Morgunblaðið - 25.10.1956, Side 8
8
MORCTJNBL 4 ÐIÐ
Fimmtudagur 25. okt. 1956
Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Síjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstrseti 6. Sími 1600
Askriftargjald kr. 25.00 á mánuði ínnanlands.
í lausasölu kr. 1.50 eintakið.
Gert hreint fyrir dyrum
UTAN ÚR HEIMI j
édinuctídctr ^ndíctndó
hve&Jci ^ortdu
Knct
í RÆÐU ÞEIRRI, sem Ólafur I
Thors formaður Sjálfstæðisflokks
ins flutti á fundi Varðarfélags-
ins í síðustu viku bregður hann
upp mjög skýrri mynd af við-
horfunum í íslenzkum stjórnmál-
um í dag um leið og hann svarar
ýsmum ádeilum andstæðinga
Sjálfstæðisflokksins. Hann bendir
á það í upphafi að formaður
Framsóknarflokksins hafi náð
stjórnarformensku með því að
svikja marggefin fyrirheit í al-
þjóðaráheyrn um að vinna ekki
með kommúnistum. En ætli hann
sér að hrekja íslendinga úr sam-
starfi við vestrænar þjóðir og
ofurselja þá Rússum þá færist
hann of mikið í fang.
Um viðskiptin við Rússa sagði
formaður Sjálfstæðisflokksins, að
hag þjóðarinnar væri bezt borgið
með því að dreifa viðskiptunum, l
einkum sölu afurðanna sem mest.
Það hefði því verið Sjálfstæðis-
mönnum gleðiefni þegar þeim
tókst að draga upp járntjaldið og
selja Rússum, Tékkum, Pólverj-
um o. fl. þjóðum íslenzkar afurð-
ir. En íslendingar vildu ekki vera
neinni einstakri þjóð háðir við-
skiptalega. Þess vegna væri þjóð-
in nú uggandi um aðstöðu sína.
Áður hefðu Rússar verið mjög
tregir til að kaupa af okkur. Nú
virtust þeir vilja „kaupa allar
íslénzkar afurðir og ríkisstjórn-
ina með“.
Vandkvæði
sjávarútvegsins
Ólafur Thors vekur næst at-
hygli á þeim ummælum Tímans
að „fráfarandi sjávarútvegsmála
ráðherra beri höfuðábyrgðina á
því, að sjávarútvegurinn er nú
stærsti styrkþeginn í þjóðfélag-
inu“.
Hann bendir síðan á það, að
allt það, „sem ég gerði útveg-
inum til framdráttar, bæði í
stjórn Steingríms Steinþórs-
sonar og síðustu stjórn gerði
ég í samráði við Framsóknar-
ráðherrana og eftir ýtarlegar
umræður í ríkisstjórninni og
sameiginlega leit að úrræðum
er að gagni mættu verða“.
Allir vita að þetta er satt og
rétt. Enginn ágreiningur var uppi
innan tveggja síðustu ríkisstjórna
um það, hvernig snúizt skyldi við
þeim vanda sjávarútvegsins og
annarra atvinnugreina, er spratt
af stöðugt hækkandi framleiðslu
kostnaði, er kommúnistar báru
höfuðábyrgðina á. Það sýnir því
einstæða óskammfeilni og ó-
drengskap þegar Framsókn kenn
ir Sjálfstæðismönnum þrengingar
framleiðslunnar.
Það er líka vitað, að fyrir
nokkrum mánuðum voru Fram-
sóknarmenn á allt annarri skoð-
un. Þá kenndi Eysteinn Jónsson
kommúnistum hið stöðuga kapp-
hlaup milli kaupgjalds og verð '
lags og þá erfiðleika, sem af
því leiddi fyrir sjávarútveginn
og framleiðsluna í heild.
„Arfurinn frá fyrr-
verandi stjórn“
Hermann Jónasson kallaði
þann lánsfjárskort, sem núver-
andi ríkisstjórn á við að etja
„arfinn frá fyrrverandi stjórn“.
Ólafur Thors benti á, að
það væri engu líkara en að
forsætisráðherrann æ*'aðist|
til þess að formaður Sjálf-
stæðisflokksins hefði tryggt
viðtakandi stjórn nægilegc fé
langt fram í tímann. En hann
upplýsti jafnframt, að ef fyrr-
verandi stjórn hefði setið á-
fram við völd myndi hann
hafa getað tryggt ríkinu lán
að upphæð a.m.k. um dn0 millj.
kr. til langs tima og með lág-
um vöxtum.
Á það má loks benda, sem
Ólafur Thors vék einnig a'ð. að
hann hafði forgöngu um útvegun
lánsfjár til rafvæðingarinnar, í-
búðabygginga og sementsverk-
smiðju.
„Arfurinn frá fyrrverandi rík-
isstjórn" var því sá í lánsfjármál-
unum, að hún útvegaði mikið
fjármagn til nauðsynlegra Iram-
kvæmda og uppbyggingar í land-
inu. Núverandi ríkisstjórn virðist
hins vegar hafa ætlazt til þess að
fráfarandi stjórn fengi sér nægt
fjármagn til alls, sem gera þarf.
Almenningur í landinu veit, að
það er hlutverk stjórnar landsins
á hverjum tíma að tryggja fjár-
magn til nauðsynlegustu fram-
kvæmda.Margt bendir hins vegar
til þess að núverandi stjórn sé
þess með öllu vanmegnug.
Gert breint fyrir dyrum
Að sinni gefst ekki tóm til að
rekja nánar hina yfirgripsmiklu
og rökföstu ræðu formanns Sjálf-
stæðisflokksins. í henni hrakti
hann lið fyrir lið ásakanir hinna
nýju stjórnarflokka í garð Sjálf-
stæðisflokksins, um að hann bæri
fyrst og fremst ábyrgð á erfið-
leikum íslenzks efnahagslífs.
Ólafur Thors sýndi fram á það,
að engir hafa unnið markvísar
að því en Sjálfstæðismenn að
hindra kapphlaup milli kaup-
gjalds og verðlags í landinu. Eng-
ir hafa hins vegar barizt ötulleg-
ar fyrir slíku kapphlaupi en
kommúnistar og samstarfsmenn
þeirra.
Framsóknarmenn þykjast nú
hvergi hafa komið nærri fjár-
málastjórninni á undanförnum
árum. Sl. sex ár hefur þó Ey-
steinn verið fjármálaráðherra og
hlotið geysilegt lof Tímans fyrir
fjármálaspeki sína.
Nú segja Hermann og Eysteinn
allt í einu að Sjálfstæðisflokkur-
inn hafi einn öllu ráðið um fjár-
málastefnuna. Allt sé því honum
að kenna, sem miður fari í ís-
lenzkum efnahagsmálum!!
Ólafur Thors hefur í þess-
ari ræðu gert rækilega hreint
fyrir dyrum flokks síns. Hann
hefur sagt skák við hina nýju
stjórnarforustu. Það er ekki
ólíklegt að mátleikurirn sé
nálægari en ýmsir halda í dag.
ELDRA fólk minnist eflaust
þess tíma, þegar það var talið
„c o m m e i 1 f a u t“ að falla
í ómegin eða líða út af, eins
og það var kallað. Þessi gamli
siður virðist nú aftur vera að
komast í tízku, en þó aðeins
þegar blaðaljósmyndarar eru
nærstaddir. Það þótti t. d. tíð-
indum sæta þegar rússneska
leikkonan Anna Valentina leið
í ómegin í tröppum kvik-
myndahússins, þar sem hún
S agan segir, að fyrir
tæpum þremur öldum hafi sá at-
burður gerzt í skógi einum í
Hyderabad, að sonur konungsins
hitti heilagan mann, sem bað
hann um brauð. Piltinum varð
svo mikið um örbirgð mannsins,
að hann gaf honúm sjö brauð-
hleifa. Hinn helgi maður sýndi
honum þakklæti sitt með því að
blessa fjölskyldu hans í sjö ætt-
liði, einn fyrir hvern brauðhleif.
Þegar frá leið, urðu afkomendur
þessa konungssonar, hinir svo-
kölluðu Nizams í Hyderabad, rík-
astir allra hinna vellauðugu pót-
entáta í Indlandi. Jafnvel þegar
Indland var gert að sjálfstæðu
lýðveldi árið 1950, fóru hinir
nýju ráðamenn varlega í það að
þröngva lýðræðisskipulaginu
upp á þá 562 þjóðhöfðingja, sem
ríktu í smáríkjum landsins við
óviðjafnanlegan íburð.
★ ★ ★
iiú ríkir hinn 70 ára
gamli sjöundi Nizam í Hydera-
bad, jafnnízkur og hann er auð-
ugur, en blessun beiningamanns-
ins í skóginum er útrunnin, ekki
aðeins fyrir hann, heldur og alla
hina sjálfráðu og stórríku pótent-
áta Indlands. Völd þeirra hafa
verið stórlega takmörkuð, og um
næstu mánaðamót, þegar nýrri
skipan verður opinberlega kom-
ið á ríkin í Indlandi, missa þeir
endanlega völd sín og tekjulind-
ir, en fá að halda auðæfum sín-
um.
★ ★ ★
I vikunni sem leið var
mikill viðbúnaður í Mysore í til-
efni þess, að þá var hinzta sinni
haldið hátíðlegt hið svonefnda
Dashahara durbar pótentátans
í þessu fornfræga ríki. Hann ber
tignarheitið Maharaja (stórkon-
ungur) og er frægur fyrir þyngd
sína (300 pund), auðæfi, tónlist-
aráhuga og góða stjórn á þegn-
um sínum. Síðan Indland varð
lýðveldi hefur hann ríkt sem
Rajpramukk, þ.e.a.s. landsstjóri
og konungur í senn, launaður af
ríkinu. Þessi virðingarstaða var
veitt sjö valdamestu pótentátum
Indlands og fá þeir 1 árslaun allt
upp í 2 milljónir króna, en risnu-
fé þeirra fer upp 1 16 milljónir
króna. En við hina nýju skipan
indversku ríkjanna er endi bund-
inn á þetta óhóf. Nú verða þess-
ir tignu menn bara réttir og slétt-
ir landsstjórar með rúmar 200.
000 krónur í árslaun og auka-
tekjur af sköttum, sem nema um
8 milljónum króna í Mysore. Það
hafði verið á frumsýningu.
Auðvitað var ljósmyndarinn
viðstaddur og atburðurinn
var á skammri stund heims-
fleygur. Svo var það unga
enska filmstjarnan, sem hné
í ómegin á flugvellinum í
London fyrir augum blaða-
ljósmyndaranna. En það var
þó fyrst í alheimskeppni feg-
urðardísanna í London á dög-
unum, sem tólfunum kastaði.
íslenzka fegurðardrottningin
eru því síðustu forvöð fyrir pót-
entátana að gera sér reglulega
glaðan dag.
★ ★ ★
H átíðahöldin í siðustu
viku stóðu yfir í 10 daga, og var
mikið um dýrðir. Inn í pálmum
í stráða borgina óku hinir tignu
menn hvaðanæva í nýjustu bíl-
um og einka-lestum. Bændur og
kaupahéðna dreif að úr öllum
áttum í þúsundatali. Fólkið stóð
í þéttum þyrpingum og slóst um
að koma auga á hesthúsin full af
gæðingum og nýju bifreiðirnar
í bílskúrum pótentátans. Þar»gat
að líta beztu bíla heims, byggða
eftir sérstakri pöntun eigand-
ans. Og lokadaginn safnaðist
mikill múgur, um 30.000 manns,
í hinn stóra durbar-sal, þakinn
rauðum ábreiðum, til að sjá hinn
mikla mann.
★ ★ ★
B rosandi og fyrirferðar
mikill klöngraðist „stórkonung-
urinn“ fyrrverandi upp stiga,
yfirliði
reið þar á vaðið og féll ; yfir-
lið í fallegum sundfötum. Til
allrar lukku var nún gripin
í falíinu af snarhentum herra,
og auðvitað var það augnablik
gert eilíft. Nokkru síðar kom
röðin að grísku fegurðar-
drottningunni, en hún var svo
heppin að sitja í gömlu há-
sæti, þegar hún fékk aðsvifið,
og er það í baksýn á siðustu
myndinni af heimsfrægum
aðsvifum.
lagðan gulli og silfri, og settist í
gimsteinum greypt hásæti sitt.
Um leið og hann tók sér sæti,
varð borgin eitt glitrandi ljós-
haf í öllum regnbogans litum.
Fílar með gyllta hófa gengu í
þunglamalegri fylkingu hjá há-
sætinu. Lúðraflokkar þöndu
sekkjapípur sínar að skozkum sið
og flokkar fjöllistamanna veltust
og byltust frammi fyrir hans kon
unglegu hátign. Einn eftir annan
komu hinir virðulegu borgarar
Mysore-ríkis upp að hásætinu
með gjafir sínar úr gulli og gim-
steinum, og hans hátign gaf til
kynna að hann tæki við þeim —
en aðeins á táknrænan hátt. Og
um leið op hann hreyfði sig,
dingluðu gimsteinum settir eyrna
hringar hans.
★ ★ ★
Hátíðin var iburðar-
mikill lokaþáttur tímabils, sem
nú er um garð gengið. Þessi veg-
legu hátíðahöld og hin óhóflega
eyðsla eru úr sögunni. Nú verða
gerðar sparnaðarráðstafanir og
lagðir þungir skattar á allan lúx-
us. Og greiðsla þeirra verður
ekki aðeins táknræn.
★ ★ ★
A. ðrir pótentátar Ind-
lands voru einnig önnum kafnir
við að semja sig að hinum nýju
háttum. Sumir þeirra hafa þegar
dregið sig í hlé og lifa á auðæfum
sínum í helztu skemmtiborgum
Evrópu, þar sem þjóðhöfðingi er
enn þjóðhöfðingi hvort sem hann
ríkir eða ekki. Aðrir hafa lagt
inn á hina pólitísku braut til að
berjast gegn Kongress-flokkn-
um, sem olli falli þeirra. Og enn
aðrir hafa jafnvel gerzt erind-
rekar Kongress-flokksins. Sumir
þeirra hafa gerzt fræðimenn eða
bændur, og nokkrir hafa gert
hallir sínar og landareignir að
eftirsóttum skemmtistöðum
ferðamanna, einkum þeirra sem
hafa áhuga á tígrisdýraveiðum.
Yaldaskeið einvaldanna í smá-
ríkjum Indlands er þannig liðið
undir lok, og af rústum þess rís
lýðræðisskipulag nútímaríkis.
Þokkadísirnor í
\ 4
A
Hinn 300
punda þungi
Maharaja í
Mysore.