna
| á friðsamlega lausn, ef einlægur
vilji hefði verið fyrir hendi hjá
báðum aðilum.
Múhammeð og Muezza
EG ætlaði annars að segja ykk-
( ur litla sögu — eiginlega er
| það falleg dæmisaga um tillits-
j semi gagnvart náunganum. Hinn
tillitssami er enginn annar en
sjálfur Múhammeð, spámaðurinn
mikli frá Mekka og náunginn —
bara lítil kisa, að nafni Muezza;
Dag einn, er spámaðurinn sat
niðursokkinn í hugleiðingar sín-
ar, kom kisa hans, Muezza, til
hans og hreiðraði um sig á
skikkjuerminni hans. Hún malaði
hátt af ánægju og vellíðan. En
Múhameð sat svo lengi, sokkinn
niður í hugsanir sínar, að Mu-
ezza sofnaði undurvært og þeg-
ar húsbóndi hennar varð að
standa upp til að fara til bæna-
iðkana sinna, skar hann hálfa
ermina af skik' Ju sinni, fremur
en að vekja kisu sína af blund-
inum.
Þörf, lítil bók
NÚ á dögunum rakst ég á bók-
arkorn í fórum mínum, sem
ég dvaldi um stund við að glugga
í. Það er ein af „Hvem-hvad-
hvor“-bókum Politikens í Kaup-
mannahöfn og fjallar um stöðu-
val ungs fólks: „Hvað get ég orð-
ið?“ í formála bókarinnar segir
að tilgangur hennar sé að auka
þekkingu og innsýn, sérstaklega
ungs fólks, í hinar ýmsu greinar
atvinnulífsins í landinu og benda
því á hina margvíslegu mögu-
leika, sem það býður. Þegar við
þurfum að velja, er fyrst og
fremst nauðsynlegt að vita um
hvað er að velja
í „Hvað get ég orðið?“ er fyrst
leitað fyrir sér um áhugamál les-
andans: Á hvaða sviði er áhugi
hans helzt? Á landbúnaðarstörf-
um, fiskveiðum, iðnaði, ritstörf-
um, tónlist eða öðrum listgrein-
um? Síðan er hinum ýmsu at-
vinnugreinum á hverju sviði
lýst sem greinilegast — hvaða
leiðir séu færar. Síðasti og stærsti
kafli bókarinnar er listi, yfir hin
einstöku störf — raðað eftir staf-
rófsröð — ekki færri en 13
hundruð talsins. Þar er um auð-
ugan garð að gresja, bókstaflega
öll störf þjóðfélagsins er þar að
finna, frá hinum lægstu til hinna
æðstu. Þar er sendisveinninn, Ijós
móðirin, lögfræðingurinn, ljós-
myndarinn — svo tekin séu
dæmi.
Fyrir danskt æskufólk —
en . . .
HVEERI starfsgrein fyrir sig er
lýst ýtarlega. í hverju hún er
fólgin, hvaða kunnáttu og mennt-
un þurfi til undirbúnings, hver
séu starfsskilyrði og launakjör.
Auðvitað er bókin miðuð við
danskt atvinnulíf og þjóðfélags-
hætti, hún er skrifuð fyrst og
fremst fyrir upprennandi danska
þjóðfélagsborgara, en mér datt í
hug, að ef til vill myndi einhver
framtakssamur íslendingur eða
Islendingar — takast svipað verk
efni á hendur til fróðleiks og
hæðarauka fyrir íslenzkt æsku-
fólk, þegar leiðbeiningar um
stöðuval verða komnar á dálítið
betri rökspöl héx hjá okkur.
þeim tíma, þegar kommúnistar
hrifsuðu til sín völdin, og var
talið að Sorin hefði staðið á bak
við þær aðgerðir. Vegna þessa
mætti Sorin alltaf nokkurri tor-
tryggni meðal Þjóðverja.
Nú hafa Rússar fyrir skömmu
síð'an útnefnt nýjan sendiherra í
Bonn. Heitir hann Andrej A.
Smirnow. Um tíma á styrjaldar-
árunum var hann starfsmaður við
rússnesku sendisveitina í Berlín,
en varð árið 1941 sendiherra í
Teheran. Var talið að hann hafi
átt nokkurn þátt í því að dragá
úr kapphlaupi stórveldanna um
áhrifavald í fran eftir styrjöld-
ina. Árin 1943—49 var Smirnow
forstjóri þeirrar deildar í utan-
ríkisráðuneytinu í Moskvu, sem
fjallar um mál Mið-Evrópu, en
árið 1949 varð hann sendiherra
í Vín. Er talið að 'Smirnow hafi
átt nokkurn þátt í því að Rússar
létu undan kröfu Vesturveldanna
um að gerðir væru friðarsamn-
ingar við Austurríki og setulið
stórveldanna hyrfu þar úr landi.
Vestur-Þjóðverjar spyrja nú:
Hvað hefur Smirnow með sér í
töskunni? Hafa sumir getið sér
þess til, að Smirnow mundi hafa
í huga að koma á sameiningu
Þýzkalands á þeim grundvelli, að
það yrði óvígbúið og hlutlaust
land, og fæli það í sér, að Vestur-
Þjóðverjar yrðu að rjúfa hin
helztu stjórnmálalegu tengsl, sem
þeir hafa við vestrænar þjóðir.
Rétt eftir að fregnin um út-
nefningu Smirnows barst, lýstl
dr. Adenauer því yfir, að Vestur-
Þjóðverjar mundu aldrei verzla
með frelsi sitt, eins og hann orð-
aði það. Sameining Þýzkalands
yrði að byggjast á því, að landið
yrði frjálst og óháð ríki, sem
hafi sjálft rétt til að ákveða
stefnu sína í einu og öllu.
Vestur-Þjóðverjar gera sér
litlar vonir um að Smirnow muni
geta komið eðlilegri sameiningu
landsins til leiðar, en hins vegar
fagna þeir því að betra stjórn-
málasamband er komið á milll
ríkjanna, eftir að það hefur legi#
niðri, að kalia má, svo mánuðum
skipti.