Morgunblaðið - 25.10.1956, Side 16

Morgunblaðið - 25.10.1956, Side 16
Veðrið Vavandí S og SA. AUhvass i kvöld. Rigning. 245. tbl. Fimmtudagur 25. október 1956 Uppreisn Ungverja Sjá grein á bls. 9 Það kostar milljónir að bæta fjörefnum í samsölumjólkina Borgarlæknlr skrifar bæfarráði FYRIR síðasta fundi bæjarráðs lá bréf frá borgarlækni, dr. Jóni ' Sigurðssyni, um möguleika á því að neyzlumjólk bæjarbúa rerði fjörefnabætt. Um það hafði bæjarstjórn gert samþ. á þá leið, að fela borgarlækni að athuga möguleika í þessa átt og yrði þá mjólkin bætt með D-fjörvi. — í þessu svari borgarlæknis er gerð grein fyrir áliti manneldisráðs svo og uppl. frá forstjóra Mjólkursamsölunnar hve þetta myndi gera mjólkina miklu dýrari. EKKI A EÐA D HELDUR C í álitsgerð manneldisráðs, en borgarlæknir leitaði álits þess, •egir að það telji ekki brýna aauðsyn bera til að blanda A- og D-fjörvi í mjólkina, þótt slíkt myndi að vísu tryggja að slíkt siyndi ekki skorta í henni. Manneldisráð vakti aftur á móti •thygli á því að athugandi væri »ð blanda C-fjörvi í mjólkina fíðarihluta vetrar og vor. ÞAÐ ER HÆGT Þegar borgarlæknir hafði fengið þessar uppl. sneri hann fér næst til Mjólkursamsölunnar með fyrirspurn um möguleika á framkvæmdum og einnig varð- »ndi væntanlegan kostnað, sem ilíkt myndi hafa í för með sér. Forstjóri Mjólkursamsölunnar hefur fyrir nokkru skýrt borgar- lækni frá því að tæknilega sé framkvæmanlegt að fjörefnabæta mjólkina, en þá yrði ekki hægt að einskorða það við einhvern hluta hennar, heldur alla mjólk sem til stöðvarinnar kemur, en það eru alls um 60.000 lítrar. 22—30 AURAR PR. LÍTRA Kostnaðarhlið málsins er all- veruleg, því útsöluverð mjólkur- innar myndi verða að hækka um 22—30 aura á hvern lítra, nema niðurgreiðsla kæmi til af hálfu hins opinbera, en slík niður- greiðsla er illframkvæmanleg. Kostnaðaraukinn yrði 13—18 þús. kr. á dag. Ef mjólkin væri aðeins fjörefnabætt fyrstu fimm mánuði ársins myndi það kosta 2—2,7 milljónir króna. Mikill viðbúnaður fil björg- r unar kindum úr Ogöngufjalli HÚSAVÍK, 24. október: ÞRJÁR KINDUR hafast enn við í Djöflaskál í Ógöngufjalli, sem er fjallgarður í Kinnarfjöllum. Þar sem nú þykir sýnt, að kindurnar svelti í hel þarna ef ekkert verður að gert, hefur komið til tals, að fá þyrilvængju til þess annaðhvort að sækja bær. ef hægt er eða að öðrum kosti skjóta þær á staðnum. f haust, er gangnamenn úr Köldukinn fóru að ganga Kinnar fjöll, misstu þeir vegna styggðar, 11 kindur í skriðu í Ógöngufjalli. Kindur þessar héldu áfram upp skriðurnar og komust í skál, sem nú hefur hlotið nafnið Djöflaskál, vegna þessa atburðar. Er frekar var að kindunum hugað, kom í Ijós, að fyrir í skálinni var svört ær með eitt lamb. Ekki er vitað hvenær hún hefur komizt þang- að. BJÖRGUÐU SÉR NIÐUR SKRIÐURNAR Síðan hefur verið fylgzt með kindunum þarna. Fóru nokkrar þeirra fljótlega úr skálinni og björguðu sér niður skriðurnar. Vonuðu menn, að þær myndu allar komast niður skriðumar, eo svo hefur þó ekki orðið. Djöfla- skál er algerlega gróðurlaus þótt í auðu megi þar tína nokkur strá milli steina. SÚ SVARTA FARIN ÚR SKÁLINNI í fyrradag fór svarta kindin með lamb sitt úr skálinni og komst út í svonefnda Litlu fjöru- torfu, sem er um 300 metrum norðan við Djöflaskál. Er þar sæmilegur gróður og ekki með öllu vonlaust að þangað megi komast og bjarga henni og lamb- inu, þótt erfitt verði og með öllu óhugsanlegt fyrr en veður batn- ar og snjóa leysir á þessum slóð- um. ÆR MEÐ TVÖ LÖMB EFTIR Eftir í Djöflaskál er nú ein ær með tvö lömb. Virðist ekkert bíða þessara kinda nema dauðinn, ef ekki verður að gert. Kindurnar virðast ekki ætla að reyna til þess að bjarga sér sjálfar úr skálinni, sem nú er snævi þakin og gróður- laus. GETUR FLUGVÉL BJARGAÐ? Oddviti Ljósavatnshrepps, Bald ur Baldvinsson, hefur snúið sér til Slysavarnafélagsins með fyrir- spurn um hvort hægt væri að fá flugvél til að bjarga kindunum, eða skjóta þær á staðnum, ef ekki er annars kostur. Slysavarnafélag ið hefur nú í samráði við Dýra- verndunarfélagið snúið sér til varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli til athugunar á því hvað hægt sé að gera kindunum til bjargar. Miklir örðugleikar munu vera á því að fljúga á þessum slóðum vegna hárra fjalla og mis- vindis, jafnvel í góðu veðri. Er ennþá ekki fullráðið hvað gert verður, en fólk tekur sárt að vita af skepnunum þarna alger- lega bjargarlausum. EGGJAR MENN EKKI TIL UPPGÖNGU Vitað er aðeins um einn mann, sem klifið hefur Ógöngufjall. Er það Guðmundur bóndi Frið- bjarnarson á Ytri-Skál, er komst alla leið í Djöflaskál í leit að kindum. Guðmundur er nú mið- aldra maður og hefur ekki hvatt menn til þess að leggja til upp- göngu á fjallið á þessum tíma árs. Þótti það dirfska mikil og afrek hið mesta er hann gerði það, ungur að aldri. — S. P. B. EKKI MEÐMÆLTUR Að lokum segir borgarlæknir í bréfi sínu til bæjarráðs á þá leið, að hann telji ekki nauðsynlegt, en þó mjög æskilegt að fjörefna- bæta mjólkina. — En vegna hins gífurlega kostnaðar sem því óhjá kvæmanlega fylgir, segist borgar- læknir ekki geta mælt með því að óbreyttum aðstæðum, að svo verði gert. Efri myndin var tekin er Gunnar Thoroddsen borgar- stjóri, gróðursetti litla barr- plöntu í Heiðmörk er hún var vígð 25. júní 1950. Neðri myndin var tekin í haust af þessu vaxandi „borgarstjóra- tré“, sem nú er orðið um 80 sentim. á hæð. — í gær átti Skógræktarfélag Reykjavík- ur sem kunnugt er 10 ára afmæli. Voru félaginu þegar í gærdag teknar að berast góðar gjafir, en það voru nýir félagsmenn. f tilefni af- mælisins hefur félagið gefið út kort þar sem safna skal á nýjum félagsmönnum, og voru það slík kort sem skrif- stofu felagsins bárust. Engin trygging fyrir fjórmagni til knupn á togurunum Umræður um skipakaupafrum- varp ríkissájúrnariainar i gær ÍGÆR fór fram umræða í Neðri deild Alþingis um frumvarp rikisstjórnarinar um heimild til skipakaupa, lántöku og sér* stakra ráðstafana í útgerðarmálum til þess að stuðla að jafnvægl í byggð landsins. 2 RÁÐHERRAR FYLGDU ÚR HLAÐI Þeir Hermann Jónasson for- sætisráðherra og Lúðvík Jósefs- son sjávarútvegsmálaráðherra fylgdu frumvarpinu úr hlaði með löngum ræðum. Þörf þeim tíð- rætt um nauðsyn hinna dreifðu byggða landsins fyrir atvinnu- tæki og vilja ríkisstjórnarinnar til þess að bæta úr því. Annars kom fátt nýmæla fram í ræðum ráðherranna. RÆÐA MAGNÚSAR JÓNSSONAR Af hálfu stjórnarandstöðunnar talaði Magnús Jónsson. Lýsti hann ánægju sinni yfir því ef hafizt yrði handa um skipakaup þau er frumvarp þetta gerði ráð fyrir. Benti hann á að áður hefðu komið fram tillögur um þessi mál á þingi, en ekki hlotið afgreiðslu. Þá gat þingmaður hinna miklu framkvæmda nýsköpun arstjórnarinnar á sviði togara kaupanna, en þá var stærsta átakið gert á þessu sviði í sögu þjóðarinnar, enn fremur gat hann hinna 10 togara er voru síðar keyptir. SKYNSAMLEGT AÐ KAUPA NOKKRA TOGARA Á ÁRI í sambandi við þessi skipakaup benti Magnús Jónsson á að það væri skynsamleg leið að kaupa inn nokkra togara á ári og hag- nýta sér þannig nýjungar á þessu sviði, en þær eru nú mjög örar hvað byggingu togara snertir. Hins vegar sagði ræðumaður að ekki færi hjá því að nokk- ur galli væri á þessu máli, en hann væri sá að engin vit- neskja væri um það hvort takast myndi að afla fjár- mðgns til þessara skipakaupa, svo sem hæstv. forsætisráð- herra hefði yfirlýst í ræðu sinni. Einnig benti Magnús Jónsson á, að samkvæmt upp- Iýsingum fjármálaráðherra væri nú mjög örðugt um vik með öflun fjár til annara fram Óvenju rólegt hjá lögreglunni ÞAÐ er ekki lengur talið til frá- sagnaverðra tíðinda þó bila- árekstrar hér á götum bæjarins verði milli 5 og 10 á einum degi! En þá fer það í staðinn að verða frásagnarvert, ef árekstratalan nær ekki þessu. Þannig var það í gærdag. — Klukkan var orðin sex í gærkvöldi, og lögreglunni hafði aðeins borizt tilkynning um tvo bílaárekstra frá því morgun- vaktin hófst, klukkan 6 í gær- morgun! Klukkan liðlega sex varð þriðji áreksturinn. Þessi dagur hafði orðið sérstæður fyrir lögregluna, því segja má að ár og dagar séu síðan svo fáir bíla- rekstrar hafa orðið á einum degi. Athyglisvert er það og í þessu sambandi, að víða var hálka á götum í gær. kvæmda hér á landi, og þvf rík ástæða til þess að álíta að ekki myndi auðvelt að útvega lán til kaupa á þessum skip- um. Þá kvað þingmaður það mjög varhugavert að leggja fram frura vörp af hálfu ríkisstjórnarinnar, sem almenningur í landinu myndi binda miklar vonir við, en síðar reyndist svo ekki hægt að framkvæma. Pósl- og símsljóra- embættið í Vestm.- eyjum til umsóknar UM næstu mánaðamót lætur af störfum eftir langa þjónustu, Þórhallur Gunnlaugsson, póst- og símstjóri í Vestmannaeyjum. Hann mun hafa ráðizt sem starfs- maður Landsímans árið 1913. — Hefur hann verið lengi í Vest- mannaeyjum. Póst- og simstjóraembættið £ Vestmannaeyjum hefur nú verið auglýst til umsóknar um næstu mánaðamót. Hafa þegar 16 starfs- menn Landssímans sótt um það, en ennþá hefur ekki verið ráð- inn maður í embættið. Kvöldvaka Stúdentafélagr Reykjavíkur STÚDENTAFÉLAG Reykjavíkur heldur á föstudaginn kemur eina af sínum vinsælu kvöldvökum. Er eins og ávallt til dagskrár- innar vandað. Dr. Hallgrímur Helgason flyt- ur stuttan ferðaþátt frá Evrópu, sem hann nefnir: Saumamaskín- an og hugarklæði hlutleysisins. Árni Tryggvason, leikari syng ur 3 nýja gamanbragi eftir Ragn ar Jóhannesson, skólastjóra. Bjarni Guðmundsson, blaða- fulltrúi stjórnar spurningaþætti, sem verður með nýju sniði. — Samkomugestum er ætlað að leggja spurningar fyrir 4 snjalla og valinkunna menn, sem hafa tekið að sér að verða fyrir svör- um, og er ekki að efa að þeir fá marga kynlega spurninguna að spreyta sig á. SjÉlfstæðismenn EFTIR 5 daga verður dregið í bifreiðahappdrætti Sjálf- stæðisflokksins. Vinsamlegast gerið skil á heimsendum happ. drættismiðum sem fyrst. — Skrifstofa Sjálfstæðisflokks. ins er opin í dag frá kl. 9 f. h. til kl. 7 e. h.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.