Morgunblaðið - 24.11.1956, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.11.1956, Blaðsíða 2
2 M0KCr*'l*v~4T>lÐ Tjaugardagur 24. nóv. 1956 Mþýðusambandsþsngið: Hannibal reynir ab hindra innföku félags verzlunar- cg skrifstofufólks á Suðurnesjum með lögbrotum H úsnœ&ismálastjárn TjAU TÍÐINDI gerðust á Alþýðusambandsþingi í gær, að Hannibal Valdemarsson gerði tilraun til þess af hálíu meirihluta sambandsstjórnar að meina Félagi verzlunar- og skrifstofufólks á Suðurnesjum inngöngu í Alþýðusam- bandið. Gerði Hannibal þessa tilraun sína í skjóli rang- túlkunar á lögum A.S.Í. og urðu miklar umræður um þessa tilraun hans til máiflækju og ranginda. Höfuðröksemd Hannibals gegn því að félagið fengi inngöngu var sú að margir félagsmannanna ættu lögheimili utan félags svæð- isins. Var honum bent á í fullri vinsemd að slíkt væri hvergi bannað í lögum A.S.Í. enda dæmin ljósust að sjálfur H&nnibal situr þingið sem fulitrúi Baldurs á ísafirði! KYNLEGAB LAGASKÝKINGAR Því svaraði Hannibal einu til að það væri ekki að marka, hann hefði fullan rétt til fund arsetu vegma þess að hann hafði verið í um 20 ár á fé- lagssvæöi Baldurs, og því gilti allt öðru máli um það féiag! Þóttu þingmönnum að von- am lagaskýringar Hannibals aerið kynlegar. þar sem það var alit í einu komið undir því hvort félag fengi að vera í ASf hve lengi félagsmenn aem nú væru komnir á annað félagssvæði hefðu verið með- limir þess. ★ 1 upphafi umraeðnanna flutti Hannibal skýrslu sambands- stjórnarinnar um þetta mál og gat þess, að hún legði til að umsókn félagsins næði ekki af- greiðslu á þinglnu, hann vildi að hún væri felld, þar sem á henni væru ýmsir gallar. Tsddi Hannibal síðan upp galla þá, sem á henni voru og gerði grein fyrir sjónarmiðum sam- bandsstjómarinnar um að neita bæri félaginu um upptöku. GALLAR HANNIBALS Voru ástæðurnar þessar: L Stór hluti félagsmanna ætti ekki lögheimili á Suðurnesj- um, heldur annars staðar á landinu. 2. Meiri hluti stjómarinnar ætti ekki lögheimili á Suðurnesj- um. 3. Lögin verða að vera í sam- ræmi við lög ASÍ en það eru lög Suðumesjaféiagsins ekki. Vitnaði Hannibal í 9. gr. sam- bandslaganna þessu til stuðnings en þar segir, að ekkert stéttar- félag megi hafa í félagi sínu menn, sem eru í öðru stéttarfé- lagL Þessari ræðu Hannibals svar- aði Óskar Hallgrímsson í mjög skýrri og rökfastri ræðu, þar sem hann hrakti rökfærslu og málavafninga Hannibals lið fyr- ir lið, og sýndi fram á að rök- semdir hans hafa enga stoð í lögum félagsins séu þau rétti- lega skýið. FLÆKJURNAR HRAKTAR Vítti hann í upphafi máls síns Þá meðferð, sem inntökubeiðnin hefði hlotið, hún hefði verið send i október en eklii afgreidd fyrr en nú, í stað þess að taka hana fyrir í upphafi þingsins. I>á vék hann að fyrstu rök- semd Hamúbals um búsetu félagsmannanna. í 5. gr. laga ASÍ stendur skýrum stöfum að félag sé skyldíigt að veita inngöngu sem félögum öllum sem vinna á félagssvæðinu, og er engin keimiid til þess að neita þeim um félagsréttindi, ef þeir vinna á félagssvæðinu, þótt búsettir séu utan þess. Varðandi aðra röksemd Hanni- bals um stjómarmeðlimina, er þess að geta, sagði Óskar, að hver fullgildur félagsmaður í stéttarfélagi er löggengur í stjóm þess. Eiga því allir fullgildir fé- lagar í stéttarfélagi fullan rétt á að vera í stjórn þess, jafnvel þótt þeir búi ekki á félagssvæð- inu. Varðandi þriðju röksemd Hannibals um samræmi í félags- lögunum, væri það að segja, að þar er eina atriðið, sem hönd má á festa, það að félagið hefir skv. lÖgunum ekki skuldbundið félaga sína til að hlíta kaup- taxta annarra félaga. Óskar benti á að fjarri færi því að öll félög ASÍ hefðu þetta smávægilega ákvæði í lögum sínum, m. a. ekki sum iðnaðar- félögin. GRUNDVALLARREGLA HÉR HRAKIN Þar að auki hefði það ávallt verið grundvallarregla í ASÍ að þegar félög sem æsktu inngöngu hefðu eitthvað smávegis ósam- ræmi í lögum sinum, væru þau ávallt tekin inn í sambandið en sú skylda lögð þeim á herðar að breyta lögum sínum til sam- ræmis. Hið sama ætti skilyrðislaust að gera hér. en ekki neita fé- laginu um það sem öllum öðr- um hefði verið leyft. Það væri verklýðshreyfingunni til smánar að hafa tvennskonar rétt í samtökum sínum, og sú ætti að vera grundvallarregl- an að mismuna féíögum ekki. Bæri vissulega að leyfa Verzl- unar- og skrifstofumannafélagi Suðumesja inngöngu, þar sem sambandslögin mæltu því hvergi á mót, en aðal röksemd Hanni- bals um að félagamir væru margir búsettir utan félagssvæð- isins, væri fallin um sjálft sig, aðeins með því að taka hann sjálfan sem dæmi sem sæti fyrir Baldur á ísafirði. Hinir félagsmennimir störf- uðu þó allir á félagssvæði sínu, á Suðurnesjum, hvar sem þeir ættu heima. En það gerði Hannibal ekki einu sinni sjálfur! STJÓRNMÁLABRAGO HANNIBALS Hannibal svaraði þessu í æs- ingakenndri ræðu og reyndi enn að vefja málið lögflækjum og halda sér í 5. greinina, en lítil varð stoðin í henni og dugði hún hvergi til refjanna. Óskar svaraði þeirri ræðu ítar- lega og kvað enn ekkert vera í lögum ASÍ sem bannaði upptöku Verzlunarmannafélagsins, enda væri hér um launþega að ræða sem störfuðu á nákvæmlega sama grundvelli og aðrir launþegar, sem þegar væru komnir í ASÍ. Hið sanna væri að stjórnin vildi koma í veg fyrir að þctta félag fengi inngöngu af stjórnmálaástæðum einum saman. KVOLDFUNDURINN Á kvöldfundi var svo tillaga um inntöku Verzlunar- og skrifstofumannafélags Suður- nesja tekin fyrir. Þingforset- inn úrskurðaði að áður en hún kæmi tii atkvæða mættu þeir tveir er á mælendaskrá voru taka til máls.. — Var Edvard Sigurðsson annar þeirra. Hann sagði að hann væri því algjör- lega mótfalíinn að taka félag- ið inn í tölu ASÍ-félaga, þar eð í hlut ætti félag sem stqfn- að hefði verið í kringum „ástandsvinnuna“ í Kcflavík, en fólk í stéttarfélögum sem á einn eða annan hátt væri tengt „ástandinu“, ætti ekki erindi inn i raðir verkalýðs- ins. Næstur á mælendaskrá var kvenfulltrúi frá Húsavík Hún krafðist þesS að Óskar Hallgrímsson varaforseti þings ins fengi ekki að „vaða uppi“ á þinginu, eða aðrir sama sinnis og hann. Var kvenfull- trúinn mjög heitur í málflutn- ingi sinum og fékk á eftir að launum frá trúbræðrum sín- um og systrum, dynjandi lófa- tak, — sem Eðvard aftur á móti hafði ekki fengið. Þessari árásarræðu svaraði Óskar Hallgrímsson stuttlega og mótmælti því að einum eða öðrum þingfulltrÚHm yrði meinað máls og mótmælti ræðu kvenfulltrúans. Var nú inntökubeiðnin bor- in upp. Mikill fjöidi fulltrúa tóku ekki afstöðu í málinu. — 77 studdu þetta litla félag, en 177 kommúnistar studdu kröfu Eðvards um að fella félagið, i gærkvóádi var það altalað á þingfundi að ASÍ-þingi ljúki í dag. Kjörið var í nefnd sem gera skal tillögur um skip an stjórnar. Framh. af bls. 1. stuðla að því, að fokheldar íbúðir megi verða fullgerðar yfir vetrarmánuðina og kom- ist sem fyrst í notkun“. GREINARGERÐ Með lögum nr. 55/1955 um húsnæðismálastjórn o. fl. var lagður grundvöllur að því að leysa húsnæðismálin til frambúð- ar. Það hefir þegar sýnt sig, að stofnun hins almenna veðlána- kerfis var hin þarfasta og merk- asta ráðstöfun, þó að reynslu- tíminn sé ekki langur. Á því árL sem nú er að líða, munu löng lán til íbúðabygginga verða allmikið á annað hundrað millj. kr., senni- lega yfir 120 millj. kr., og þar af mun þátíur hins almenna veð- lánakerfis nema væntanlega um 60 millj. kr. á árinu. Svo mikil útlán til íbúðabygg- inga voru gerð möguleg með samkomulagi, sem fyrrverandi ríkisstjóm gerði við Landsbanka íslands varðandi fjárútveganir. En þar sem það samkomulag gildir ekki nema til næstu ára- móta hefði mátt ætla, að sú ríkis- stjórn, sem nú situr, hefði þegar gert ráðstafanir til þess, að á næsta ári geti haldíð áfrahi hin miklu útlán til íbúðabygginga. Því hefir hins vegar ekki verið að fagna. Ríkisstjórnin virðist ekki hafa áhuga á því að tryggja fjármagn til íbúðalána, en það er að sjálfsögðu mikilvægasti þátturinn í framkvæmd hinnar miklu húsnæðismálalöggjafar. í stað þess hefir ríkisstjómin með sínum frægu bráðabirgðalögum lagt ástundun á lágkúrulegar að- gerðir, sem einkum miða að því að hygla að pólitískum gæðing- um sínum. Má ekki við slíkt sitja og þess vegna hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í húsnæðis- málastjóm lagt frcim tillögu um það, að þegar verði gerð gang- skör að því að tryggja, að 150 millj. kr. af sparifé landsmanna verði varið til útlána til íbúðar- bygginga á næsta ári. Þótt svo mikið fjármagn hafi verið lánað til íbúðabygginga á þessu ári sem raun ber vitni um, hefir eftirspurninni hvergi nærri verið fullnægt, svo sem kunnugt er. Ástæðan fyrir þessu er fyrst og fremst hinar alveg óvenjulegu byggingaframkvæmdir, sem fylgdu í kjölfar þess, að bygg- ingar íbúðarhúsa voru í tíð fyrr- verandi ríkisstjórnar að mestu gerðar frjálsar eftir langvarandi og mikil höft. Til þess að bæta úr þessu á- standi telja Sjálfstæðismenn í húsnæðismálastjóm að gera verði sérstakar ráðstafanir til fjáröfl- unar og leggja til, að erlend lán, að upphæð 100 millj. kr.. verði tekin í þessu skyni. Páhna Batutesonar míninzl á Mlþinrji T GÆR minntist Sam. þ. látins fyrrv. þingmanns, Pálma Hannes- I sonar, rektors. Við það tækifæri flutti forseti Sam. þings Emil Jónsson ræðu. Rakti hann í upphafi æviferil hins látna. Síðau sagði þingforseti: Það var ekki hending, að Pálmi | Hannesson gerðist náttúrufræð-1 ingur. Hann ólst upp í fögru héraði, hafði yndi af ferðalögum J um byggðir landsins og öræfi og leitaði jafnan úr fjölbýli, þegar kostur gafst. Á námsárum sín- um tók hann þátt í könnunar- ferðum um óbyggðif fslands, og jarðfræði varð síðan heizta við- Sjötug i dag: Gidðríðnr Ouimundsilðttir Guðríður er fædd 24. nóv. 1886 að Hvamrnsvík í Kjós, dóttir þeirra mætu hjóna, Jakobínu Jakobsdóítur frá Valdastöðum og Guðmundar Guðmundssonar frá Hvítanesi. Skömmu fyrir alda- mótin fluttu þau til Reykjavíkur og hefir Guðríður act þar heima síðan. Þeir eru áreiðanlega orðn- ir margir bæjarbúar, sem kynnzt hafa Guðríði á þessu tímabili og hafa orðið vinir hennar og kimn- ingjar. Þá vináttu hefir hún öðl- azt vegna sinnar góðu kynningar og framkomu á ýrnsan hátt. Fyrstu árin eftir að hún kom í bæinn átti hún heima hjá for- eldrum sínum á Bræðraborgar- stíg 31 (Blómsturvöllum). En eft- ir að hún stofnaði sitt eigið heim- ili hefir hún lengst af átt heima í Túngötu 2. Og þar býr hún nú. Þess vildi ég óska Guðríði til handa, að hún megi sem lengst halda heilsu og kröftum, svo að hún megi þjóna löngun sinni að láta sem mest gott af sér leiða. Vinur. Dmhleypingasöm tíð BÍLDUDAL, 23. nóvember. — Það sem af er vetri, hefur tíð hér vestra verið umhleypingasöm. — Síðustu daga hefur verið stöðug vestanátt, með hvössum élja- gangi. Fjallvegir hafa nú aftur teppzt og engin von til að þeir opnist fyrr en að vori. Sauðfé hefur ekki ennþá verið tekið á gjöf. Jörð hefur verið að mestu auð og sæmileg beit. Ann- ars er nú sá tími kominn, að bú- ast má við að taka verði fé á gjöf hvenær sem er. — Friðrik. BLAÐAMANNAFELAG ÍSLANDS heldur fund í Nausti kl. 4 e.h. á sunnudag. Ræddir verða kjara- samningar. fangsefni hans á sviði náttúru- vísindanna. Ýmislegt hefur hann birt um þau efni, þótt minna sé en skyldi vegna timafrekra skyldustarfa á öðrum vettvangi, en dagbækur frá ferðalögum hans munu geyma mikinn og traustan fróðleik. Pálmi Hannesson tók við ábyrgðarmiklu og vandasömu starfi, er hann varð ungur að árum rektor Menntaskólans í Reykjavík. En hann stóðst vel þá raun sökum persónuleika síns, skapstyrks og frábærs hæfileika til að gerast leiðtogi og félagi ungra manna. Stjóm skólans fór honum jafnan vel úr hendi, og kennsla hans í náttúrufræði þótti með ágætum. Pálmi Hannesson var höfðing- legur álitum, ágætlega gáfaður og menntaður. Hann var drengur góður í hvívetna, unni vel landi sínu og vildi veg þjóðarinnar sem mestan. Á Alþingi voru honum hugstæðust þau mál, er vörðuðu menningu og menntun þjóðarinn- ar og hagnýtar rannsóknir á náttúru landsins. Á ræðu hans var jafnan gott að hlýða. Hann flutti mál sitt af þrótti og karl- mennsku á fagurri íslenzku. Við fráfall Pálma Hannesson- ar á þjóðin á bak að sjá mikil- hæfum drengskaparmanni og einlægum unnanda íslenzkrar náttúru og íslenzkrar tungu. Ég vil biðja háttvirta alþingismenn að votta minningu hans virðingu sína með því áð rísa úr sætum. ★ Vegna fráfalls Páima Hannes- sonar rektors Menntaskólans, féll kennsla niður i skólanum í gær og fóni blakti í hálfa stöng á skólahúsinu. Kl. 10 í gærmorgun fór fram í hátíðasal skólans stutt athöfn að viðstöddum öllum kennurum og nemendura, en einnig voru þar menntamálaráðherra og form. nemendasambands Mennta skólans, Gísli Guðmundsson. Athöfnin hófst með því að leikið var sorgarlag. Síðan mælti Kristinn Ármannsson yfirkenn- ari, sem löngum hefir gengt rektorsstörfum í forföllum, nokk- ur minningarorð um hinn látna rektor.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.